Tíminn - 16.01.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.01.1988, Blaðsíða 3
Laugardagur 16. janúar 1988 Tíminn 3 Framfærsluvísitalan mælir 55% veröbólgu frá desemberbyrjun: MATARREIKNINGURINN HÆKKAD UM 2.730KR. Framfærsluvísitalan hækkaði um rúm 3,7% milli desember og janúar, sem svarar til 55% verðbólgu um- reiknað til heils árs. Lækkun, og hana örlitla, er aðeins að finna á 3 af 45 liðum vísitölunnar. En meiri- hluti vísitöluhækkunarinnar, eða 2,5%, er þó afleiðing þeirrar gífur- legu hækkana sem orðið hafa á matvörum. Metið eiga kartöflumar, 22% hækkun, fiskurinn 18%, græn- meti og ávextir 16% og mjöl og brauðvörur ásamt kjötvömm sem hækkað hafa um 13-14% að meðal- tali. Sá sem gerði 5.000 kr. helgarinn- kaup í byrjun desember má reikna með að þurfa borga, nær 11% hærri upphæð, eða 5.540 kr. fyrir sam- bærileg innkaup þessa helgi, - þ.e. ef hann hagar innkaupum sínum svipað og „vísitölufjölskyldan", samkvæmt útreikningum Hagstof- unnar á framfærsluvísitölunni. Borði hann meira af fiski, kartöflum og ferskum ávöxtum (eins og holl- ustufræðingarnir mæla með), en minna af smjöri, eggjum, súkkulaði og „ruslfæði" má hann búast við mun meiri hækkun á helgarinnkaup- unum. Matarreikningur „vísitölufjöl- skyldunnar" er nú um 28.130 kr. (7.685 kr. á mann) á mánuði og hefur hækkað um 2.730 kr. á einum mánuði og nær 3.600 krónur aðeins síðan í nóvemberbyrjun. „Matarskattur" stjómvalda er þó ekki það eina sem hefur hækkað vísitölunna. Um 0,5% hennar stafa af gjaldskrárhækkun ýmissa annarra opinberra liða; rafmagns-og húshit- unar, lyfja og læknishjálpar og sjón- varpsgjalda. t>á er athyglisvert, að verðhækkun á happdrættismiðum hefur hækkað vísitöluna mun meira (0,2%) en 15% hækkun rafmagnsreikningsins. Þá má nefna að rafmagnsbúsáhöld hafa að meðaltali hækkað umtals- vert í verði, 3,4%, þrátt fyrir allar auglýsingar um stórfenglegar verð- lækkanir á fjölda tækja í þeim vöruflokki. Ferðakostnaður þeirra sem fara neð strætó hefur hækkað um 5,5% eða tifalt meira en íerða- kostnaður í einkabílnum. „ Aukning í veiði fór til bræðslu Leikstjóri er Ingunn Jensdóttir Saumakona sem sagt var upp meöal leikenda í „Saumastofunni" á fyrri vinnustað: „Saumastofan“ sýnd í saumastofunni Fimmtíu og fimm skip fóru til síldveiða síðastliðið haust og nam heildarafli þeirra samtals 71.622 lestum og er það 9.000 lesta aukn- ing frá árinu áður, eða 14,3%. 49.739 lestir fóru til vinnslu, og er það 69,4% heildaraflans, en 21.883 lestir fóru til bræðslu, eða 30,6%. Haustið 1986 fóru hins vegar 11.347 lestir, eða 18%, til bræðslu, og sést á því að aukningin í heildar- veiðinni fer til bræðslu, en ekki til vinnslu. Þessar upplýsingar koma meðal annars fram í skýrslu Arnars Traustasonar, veiðieftirlitsmanns, um síldveiðar frá 1.10.1987 til 1.1. 1988. Bræðsluaukningin kemur betur fram í yfirliti síðastliðinna þriggja ára. Þar sést að á árinu 1985 fóru 98,3% heildaraflans til vinnslu, en 1,7% til bræðslu. 1986 fóru 81,9% til vinnslu, en 18,1 til bræðslu, en á síðasta ári fóru 69,4% til vinnslu og 30,6% til bræðslu. Allur afli síðasta árs veiddist í nót og voru aðalveiðisvæðin sem fyrr innfjarðar og í fjarðarmynnum frá Seyðisfirði til Fáskrúðsfjarðar. Töluvert bar á dauðri síld á botni fjarðanna, sérstaklega í Stjórnarandstaðan í borgarstjórn sem samanstendur af Alþýðubanda- lagi, Alþýðuflokki, Framsóknar- flokki og Kvennalista, mun halda opna fundi með íbúum Reykjavíkur næstu daga. Tilefni þess er að nú hefur meirihlutinn í borgarstjórn lagt fram tillögur að fjárhagsáætlun fyrir árið 1988 og mun fjárhagsáætl- unin verða endanlega afgreidd í borgarstjórn 4. febrúar. Stjórnarandstaðan mun fjalla um fjárhagsáætlunina og kynna sínar hugmyndir um breytingar, en þó fyrst og fremst er ætlun stjórnarand- stöðunnar að fá fram skoðanir og Berufirði og töldu skipstjórar veiðibátanna að hér væri um að ræða dauða síld frá fyrri vertíð sem sleppt hefði verið niður úr nótum bátanna. Skipstjórarnir sögðu einnig að þeir teldu að minna hefði verið um að síld væri sleppt niður í ár en áður og töldu einkum tvær ástæður fyrir því. Annars vegar væru menn orðnir meðvitaðri um vandamálið og hins vegar var það svo á þessari vertíð að tvö skip fylgdu flotanum veiðarfæralaus og þáðu þá síld sem framyfir var. Slíkt mæltist vel fyrir og voru þessi skip nefnd snaparar. Síldin sem veiddist á þessu þriggja mánaða tímabili var góð, bæði stór og feit og bar lítið á átu í henni. Þá var tíðafar hagstætt og hamlaði hvorki veiði né flutningi. Breytt högun var á eftirliti og var skipstjórum nú gert að senda inn vikuskýrslur að viðlagðri leyfis- sviptingu, gengi það ekki eftir. Átta skip voru svipt veiðileyfum, fyrir að skila ekki skýrslum og gekk innheimta skýrslna mun betur fyrir sig eftir það. Mest var landað á Eskifirði, eða 12.285 lestum og Neskaupstaður var í öðru sæti með 11.018 lestir. óskir Reykvíkinga um þau verkefni sem borgarbúar telja brýnt að kom- ist í framkvæmd. Fundir stjórnarandstöðunnar í borgarstjórn verða haldnir á sex stöðum í borginni. Þriðjudaginn 19. janúar verður fundur haldinn með íbúum Grafar- vogs í Veitingahúsinu Ártúni, Vagn- höfða 11, og hefst hann klukkan 20.30. Breiðholtsbúar funda með stjórnarandstöðunni í Gerðubergi miðvikudaginn 20.janúar og hefst sá fundur einnig klukkan 20.30. Fimmtudaginn 21. janúar klukkan Saumastofan Sunna á Hvolsvelli, sem lokað var vegna fjárhagserfið- leika s.l. haust, hefur nú fengið nýtt hlutverk sem leikhús fyrir uppsetn- ingu á „Saumastofunni," sem frum- sýnd verður þar af Leikfélagi Rang- 20.30 verður fundur með íbúum Austurbæjar innan Snorrabrautar, Laugavegar/ Suðurlandsbrautar, Reykjanesbrautar, Fossvogsdals og Suðurhlíðar/Skógarhlíðar. Laugardaginn 23. janúar verður fundur í Árseli fyrir íbúa Seláss, Árbæjar og Ártúnsholts og hefst fundurinn klukkan 13.00. Laugardaginn 23. janúar verður einnig fundur með íbúum Austur- bæjar innan Sætúns, Elliðavogar og Suðurlandsbrautar/Laugavegar. Fundurinn verður haldinn í kaffi- teríunni Glæsibæ og hefst hann klukkan 16.00. æinga n.k. fimmtudag. Ein af leik- konunum í Saumastofunni var með- al þeirra sem sagt var upp störfum á saumastofunni Sunnu á sínum tíma. Mun ekki laust við að sumum Rang- æingum finnist þarna um svolítið Síðasti fundurinn verður haldinn að Hótel Borg mánudaginn 25. janúar klukkan 20.30 fyrir íbúa Þing- holta, Miðbæjar og Vesturbæjar. Borgarfulltrúar stjórnarandstöðu- nnar eru þau Sigurjón Pétursson, Kristín Á. Ólafsdóttir og Guðrún Ágústsdóttir frá Alþýðubandalagi, Bjarni P. Magnússon frá Alþýðu- flokki, Sigrún Magnúsdóttir Fram- sóknarflokki og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Kvennalista. Þau hvetja borgarbúa til að koma á fundina og leggja þannig sitt að mörkum við gerð fjárhagsáætlunar borgarinnar. Sunnu grátbroslegan atburð að ræða. Þorsteinn Ragnarsson, form. Leikfélagsins sagði þetta þannig til komið, að félagið hafi verið í hálf- gerðu húsnæðishraki þegar því bauðst húsnæði saumastofunnar Sunnu hjá kaupfélagsstjóranum á Hvolsvelli. „Og þá kom auðvitað ekkert annað leikrit til greina en Saumastofan“, sagði Þorsteinn. { Sunnu má segja að leikmynd fyrir Saumastofu Kjartans Ragnars- sonar hafi fylgt fullsköpuð með húsnæðinu. Enda sagði Þorsteinn að sýningin væri sett þannig upp, að leikhúsgestir hefðu á tilfinningunni að þeir væru að mæta á vinnustað. Þorsteinn sagði undirbúning hafa byrjað í októbers.l., en frá4. janúar hafi síðan verið æft á hverju kvöldi. Leikstjóri er Ingunn Jensdóttir, sem Þorsteinn sagði eiga góðan þátt í að endurvekja starfsemi Leikfélags Rangæinga sem legið hafi niðri síð- ustu 3-4 árin. Hann sagði 6 sýningar ákveðnar en þær gætu orðið fleiri ef aðsókn leyfir. Vegna þess að sauma- stofan Sunna myndar sjálfa umgjörð og leiksvið “Saumastofunnar“ verð- ur ekki hægt að fara með sýninguna á aðra staði í sýslunni eða utan hennar, eins og áhugaleikfélög úti á landi gera gjarnan með sýningar sínar. - HEI -SÓL Borgarfulltrúar stjórnarandstööunnar: Funda með borgarbúum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.