Fréttablaðið - 21.02.2009, Síða 84

Fréttablaðið - 21.02.2009, Síða 84
52 21. febrúar 2009 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Útvarpsleikhúsið frumflytur útvarpsleik- gerð höfundarins Sigtryggs Magnasonar á leikritinu Yfirvofandi á sunnudag kl. 14. Leikritið hlaut mikla athygli þegar það var frumsýnt á Listahátíð 2007 og sýnt á heimili skáldsins. Sigtryggur var tilnefndur sem leikskáld ársins á Grímunni 2008 fyrir Yfirvofandi. Í útvarpsgerðinni er flutt ný tónlist eftir Úlf Eldjárn. Með hlutverk hjónanna fara Ingvar E. Sigurðsson og Edda Arnljótsdóttir og soninn, sem dó, leikur Jörundur Ragnarsson. Hljóðvinnslu annaðist Einar Sigurðsson og leikstjóri er Bergur Þór Ingólfsson. Hjón eru ofurseld harmi, glæp úr fortíð- inni. „Ég er yfirvofandi,“ segir drengurinn sem kafnaði undir kodda daginn sem 36 ár eru liðin frá því að kjarnorkusprengjan féll á Nagasaki. „Ég er yfirvofandi. Ég er barnið sem dó. Sprengjan sem féll.“ Yfirvofandi í Útvarpsleikhúsinu Á sunnudag efna aðdáendur sænska tónsnillings- ins og söngvaskáldsins Carls Michael Bellman til tónleika í sal Tónskóla Sigursveins D. Krist- inssonar á Engjateigi 1, kl. 15. Meginefni dagskrárinnar er flutningur á Bellmanslögum úr Pistlum og Söng- vum Fredmans. Inn í dagskrána verður skotið fróðleik um það svið sem söngljóðin eru sprottin úr en öll eru þau samin og svið- sett í Stokkhólmi seint á 18. öld. Kynnt verður útbreiðsla þeirra utan Svíþjóðar en megináhersla þó á kynni Íslendinga af Bellmans- söngvum. Með söngvunum verður brugðið upp myndum af listaverkum sem orðið hafa til undir áhrifum af ljóðum Bellmans. Við undirbúning dagskrárinnar hefur Tónskólinn notið aðstoðar þeirra Árna Björnssonar og Gunnars Guttormssonar, og eru þeir meðal flytjenda ásamt þeim Ævari Kjartanssyni, Maríu Cederborg, Guðna Franzsyni, Þorvaldi Þorvaldssyni, Sigrúnu Valgerði Gestsdóttur, Ásgeiri Böðvarssyni, Sigursveini Magnússyni, Mörtu Guðrúnu Halldórsdóttur og nem- endum hennar. Kynnir er Erlingur Gísla- son. Sigursveinn og John Speight hafa gert nýjar útsetningar við sönglögin. Í upp- hafi dagskrár verður fluttur forleikur sem John Speight hefur samið gagn- gert af þessu tilefni. – Stjórn tón- listarflutnings er í höndum Guðna Franzsonar. Forsala aðgöngumiða er í síma 568 5828. pbb@frettabladid.is Bellmania á Engjateigi Í dag er opnuð almenningi sýning ljósmynda frá síð- ustu öld á Þjóðminjasafn- inu. Hún ber heitið Þrælk- un, þroski, þrá? og fjallar um börn við vinnu á sjó og landi. Myndirnar á sýningunni eru frá þeim tíma þegar börn tóku virk- an þátt í vinnu, bæði af háum og lágum standi. Ljósmyndunum er ætlað að opna umræðu og hvetja fólk til að skoða fortíðina í nýju samhengi. Þær vekja spurning- ar um barnavinnu, aðbúnað og vinnuskilyrði barna og samskipti sjómanna og barna. Hvenær breyt- ast ævintýri og heilbrigð vinnu- menning í þrælkun? Hvenær verða aðstæðurnar óyfirstíganlegar fyrir lítil börn, líkamlega og tilfinninga- lega? Hvar liggja mörkin? Sýningin kallar á endurskoðun á viðhorfum til vinnu barna á fyrri tíð. Sýn- ingin Þrælkun, þroski, þrá? bygg- ist á stærri rannsókn sem Sigrún Sigurðardóttir menningarfræð- ingur vann í rannsóknarstöðu dr. Kristjáns Eldjárns við Þjóðminja- safn Íslands. Í tengslum við sýn- inguna gefur Þjóðminjasafnið út bókina Afturgöngur og afskipti af sannleikanum en í henni er fjallað um ljósmyndir sem menningarlegt greiningartæki og skoðað hvern- ig ljósmyndir móta sjálfsmynd, gildismat og viðhorf einstaklinga og þjóða. Ljósmyndir eftir íslenska samtímaljósmyndara eru settar í alþjóðlegt samhengi og fjallað um óljós mörk milli heimildaljós- myndunar og skapandi ljósmynd- unar. Sigrún Sigurðardóttir er með BA-próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands og cand.mag.-próf í menn- ingarfræði frá Kaupmannahafnar- háskóla með ljósmyndafræði sem sérsvið. Sýningin er opin á venjubundn- um opnunartíma safnsins. pbb@frettabladid.is BÖRN Í VINNU Á SJÓ OG LANDI SAGA Einar Sigurjónsson um borð í Garðari GK 25 árið 1936. Einar heldur um trollvír. MYND LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR/GUÐBJARTUR ÁSGEIRSSON kl. 20 Óperuperlur í Íslensku óperunni við Ingólfsstræti. Sviðsetning Stefáns Baldurssonar á öðrum tug atriða úr ýmsum óperum: Söngvarar í sýning- unni eru Ágúst Ólafsson, Bjarni Thor Kristinsson, Sigríður Aðalsteinsdótt- ir og Sigrún Hjálmtýsdóttir. Undir- leik annast Antonía Hevesi. > Ekki missa af … Stórsveit Reykjavíkur endur- tekur vegna fjölda áskorana magnaða klúbbstemningu frá tónleikum í nóvember sl. Tónleikarnir fara fram á Café Rosenberg, Klapparstíg 25, á sunnudag og mánudag kl. 21. Flutt verður breytileg dagskrá úr nótnabók Thads Jones (1923-86), eins helsta meist- ara bigband-tónlistar síðustu áratuga. Tvennir sambæri- legir tónleikar fóru fram um síðustu helgi fyrir fullu húsi og glimrandi viðtökum. Stjórn- andi Stórsveitar Reykjavíkur á þessum tónleikum er Sigurður Flosason. Gradualekór Langholtskirkju held- ur tónleika í kirkjunni á sunnudag kl. 20. Þar verður flutt verk Johns Høybye, Von. Einsöngvarar í verk- inu eru kórfélagar sem komnir eru áleiðis í söngnámi, Guðrún Matt- hildur Sigurbergsdóttir, Krist- ín Einarsdóttir Mäntylä, Krist- ín Sveinsdóttir og Sigrún Ósk Jóhannesdóttir. Verkið er samið fyrir kór, ein- söngvara, orgel, píanó, altsaxóf- ón, bassa og slagverk. Það er í 8 köflum sem fjalla um síðustu daga Krists frá ýmsum sjónarhornum. Komið er við í Getsemanegarðin- um, á Golgatahæðinni, konunum fylgt að gröfinni sem reynist tóm og upprisunni fagnað. Einvala lið hljóðfæraleikara munu sjá um tónlistina en það eru Einar Valur Scheving, Kjartan Valdemarsson, Lára Bryndís Egg- ertsdóttir, Sigurður Flosason og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson. Auk Håb flytur kórinn verk eftir baskneska tónskáldið Javier Busto og þrjú lög eftir Björn Ulveaus og Benny Anderson úr söngbók Abba. Stjórnandi kórsins hefur frá upp- hafi verið Jón Stefánsson. - pbb Gradualekór með tónleika JOHN HÖYBY LEIKLIST Sigtryggur Magnason Saga Auðar A. Ólafsdóttur, Afleggjarinn, er komin út í danskri þýð- ingu Erik Skyum Nielsen og fær mikið hrós hjá gagnrýnanda Pol- itiken í liðinni viku. Tine Maria Winther gerir í blaðinu grein fyrir sögunni sem er tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og segir hana hafa skrifað sérstaka og fagra skáldsögu sem kallist á við Da Vinci-lykilinn. Sagan sé þess utan uppfull af trúarlegum vís- unum, listsögulegri þekkingu og vangaveltum af tilvistarlegum toga. Mest sé þó vert að lesa sögu sem hafi ekki nokkra sögupersónu sem er ill. Gagnrýnandinn segir sjaldgæft að fá í hend- urnar skáldsögu sem byggi á kristilegum gildum. Sagan kemur út hjá forlaginu Athene (Egmont) og hefur fengið titilinn Stiklingen á tungu frænda vorra. Gagnrýnandinn lýkur dómi sínum á orðunum: „En smuk, sær og måske værdig kandidat til Nordisk Råds Litt- eraturpris 2009 er hermed anbefalet. Amen.“ - pbb Afleggjarinn í danskri útgáfu BÓKMENNTIR Auður A. Ólafsdóttir rithöf- undur og listfræðingur fær hrós í Politiken. KOMNAR í kilju Fjögurra stjörnu KRAKKAKILJUR FÍASÓL ER FLOTTUST „Tryggir lesendur Fíusólar verða ekki fyrir vonbrigðum með nýju bókina.“ HILDUR HEIMISDÓTTIR / FRÉTTABLAÐIÐ GARÐURINN „Það er hraði og spenna í þessari sögu.“ SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR / MORGUNBLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.