Fréttablaðið - 21.02.2009, Side 78

Fréttablaðið - 21.02.2009, Side 78
46 21. febrúar 2009 LAUGARDAGUR Textílfélagið er 35 ára og verður árið að vonum viðburðaríkt. Yfirlitssýningin Þverskurður stendur sem hæst í Gerðar- safni en auk þess standa opnun textílverkstæðis og vinnu- stofu á Korpúlfsstöðum og afmælissýning fyrir dyrum. „Markmið félagsins hefur frá upphafi verið að gæta hags- muna félagsmanna og kynna verk þeirra á innlendum og er- lendum vettvangi,“ segir Ásdís Birgisdóttir, formaður fé- lagsins og framkvæmdastjóri Textílseturs Íslands á Blöndu- ósi, en með því að stofna formleg samtök opnuðust dyr fyrir félagsmenn til þátttöku í stórum sýningum á erlendri grund sem þeir hafa verið duglegir að sækja. Félagsmenn, sem starfa á fjölbreyttum vettvangi, bæði sjálfstætt, fyrir aðra eða við kennslu, eru auk þess iðnir við að halda sýningar heima á Fróni og á fimm ára fresti eru haldnar sérstakar afmælissýningar. Félagið fagnar 35 ára afmælinu á tímum sem einkennast af endurmati á gildum og verðmætum þjóð- arinnar. „Sjaldan hefur verið jafn mikið prjónað og á þessum síð- ustu tímum dalandi hagsældar og er ánægjan af því að skapa, nýta og njóta viðurkennd og almenn. Á árum áður var textíllinn, eða þráðlistin, okkur Íslendingum lífsnauð- syn. Um miðja síðustu öld ófu konur veggteppi og gerðu ýmsa nytjahluti. Í dag eru verkin fjölbreyttari og má jafn- vel sjá plasti, vír og öðrum tilbúnum efnum bregða fyrir. Það sem þó einkennir textílverk, hvort sem um er að ræða myndverk, óhlutbundin eða hlutbundin verk, er tilfinningin fyrir efninu hvað varðar dýpt, uppbyggingu, áferð og yfir- borð,“ segir Ásdís. Yfirlitssýningin í Gerðarsafni, sem er þrískipt, spannar ríflega 60 ár í textílsögunni. Á henni getur að líta nýleg verk félagskvenna, verk heiðursfélaga og verk fjögurra kvenna sem á síðustu öld vörðuðu vegferð íslenskrar þráðlistar inn í nútímann. Sýningin, sem stendur til 8. mars, hefur að sögn Ásdísar verið vel sótt og bjóða félagskonur og heiðursfélag- ar upp á leiðsögn alla sunnudaga. Textílfélagið er um þessar mundir að ganga til samstarfs við sjónlistarmiðstöð sem rekur Korpúlfsstaði. Þar stendur til að opna vinnustofur og stórt verkstæði sem mun sinna þörfum félagsmanna og annarra og vera vettvangur fyrir námskeið, endurmenntun, sýningar, málþing, fyrirlestra og fleira. „Þar ætlum við að halda afmælissýningu í lok árs og gefst öllum félagsmönnum kostur á að taka þátt.“ vera@frettabladid.is TEXTÍLFÉLAGIÐ: FAGNAR 35 ÁRUM Íslensk þráðlist í brennidepli ÁSDÍS Í GERÐARSAFNI Yfirlitssýningin Þverskurður stendur sem hæst í Gerðarsafni en þar gefur að líta verk félagskvenna, heiðursfélaga og verk fjögurra kvenna frá síðustu öld. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM timamot@frettabladid.is Okkar bestu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Ásu Torfadóttur Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Alúðarþakkir færum við öllu starfsfólki Grundar, en þó sérstaklega þeim sem starfa á deild A-2, fyrir frá- bæra umönnun og elskulegt viðmót. Katrín Árnadóttir Kjell Friberg Hermann Árnason Guðríður Friðfinnsdóttir Torfi Árnason Ingibjörg Pálsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Sendum okkar alúðarþakkir þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför, elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, sonar og bróður, Þorvaldar Ólafssonar Iðalind 1, Kópavogi. Sendum einnig góðar þakkir til þeirra sem komu að veikindum hans. Sigríður Kjartansdóttir Kristbjörg E. Þorvaldsdóttir Sigurjón Fjeldsted Andrea Sif Þorvaldsdóttir Bjarni R. Garðarsson Ásdís Björk Þorvaldsdóttir Björn K. Sigurþórsson Sara Björk, Þorvaldur Máni, Kjartan Freyr, Baltasar Þór Erna Gunnarsdóttir, Karl E. Ólafsson og Gunnþóra Ólafsdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, mágur og afi, Albert Leonardsson Hjallalundi 18, Akureyri, lést mánudaginn 16. febrúar. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 26. febrúar kl. 13.30. Ásthildur Albertsdóttir Said Hasan Ásta Albertsdóttir Ólafur Friðfinnsson Karoline Leonardsson Halldór G. Guðjónsson Ulla-Brit Guðjónsson Björgvin Leonardsson Natsha Yfnova Guðrún Lóa Leonardsdóttir Birgir Stefánsson og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, Sveinbjörg Ágústa Jónsdóttir húsmóðir, Drápuhlíð 44, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 12. febrúar, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 23. febrúar kl. 15.00. Jarðsett verður í Kópavogskirkjugarði. Jón Jósefsson Kristín Gísladóttir Anna Guðrún Jósefsdóttir Sesselja Ingibjörg Jósefsdóttir Guðjón Hilmarsson barnabörn og barnabarnabörn Ingibjörg Jónsdóttir Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Elskuleg eiginkona mín, móðir og amma, Lilja Brynjólfsdóttir, frá Króki Norðurárdal, síðast til heimilis á Hrafnistu Reykjavík, lést þriðjudaginn 3. febrúar, útför hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð. Sérstakar þakkir til starfsfólks H1-deildar Hrafnistu í Reykjavík fyrir frá- bæra umönnun og hlýju. Lárus Sigurgeirsson Gunnar Lárusson Lilja Hrönn Gunnarsdóttir, Bryndís Gunnarsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Magnúsdóttir Fellsmúla 22, lést þann 16. febrúar á Hjúkrunarheimilinu Eir. Jarðsungið verður frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 24. febrúar kl. 15.00. Björn Sigurður Benediktsson Margrét Kristín Finnbogadóttir Haraldur Benediktsson Brynjar Halldórsdóttir og aðrir ástvinir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ósk Ingibjörg Eiríksdóttir Hamraborg 18, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudag- inn 16. febrúar. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 2. mars kl.13.00. Blóm og kransar vinsam- legast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í síma 543 1159. Unnur Hjartardóttir Jón Bjarni Bjarnason Þorvaldur P. Böðvarsson Jenný Jóna Sveinsdóttir Böðvar Már Böðvarsson Shirly Moralde Bergþór Grétar Böðvarsson ömmubörn og langömmubörn. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, Valgerður Sóley Ólafsdóttir frá Jörfa, sem lést sunnudaginn 8. febrúar verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 23. febrúar kl.13.00. F.h. ættingja og vina, Sigurður Viggósson Sigrún Ársælsdóttir Eiríkur Viggósson Jóhanna Hauksdóttir Alda Viggósdóttir Sigurður P. Sigurjónsson Björg Viggósdóttir Ólafur Viggósson Theódóra Þorsteinsdóttir Soffía G. Sveinsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, Guðbjörg Pálsdóttir Dvalarheimilinu Seljahlíð, Reykjavík, sem lést föstudaginn 13. febrúar, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 23. febrúar kl. 15.00. Páll Þór Jónsson Hallfríður Helgadóttir Sigríður Ragnheiður Jónsdóttir Guðrún Pálsdóttir Vilhelm Gauti Bergsveinsson Hákon Pálsson Auður Guðbjörg Pálsdóttir Hildur Briem Árni Briem Sigrún Inga Briem Gunnar Ingi Briem og barnabarnabörn. NINA SIMONE FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1933. „Ég held að hinir ríku muni á endanum þurfa að láta undan vegna þess að um- heimurinn mun ekki um- bera það að Bandaríkin verði á toppnum að eilífu.“ Bandaríska söngkonan, píanóleikarinn og mannrétt- indasinninn Nina Simone gaf út 40 breiðskífur á ferlin- um með lögum á borð við My Baby Just Cares for Me og I Put a Spell on You.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.