Tíminn - 04.05.1989, Qupperneq 16

Tíminn - 04.05.1989, Qupperneq 16
16 Tíminn Fimmtudagur 4. maí 1989 Jón Gunnar Árnason í nýbyggingu á bak við Mennta- skólann í Reykjavík var haldin skúlptúrsýning 1967 sem var um margt merkileg og trúlega sú eina sinnar tegundar á Islandi til þessa, - haldin af listafélagi skólans. Þessari sýningu var þannig komið fyrir að í myrkvuðum sal voru ljóskastarar látnir lýsa upp verkin og þannig reynt að skapa stemmningu af ein- hverjum toga, kannski rómantíska eftirsjá, jafnve! af nýjungagirni, hver veit, en það sem ég man best frá sýningunni eru skúlptúrar Jóns Gunnars Ámasonar. Það var vegna þess að þeir voru hreyfanlegir og breytanlegir innan vissra marka, skoðandinn hafði leyfi til þess að hrófla við þeim, reyna svolítið á tjáningarþörf sína: fikta, prófa nýtt, uppgötva. Fram kom ný afstaða, nýtt skipulag, öðruvísi skuggar á veggina á bak við verkin, - uppsetn- ing sýningarinnar riðlaðist. Því mið- ur var enginn á staðnum til að miðla upplýsingum um höfundinn og gest- urinn gekk út, kannski dálítið mgl- aður í kollinum en með nýja sýn á heiminn. Smám saman fór þó að skýrast myndin af listamanninum, s.s. á sýningum á Skólavörðuholti og Gallerí SÚM. Það fer trúlega best að taka það strax fram að tæknileg útfærsla verkanna og verklagið sjálft, handbragðið, sem var full- komið, hafði mjög sterk áhrif og vakti upp ýmsar spurningar, sumar ekki ýkja merkilegar í augum full- gilds listamanns, en voru tímamót- andi í huga þess sem hafði hugsað sér að taka þátt í leiknum. Þegar ég lauk forskólanámi við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1971, þá sótti ég um inngöngu í skúlptúrdeild, sem þá var reyndar ekki til (!), og olli þar með yfirvöld- um nokkrum áhyggjum og vandræð- um, sem Hörður Agústsson, skóla- stjóri, leysti úr með glæsibrag. Hann tjáði mér að ekki væri fé til að fastráða kennara við þessa nýju deild, en það væri jafnvel betra að útvega tvo menn til að kíkja inn einu sinni í viku og hefði hann rætt við myndhöggvari Ragnar Kjartansson og Jón Gunnar Árnason um þetta hlutverk. Nokkru áður en Jón Gunnar átti að koma til mín hafði ég farið yfir skissubækurnar mínar og dregið út úr þeim það sem mér fannst helst koma til greina að útfæra í þrívítt form. Þegar Jón hafði blaðað í bókinni fékk hann sér kaffi, kveikti í sígarettu, horfði lengi á mig óræð- um augum, sagði svo: „Þú býrð ekki til verk nema hafa hugsað það frá grunni. Hvað liggur að baki verkinu, hvað ætlarðu að tjá: reynslu, skoðanir, átök, ást eða hatur, reiði, gleði, sorg, hamingju, spennu o.s.frv. Búðu til líkan í ákveðnum mælikvarða, reiknaðu út efnið, taktu ákvörðun um vinnuaðferð." Síðan rétti hann mér bókina og sagði að ég gæti ekkert að því gert þótt skólinn væri allur á tvívíðum fleti. Námið hjá Jóni Gunnari var einn samfelldur fyrirlestur um hagnýt atriði: massa og stærðir, línu í formi, hlutföll, stöðu, opið og lokað rými, eðli, hörku og mýkt, sveigjanleik, stöðug- leik, áferð, samspil ólíkra forma og stærða, efnisbreytingu í kopar við glóðun, logsuðu, draghnoð, pússun o.fl. Þarna talaði Jón Gunnar af reynslu sinni og lærdómi sem fæst með eftirtekt, tilraunum og næmu auga, en þó umfram allt skipulegri hugsun, ótvíræðum gáfum. Hann hafði það fyrir reglu að leita upplýs- inga hjá verkfræðingum og tækni- fræðingum, t.d. um burðarþol og endingu, hvernig skúlptúr stendur af sér veðurálag og tæringu. Þessi vinnubrögð vöktu að vonum athygli og voru honum falin mörg verkefni er kröfðust langvinnra rannsókna, sem síðan oft leiddu til nýstárlegra niðurstaðna, s.s. verk hans við húsið á horni Rauðarárstígs og Stórholts þar sem notagildið er partur af myndhugsuninni og felst í loftræsti- búnaði. Annað verk í þessum flokki er handrið sem hann smíðaði úr rörum og hann kom fyrir við tröpp- urnar í Gallerí SÚM. Það er á hjörum þannig að flutningar á stór- um hlutum inn á aðra hæð geta farið fram óhindraðir. Þetta handrið fylgir öðrum munum SÚM inní geymslur Nýlistasafnsins. Haustið 1976 voru þeir að hengja upp myndir á samsýningu í Gallerí SÚM, þeir Jón Gunnar, Magnús Tómasson og Magnús Pálsson. Þeg- ar ég kom með verkin mín voru þeir að ræða hið bágborna og dapurlega ástand sem þá ríkti í innkaupum opinberra aðila á myndlist og sáu enga skynsamlega leið til nýrrar skipunar. Þá um vorið hafði ég skrifað grein í Þjóðviljann um Lista- safn íslands og bent á hversu óheilla- vænleg stefna væri rekin þar, sér- staklega hvað varðaði kaup safnsins, og benti á ýmsar gloppur sem þyrfti að fylla. í framhaldi af þessu skrifi fór ég að gæla við þá hugmynd að myndlistarmenn sjálfír starfræktu einhvers konar safn sem geymdi verk þeirra og sýndi þróun íslenskrar myndlistar ár frá ári. Þegar ég nú hlustaði á samræður þeirra ákvað ég að láta slag standa: „Greyin mín hættiðið þessum barlómi, við stofn- um okkar eigin safn, Nútímalista- safn Islands!" Það var eins og ský hefði dregið frá sólu og allir urðu ákaflega kátir og spenntir. Jón Gunnar tók hugmyndinni um nýtt listasafn fegins hendi og studdi hana af krafti, fyrst á fjölmennum undirbúningsfundi í kennarastofu MHÍ sumarið eftir og á stofnfundi 5. janúar 1978, og alla tíð síðan talaði hann máli Nýlistasafnsins hvar sem hann fór, einkum í skandinavísku löndunum. Hann tilkynnti strax að hann ætlaði að gefa safninu verk eftir sjálfan sig (Blómið), Dieter Roth, Ferdinand Krivet og Gábor Attalai. Jón Gunnar var kosinn í fyrstu stjórn Nýlistasafnsins og var þar óþreytandi að telja kjark í menn, örva þá til dáða, rýna fram í tímann og sjá fyrir viðbrögð manna og hugsa upp leiðir til að styrkja þessa metnaðarfullu stofnun. Það átti vel við Jón Gunnar að vera í baráttuhópi og ryðja brautina. Hann var einn af stofnendum SÚM- hópsins og Gallerí SÚM, Mynd- höggvarafélagsins í Reykjavík, Ný- listasafnsins, eins og áður segir, og Experimental Environment (sem fulltrúi íslands ásamt Rúrí). Þá var hann í óformlegum hópi listafólks sem ræddi stíft um stofnun samtaka allra myndlistarmanna og studdist við hugmyndir Sigurðar Guðmunds- sonar sem skrifaði frá Amsterdam um réttindamál þeirra. Þessar um- ræður leiddu síðan beinlfnis til stofn- unar Hagsmunafélags myndlistar- manna og samstarfs þess við önnur félög um stofnun Samtaka íslenskra myndlistarmanna, SÍM. Fyrir störf sfn t' þessum málaflokkum og á listrænum vettvangi hlaut hann margs konar viðurkenningar, - síð- ast þáði hann heiðursnafnbót í My ndhöggvarafélaginu. Það hefur lengi verið haft fyrir satt að ferill Jóns Gunnars hefjist með SÚM. Ekkert er fjarri sanni. Hann sýndi með FÍM 1959, en var tveim árum síðar kominn á fleygiferð um Evrópu með Zero-hópnum og öðr- um og átti verk á sýningum í Louisi- ana í Humlebæk rétt fyrir utan Kaupmannahöfn, Stedelijk Museum í Amsterdam og Moderna Museet í Stokkhólmi, en þessi listhús voru þá í miklum uppgangi, með frægari söfnum í Evrópu. Sýningarferill Jóns Gunnars hélst síðan óslitinn til síð- asta dags, sérsýningar hans urðu sextán, samsýningar á milli sextíu og sjötíu, - enda afköst hans með ólíkindum. Jón Gunnar innleiddi hreyfinguna í íslenskan skúlptúr, oftast með Guðrún Jónína Gunnarsdóttir fyrrum Ijósmóðir frá Bakkagerði böm. Þau eru: Hörður Tryggvi sem lést á fyrsta ári. Ragnheiður gift Antoni Jónssyni, búa þau á Akureyri og eiga 5 börn. Hreinn giftur Guð- rúnu B. Helgadóttur, búa þau í Reykjavík og eiga 5 börn. Anna gift Ingimar Einarssyni, búa þau á Hvanneyri og eiga 4 dætur. Lang- ömmubörnin eru orðin 13. Síðan var frændi Jónu, Baldur Hermannsson fyrstu ár ævi sinnar í Bakkagerði. Nú er mál að linni. Flutt skal þakklæti frá móður minni og systkin- um fyrir allt gott í gegnum árin. Fædd 2. september 1899 Dáin 29. nóvember 1988 Elsku frænka mín er dáin. Það er leið okkar allra. Hún var búin að skila miklu og góðu dagsverki heima og heiman. Hún lærði að vera ljós- móðir og vann við það frá 1933-1964. Var hún lánsöm í starfi, en oft hefur það ekki verið neinn leikur að fara hvernig sem veður var og hvernig sem á stóð á hennar bæ. Ekki voru bílar til fyrr en seinna. Einnig lærði hún karlmannafatasaum á Seyðis- firði og saumaði hún mikið fyrir sitt heimili og annarra og hafði gaman af. Hún giftist 4. febrúar 1926 Kristni Arngrímssyni frá Þorsteinsstöðum í Svarfaðardal. Þau bjuggu fyrsta árið í Heiðarseli í Hróarstungu árið 1926- 1927. Síðan voru þau á Fossvöllum í Jökulsárhlíð hjá foreldrum Jónu. Á Hauksstöðum á Jökuldal bjuggu þau árið 1931-1933 og þá flytja þau í Bakkagerði í Jökulsárhlíð og bjuggu þar til 1964. Kristinn stundaði kennslu og á haustin vann hann í sláturhúsinu sem kjötmatsmaður og einnig gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit-'sfna';-'--' Á haustin var mikið að gera og reyndi þá á konurnar sem voru einar með börnin og mikið unnið af mat fyrir veturinn því þá var ekki raf- magn eða frystikistur og nútímakon- um hefði ábyggilega fundist ýmislegt vanta. I júlí 1943 gerðist það sem trúlega reyndi mest á ljósmóðurina. Þá tók hún á móti þríburum hjá bróður sínum og mágkonu og er ég ein af þeim. Ekki var læknir viðstaddur svo að það var ljósmóðirin sem allt hvíldi á. En allt gekk vel og var hún lengur en henni bar að hjálpa mág- konu sinni með börnin sem trúlega hefur verið dagsverk svona fyrst. Ég var stundum sem krakki hjá frændfólkinu í Bakkagerði og fannst mér það mjög gaman því dóttir hennar var á svipuðu reki og ég. Þá er mér það minnisstæðast að á sunnudögum fór Jóna í betri fötin og hélt sunnudaginn heilagan eins og hægt var og mér fannst hún svo sæt og fín enda var hún fríð kona og hélt sér vel allt til loka. Þegar mikið var vandað til fóru konur í íslenska búninginn, peysuföt og upphlut og fannst manni það hámark fínleika. Jóna var elst 14 systkina og á síðasta ári kom stórt skarð í þann hóp. Þá dóu-fjögur systkini og þrjú af þeim bjuggu hér fyrir austan á meðan þau stunduðu búskap. Árið 1964 brugðu þau búi og flytja til Reykjavíkur því að eins og gengur þegar fólk fer að eldast, börnin farin, lá leiðin burtu. Hefur það trúlega verið mikið átak að koma úr sveitinni í stórborg, og fara frá stað þar sem menn eru búnir að festa rætur og búa lengi. En frænka mín var sérstaklega vel skapi farin, alltaf hress og kát, og tók breyttum að- stæðum með jafnaðargeði. Jóna og Kristinn eignuðust fjögur Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfá áð vérá vélritaðar. Margs er að minnast margt er hér að þakka, guði sé lof fyrir liðna tfð. Margs er að minnast margs er að sakna guð þerri tregatárin stríð. Ragnheiður Ragnarsdóttir Fossvöllum. nærveru skoðandans í huga, þó ekki til að hann stæði álengdar einungis til að virða fyrir sér verkin, heldur til að snerta, vera þátttakandi, finna til, vera ógnað, skelfast, - vakinn til umhugsunar, snortinn nýrri reynslu, nýrri hugsun á gömlum sannindum, viðburðum í mannkynssögunni: valdi, kúgun, stríðsleik, mengun. Og áhrifunum náði hann fram með ógnvægilegum hlutum, flugbeittum hnífum á fálmurum ókennilegra kvikinda, með rafmagni og titringi, - síðustu árin sólargeislunum. En kjarninn í verkunum er hreyfing, tími, orka. Jón Gunnar hafði næmt auga fyrir hinu sérkennilega og sér- viskulega, dæmi um það: Þegar hann kenndi við Listaháskólann í Kaup- mannahöfn hringdi hann í mig og bauð mér að koma til sín í heimsókn og dvaldi ég hjá honum í níu daga í góðu yfirlæti. Nema hvað, eitt af því fyrsta sem Jón vildi að ég gerði væri að vökva lífsblómið á ákveðinni krá í Nýhöfninni. Þegar við vorum búnir að sitja þama góða stund, þá hafði ég orð á því að þarna væru bara gamlir karlhlunkar. Þú tókst þá eftir því! Það er af því að hingað hefur engin kona komið innfyrir dyr í rúmlega tvöhundruð ár, - utan ein sem labbaði sig inn án eftirtektar karlanna, en þegar það uppgötvaðist var hún rekin á dyr í hvínandi hvelli, vertinn fékk aðsvif því staðurinn var saurgaður. Gólfið var sópað og þvegið og hreinsað alveg út í götu- ræsi, gólfmottur hristar duglega. Og síðan hafa allir nýir gestir verið litnir homauga. Þetta fannst Jóni Gunnari aldeilis kjörið umhverfi, sérviskan í þessu heillaði hann upp úr skónum. Síðan lítil saga um húmor: Það var laugardagsmorgun, ég sat við skriftir í Nýlistasafninu þegar Jón Gunnar leit inn til að spjalla. En því miður hafði ég engan tíma aflögu og tók því óljóst eftir hvað hann var að bauka í kringum mig, sagði bara já og nei þegar við átti. Þegar ég kom heim í hádeginu lagði ég töskuna frá mér á eldhúsborðið og fékk mér kaffi. Skyndilega hreyfðist taskan, hvít mús gægðist undan lokinu og hoppaði niður á borðið. Þegar ég hitti Jón Gunnar næst sagðist hann hafa frétt að það hefði fjölgað á Skeggjagötunni! Jón Gunnar kom mörgum fyrir sjónir sem töffari, harður nagli, kaldranalegur í tali, stundum glannalegur, en þó ávallt stutt í brosið. En þetta var bara ytra byrðið, loðhúfan og leðrið. Bakvið skilvegginn sló hjarta hins góða drengs sem bræddi önnur kaldari hjörtu þegar svo bar undir. Hann ræktaði vináttuna að því marki sem hún er þolanleg, hélt nauðsynlegri fjarlægð, hvarf aldrei úr augsýn, - verður ætíð innan seilingar. Með þessu skrifi fylgja samúðar- kveðjur til fjölskyldu Jóns Gunnars Árnasonar frá vinum og félögum í Nýlistasafninu. Níels Hafstein. Kveðja frá Myndhöggvarafélaginu í Reykjavík ísland kveður nú einn sinna bestu sona - smiðinn sem varð að mynd- höggvara - róttækan framúrstefnu- listamann - mikinn áhrifavald og lærimeistara yngri myndhöggvara. Fram á sinn síðasta dag stjómaði Jón Gunnar Ámason myndhöggvari smíði á stómm og glæsilegum högg- myndum sem eiga eftir að gleðja um ókomna framtíð. Hugmyndalistin var Jóni Gunnari hugleikin og hann kunni þann galdur að fá myndverk til þess að óma, hreyfast og taka við geislum og ljósi himinsins. Heimsókn okkar þriggja úr stjóm Myndhöggvarafélagsins til Jóns Gunnars aðeins tveimur sólarhring- um fyrir andlát hans verður okkur ógleymanlegt, en þá gaf þessi myndsnillingur og máttarstólpi fé- lagsins okkur góð ráð vegna málefna félagsins. Ef til vill hefur Jón Gunnar nú þegar tekið sér far með sérsmíð- uðum sólvagni inn í víðáttur hins óþekkta heims. Fyrir hönd Myndhöggvarafélags- ins í Reykjavík er Jóni Gunnari Árnasyni þökkuð ómetanleg störf í þágu félagsins. Dætrum og fjölskyldu eru sendar samúðarkveðjur. - - - - ■ • F.h. stjórnar M.H.R. Örn Þorsteinsson form.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.