Tíminn - 21.05.1988, Side 12
12 Tíminn
Laugardagur 21. maí 1988
ISAMVINNUMAL ||||
Gróska í útflutningi
I stuttu máli má segja að það liggi Ijóst fyrir að mikil gróska
sé nú í útflutningi fiskafurða á vegum Sjávarafurðadeildar
Sambandsins, þótt aðstæður séu misjafnar á einstökum
mörkuðum. Þetta er það sem álykta má að loknum aðalfund-
um Félags Sambandsfiskframleiðenda (SAFF) og sölufyrir-
tækjanna Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum og
Iceland Seafood Limited í Bretlandi, sem haldnir voru í
Reykjavík 17. og 18. maí. Vandamál eru vissulega ýmis, en
í heild ganga sölumálin átakalítið fyrir sig.
Sjávarafurðadeild
Á aðalfundi SAFF flutti Halldór
Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra
ávarp, og þeir Tryggvi Finnsson
stjórnarformaður og Sigurður
Markússon framkvæmdastjóri
fluttu skýrslur um starfsemi liðins
árs, Árni Benediktsson fram-
kvæmdastjóri ræddi þar einnig um
stöðu frystihúsanna, og Benedikt
Sveinsson aðstoðarframkvæmda-
stjóri ræddi nokkra þætti sölumál-
anna.
Það kom fram í skýrslum á
fundinum að á síðasta ári flutti
Sjávarafurðadeild út afurðir að
cif-verðmæti 7.425 miljónir króna,
og var það 6,5% meira en árið
áður. Útflutt magn nam alls 66.420
tonnum, sem var 3,8% minna en
árið 1986. I'ar af voru frystar
afurðir 6.547 miljónir, og var
krónuupphæðin4,l% hærrienárið
áður, en magnið, alls 52.783 tonn,
var 3,8% minna. Útflutningur á
skreið og hertum hausum var 574
miljónir á móti 441 miljón árið
áður. Magnið var 4.545 tonn á
móti 4.822 tonnum árið 1986. Aft-
ur dróst útflutningur á mjöli veru-
lega saman, varð aðeins 6.230 tonn
á móti 8.029 tonnum árið á undan.
Cif-verðmætið 1987 varð 98
milljónir á móti 118 miljónum
1986.
Þá bættist deildinni ný útflutn-
ingsafurð á árinu þar sem var
ferskur lax. Sjávarafurðadeild er
útflytjandi fyrir íslandslax hf. og
raunar fleiri laxeldisstöðvar. Voru
flutt út á árinu 164 tonn, að
cif-verðmæti um 50 miljónir króna.
Segja má að vcltuaukning hjá
deildinni hafi orðið með allra
minnsta móti á árinu 1987, og varð
raunar nokkur samdráttur í magni
þótt verðmætið í krónum hafi auk-
ist. Fyrir þessu eru ýmsar ástæður,
og er þar fyrst að nefna fastgcngis-
stefnuna sem reynst hefur Sjávar-
afurðadeild, og þó einkanlega
framleiðendum hennar, þung í
skauti. í öðru lagi er að nefna
óvenju mikinn útflutning á árinu
1986 og mikinn samdrátt birgða á
því ári, sem hefur áhrif á saman-
burðinn við árið 1987.
Aukin framleiðsla
Þrátt fyrir erfiðar rekstrarkring-
umstæður á árinu 1987, m.a. vegna
stóraukins útflutnings á ferskum
fiski, tókst SAFF-húsunum að
auka framleiðslu frystra afurða um
10,5%. Varð hún 54.700 tonn,
samanborið við 49.500 tonn árið á
undan. Þá starfaði Umbúða- og
veiðarfæradeild Sjávarafurð-
adeildar með hefðbundnum hætti,
og á árinu var áfram unnið að
ýmsum þróunarverkefnum á veg-
um Sjávarafurðadeildar, eins og
áður í náinni samvinnu við Fram-
leiðni sf.
Á árinu 1987 námu endurgreiðsl-
ur Sjávarafurðadeildar til SAFF-
húsanna samtals 53,5 miljónum
króna. Þar af var endurgreiddur
tekjuafgangur 13,8 miljónir og
vextir af séreignarsjóðum 39,6
miljónir. Hlutdeild Sjávarafurða-
deildar í öllum útflutningi lands-
manna var 13,0% á síðasta ári, en
af útflutningi allra sjávarafurða var
hlutdeild hennar 16,7%. Hlutdeild
Sjávarafurðadeildar í útflutningi
landsmanna á freðfiski var 32,9%
á síðasta ári.
Þá gerðist það 1987 í fyrsta skipti
í mörg ár að meira magn af freð-
fiski var selt til Evrópu heldur en
til Bandaríkjanna. Hjá Sjávaraf-
urðadeild fóru þannig 18.600 tonn
til Bandaríkjanna eða 42% af út-
flutningnum, en 20.300 tonn til
hinna ýmsu Evrópulanda. Þá hefur
á síðustu árum orðið veruleg aukn-
ing á útflutningi til Asíulanda,
einkum til Japan.
Fráleit stefna
Miklar umræður urðu á fundin-
um um afkomu frystingarinnareins
og hún horfir við á þessu ári. Fram
kom að rösklega 5% tap varð á
frystihúsum innan SAFF á liðnu
ári, miðað við fyrirliggjandi
uppgjör, og að þrátt fyrir nýaf-
staðna gengisfellingu sé frystiiðn-
aðurinn enn rekinn mcð 6,6%
halla. Á það var bent að á sama
tíma og genginu hefði verið haldið
föstu hefði allur innlendur til-
kostnaður hækkað stórlega, og af-
Frá aðalfundi SAFF.
greiddi fundurinn málið með eftir-
farandi ályktun:
„Aðalfundur Félags Sambands-
fiskframleiðenda, haldinn í
Reykjavík þriðjudaginn 17. maí
1988, telur þá stefnu fráleita að
litlar sem engar hömlur séu hafðar
á innlendum kostnaði, en gengi
íslensku krónunnar sé bundið og
gengisskráningin sé oft og tíðum
ekki í neinu samræmi við kostnað-
inn sem er því samfara að afla
erlends gjaldeyris. Fundurinn telur
að tvennt komi til greina:
1. Að allur innlendur kostnaður
sé háður sömu takmörkunum og
gengisskráningin, eða
2. Að gengisskráningin sé óháð
afskiptum stjórnvalda, þannig að
tekjumyndun útflutningsgreinanna
sé jafn frjáls og önnur tekjumynd-
un í þjóðfélaginu. Verð gjaldeyris
ráðist eingöngu af framboði og
eftirspurn, enda er það í fullu
samræmi við stjórnarsáttmála nú-
verandi ríkisstjórnar, þar sem tek-
ið er fram að framboð og eftirspurn
skuli ráða verðmyndun í landinu.
Fundurinn leggur til að tekið
verði upp samstarf allra helstu
útflytjenda um hvernig að því verði
staðið að tryggja að erlendur gjald-
eyrir verði aldrei afhentur undir
kostnaðarverði."
Þá samþykkti fundurinn ályktun
um stofnun sérstakrar þróunar-
deildar innan Sjávarafurðadeildar.
Var þar ákveðið að húsin legðu
henni til 0,2% af andvirði frystra
afurða sinna, gegn jafnháu fram-
lagi frá Sjávarafurðadeild og sölu-
fyrirtækjunum erlendis. Einnig var
samþykkt ályktun þess efnis að
stjórn SAFF beiti sér fyrir stofnun
hagsmunasamtaka með þátttöku
allra fyrirtækja í fiskvinnslu.
Nýr skólastjóri
við Bréfaskólann
Birna Bjarnadóttir, sem veriö hefur skólastjóri Bréfaskól-
ans undanfarin tíu ár, lætur af því starfi í næsta mánuöi. í
starfið hefur verið ráðin Guðrún Friðgeirsdóttir kennari, og
tekur hún við hinn 1. júní.
Þetta var meðal þess sem fram
kom á ársfundi fulltrúaráðs Bréfa-
skólans sem haldinn var nýlega. Þar
kom einnig fram að skólinn flutti á
síðasta ári, og er aðsetur hans núna
að Suðurlandsbraut 32. Á árinu
innrituðust 946 nemendur í bréfa-
nám skólans, og eru það heldur fleiri
en árið á undan er þeir voru 826.
Skólinn hefur nú á boðstólum bréfa-
nám í 36 námsgreinum og annast um
20 kennarar yfirferð námsbréfa.
Auk þess selur skólinn námsefni til
sjálfsnáms í fjölmörgum tungumál-
um.
Talsvert hefur verið unnið að
endurskoðun og endurnýjun á náms-
efni skólans nú undanfarið. Þar á
meðal má nefna að innan tíðar er
væntanlegt hjá skólanum nýtt efni í
þýsku, ensku, algebru, vélritun og
bókfærslu. Einnig hefur skólinn nú
undanfarið annast kennslu fyrir
ófaglært starfsfólk almenningsbóka-
safna og gefið út námsefni til þeirra
nota.
Á fundinum hafði dr. Sigrún Stef-
ánsdóttir framsögu um fræðsluvarp
og framtíð fjarkennslu á íslandi.
Urðu þar miklar umræður um það
efni, m.a. um mögulegt samstarf
Sjónvarpsins og Bréfaskólans á þvf
sviði.
Eigendur Bréfaskólans eru Sam-
band ísl. samvinnufélaga, sem á
30%, Menningar- og fræðslusam-
band alþýðu, Bandalag starfsmanna
ríkis og bæja. Farmanna- og fiski-
mannasamband íslands, Kven-
félagasamband íslands og Stéttar-
samband bænda, sem eiga 10% hver,
en 20% eignaraðild er óráðstafað. f
stjórn skólans sitja Jón Sigurðsson,
formaður, Þráinn Hallgrímsson,
varaformaður, Jónas Guðmunds-
son, ritari, Örlygur Geirsson, Har-
ald Holsvík, Stefanía María Péturs-
dóttir, Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir
og Hákon Sigurgrímsson. -esig
Ný söluskrifstofa
í Frakklandi
Hjá Iceland Seafood Corporation
varð nær 10% söluaukning, og
varð heildarsala fyrirtækisins 172,4
miljónir dollara. Talsverðir erfið-
leikar steðja þó að þar vegna
lækkandi verðs á fiskblokk og
birgðasöfnunar af þeim sökum. Er
ljóst að í Bandaríkjunum verður
að halda uppi öflugu sölustarfi á
yfirstandandi ári til að viðhalda
sölunni.
Sala Iceland Seafood Limited í
Hull í Bretlandi varð 40,2 miljónir
sterlingspunda. Jókst hún um
17,8% frá árinu á undan, og af-
koma fyrirtækisins var góð. Fram-
kvæmdastjóri er Sigurður Á. Sig-
urðsson, en sölustjóri með aðsetur
í Hamborg er Helgi Sigurðsson.
Framundan er nú að gera enn
frekara söluátak í Frakklandi, og
hefur verið ákveðið að setja þar
upp nýja söluskrifstofu, í borginni
Boulogne-sur-Mer. Sölustjóri þar
hefur verið ráðinn Höskuldur Ás-
geirsson, og er gert ráð fyrir að
skrifstofan taki til starfa með haust-
Stjórnarkjör
Tryggvi Finnsson, Húsavík, var
(Tímamynd: Gunnar.)
endurkjörinn formaður stjórnar
SAFF, og einnig var endurkosinn
Jóhann A. Jónsson á Þórshöfn. í
stað Bjarna Grímssonar á Þing-
eyri, sem ekki gaf kost á sér, var
kosinn Jakob Kristinsson á Bíldu-
dal. Áfram sátu í stjórninni Her-
mann Hansson, Höfn íHornafirði,
varaformaður, Ríkharð Jónsson,
Reykjavík, ritari, Guðmundur
Pálmason, Akranesi, og Pétur
Olgeirsson, Vopnafirði.
Erlendur Einarsson fyrrverandi
forstjóri lét nú af störfum í stjórn-
um beggja sölufyrirtækjanna.
Voru honum af því tilefni þökkuð
löng og farsæl störf að málefnum
þeirra, ekki síst Iceland Seafood
Corporation, en í stjórn þess hefur
hann setið frá 1955 og sem formað-
ur allt þar til á síðasta ári.
Stjórn Iceland Seafood Corpor-
ation skipa nú þeir Guðjón B.
Ólafsson, formaður, Sigurður
Markússon, William D. Boswell
lögfræðingur í Bandaríkjunum,
Marteinn Friðriksson, Sauðár-
króki, og Hermann Hansson, Höfn
í Hornafirði.
Stjórn Iceland Seafood Limited
skipa þeir Guðjón B. Ólafsson,
formaður. Sigurður Markússon,
Sigurður Á. Sigurðsson, Tryggvi
Finnsson, Húsavík, og Guðni
Jónsson, Grundarfirði. -esig
PLÖTUR
llllllllllllllllli
Stjörnugjöf frá einni til fimm='A'*iU/2
The Christians - The Christians:
Það vantar eitt-
hvað á plötuna!
Ég er nú dálítið svekktur yfir að
komast ekki á tónleika Listahátíð-
ar í sumar. f staðinn fyrir að horfa
á hljómsveit eins og The Christi-
ans, verð ég að flatmaga á sólar-
ströndu og drekka bjór. Nóg um
það og snúum okkur að plötu The
Christians.
Mikið ofsalega finnst mér hún
góð. Þetta er svona plata sem
maður hlustar á aftur og aftur.
Pæliði t.d. í lögum eins og Hoover-
ville! Þetta er náttúrlega bara dálít-
ið gott lag. Eða þá Born Again!
En samt er eitthvað að. Það
getur ekki verið nálin í plötuspilar-
anum, því hún er ný. Það gætu
verið hátalarnir, en þetta er bara á
þessari plötu, svo það er útilokað.
Mér dettur einna helst í hug að
þetta sé einfaldlega einhver tóm-
leiki á plötunni. Það er ekkert að
eða neitt svoleiðis, heldur vantar
eitthvað. Neista, glæður eða síð-
ustu sundtökin eftir 200 metrana.
Þá vantar svo ofboðslega lítið upp
á frábæra plötu, en klikka og
leggja árar í bát.
Lagasmíðarnar eru lunknar.
Textarnir eru á köflum stórkostleg-
ir, en eins og áður sagði, þá vantar
eitthvað til að þetta smelli algjör-
lega saman, eins og flugvélamódel
með Uhu lími.
Ég hika samt ekki við að mæla
með plötunni við alla þá sem unna
góðri tónlist. Ég hika heldur ekki
við að mæla með komandi tónleik-
um í sumar. Þessi hljómsveit er of
góð til að fara í súginn. -SÓL