Tíminn - 14.04.1989, Qupperneq 12

Tíminn - 14.04.1989, Qupperneq 12
12 Tíminn Föstudagur 14. apríl 1989 FRÉTTAYFIRUT KABÚL — Afganskir her- menn berjast nú til þess aö opna aö nýju hinn mikilvæga Salang þjóöveg sem liggur frá Kabúl til Sovétríkjanna. Skæruliðar náöu aö loka þess- ari leið í síðustu viku og er takmark þeirra að veikja varnir Kabúlborgar meö því aö svelta fólk inni. Sovétmenn hafa sent matarbirgðir og hjálpargögn 1 eftir þessari leið. NIKOSIA — Byltingarverðir hafa handtekiö son og tengda- son Aijatollah Hossein Ali Montazeri sem útnefndur hafði verið eftirmaður Khomeini erki- klerks, en var þvingaður til að gefa þá útnefningu upp á bát- inn eftir harða valdabaráttu. Montazeri var ekki eins hroða- lega öfgafullur og Khomeini og eldheitustu stuðningsmenn hans. MOSKVA — Pravda mál- gagn sovéska kommúnista- flokksins hvatti þá er biðu lægri hlut í kosningunum í síðasta mánuði að gera annað tveggja, hætta í stjórnmálum eða að taka upp umbótastefnu í anda Gorbatsjof. Var þessu sérstak- lega vísað til háttsettra með- , lima kommúnistaflokksins sem féllu í kosningunum. SEOUL — Moon Ik-hwan 71 árs prestur var handtekinn er hann kom heim til Suður-Kóreu úr ólöglegri heimsókn til Norð- ur-Kóreu þar sem hann ræddi við ráðamenn um frið. í Suður- Kóreu eru í gildi sérstök lög sem banna kommúnisma og samskipti við hið kommúníska ríki í norðri. LIMA — Vinstri sinnaðir skæruliðar myrtu tíu manns í árás á þorpið Pantarpata í Ayacuchohéraði. Þeir rændu síðan og brenndu hús í þorp- inu. Þá var leiðtogi í æskulýðs- samtökum stjórnarflokksins í Perú myrtur. KAIRÓ — Hosni Mubarak forseti Egyptalands hvatti landsmenn sína að skrúfa ör- lítið fyrir kranann og draga úr barneignum. Hann sagði að ef Egyptar hættu ekki að eignast átta til tólf börn hver hjón muni matarskortur blasa við. Þetta segir Hosni í tilefni þess að vöruskortur og atvinnuleysi er nú að þjaka Egypta. llillllllllllllllllllll ÚTLÖND Blóðbað á Vesturbakkanum: Israelska landa- mæralögreglan myrðir sex Araba ísraelska landamæralögreglan sem send var til hernumdu svæðanna til að draga úr ofbeldi skaut að minnsta kosti sex Palestínumenn til bana og særði fimmtán í árás á palestínska þorpið Nahalin á Vestur- bakkanum í morgunsárið í gær. íbúar þorpsins sem er rétt utan við Betlehem segja að árás iögreglunnar hafi verið hrein og bein fyrirfram skipulögð fjöldamorð. Þorpsbúar segja að nokkrir jeppar hlaðnir vopnuðum hermönnum og síðskeggjuðum strangtrúuðum Gyð- ingum sem tekið hafa sér bólfestu á hernumdu svæðunum hafi komið inn í þorpið rétt fyrir dagrenningu. Þá sátu þorpsbúar að snæðingi þar sem músltmar mega ekki snæða að degi til í hinum helga föstumánuði Ramadan sem nú stendur vfir. -Þeir drógu fók út úr húsum sínum og hófu skothríð á það, sagði einn þorpsbúa í símtali við fréttamann reuters. Fréttir af þessum hroðaverkum komu af stað átökum milli Palestínu- manna og ísraelskra hermanna og lögreglu í Betlehem, Beit Jalla og Beit Sahour. Unglingar brenndu hjólbarða, komu upp götuvígum og grýttu ísraelskar bifreiðar. Útgöngubann hefur verið sett á þessum slóðum og er fréttamönnum meinaður aðgangur að þeim. Svo undarlega vill til að tólf klukku- stundum eftir atburðina í Nahalin höfðu ísraelsk yfirvöld ekki gefið út yfirlýsingu vegna atburðarins. Þó þessi ísraelski hermaður spjalli létt við aldinn Palestínumann, þá var því ekki að heilsa í Nahalin þar sem ísraelar skutu 6 Araba til bana. Samstaða fær löggildingu Verkalýðssamtökin Samstaða leituðu eftir löggildingu í Póllandi í gær, en starfsemi samtakanna hefur verið bönnuð í sjö ár, eða allt frá því Jaruzelski hershöfð- ingi setti herlög á árið 1981. Lech Walesa leiðtogi Samstöðu sagðist telja að Samstaða fái löggildingu á mánudaginn í samræmi við ný lög sem pólska þingið Sejm sam- þykkti í síðustu viku. Samkomu- lagið var afurð átta vikna við- ræðna stjórnarandstöðunnar og ríkisstjórnarinnar í Póllandi og gerir ráð fyrir efnahagslegum og stjórnarfarslegum umbótum í Póllandi. Samstaða var á sínum tíma fyrstu óháðu verkalýðssamtökin í austantjaldsríkjunum. Þau eru nú aðili að samkomulagi sem gerir ráð fyrir að stjórnarandstað- an hljóti þriðjung þingsæta í Sejm, sem í framtíðinni mun verða neðri málstofa. Kommún- istaflokkurinn mun skipa hin sætin. Hins vegar verður stofnuð ný 100 manna öldungadeild, eða efrideild og mun verða kosið til hennar í algerlega frjálsum kosn- ingum. Hin nýja öldungadeild mun verða fyrsta algerlega lýðræðis- kjörna þingdeild kommúnista- ríkjanna í Austúr-Evrópu. Kosningar til þessara þingsam- kunda fara fram 4. og 18.júní í sumar. Frá þessu var skýrt í gær. Löggan í London skýtur ræningja Lögreglan í London drap tvo vopnaða ræningja og særðu þann þriðja eftir að mennirnir gerðu mis- heppnaða póstránstilraun á Rayners Lane í austurhluta London. Mennirnir þrír óku bifreið sinni á ranga hurð og komu að tómum kofanum í pósthúsinu sem þeir hugðust ræna. Þeir flúðu því í dauð- ans ofboði, en lögreglan komst á slóð þeirra. Til skotbardaga kom á milli lög- reglu og glæpamannanna í íbúða- hverfi með fyrrgreindum afleiðing- um. Einn lögreglumaður særðist í átökunum. Sýrlenskir þyrluflugmenn ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur: Skutu eldf laugum á sovésk herskip Kynþáttaólgan í Júgóslaviu: 550 voru teknir fastir í Kosovo Tvær sovéskar freigátur sem voru á siglingu á austanverðu Miðjarðar- hafi 39 sjómílur frá sýrlensku hafnar- borginni Tartus urðu fyrir óvæntri árás í gær þegar tvær sýrlenskar herþyrlur, smíðaðar í Sovétríkjun- um, gerðu eldflaugaárás á skipin. Sjö sjóliðar særðust og er tveimur þeirra varla hugað líf. Sýrlensk stjórnvöld hafa beðið Sovétmenn afsökunar á árásinni sem Sýrlending- ar segja hafa verið hræðileg mistök. Árásin kom eins og skrattinn úr sauðaleggnum fyrir sovésku sjólið- ana því samkipti Sýrlendinga og Sovétmanna hafa verið með ein- dæmum indæl enda fá Sýrlendingar flest vopn sín frá Sovétríkjunum og sovéskir hernaðarráðgjafar hafa ver- ið Sýrlendingum til halds og trausts um áraraðir. Þá er rétt rúmur mán- uður frá því að Eduarde Sévardna- dse utanríkisráðherra Sovétríkjanna var í opinberri heimsókn í Sýrlandi þar sem vel fór á með honum og Assad forseta. Gennady Gerasimov talsmaður utanríkisráðuneytis Sovétríkj anna skýrði frá því í gær að sameiginleg rannsóknarnefnd Sovétmanna og Sýrlendinga hafi verið sett á fót til að rannsaka málið. Hann sagði nokkuð ljóst að flugmönnum þyrlanna hafi orðið á hrikaleg mistök, en ekki sé enn vitað hvað hafi valdið þeim. Lögreglan í Júgóslavíu handtók 550 albanska menn í kjölfar hinna blóðugu kynþáttaátaka í Kosovo- héraði í síðasta mánuði. Frá þessu skýrði Dragan Sapjonic dómsmála- Pan Am þotan sem sprengd var í loft upp yfir Skotlandi: Saklaus farþegi hélt á sprengju hryðjuverkamanna Það var saklaus bandarískur farþegi sem hélt á sprengjunni sem grandaði bandarísku Pan Am breiðþotunni yfir Skotlandi í des- ember síðastliðnum. Þá er talið að Palestínumaðurinn Hafez Dalk- amoni sem er meðlimur í einum öfgafyllstu skæruliðasamtökum Palestínumanna hafi skipulagt til- ræðið. Þetta kemur fram í skýrslu FBI bandarísku Alríkislögreglunn- ar, en menn á hennar vegum hafa rannsakað tildrög sprengjutilræðis- ins. Sprengjunni var að líkindum komið fyrir í Toshiba segulbands- tæki sem ættingi Hafez Dalkamoni bað saklausan bandarískan farþega að taka með sér í vélina. Það kostaði farþegann lífið ásamt 269 öðrum. ráðherra Serbíu í gær. Tuttugu og fjórir menn, þar af tveir lögreglumenn, voru drepnir í átökunum í Kosovo sem vöruðu meira og minna í sex daga. Hermenn hafa haldið uppi lögum og reglu frá því að um hægðist , en mikil ólga ríkir þó enn undir niðri meðal hinna 1,7 milljón Albana sem búa í Kosovo eftir að Serbar, sem eru ekki nema 200 þúsund í Kosovo, hafa fengið aukna íhlutun í stjórn héraðsins. Albanir í Kosovo hafa haft nokkuð mikla sjálfstjórn frá því 1974 þegar Tító kom á fót sjálf- stjórnarhéruðum í Kosovo og Vovj- odina þar sem mikill meirihluti manna eru Slóvanar. Héruðin eru í raun hluti Serbíu, en Tító vildi með þessu jafna valdahlutfallið í Júgó- slavíu, en Serbía var langstærsta lýðveldið í sambandslýðveldinu. VEISTU ... að aftursætið fer jafnhratt og framsæUð. SPENNUM BELTfN hvar sem við sitjum í Mnum. yUMFEROAB RAO

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.