Fréttablaðið - 21.02.2009, Síða 76

Fréttablaðið - 21.02.2009, Síða 76
44 21. febrúar 2009 LAUGARDAGUR Hvenær varstu hamingjusamast- ur? Þegar ég átti 11 ára afmæli. Það var frábær dagur sem ég ætla ekki að þreyta lesendur með að segja frá. Ef þú værir ekki tónlistarmaður hvað myndirðu þá vera? Dáinn úr eyðni … eða myndlistarmaður. Hvað er það dýrasta sem þú hefur nokkurn tímann keypt þér? Úff … Tölva? Hvað er það versta sem nokkur hefur sagt við þig? Vilt þú leitast við af fremsta megni að hafa Jesú Krist að leiðtoga lífsins? Ef þú byggir ekki í Reykjavík, hvar myndirðu vilja búa? Oakland hugsanlega. Einhverjum heitum, sveittum stað. Uppáhaldslistamaður allra tíma og af hverju? Harry Houdini. Hann var andlegt og líkamlegt ofur- menni. Draumahelgin þín í einni setn- ingu? LAN-partí með John Carm- ack, John Romero og „crewinu“. Hvert er versta starf sem þú hefur nokkurn tímann gegnt? Starfsmaður í efnalauginni Fönn. Það sökkaði. Það var talað um hvort yfirmaðurinn hefði farið á hestbak um helgina í kaffitímunum … Uppáhaldsstaðurinn þinn á jörð- inni? Auschwitz, USA. Hvers konar tónlist hefur mest áhrif á þig og hvaða lag hlustarðu mest á í dag? Öll tónlist hefur áhrif á mig, en ég er ekki mikið fyrir tón- list sem byggist mikið á textanum. Í dag er ég búinn að vera að hlusta mikið á „Jean Michel Jarre Laser Show“ eftir DJ-Musician. Hann sendi mér það áðan mér til mikill- ar ánægju. Takk, Pétur. Er eitthvað sem heldur fyrir þér vöku á nóttunni? Nei, en stundum fæ ég samt samviskubit ef ég sofna of snemma. Ef þú gætir breytt einhverju í fortíð þinni, hvað myndi það vera? Ég get ekki svarað þessari spurn- ingu, allavega ekki á neinn vitræn- an máta. Hvenær fékkstu síðast hlátur- skast? Þegar ég var að horfa á jap- anskt klósettglens rétt áðan. Áttu þér einhverja leynda nautn? Nei. Það er eiginlega allt uppi á borði. Uppáhaldsbókin þessa stundina? Dýrin, sem Arnaldur bróðir minn gaf mér í jólagjöf. Uppáhaldsorðið þitt? „Ristru- flanir“, „safa-rífari“ kemur þar beint á eftir. Hvaða eitt atriði myndi full- komna lífsgæði þín? Að svifbretti eins og í Aftur til Framtíðar 2 væru til í alvöru. Hvaða einu lagi verður þú að taka „cover“ af áður en þú deyrð? Langar mikið til að taka „Killed by Death“ rétt áður en ég dey … Hvað er næst á dagskrá? Tvær stórar myndlistarsýningar sem ég verð með í sumar og haust. Er akk- úrat núna loksins að mixa fyrstu Retron-breiðskífuna sem kemur út í sumar með Vidda úr Trabant. Hún verður klelluð. Og svo má ekki gleyma því að 7” platan „Goth báðum megin“ með Skátum kemur í búðir á föstudaginn eftir erfiða fæðingu. Kaupið hana, því það er goth að elska. Samviskubit ef ég sofna of snemma Hljómsveitin Skátar gefur út 7“ plötuna Goth báð- um megin um helgina. Anna Margrét Björnsson tók gítarleikarann Kolbein Huga Höskuldsson í þriðju gráðu yfirheyrslu og fékk nokkur mikilvæg atriði á hreint. ■ Á uppleið Blómamynstur Litaglaðir gleðjist: Flíkur með blóma- mynstri eru inni núna og um að gera að hressa upp á fataskápinn með vorlegri blómaflík þó að vorið sé kannski ekki á leið- inni alveg strax. Át það er útgefin stefna næstu viku að borða á sig gat, bolludagur á mánudag, sprengi- dagur á þriðjudag. Um að gera að hefja leikinn á morgun með sunnudagskaffi og bollum að hætti fjölskyldunnar. Leggjast í ævintýramennsku á mánu- daginn og prófa öðruvísi bollur en venjan er á heimilinu. Taka svo á því í saltkjötsáti á sprengidag. Geirmundur Valtýsson Sveiflukóngur- inn hefur í nógu að snúast, spilar á þorrablóti á Prikinu á föstudagskvöldi, kominn norður í land á laug- ardegi. Engin lognmolla þar á ferð og gott að einhver heldur uppi sönnu Íslandslagastuði. ■ Á niðurleið Spila- mennska Það er að minnsta kosti eins gott að hringja ekki í vinina og ræða síðasta spilakvöld. Orðið ás gæti bara misskilist ef einhver heyrði á tal manns. Öskupokar Eftir að reykvísk börn tóku upp sið þeirra norðlensku og hófu að syngja fyrir nammi á öskudag hættu þau að nenna að hengja öskupoka á fólk. Enda virðist hálf til- gangslaust að sitja heima og sauma poka til að næla í náungann þegar sælgæti er á næsta leiti. Kreditkort Það er svo 2007 að flagga gullkortinu í tíma og ótíma. Nú er málið að vera með seðlavöndul í veski eða telja aura upp úr buddu. Reiðufé skal það vera í ár, þá eyðir maður líka síður um efni fram. MÆLISTIKAN KOLLI, GÍTARLEIKARI SKÁTA Uppáhaldslistamaðurinn minn er Harry Houdini. Hann var andlegt og líkamlegt ofurmenni. ÞRIÐJA GRÁÐAN FULLT NAFN: Kolbeinn Hugi Höskuldsson STARFSFERILL Í HNOTSKURN: Ýmis launuð störf. Þar á meðal sjómennska á trillu, leikskóla- kennari, tæknimaður, skann- ari, starfsmaður á sambýli, hamborgaraflipp en hef ásamt þessu verið myndlistar- og tónlistarmaður. Langaði samt alltaf að verða pizzasendill en þeir draumar hafa ekki ennþá ræst. FÆÐINGARÁR OG HVAÐ GERÐ- IST MARKVERÐAST Á ÞVÍ ÁRI: 1979, árið sem Pac-Man kom út. Hann er eiginmaður Mrs. Pac-Man FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.