Tíminn - 21.05.1988, Side 7

Tíminn - 21.05.1988, Side 7
Laugardagur 21. maí 1988 Tíminn 7 Jóhannes Nordal, aðalbankastjóri Seðlabankans, í viðtali um hvað raunverulega gerðist á uppstigningardag: Jóhannes Nordal, aðalbankastjóri Seðlabankans, segir að ef meiri- hluti hefði verið fyrir því í ríkisstjórninni að lýsa yfir fastgengi áfram næstu mánuði, hefi gengisfelling ekki þurft að koma til. Seðlabank- inn var tilbúinn til að standa af sér þá öldu gjaldeyriskaupa sem varð fyrir uppstigningardag. Um þetta varekki samkomulag í ríkisstjórn- inni og því varð að fella gengið strax. Jóhannes segir einnig að lækkun raunvaxta geti talist ígildi gengisfellingar, en þeir þurfi því miður að fara niður í 10-20% nei- kvæða raunvexti. Það yrði þess valdandi að fjármálaheimur okkar hryndi og innlend sparifjársöfnun hyrfi. Þá segir hann að það sé grundvallaratriði framtíðarinnar að ná nið- ur verðbólgu og að stefna beri að því að leggja niður lánskjara- vísitölu og verðtryggð lán. Kórinn hávær og gjaldeyrir rann út „Ég held að það sé tímasóun að ræða það fram og aftur hvað gerðist nákvæmlega þessa daga rétt fyrir gengisfellingu. Það var búinn að vera samfelldur kór hagsmunaaðila og áhrifamikilla stjórnmálaafla, með kröfur um að fella yrði gengið, í langan tíma á undan. Varðandi það hvort nauðsynlegt var að loka strax á föstudag, er ég alla vega viss um að það var ekki um nema tvo til þrjá daga að ræða þangað til að það var algerlega óumflýjanlegt að loka fyrir gjaldeyrisvið- skipti miðað við þá þróun,sem icomin var af stað,“ sagði Jóhannes Nordal. Sagði hann að það væri ekki hægt að segja að neinn einstakur aðili hafi haft úrslitaáhrif í þróun- inni með gjaldeyriskaupum sínum. Mjög margir aðilar í þjóðfélaginu hafi verið komn- ir af stað með gjaldeyriskaup í ljósi þeirrar reynslu sem fólk öðlaðist hér á árunum áður um afleiðingar gengisfellingar. Var óumf lýjanlegt að fella gengið? En var óumflýjanlegt að grfpa inn í þessa þróun með því að fella gengið eða hefðum við getað komist hjá því með öðrum aðgerð- um? „Það er auðvitað matsatriði hversu fljótt á að grípa inn í. En þegar svona alda er farin að rísa þetta hratt, heldur hún alltaf áfram þangað til eitthvað gerist. Það sem var grundvallaratriði í stöðunni á uppstigningar- dag, var að ljóst var að menn sáu enga möguleika til þess að það væri hægt að lýsa því yfir að genginu yrði haldið föstu. Þetta kom fram í samræðum við ríkisstjórnina. Menn voru ekki tilbúnir til að standa og falla með þvf gengi sem þá var. Ef því hefði verið lýst yfir að genginu yrði haldið föstu, þá hefðum við hér í Seðlabank- anum verið tilbúnir að standa að þeirri yfirlýsingu og reyna að standa af okkur þessa öldu. En til þess að svo gæti orðið, þurfti að sannfæra fólk um að það væri ekki ætlunin að fella gengið næstu mánuði. Það var bara ekki neinn grundvöllur til að fá slíka yfirlýsingu. Það var orðinn yfirgnæf- andi meirihluti fyrir því meðal stjórnarflokk- anna að gengisfelling væri orðin óumflýjan- leg. Þess vegna var bara tímaspurning hvenær menn færu að óttast um að gengis- fellingin væri að koma og færu að flýta ýmsum greiðslum sínum. Þetta eru alveg lögleg viðskipti. Menn ráða hvenær þeir kaupa gjaldeyri til löglegra nota eins og hvenær þeir kaupa bíl eða þvottvél." Olli ósamkomulag I ríkisstjórn gengisfellingunni? Ríkisstjórnin hefði semsagt getað komið sér saman um að halda genginu föstu áfram? „Já. Og við vorum alveg tilbúnir út af fyrir sig til að reyna það, enda hefði það verið okkar stefna." Fastgengisstefna óheppilegt orð Telur þú að fastgengisstefnan eigi þá ekki lengur stuðning innan ríkisstjórnarinnar? „Ég held að menn megi vara sig á því hvernig þeir tala um fastgengisstefnu. Kannski er orðið fastgengisstefna dálítið óheppilegt, af því að með því sé gefið í skyn að gengi verði aldrei breytt. Þessi stefna byggir fyrst og fremst á því að reynt er að halda genginu föstu í lengstu lög og því ekki breytt fyrr en öll önnur ráð hafa verið reynd til þrautar. Þó að genginu hafi nú verið breytt tvisvar með stuttu millibili, er ekki þar með sagt að ekki sé von til að við getum stefnt að því að koma á stöðugleika í gengi í framtíðinni.“ „Ég hef lagt áherslu á það að stöðugleiki gengis sé ákaflega mikilvægur til að skapa atvinnulífinu og samningum á launamarkaði traustan grundvöll. Það er nauðsynlegt að menn geti gengið út frá ákveðnum forsend- um um gengisþróun. I þessu felst jafnframt viss ögun fyrir efnahagskerfið. Þetta hafa mjög margar þjóðir reynt. í Evrópu er það grundvallarsjónarmið að stefna að slíkri gengisfestu. Þá er líka að því stefnt að kjarasamningum sé hagað með tilliti til þess að gengið sé fast og fjármálaaðgerðir ríkis- valdsins miði að því að styrkja þessa stöðu. Mistekist getur að halda genginu stöðugu Hitt er svo annað mál að það getur mistekist að ná þessum stöðugleika og ytri aðstæður geta breyst. Það koma líka þau mörk að menn sjá að ekki verður lengur haldið áfram án breytinga á gengi. Menn töldu að nú hafi verið komið að slíkum mörkum, þó að um það séu alltaf skiptar skoðanir, hvenær eigi undan að láta.“ Rifjaði Jóhannes upp þá tíð er við bjugg- um við fljótandi gengi sem var í raun sígandi gengi. Þá hafi menn verið komnir upp á það vinnulag að gcngið var meira og minna ákveðið meö hliðsjón af stöðu útflutnings- atvinnuveganna. „Af þessu fengu menn inn í sig þá hugmynd að það væri til eitthvað sem héti rétt gengi. Það er hins vegar til fyrir því næg reynsla að þjóðfélag getur verið í þokkalegu jafnvægi með mismunandi háu gengi. Að vísu má segja að eftir því sem gengið er hærra, er meiri tilhneiging til hjöðnunar, en eftir því sem gengið er lægra er meiri tilhneiging til þenslu." Hæpið að treysta á meðaltöl um afkomu atvinnuvega En nú hefur oft verið talað um að vandi útflutningsatvinnuveganna og samkeppnis- greinanna séu innlendar kostnaðarhækkan- ir. Væri ekki til hjálpar að lækka þá háu raunvexti sem fylgja lánum þeirra? „Ég held að lækkun raunvaxta sem á að hafa einhver veruleg áhrif á afkomu atvinnu- veganna, þyrfti að vera býsna mikil. Þá værum við komin langt niður fyrir það sem gæti komið á jafnvægi á fjármagnsmarkaðin- um. Þá þyrftum við í raun að fara úr 9-10% jákvæðum raunvöxtum, niður í neikvæða raunvexti eins og þeir voru hér t.d. á áttunda áratugnum. Slík ráðstöfun myndi hafa áhrif á þeim vettvangi, en hún myndi um leið eyðileggja peningakerfi okkar og innlenda sparifjármyndun.“ Benti hann jafnframt á að við værum vissulega með nokkuð skýra mynd af af- komu útflutningsatvinnuveganna samkvæmt ákveðnum reiknivenjum. Hins vegar mætt- um við aldrei gleyma því að hér væri um að ræða hreint meðaltal, sem segði lítið um afkomu einstakra fyrirtækja í greininni. Þriðjungur frystihúsa getur verið rekinn með góðum hagnaði, þó að meðaltalið sé 5% tap á rekstri frystihúsanna. „í raun er því hæpið að treysta alveg á svona meðaltöl. Þau eru ekki nærri því eins upplýsandi og menn vilja vera láta. Sá mælikvarði sem er almennast notaður í heiminum er raungeng- ið og við styðjumst einnig við hann. Þá er gengið metið miðað við verðlagsbreytingar milli landa.“ Afnám verðtryggingar á lánsfé Hvað getur þú sagt um þessar hugmyndir framsóknarmanna um að hreyfa við láns- kjaravísitölunni og afnema verðtryggingar lána? „Ég get nú ekki annað en bent á það að Framsóknarflokkurinn átti verulegt frum- kvæði hér á fyrri árum til að hvetja til þess að taka upp verðtryggingu á sparifé, frekar heldur en að nota háa vexti. Ég held að það hafi að mörgu leyti verið skynsamleg hugsun miðað við þær verðbólguaðstæður sem þá ríktu. Því miður er staðan sú í dag að við erum ennþá mcð mjög mikla verðbólgu á alla venjulega mælikvarða. Hún hefur t.d. legið á bilinu 20-25% undanfarið ár. Við vitum að spár um lægri verðbólgu seinna á þessu ári eru ennþá ótraustar. Verðtrygging og lágir vextir eða bara háir vextir Ef við ættum að hafa þá raunvexti sem þarf án þess að hafa verðtryggingu, þá þyrftu allir að taka lán á mjög háum vöxtum. Það er hins vegar hagstæðara að taka lán með verðtrygginu og lágum vöxtum, heldur en lán á háum vöxtum. Háum vöxtum fylgir meiri greiðslubyrði. Verðtrygging gerir auk þess lánveitendum kleift að lána til langs tíma án þess að taka of mikla áhættu. Hins vegar væri vissulega best ef hægt væri að vera laus við þessa vísitölu. Til þess þarf verðbólgan þó að verða mun lægri. Að því eiga menn tvímælalaust að keppa.“ Verðbólgan á þolanlegt stig Hvaða tíma erum við þá að tala um? „Verðbólgan verður að komast niður á þolanlegt stig, við skulum segja niður fyrir 5-10%, helst niður í 3-5%. En það tekursvo aftur enn lengri tíma að sannfæra fólk um það að við getum haldið því verðbólgustigi. Menn verða hafa trú á því að hagstjórnin og afstaða stjórnenda sé þannig að við getum búist við stöðugu verðlagi í langan tíma. Þar sem þessi skilyrði eru fyrir hendi, eins og víðast í heiminum í dag, er hægt að fá lánsfé mcð þolanlegum raunvöxtum." Vísitalan afsprengi veröbólgunnar Ber þá að stefna að því markmiði að afnema lánskjaravísitöluna? „Það er alveg sjálfsagt að stefna að því, en fyrst ætti eingöngu að takmarka notkun hennar við lán til langs tíma. Ég held að megin markmiðið hjá okkur hljóti að vera bað að losna út úr þessari háu verðbólgu og öllum þeim vandamálum sem henni fylgja. Vísitalan er beint afsprengi verðbólgunnar og er komin til vegna þess að hún brenglar allar langtfmaáætlanir. Ég er alveg sann- færður um að okkur ber að stefna að þessu markmiði öllu öðru fremur. Það er ekki til það land sem við getum borið okkur saman við í efnahagsþróun, sem hefur jafnhátt verðbólgustig. V-Evr- ópa, N-Ameríka og Japan eru allt lönd sem búin eru að koma verðbólgunni niður fyrir 5% og jafnvel niður undir núll, enda er verðbólga í iðnríkjum nú að meðaltali aðeins 3%. Þar hefur það verið grundvallar- atriði efnahagsstefnunnar að halda verð- bólgunni niðri með öllum ráðum. Þetta hefur verið mismunandi erfitt eftir löndum. Víða hefur þessu markmiði verið náð með hörðum aðgerðum í fjármálum og peninga- málum, og víða, einkum í Evrópu hefur stöðugt gengi átt mikinn þátt í að sigrast á verðbólgunni.11 KB iliiiti

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.