Tíminn - 20.05.1989, Blaðsíða 24

Tíminn - 20.05.1989, Blaðsíða 24
AUGLÝSINGASfMAR 680001 - — 686300 Atjan man. binding enO'B,LAsr0 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR § 7,5% ÞRÖSTUR 685060 PÓSTFAX TÍMANS 687691 Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 | SAMVINNUBANKINN VANIR MENN w LAUGARDAGUR 20. MAf 1989 Ágreiningur í ríkisstjórninni um innflutning á smjörlíki: Guðmundur Bjarnason hcilbrigðis- ráðherra Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra Steingrímur J. Sigfússon landbúnað- arráðherra Ráðherratríó í smjörlíkið Þriggja manna ráðherranefnd hefur verið falið að jafna þann ágreining sem kominn er upp í ríkisstjórninni vegna ákvörðunar viðskiptaráðherra að heimila innflutning á smjör- líki. Ágreiningurinn felst í því að Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra og Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra eru ekki sammála um það hvort leyfisveiting af þessu tagi er á valdi viðskiptaráðherra eða ekki. Jafnframt er það mat landbúnað- arráðherra að innflutningurinn sé bannaður samkvæmt búvörulögun- um en viðskiptaráherra segir að innflutningurinn hafi verið leyfður í Jdví skyni að lækka verð á smjörlíki. - Auk þessara tveggja fyrrnefndu ráðherra á Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra sæti í nefndinni sem leysa á ágreininginn. Þess ber að geta að nokkurrar ónákvæmni gætti í frétt Tímans í gær af smjörlíkisinnflutningnum. Þess vegna hefur Hollustuvernd ríkisins sent frá sér tilkynningu þar sem lögð er áhersla á að Hollustuverndin hafi ekki farið fram á að sala á innfluttu' smjörlíki verði stöðvuð. Hið rétta er að stofnunin hefur óskað eftir því að heilbrigðis- og tollayfirvöld afgreiði ekki úr tolli innflutt smjörlíki hér eftir nema að stofnunin hafi gengið úr skugga um að settum reglum varðandi vöruna sé fullnægt meðal annars varðandi merkingu umbúða og innihald aukefna. Þá tekur stofnunin fram að smjör- líki, eins og aðrar matvörur, á að fullnægja settum reglum og skiptir þá ekki máli hvort það er framleitt hérlendis eða flutt inn. Hollustuvernd hefur í bréfi til heilbrigðisráðuneytis greint frá því að smjörlíki það sem er kveikjan að þessu máli, Remina, uppfylli öll ákvæði reglugerðar um aukefni í matvælum en ekki að öllu leyti kröfur um merkingu neytendaum- búða. Innflytjandi vörunnar þarf því að bæta merkingu umbúða áður en hún er sett á markað. í framhaldi má geta þess að merk- ingar á innlendu smjörlíki uppfylla yfirleitt ekki þær reglur sem gilda um merkingar matvæla og settar voru um síðustu áramót. Hefur Holl- ustuverndin veitt undanþágur frá reglunum til að framleiðendur geti selt birgðir sem til voru er reglurnar tóku gildi. Algengast er að á umbúð- ir íslenska smjörlíkisins vanti upp- lýsingar um næringargildi og/eða geymsluþol og geymslustað. SSH Óvenjulegur tillöguflutningur Davíðs Oddssonar í borgarstjórn: Borgarstjórn vill Valgerði Nú stefnir í nýtt stríð um skóla- stjórastöðuna við Ölduselsskóla og kom málið fyrir borgarstjórnarfund í fyrradag með afar sérstæðum hætti. Mörgum þykir það ljóst að sjálf- stæðismenn telji sig hafa tapað orr- ustunni sem hófst þegar Birgir ísl. Gunnarsson fyrrverandi mennta- málaráðherra setti Sjöfn Sigur- björnsdóttur í stöðuna. Þeir vilji nú sigra næstu orrustu og vígbúast því af kappi. Þrír umsækjendur eru nú um stöðuna, sem núverandi mennta- málaráðherra auglýsti lausa á dögun- um. Umsækjendurnir eru Valgerður Selma Guðnadóttir en meirihluti fræðsluráðs hefur mælt með að hún verði næsti skólastjóri Öldusels- skóla, Reynir Daníel Gunnarsson, sem bæði foreldra- og kennarafélag Ölduselsskóla vildi og vill enn fá í starfið, og Auður Stella Þórðardótt- ir. Það þykir líklegt að menntamála- ráðherra muni setja Reyni Daníel í stöðuna og verði það úr er næsta víst að nýtt stríð hefjist og verði þá Davíð Oddsson ráðherranum legið á hálsi fyrir að hafa gengið gegn vilja meirihluta fræðsluráðs, sem eru sjálfstæðis- menn. Til að styrkja enn frekar áróðurs- stöðuna í málinu greip borgarstjóri til þess óvenjulega bragðs á fundi borgarstjórnar í fyrradag að hann flutti tillögu um að borgarstjórn lýsti yfir stuðningi við umsókn Valgerðar Selmu. Sigrún Magnúsdóttir borgarfull- trúi framsóknarmanna mótmælti þessari málsmeðferð þar sem fræðsluráð væri sá aðili sem ætti að fást við mál af þessu tagi fyrir borgarstjórn og væri því afgreiðsla hennar og afskipti af þessu tagi markleysa. Davíð Oddsson fór fram á nafna- kall við atkvæðagreiðslu um tillög- una. Sigrún Magnúsdóttir greiddi ekki atkvæði og sagði að tillöguflutn- ingur af þessu tagi væri óþarfur og óviðeigandi. Þar að auki hefði hún ekkert í höndum til að meta hæfni umsækjenda um stöðuna. Því kysi hún að greiða ekki atkvæði. -sá Sigrún Magnúsdóttir Aukið vinnuálag víða hjá því opinbera eftir að sex vikna verkfalli BHMR er lokið: Taka til hendi eftir verkfall Á mörgum vinnustöðum hins opin- bera lítur út fyrir töluvert aukið vinnuálag á næstu dögum og vikum, vegna uppsafnaðra verk- efna. Meðal þess sem legið hefur niðri er viðamikið starf á sjúkra- húsunum, skólastarf, starfsemi Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðar- ins, þinglýsingar og margt flcira. Á Landspítalanum voru til að mynda fimmtíu starfsmenn í verk- falli, 130 rúm rýmd og ekkert tekið inn af fólki á biðlistum. „Starfs- mennirnir komu allir aftur til starfa í gær og við opnuðum allar þessar deildir aftur. Það var kallaður inn fjöldi sjúklinga. Að vísu er alltaf minni starfsemi á sjúkrahúsunum um helgar þannig að mest verður um að vera á mánudag. En undir- búningur byrjaði í gær af fullum krafti þannig að aðgerðir geti byrj- að strax eftir helgi. Þetta er mikill gleðidagur hjá okkur,“ sagði Vig- dís Magnúsdóttir hjúkrunarfor- stjóri. Ólafur Jensson forstjóri Blóð- bankans sagði þá sextán náttúru- fræðinga sem þar vinna, flest alla, hafa mætt til vinnu í gær. „í næstu viku má búast við að starfsemin fari að komast í eðlilegt horf. En það tengist auðvitað virkni deild- anna sem hafa verið í lamasessi, það er að segja skurðlækninga- deildanna. Nú í júnímánuði líður að sumarfríum og þá verður aftur skerðing á mannahaldi. Það mun mikið reyna á blóðsöfnunardeild- ina á næstu fjórum til sex vikum. Við höfum átt nóg af blóði vegna neyðartilfella í verkfallinu en það verður eflaust gerð talsverð krafa til okkar blóðgjafa," sagði Ólafur. Hjá Rannsóknarstofnun fisk- iðnaðarins voru matvæla- og líf- fræðingar í verkfalli. „Núna erum við að kortleggja stöðuna. Á sum- um deildum hafa safnast upp sýni og er orðið of seint að mæla .■einhver þeirra þannig að nú er verið að yfirfara forgangsröðina. Það er erfitt að gera sér fulla grein fyrir skaðanum sem af þessu hefur hlotist, en verkfallið hefur valdið útflytjendum miklum óþægind- um,“ sagði Grímur Valdimarsson forstjóri Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins í samtali við Tímann. Hann sagði engan vafa leika á því að vinnuálag mundi aukast að mun á næstunni. „Við erum í samstarfi við aðrar stofnan- ir, einkum erlendis og við getum ekki beðið þá um að bíða eftir okkur endalaust. Á sumum sviðum þurfum við því óhjákvæmilega að leggja í aukavinnu og jafnVel auka- mannskap,“ sagði Grímur. . Á. Veðurfræðingar eru komnir til starfa aftur og sömu sögu er að segja af lögfræðingum í þjónustu ríkisins. Hjá borgarfógetaembætt- inu verður nú gengið í að þinglýsa þeim 2500 skjölum sem bárust meðan á verkfallinu stóð, í tímaröð miðað við innlagningu. Áætlað er að það taki um þrjár til fjórar vikur. Skjöl sem berast til þinglýs- ingar eftir verkfallslok, verða tekin í tímaröð á eftir fyrrgreindum skjölum. Skólastarf hefur einnig legið al- gjörlega niðri í framhaldsskólum landsins. Kennarar mættu til vinnu aftur í dag og meirihluti nemenda einnig. Víðast hvar hefur náðst samkomulag um fyrirkomulag prófa og verður þeim sem útskrif- ast á mörgum stöðum nokkurn veginn í sjálfsvald sett hvernig því verður háttað. jkb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.