Tíminn - 21.07.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.07.1988, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 21. júlí 1988 Tíminn 7 Húsnæðisbætur fyrir tæpar 410 milljónir Húsnæðisbætur verða greiddar í fyrsta skipti um næstu mánaðamót og nema þær í heild tæpum 410 milljónum króna. Jafnframt verður vaxtafrádráttur afgreiddur um mánaðamótin en hann nemur um 680 niiiljónum króna í ár. Rétt til húsnæðisbóta hafa allir þeir sem hafa verið að kaupa eða byggja sína fyrstu íbúð á tímabilinu 1984-'87. Hafi einstaklingur átt íbúð fyrir '84 má eignarhald í þeirri íbúð ekki hafa verið meira en tvö ár. „Dagurinn fram yfir tvö ár skerðir rétt fólks til þessara bóta," sagði Trausti Hermannsson hjá Skattstofu Reykjavíkur. Óskertar bætur nema 46.200 krónum. Fjárhæðin verður greidd út árlega næstu sex árin og er hún vísitölutryggð. „Bæturnar eru miðaðar við ein- staklinga. Varðandi óréttlætiðsem einstæðír foreldrar voru að tala um má segja að auðvitað geta tíu aðilar keypt íbúð og allir fengið bætur en þá eru þeir líka að skerða rétt sinn til að fá bætur aftur því miðað er við að hver einstaklingur fái bætur aðeins einu sinni á æv- inni," sagði Trausti. Á sjöunda þúsund manns sóttu um húsnæðisbætur, að sögn Trausta. Af þeim fjölda fengu 20-25% synjun. Spurður að því hverjir fengju vaxtafrádrátt sagði Trausti það vera þá einstaklinga sem ekki hefðu sótt um húsnæðisbætumar en ættu rétt á þeim samt sem áður auk þeirra sem ekki ættu rctt á húsnæðisbótum en hefðu vaxta- gjöld umfram sjö prósent af tekju- skattsstofni. IDS Selfossbær og Samtök sunnlenskra sveitaríélaga: Kaupa kaup- félagshúsið á Selfossi f gamla kaupfélagshúsinu verður Héraðsbókasafn Árnessýslu og hér- aðsskjalasafnið. Einnig verður þar aðalskrifstofa Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Fasteignamat ríkisins og Fræðsluskrifstofa Suðurlands. Selfossbær fær sinn hluta hússins afhentan eftir eitt ár, en SASS einhvem tíma á öðru árinu. Kaup- verð hússins er um 57 milljónir og greiðist Vi út en afgangurinn á fimm- tán árum. Húsið er um 1830 fermetr- ar. Selfossbær hefur einnig keypt svokallaða Sigtúnalóð af kaupfélag- inu, en hún er í næsta nágrenni gamla kaupfélagshússins. Lóðin er um 1,2 hektarar að stærð og er kaupverð hennar 7,8 milljónir. SH Nýr gosdrykkur er nú kominn í hóp þeirra mörgu sem fyrir eru. Um er að ræða nýtt Fanta-appelsín, og eins og sjá má á mynd er það drukkið af mikilli áfergju. (Timamynd: Gunnar) NÝR GOS- DRYKKUR Verksmiðjan Vífilfell hf. hefur hafið framleiðslu á nýju Fanta-app- elsíni, þ.e. drykkurinn erframleidd- ur eftir annarri uppskrift cn áður. Nokkur breyting hefur orðið á bragði, cn ákvörðun um bragðteg- und var tekin í kjölfar markaðs- könnunnar nú nýverið. -gs LAND- GRÆÐSLU DAGUR í GUNNARS- HOLTI Landgræðslan hefur „opið hús" í Gunnarsholti helgina 23.- 24. júlínk. kl. 10-19 til kynningar á starfsemi sinni og höfuðstöðv- um. Kynnt verður saga Gunnars- holts og hverníg umhverfi þess hefur á 60 árum breyst úr svartri sandeyðimörk í þann gróðurreit, sem hann nú er. Upplýsingar verða veittar um „Átak í land- græðslu". Áburðarflugvélarnar verða á flugvellinum í Gunnarsholti og landgræðsluflugið kynnt þar. Fólki gefst kostur á að sjá Galloway holdanaut og grasfræ- og lúpínuakra. Landgræðslupok- inn verður til sölu. Mikil skjólbeltaræktun er í Gunnarsholti og margt fleira forvitnilegt að sjá. Veitingar verða á boðstólum, en kjörið að taka með sér nesti og snæða í trjágarðinum í Gunn- arsholti. Sérstakt kynningarátak fyrir- tækja og stofnana á Hellu verður einnig á laugardaginn. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir alla fjölskylduna að skreppa aust- ur í Gunnarsholt eða koma við þar í helgarferðinni. Gísli Guðmundsson forstjóri Bifreiða & Landbúnaðarvéla, Hlynur Árnason sölustjóri og Jón V. Guðjónsson framkvæmdastjóri við nýja húsnæðið í Ármúlanum. ¦ ¦ .- , ,:.' , x. Tímamynd: Gunnai Lada umboöiö i nýju husnæði: Bílarnir skráðir og tilbúnir á göturnar Bifreiðar og Landbúnað- arvélar hf., Lada umboðið, hefur tekið í notkun nýtt húsnæði að Ármúla 13. Söludeild nýrra bifreiða er nú í 950 nr húsnæði, en var áður í 100 m2 sýningarsal að Suðurlandsbraut 14. Nýja húsnæðið býður upp á marga möguleika tengda bflasölu, þar á ineðal fjölda bifreiða sem þegar er búið að skrá og tilbúnar eru til afhendingar. Hafist var handa við byggingu nýja húsnæðisins haustið 1986. Hús- ið er kjallari og fjórar hæðir og heildarstærð þess er 3.200 m2 eða 18.000 m3. í kjallara er bílageymsla og standsetning nýrra bifreiða. Á götuhæð er sýningarsalur, bíla- geymsla fyrir tilbúna bíla og einnig söluskrifstofur. Þar fer fram afhend- ing nýrra bifreiða. Árið 1986 voru seldar 2.500 Lada bifreiðar og á síðasta ári voru seldar um 2.800 bifreiðar. Það sem af er þessu ári hafa verið seldir 1.200 bílar. { kjölfar opnunar þessa nýja hús- næðis verða gerðar nokkrar skipu- lagsbreytingar hvað varðar nýtingu á öðru húsnæði fyrirtækisins. Verk- stæði verður flutt í nýtt húsnæði og stækkað og þannig aukin þjónusta við Lada eigendur. Um helgina verður, í tilefni opn- unarinnar, bílasýning að Ármúla 13. Boðið verður upp á veitingar. Forstjóri Bifreiða og Landbúnað- arvéla hf. er Gísli Guðmundsson og stjórnarformaður Guðmundur Gíslason. IDS Lán til að greiða lán í gær var undirritaður í Reykja- vík lánssamningur milli Lands- virkjunar annars vegar og jap- önsku lánastofnananna Nippon Life Insurance Company, The Mitsui Trust and Banking Com- pany Limited og The Norinchukin Bank Limited hins vegar, en þær eru allar staðsettar í Tokyo. Lánið er að fjárhæð 5 milljarðar jap- anskra yena, eða jafnvirði 1.733 milfjóna íslenskra króna á núver- andi gengi. Halldór Jónatansson, forstjóri, undirritaði lánssamninginn af hálfu Landsvirkjunar, en lánstími hans er 4'Á ár. Þá eru vextir 5,5% p.a. Landsvirkjun er heimilt að greiða lánið upp fyrirfram hvenær sem er án álags eftir 1V5 ár frá undirritun. Lánið verður notað til að greiða upp fyrirfram lán Landsvirkjunar að sömu fjárhæð í japönskum yen- um, sem tekið var fyrir milligöngu Yamaichi Securities Company Limited árið 1983 og ber mun hærri vexti en nýja lánið, eða 8,6% p.a. Skuldabreyting þessi lækkar vaxtagjöld Landsvirkjunar urri sem næst 54 milljónir króna á ári miðað við núverandi gengi. -SÓL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.