Tíminn - 01.10.1988, Qupperneq 20

Tíminn - 01.10.1988, Qupperneq 20
20 Tíminn Laugardagur 1. október 1988 Auglýsing Stjórn Kvikmyndasjóðs ísiands hefur ákveðiö að örva gerð kvikmynda fyrir börn með því að veita nokkrum höfundum kvikmyndahandrita fyrir barna- og unglingamyndir viðurkenningu fyrir handrit sín. Viðurkenningin verður í formi fjárfram- lags til frekari vinnslu handritanna, og ertil hennar efnt í tengslum við „Markað möguleikanna", sem haldinn verður hér á landi 17.-21. október n.k. „Markaður möguleikanna" er haldinn að frum- kvæði Norræna starfshópsins um börn og barna- menningu, og verður fjallað þar um börn og lifandi myndir. Þriggja manna dómnefnd, tilnefnd af stjórn Kvikmyndasjóðs, mun lesa þau handrit sem berast, og velja nokkur úr til viðurkenningar. Handrit, eða handritsúrdrættir, eigi lengri en nemur 20 vélrituðum síðum, berist skrifstofu Kvikmynda- sjóðs, pósthólfi 320, 121 Reykjavík, í lokuðu umslagi ásamt dulnefni, og réttu höfundarheiti í öðru lokuðu umslagi, eigi síðaren 15. janúar 1989. Niðurstöður dómnefndar munu liggja fyrir 15. febrúar 1989. Kvikmyndasjóður íslands. Styrkir til bifreiðakaupa Tryggingastofnun ríkisins veitir hreyfihömluðum styrki til bifreiðakaupa. Nauðsyn bifreiðar vegna hreyfihömlunar skal vera ótvíræð. Umsóknir vegna úthlutunar 1989 fást hjá greiðslu- deild Tryggingastofnunar ríkisins, Laugavegi 114, Reykjavík, og hjá umboðsmönnum hennar um land allt. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember. Hjúkrunarfræðingar Sjúkrahúsiö í Húsavík Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa nú þegar eöa eftir samkomulagi./ Deildarstjóri óskast frá áramótum. / Húsavík er 2500 manna bær meö góöar samgöngur og þjónustu, aðstööu til íþrótta og útivistar. í sjúkrahúsinu er almenn deild, fæöingardeild og langlegudeild, samtals 62 rúm. Húsnæöi fyrir hendi. Hringið eða heimsækið okkur og kanniö kjör og aðbúnað. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 96-41333. Ur Útboð IniXaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. Hitaveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í uppsetningu og tengingu röra og tækja í stöðvarhúsi Nesjavalla- virkjunar. Verkinu tilheyra undirstöður tækja, stál- grindargólf auk pípulagna að og frá tækjum. Þvermál röra er frá DN 50 og allt að DN 1200 mm og er hluti þeirra úr ryðfríu stáli. Verktími er nóvember 1988-mars 1990. Vettvangsskoðun á Nesjavöllum 11. október n.k. kl. 14.00. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 25.000 skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 25. október kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 lilillllllHlllllllllllll MINNING llllllllllllll Hlynur Ingi Búason Fæddur 16. júní 1973 Dáinn 16. september 1988 „Hann Hlynur okkar lenti í bíl- slysi í gærkvöldi og hann er dáinn.“ Þvílík harmafregn! Mig setti hljóðan og vansæld og vanmáttarkennd gripu mig. Af hverju hann? Aðeins örfá- um stundum áður voru flestir úr fjölskyldunni saman komnir eins og venjulega í Skeiðaréttum. Nú ætlaði Hlynur að fara með vinum sínum á sinn fyrsta réttardansleik, ferð sem aldrei var farin til enda. Ekki óraði okkur fyrir því að þessi dagur yrði okkar síðasta samverustund. Hlynur var okkur sérstaklega hjartfólginn og í honum sáum við fyrirmynd alls þess sem foreldrar óska sér í fari sonar. Hann var sérstaklega barngóður og nutu dætur okkar þess í ríkum mæli. Allt frá því Hlynur komst á legg þá dvaldi hann í sveit á sumrin hjá ömmu og afa á Votumýri. Hann lagði sérstaka rækt við sveit- ina og var þar eins oft og hann gat í frístundum sínum. Þar hafði hann fjórhjólið sitt sem hann hafði mikla unun af. Sjaldan eða aldrei er varnarleysi mannsins jafn augljóst og á stundum sem þessum þegar fólk er hrifið á brott fyrirvaralaust. Stærstur er missir foreldra og systkina. Elsku- legri og betri son og bróður er vart hægt að hugsa sér enda mun vand- fyllt það tómarúm sem hann skilur eftir sig. Elsku Halla, Búi, Eli'n Hrund og Eiríkur Steinn. Megi algóður guð styrkja ykkur í ykkar miklu sorg en höfum hugfast að Hlynur gerði heiminn og tilveruna betri með tilvist sinni þótt hún yrði allt of stutt. Hafi elsku Hlynur þökk fyrir alt. Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem). Guðni og Helga Laugardaginn 17. september sl. fréttum við að elskulegur frændi okkar hann Hlynur Ingi hefði verið tekinn frá okkur í hörmulegu slysi. Hann var lífsglaður og hamingju- samur 15 ára strákur sem var í blóma lífsins og átti allt lífið framundan. Hann var hjálpfús á allan hátt og oft var gaman að þeim uppátækjum sem hann fann uppá. Við áttum margar góðar stundir í sveitinni hjá ömmu og afa og einnig hér heima. Við viljum með þessum orðum kveðja hann Hlyn okkar hinstu kveðju og um leið votta hans nánustu okkar dýpstu samúð, þó sérstaklega for- eldrum hans Höllu og Búa og syst- kinum þeim Elínu Hrund og Eiríki Steini. Megi þessum yndislega frænda okkar líða vel þar sem hann er núna. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja, vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði.sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem). Ruth og Ásgerður Hve sæl, ó, hve sæl er hver leikandi lund. En lofaðu engan dag fyrir sólarlags stund. Hve sæl, ó hve sæl er hver leikandi lund. Og lukkan hún er eilíf, þótt hverfi um stund. - B.S. Ingemann. - Matth.Jochumsson. Fregnin um að hann Hlynur vinur okkar og frændi hafi látist af slysför- um þann 16. september sl. kom eins og reiðarslag og eftir stöndum við hnípin og vanmáttug. Það er sárt að kveðja góðan vin og orð eru einskis megnug að manni finnst. En það eru nú einmitt orðin og gerðir sem gera lífið svo mikils- vert. Þannig var það með Hlyn. Hann lét engan í friði, hafði óstöðv- andi lífslöngun sem hann deildi með öllum sem hann umgekkst. Sem oft áður vorum við saman í sveitinni. Við höfðum ákveðið að fara í réttirnar með litlu krílin og Hlynur var friðlaus þar til hann hafði fengið far með okkur austur löngu áður. Hann varð að komast sem fyrst því hann hafði öðrum skyldum að gegna, hann þurfti að fara á handboltaæfingu á laugardag og koma aftur austur síðdegis. Honum stóð á sama þótt hann sæti þröngt á milli barnastóla og hefði eitt í fang- inu. Hann var einn af stóru strákun- um sem alltaf var talinn upp ef á einn var minnst. Þegar við reyndum að útskýra fyrir henni Berglindi okkar 3ja ára, að Hlynur væri hjá Guði svaraði hún: Er Guð líka hjá strákunum. Hann fór í sund með strákunum, fékk Tryggva og Ágústu til að koma með sér út á bakka, tína maðk og fara að veiða. Fara á skauta og skíði, síðast en ekki síst að fylgjast með ólympíuleikunum, svona var hann Hlynur okkar, fullur atorku. Það er undarlegt og jafnframt mikil gleði að fá að fylgjast með æskunni og forréttindi að fá að DAGVIST BARNA ;; Fóstrur, þroskaþjálfar áhugasamt starfsfólk! Dagvist barna, Reykjavík, óskar eftir starfsfólki í gefandi störf á góðum vinnustöðum. Til greina koma hlutastörf bæði fyrir og eftir hádegi. Upplýsingar veita forstöðumenn eftirtal- inna dagvistarheimila, og skrifstofa Dagvistar barna, sími 27277. Vesturbær - Miðbær Valhöll Suðurgötu 39 s.19619 Ægisborg Ægissíðu 104 s. 14810 Austurbær Langholt Dyngjuvegi 18 s. 31105 Nóaborg Stangarholti 11 s. 29595 Skóladagheimilið Auðarstræti 3 s. 27395 Stakkaborg Bólstaðarhlíð38 s. 39070 Breiðholt Hálsakot Hálsaseli 29 s. 77275 Iðuborg Iðufelli 16 s. 76989 Seljaborg v/Tungusel s. 76680 Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Fósturheimili óskast! Fósturheimili óskast fyrir börn á skólaaldri og börn með sérþarfir. Þeir sem hafa áhuga, hringi í Félagsmála- stofnun Reykjavíkurborgar, fósturdeild, sími 25500. IÐNSKOUNN f REYKJAVÍK Námskeið fyrir hársnyrtifólk verður haldið í Iðnskólanum í Reykjavík dagana 8.-10. október n.k. Nánari upplýsingar veita Sigrún Magnúsdóttir og Jónína Jónsdóttir í síma 26240 milli kl. 9 og 12. Iðnskólinn í Reykjavík.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.