Tíminn - 21.05.1988, Qupperneq 3

Tíminn - 21.05.1988, Qupperneq 3
Laugardagur 21. maí 1988 Tíminn 3 samkomulagi um efnahagsráðstafanir í gærdag: ráðstafanir kynntar Frá blaðamannafundi rikisstjórnarínnar í gær, þar sem efnahagsráðstafanir hennar voru kynntar.Tímamynd Pjetur. veganna og atvinnuöryggi á lands- byggðinni. Þar er kveðið á um að fyrirtækjum í útflutnings- og sam- keppnisgreinum verði heimilað að taka lán erlendis til fjárhagslegrar endurskipulagningar, annaðhvort bcint eða fyrir milligöngu banka. Byggðastofnun er og heimiluð 200 milljón króna lántaka erlendis til fjárhagslegrar endurskipulagning- ar fyrirtækja. Steingrímur J. Sig- fússon, Alþ.bandal.: Nokkrar magnyl „Við lauslega athugun, en mér hefur ekki gefist tóm til að skoða þetta í kjölinn, myndi ég orða það svo að þetta væru nokkrar töflur af magnyl. Menn vita hvernig það endist ef alvarleg veikindi hrjá menn og liggur í loftinu að þetta séu bráðabirgðabjargráð, þótt auðvitað sé reynt að láta þetta h'ta svo út sem eitthvað annað sé á ferðinni. Menn munu fá svipaða kreppu til að glíma við aftur eftir þrjá til fjóra mánuði, líkt og nú, því að menn muna að gengið var fellt og gripið til efnahagsráðstafana fyrir nokkrum mánuðum. Mér sýnist að ríkisstjórnin hafi ekki lagt í neinar alvöru ráðstafanir vegna þess hvernig hún er á sig komin. Þess vegna verða þetta veikar og máttlitlar aðgerðir. Ríkisstjórninni versnar við hvert kast og hætt við því að fyrr eða síðar gangi eitthvert kastið af henni dauðri. Hér er um að ræða grundvallarskekkj- ur, sem verður að ráðast gegn með gagngerum breytingum. Það er einatt sama áráttan sem grípur menn þegar á bjátar að skerðakjörogfellagengi." þj Störfum nefndar um Verð- jöfnunarsjóð fiskiðnaðarins er gert að hraða störfum og skila tillögum um ráðstöfun innistæðna þeirra greina sem greitt hafa í hann á undanförnum misserum. Ákveðið er að veita 40 milljón króna aukafjárveitingu til Jöfn- unarsjóðs sveitarfélaga til að styðja við fjárhagslega illa stödd sveitar- félög. Albert Guðmunds- son, Borgaraflokki: Hagsmunir stjórnar „Ég veit ekki nógu mikið til þess að það sé fyllilega mark- tækt sem ég segi, en af því sem ég hef frétt heyrist mér þetta vera meira í stjórnarsáttmála- stíl heldur en lækning við efna- hagsvanda þjóðarinnar. Það verður náttúrlega að harma það, að stjórnarflokkarnir skulu enn þá standa í stjórnar- sáttmálaviðræðum þegar þeir þurfa að ræða hagsmuni þjóð- arinnar. Þeir eiga ekki að vera að ræða hagsmuni ríkisstjórn- arinnar. Ég held að það hafi verið í fyrirrúmi í þeirra vinnu undan- farið að gera nýjan stjórnar- sáttmála langt umfram það að ræða efnahagsvandann. Ég verð bara að vona, eins og allir sannir íslendingar hljóta að gera, að þessar ráð- stafanir séu þess eðlis að hægt sé að búast við lækningu á þeim vanda sem steðjar að. Það væri ábyrgðarlaust að taka ekki þátt í því að reyna að laga hlutina. Það er erfitt að gera sér grein fyrir málinu í heild sinni á svo stuttum tíma, en í fljótu bragði hef ég heldur litla trú á að hér sé um lækningu að ræða.“ þj í kaflanum um launamál er efst á blaði ákvæði um að þeir kjara- samningar sem þegar hafa verið gerðir í landinu verði varðir og launahækkanir þeirra sem hafa lausa samninga fari ekki fram úr hækkun launa Verkamannasam- bandsins, iðnverkafólks og versl- unarmanna. Ellilífeyrir og bætur almanna- trygginga hækka í samræmi við hækkun launa 1. júní nk. Ákvæði er um hækkun persónu- afsláttar 1. júní og skattleysismörk hækki í 46 þúsund. Ákveðið er að ákvörðun um láglaunabætur og afnám rauðu strikanna í kjarasamningum verði tekin í tengslum við niðurstöður nefndar sem fjallar um verðtrygg- ingu fjárskuldbindinga, lánskjara- vísitölu o.fl. í efnahagspakkanum er kafli um verðlagseftirlit. Þar er rætt um nauðsyn þess að herða verðlags- eftirlit. Einnig er tekið fram að gjaldskrárhækkanir ríkisfyrirtækja verði háðar samþykki ríkisstjórn- ar. Sem liður í aðgerðum til að draga úr fjármagnskostnaði er tal- að um að tryggja verði að verð- bréfasjóðir taki þátt í innlendri fjármögnun ríkissjóðs með sama hætti og innlánsstofnanir. Sjóðun- um er gert að verja um 20% af Guðrún Agnars- dóttir, Kvennalista: Lægstu laun lögbundin „Ég er ekki búin að kynna mér þetta gaumgæfilega, - hef bara heyrt glefsur. Það er erfitt að „kommentera" neitt út á þetta fyrr en maður er búinn að fá plagg í hendurnar. Ég er auðvitað búin að fá ákveðna punkta í fréttunum núna, en ég held það sé ekki skynsamlegt að segja neitt um efnahagsráð- stafanirnar að svo stöddu. í fyrsta lagi verður maður að líta á dæmið í heild sinni og það væri fljótfærni af mér að fara að gaspra um þetta núna að svo lítið athuguðu máli. Ég á ekki von á að fá plöggin í hendurnar fyrr en f fyrsta lagi á morgun. Hins vegar sló það mig þegar ég var að hlusta fréttir áðan, að ríkisstjórnin var í raun að lög- binda ákveðin lágmarkslaun. Það er bara farið ofan að því. Þeir þóttust ekki geta gert það þegar við vorum með þeim og ræddum þessi mál, en nú eru þeir að reyna að finna aðferð til þess og það er í sjálfu sér áhugavert. Aftur er spurning hvort það tekst og hvernig þeir ætla sér að útfæra það.“ þj aukningu ráðstöfunarfjár frá 1. júlí nk. til kaupa á ríkisskuldabréf- um. Til að koma í veg fyrir misgengi launa og lánskjara hefur nefnd sem fjallar um fyrirkomulag verðtryg- gingar fjárskuldbindinga verið fal- ið að gera tillögur þar um. Frá 1. júlí verður óheimilt að binda fjárskuldbindingar til skemmri tíma en tveggja ára við hvers kyns vísitölur. Þá er þann sama dag miðað við að nefnd, sem fjallar um verðtryggingu fjárskuld- bindinga, skili tillögum til ríkis- stjórnar um fyrirkomulag verð- tryggingar. Ríkisstjórnin hefur sett sér að skapa skilyrði fyrir lækkandi raun- vöxtum. í því skyni hefur Seðla- banka m.a. verið falið að fylgjast með vaxtaþróun. Honum er og falið að vinna að því að markmið ríkisstjórnar um lækkun vaxta- munar banka og sparisjóða náist. í upphafi næsta þings boðar ríkisstjórn frumvörp um starfsemi verðbréfasjóða, fjármögnunar- leigufyrirtækja og annarra fyrir- tækja utan bankakerfisins. Ríkisstjórn ákvað að herða regl- ur um erlendar lántökur til fjárfest- ingar. Þannig verður framvegis heimilt að taka ýmist 60% cða 70% af fob-verði véla og tækja að láni erlendis í stað 60% eða 70% af innlenda verðinu. Þórarinn V. Þórarins- son, frkv.stjóri VSÍ: Fagna sam- komulagi „Fyrstu viðbrögð eru þau að ég fagna því að ríkisstjórnin skuli hafa náð saman í ráð- stöfunum í efnahagsmálum. Það var afar brýnt. Mér sýnist í fljótu bragði að það sé margt vel nýtilegt í þessum ráðstöfun- um og komi til með að skila árangri. Annað orkar meira tvímælis en um heildarmat vil ég ekki tjá mig að sinni. Þetta er það viðamikill pakki. Það er alltaf neyðarúrræði þegar þarf að grípa til lögbind- ingar kjarasamninga og við hörmum það. Hins vegar fögn- um við því að okkar viðsemj- endur hafa reynst í gær og í dag reiðubúnir til að ganga til samninga, sem hefur skort á hingað til. Við höfum markað okkar stefnu og varið hana, að halda verðbólgu niðri. Þáttur í henni var að tryggja fisk- vinnslufólki og þeim sem höfðu borið skarðan hlut frá borði í launakapphlaupi liðins árs, meiri kaupmátt. Mér sýnist að með þeim samningum sem þeg- ar liggja fyrir og með ráð- stöfunum ríkisstjórnarinnar sé það markmið varið. Við stönd- um í dag með meiri launajöfn- uð en á síðasta ári ." -jih Þá er boðað á haustdögum frum- varp um breytta skattmeðferð greiðslna vegna fjármögnunar- leigu. ítrekað er ákvæði stjórnar- sáttmálans um athugun á skattlagn- ingu fjármagns- og eignatekna og samhengi slíkrar skattlagningar og eignarskatts og skatta af öðrum tekjum. Tekið er fram að í fjárlagagerð fyrir næsta ár verði miðað við jöfnuð í ríkisbúskapnum. Þannigá að draga úr lögbundinni sjálfvirkni ríkisútgjalda. Undirbúningur fjár- laga miðist við enga erlenda lána- töku á næsta ári. Ákvæði er um að draga úr erlendum lántökum opin- berra aðila, sjóða og einkaaðila. Sem liður í aukinni hagkvæmni í atvinnurekstri og markvissri byggðaþróun mun ríkisstjórnin skipa nefnd með þátttöku fulltrúa atvinnulífsins til að skila tillögum um aðgerðir í byggðamálum á grundvelli athugunar Byggðastofn- unar um það efni. Jafnframt er þeirri nefnd falið að benda á leiðir til að auka hagkvæmni í rekstri fyrirtækja. Þá er ákvæði um að endurskoð- un á fiskveiðistefnu verði hraðað. Settar verði reglur um útflutning á ferskfiski. Framleiðslustjórn í landbúnaði og búvörusamningur verði endurskoðuð í samræmi við stjórnarsáttmála. óþh Arni Benediktsson, fulltrúi fiskvinnslu: h Féll þetta ekki illa „Það virðist vera svo að ef áfram verður haldið að vinna röggsamlega að þessum málum, þá geti þetta orðið þolanlegt. Það er það mikið um fyrirheit að það er ekki gott að gera sér grein fyrir málinu í heild fyrr en maður sér hvernig þau verða efnd. Það var ekkert t' þessum aðgerðum sem mér féll illa. En mér féll afskaplega vel að það verður heimilt að taka erlend lán til fjárhagslegrar endur- skipulagningar í útflutnings- greinunum. Það er mjög mikil- vægt. Ég tel líka að það fyrir- heit sem gefið er um að afnema lánskjaravísitöluna sé mjög til bóta. Slík vísitölubinding getur verið nauðsynleg tímabundið meðan verið er að ná ákveðn- um markmiðum. Síðan á hún ekki rétt á sér lengur. Nú er hún búin að vera nærri áratug í gildi án þess að það sé komið nokkuð nær þeim markmiðum sem stefnt var að með henni.“ -jih

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.