Tíminn - 20.05.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.05.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 20. maí 1989 Sigurður Sigurðarson aðstoðaryfirdýralæknir um hinn lúmska búfjársjúkdóm riðuveiki: Megum ekki hrósa sigri of snemma! Riðuveiki er hæggengur smitandi heilasjúkdómur í sauðfé sem greinist einnig í geitum og minkum. Sjúk- dómurinn er ekki bráðsmitandi, en smitast frá kind til kindar. Óbeint smit er einnig til, svo sem með fósturvatni og hildum, saur, slefu, hræum, sláturhúsaúrgangi, heyi, þökum, tækjum og fieiru. Meðgöngutími getur verið V2-10 ár. Sjúkdómsorsök er nýr, lítt þekktur flokkur smitefna er lifir lengi í umhverfinu, þolir langa suðu og flest sótthreinsunarefni, en klór vinnur þó á smitefninu. Einkennin eru kláði og/eða lömun, hræðsla, æði, titring- ur, krampar, aflögn, lafeyru, sjónleysi o.fl. Veikin hefur fundist í öllum sýslum, nema Snæfells- og Hnappadals- sýslu, A-Barðastrandasýslu, Strandasýslu, A-Skafta- fellssýslu og Vestmannaeyjum. Lækning er engin, en tekist hefur að útrýma riðunni í nokkrum löndum. Riðan barst hingað fyrir um 100 árum. Riðan er komin upp i nautgripum í Bretlandi Hér á landi hefur riðuveiki einungis verið bundin við sauðfé og hafa Sauð- fjárveikivarnir sett sér það mark að útrýma henni. Að því er nú unnið, en frá Bretlandi berast þær fregnir að riðufaraldur sé nú kominn upp í naut- gripum þar í landi. Sigurður Sigurðarson sérfræðingur Sauðfjárveikivarna: „Síðla árs 1986 var greindur nýr og óþekktur sjúkdómur í nautgripum í Bretlandi. Einkenni veikinnar og sjúk- legar breytingar líktust mjög riðu og eðli smitefnisins virtist af sama toga. Þessi sjúkdómur hefur breiðst skugga- lega hratt út og er nú kominn víða um Bretlandseyjar og til Suður-og Norður- írlands og Hjaltlandseyja. í nóvember 1988 höfðu fundist 1448 tilfelli á 1163 bæjum. Bretar hafa rannsakað sýkina mjög vandlega og hallast æ meira að því, eftir því sem á líður, að hér sé um riðu að ræða. Þar í landi hefur sláturúr- gangur verið notaður sem blanda í kjarnfóður handa kúm, eftir að hafa verið soðinn og hakkaður niður. í þessu skyni hafa jafnvel verið notuð hræ af riðusjúkum kindum. Menn telja að þetta sé smitleiðin, að nautgripirnir hafi étið ofan í sig smitefnin, sem hafi lifað af suðuna, mölunina og íblöndun- ina í fóðrið. Pessi sjúkdómur færist enn í aukana og nú er svo komið, samkvæmt upplýs- ingum frá í apríl á þessu ári, að það bætast við 200 ný tilfelli á viku á Bretlandseyjum. Það er talið að naut- gripirnir beri ekki smit sín á milli, né heldur til afkvæma sinna, en ef til vill er enn of snemmt að fullyrða um það.“ Hræin eru ekki notuð í fóður hér á landi - Er hætta á að þessi sjúkdómur, heilahrörnun í kúm, eða riða, geti komið upp hér á landi? „Bannað er að flytja inn fóður er inniheldur dýraprótein. Framleiðsla á þessu fóðri hefur ekki verið hætt í Bretlandi, hins vegar er bannað að nota það til eldis jórturdýra. Við höfum áhyggjur af því að eitthvað af því gæludýrafóðri sem flutt er inn hingað, kunni að innihalda dýraprótein. Þegar farið var af stað með aðgerð- irnar gegn riðunni árið 1978, var bann- að með öllu að sláturúrgangur af riðu- svæðum væri notaður í fóður handa nautgripum og sérstakar ráðstafanir gerðar til að hindra nýtingu sláturúr- gangs af riðuveiku fé. Nú á seinni árum hafa hræ af riðuveiku fé verið grafin. Það var vitað að minkar gætu smitast á þennan hátt og þess vegna var lögð áhersla á að úrgangur af þessu tagi væri alls ekki notaður í loðdýrafóður, en ásókn í það var talsverð. Við vonumst til þess að þetta bann í rúm tíu ár dugi til þess að hindra að veikin komi ekki upp í öðrum bústofni en sauðfé. Hins vegar getur hey af riðubæjum boriö með sér hildir úr riðusmituðum kindum. Kýrgeta hugsanlegaétiðhildir sem leynast í töðunni og þess vegna er allur varinn góður. Við höfum beðið menn um að vera á varðbergi og einnig tekið heilasýni úr nautgripuin til að fylgjast með þessu ef hægt væri. Ekkert hefur hins vegar komið í ljós er bendir til þess að við þurfum að óttast þessa heilahrörnun í nautgripum hér á landi.“ Allt byggist á góðri samvinnu við bændur Riðuveiki hefur greinst í sauðfé á um 40 bæjum síðan í byrjun maí á síðasta ári. í þeim héruðum sem viðkomandi býli eru staðsett í, var áður búið að eyða nær öllum þekktum riðuhjörðum. Sigurður Sigurðarson segir það ljóst að á „hreinsuðum“ svæðum geti mjög líklega verið smitaðir bæir, riðuveiki geti blundað í sauðfé í mörg ár áður en hún kemur fram. Trúlega sé þó nokkuð af býlum, þar sem riðuveiki er til staðar, án einkenna, sem ekki komi fram fyrr en eftir 1-6 ár. - En er unnt að útrýma riðunni hér á landi, með þeirri aðferð að skera niður á einstök- um bæjum, þar sem riðu verður vart? „Ég er bjartsýnn á að það takist. Það byggist á því að hægt sé að eiga góða samvinnu við bændur og að þeir vilji vinna með okkur. Það er mikilvægt að forðast fjárkaup, og umgangast óskila- fé gætilega. Hýsa alls ekki fé af öðrurn bæjum með heimafé. Merkja þarf fé vel svo að ekki sé hætta á misdrætti í réttum og eins er mikilvægt að varast smithættu á annan hátt, svo sem með heyi, tækjum og áhöldum. En fyrst og fremst er það féð sem ber veikina á milli staða.“ „Sumstaðar hefur það verið gert að skera niður allan fjárstofn á afmörkuð- um svæðum. Dæmi um það er Svarfað- ardalur og Dalvík, Borgarfjörður eystri og Barðaströndin og fleiri staðir þar sem talið var öruggara að lóga öllu fé og bændur á þeim svæðum byrjuðu í sameiningu upp á nýtt með nýjan stofn. Það er ekki hægt að fullyrða um það ennþá hvort sú aðferð að skera niður allt fé á sama svæði sé algerlega örugg. Þegar aðgerðir um að útrýma riðuveiki hófust skipulega hér á landi 1978, var byrjað á því að taka syrpu af hjörðum í einu. Til dæmis voru skornar niður allar riðusýktar ær í Fjárborginni svo kölluðu, sem er fárhúsahverfi tóm- stundabænda hér í Reykjavík. Par var skorinn niður þriðjungur hjarðanna, síðan þessir fjáreigendur fengu aftur fé eru liðin 10 ár, en riðan hefur ekki komið upp þarna aftur. Þetta er elsta dæmið. Pað hefur verið skorið niður á fleiri svæðum síðan og líkur benda til þess að veikin komi ekki upp aftur sé þess gætt að standa vel að verkinu og sótthreinsa rækilega. Fyrir rúmum fjór- um árum var allt riðufé á Barðaströnd fellt. Riða hefur ekki greinst þarsíðan. Pað er ekki hægt að draga þá niður- stöðu að riða sé úr sögunni á þessu svæði, til þess er ekki liðinn nógu langur tími.“ Samband milli fækkunar- aðgerða og átaks gegn riðuveiki - Hvað ræður því hvort skorið er niður á einstökum bæjum, eða allt sauðfé á viðkomandi svæði? „Sé riðan komin á talsverðan hluta af bæjum á ákveðnu svæði, teljurn við öruggara að farga öllu fé á því svæði. Sé veikin einungis komin á einn bæ eða fáa bæi, er von til þess að henni megi útrýma með því að skera niður ein- göngu á sýktum bæjum og fé sem selt hefur verið frá þeim bæjum. Þá er einnig talið æskilegt að skera niður það fé sem haft hefur mikinn samgang við sýkta stofninn. Finnist riðuveiki á ein- stökum bæjum eftir að þessari lotu linnir, gerum við okkur vonir um að það nægi að skera niður jafn harðan og veikinnar verður vart og á hvaða árs- tíma sem er.“ - Var það samhliða aðgerðum til fækkunar á sauðfé sem fjármagn fékkst til að herða baráttuna við riðuveikina? „Það átti sjálfsagt sinn þátt í að aukið fjármagn fékkst í bætur vegna riðunið- urskurðar. Menn sáu fram á að þar sem skorið væri niður og samið um 2-3 ára fjárleysi, mundi framleiðslan minnka um tíma. Jafnframt var vitað að ein- hverjir myndu ekki taka upp sauðfjár- búskap á ný, enda kom það samhliða aðstoð til að breyta yfir í annan búskap fyrir þá sem höfðu aðstöðu og vilja til þess.“ Ekki lagt hart að mönnum að hætta alveg - Hefur verið lagt hart að mönnum, sem hafa skorið niður vegna riðuveiki, að byrja ekki með fé aftur vegna offramleiðslu á kjöti? „Það held ég ekki. Hins vegar hefur verið umræða í fjölmiðlum um að æskilegt væri að minnka framleiðsluna. Ég veit til þess að þetta hefur ýtt á ýmsa menn óbeint, sem gert hafa fækkunar- samninga, til þess að byrja ekki sauð- fjárbúskap að nýju, en hefja búskap á einhverju öðru sviði í staðinn. En slíkur þrýstingur hefur alls ekki verið frá hálfu Sauðfjárveikivarna, við höf- um lýst því yfir að við teldum menn hafa fullan rétt til að taka fé aftur, þeir sem það vildu. Við höfum og munum berjast fyrir því að menn haldi þeim rétti. Þar sem breytt hefur verið um búskaparhætti í kjölfar fækkunarsamn- inga hefur það verið gert með frjálsum samningum. Ég held að þeir sem hafa viljað taka fé aftur hafi getað það og gert.“ Menn eiga að geta lifað af skaðabótunum - Hefur bændum verið boðið upp á sanngjarna samninga? „Þegar farið var í þessar aðgerðir um allt land voru samningarnir teknir til endurskoðunar og þeir hafa smátt og smátt verið að skána. Ég tel að nú orðið séu þeir að segja má góðir. Menn eiga að geta fengið bætur fyrir sitt fé sem samsvarar þeirri upphæð er þeir hefðu fengið fyrir innlagðar afurðir, að frá dregnum tilkostnaði. Menn eiga að geta lifað af þessum skaðabótum, sér- staklega ef þeir hafa aðstöðu til að vinna við eitthvað annað þann tíma sem þeir eru ekki bundnir af fénu. Ég vil svo undirstrika það á ný, að framundan er erfið barátta í 10-20 ár. Allt veltur á því að samstaða geti haldist um aðgerðirnar og menn hrósi ekki sigri of snemma. Þessi veiki er ótrúlega lúmsk. Allir sem verða varir grunsamlegra einkenna ættu að láta viðkomandi héraðsdýralækni, eða okk- ur á Keldum, vita um það strax. Við látum athuga grunsamlegar kindur mönnum að kostnaðarlausu.“ Árni Gunnarsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.