Tíminn - 20.05.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.05.1989, Blaðsíða 2
GOG r ism OS vjDEbisousJ 2 Tíminn Laugardagur 20. maí 1989 Apótekarar rausnarlegir viö lyfjafræöinga - á kostnaö ríkisins: Lyfjafræðingar fengu 10-15 þús. kr. hækkun „Þetta voru engir kennarasamningar, því það tók samn- inganefndirnar víst ekki nema 2-3 klukkutíma að ljúka þeim,“ sagði einn af launagreiðendum lyfjafræðinga sem nýlega hafa samið með svo þægilegum hætti um 10-15 þús. króna taxtahækkun við undirskrift samnings. Sýnist það nokkuð ríflegt í samanburði lágiaunamanna innan ASÍ t.d. Taxtar lyfjafræðinga voru frá rúm- lega 72 þús.kr. upp í rúmlega 116 þús.kr. fyrir samningana. Eftir undirskrift eru þeir orðnir frá tæp- lega 77 þús.kr. upp í nær 132 þúsund krónur á mánuði, eftir starfsaldri. Tímakaup í dagvinnu er frá 480 til 824 kr. og í yfirvinnu frá 797 upp í 1.369 kr. á tímann. Fyrir apótekara eru þessar ríflegu kauphækkanir hins vegar ekki eins dýrar og ætla mætti. Því þær fara, a.m.k. að hluta, sjálfkrafa beinustu leið inn í lyfjaverðið með hækkun svonefndra afgreiðslugjalda, sem við 2.000 kr. launahækkun apótekarar fá að leggja á lyfin til viðbótar við 68% smásöluálagningu. Örlæti apótekaranna er því ekki síst á kostnað ríkiskassans og skattborg- aranna. Það verða þó tæplega einustu áhrifin sem þessir „kjarasamningar á almenna markaðnum" hafa á ríkis- kassann. Því líklegt er að laun lyfjafræðinga „á almennum mark- aði“ verði meðal þeirra sem tekið verður mið af þegar kemur að þeim samanburði við laun á almenna markaðnum sem ríkið hefur nú sam- ið um við BHMR. Hin nýja launatafla lyfjafræðinga bendir til að samningurinn hafi verið einhverjum sem að henni stóðu nokkurt feimnismál. Því þótt þess sé ekki getið í samningi hefur launa- flokkum allt í einu fjölgað úr 9 upp í 10, sem þýðir 6% hækkun. Sá hluti launahækkunarinnar fæst með því að allir flytjast upp um einn flokk, en hinn lægsti verður óvirkur. Apótekarafélag íslands er aðili að Vinnuveitendasambandi fslands. Tíminn spurði því Þórarinn V. Þór- arinsson hvort VSÍ hefði lagt blessun sína yfir 5-7 sinnum meiri kaup- hækkanir til lyfjafræðinga heldur en VSÍ samdi um við t.d. verkalýð og verslunarmenn. Þórarinn kvaðst ekki hafa séð samninginn og VSÍ þar af leiðandi ekki samþykkt hann, sem er skilyrði þess að samningurinn öðlist fullt gildi. " - HEI Lyfjafræðingar sömdu um verulegar hækkanir umfram það sem almennt var samið um. Ásmundur Stefánsson formaöur ASÍ: Þýðirvæntanlega aukinn launamun Ásmundur Stefánsson og Þórarinn V. Þórarinsson. Þórarinn V. Þórarinsson: Sjálfdæmi um yf irvinnu eftir verkfall einsdæmi „Siðferðilega tel ég það afar ámælisvert að fara fram á, og að verða við því, að greiða hluta kaups til fólks sem verið hefur í verkfalli," sagði Þórarinn V. Þórarinsson fram- kvæmdastjóri VSÍ, í samtali við Tímann, um nýgerðan kjarasamning ríkisins og BHMR. f annan stað kvaðst Þórarinn telja það einsdæmi, að þeim sem staðið hafa í vinnudeilu sé síðan fengið sjálfdæmi um það hversu mikla yfir- vinnu þeir vinni í framhaldi af kjara- deilunni. „Og sínu verst er þó það, að það sjálfdæmi skuli bitna á börn- um,“ sagði Þórarinn. -HEI Ásmundur Stefánsson sagði í sam- tali við Tímann í gær að fljótt á litið væri erfitt að átta sig á því hvað nýgerður samningur BHMR fæli í sér í raun og veru. „Það er æði erfitt fyrir aðra en þá sem tekið hafa þátt í samningagerðinni að átta sig á hvað þær viðmiðanir sem þarna eru settar fram þýða og hvað sú kjara- dómsmeðferð sem er fyrirhuguð fel- ur raunverulega í sér. Þar er ég auðvitað fyrst og fremst að tala um þær hækkanir sem eiga að verða á næsta ári og í framtíðinni. Það mætti ætla af texta samningsins að stefnt sé að því að auka launamismuninn með þvt' að greiða meira fyrir til dæmis stjórnunarábyrgð og lengd menntunar. Slíkt er nokkuð þvert á þá launastefnu sem er í samningum okkar og BSRB, þar sem mjög ákveðið var stefnt að launajöfnun. Nýgerður samningur BHMR myndi, ef rétt er skilið, leiða til aukins launamunar.“ Aðspurður sagði Ásmundur að hvorki væri hægt að svara því játandi eða neitandi hvort samningur BHMR kæmi til með að hafa áhrif á gerð kjarasamninga í lok ársins. „Það verður að koma betur í ljós hvað þetta þýðir í raun áður en farið er að tala um hver áhrifin geti hugsanlega orðið.“ - En hvað með svokallaðar stríðs- skaðabætur sem ríkið féllst á að greiða, þ.á m. laun meðan á verkfall- inu stóð? „Ég sé það nú ekki alveg fyrir mér að það yrði auðvelt að ná slíku fram í samningum okkar megin en það er auðvitað alveg ljóst, að í samningum er frjálst að semja um hvað sem er og ég sé í sjálfu sér ekki ástæðu til að vera með sérstakar yfirlýsingar vegna þessarar launagreiðslu frekar en annarra,“ sagði Ásmundur að lokum. SSH Borgaraflokksfundurinn á fimmtudagskvöldi í Þórskaffi: Helena með kveðju eða stuðningsyfirlýsingu? Á fundi Borgaraflokksins í Þórs- kaffi s.l. fimmtudagskvöld las Ásgeir Hannes Eiríksson upp kveðju frá Helcnu Albertsdóttur við góðar undirtektir fundargesta. Ingi Björn Albertsson hefur tekið fyrir að systir hans hafi sent umrædda kveðju og segir að með þessu hafí fundarmenn verið blekktir. Ingi Björn sagði í samtali við Tímann í gær að hvað þetta mái varðaði væri nærtækast að vísa til ummæla sem Helena sjálf hafði á einni af útvarpsstöðvunum í hádegis- fréttum í gær. Þar hafi Helena sagt að hún hafi einungis sent kveðju til vina sinna sem væru staddir á fundin- um en ekki hafi verið um neinar stuðningsyfirlýsingar eða slíkt að ræða. Jafnframt hafi hún lýst furðu sinni á því að ummæli hennar skyldu túlkuð á þann veg sem gert var á fundinum. Ásgeir Hannes Eiríksson stendur fast á því að Helena hafi sent stuðningsyfirlýsingu á fundinn og hefur Ásgeir sent frá sér eftirfarandi áréttingu: „Helena Albertsdóttir hringdi á fund Borgaraflokksins í Þórskaffi í gærkvöldi og starfsfólk hússins kall- aði mig í símann. Þar tók ég niður á blað kveðju frá Helenu til fundar- gesta og Jón Gunnarsson fram- kvæmdastjóri flokksins hlustaði á samtal okkar og ræddi nokkur orð við Helenu að því loknu. Ég las síðan kveðjuna fyrir fund- argesti á þessum fjölmennasta fundi Borgaraflokksins frá stofnun hans og orðrétt hljóðaði hún svo: „Þó ég sé nú fjarri góðu gamni í kvöld, þá er ég með ykkur í anda. Mér er ekki rótt nema kveðjur mínar berist á þennan fund. Borg- araflokksfólk mun harðna við hverja raun. Kveðja, Helena Albertsdótt- ir.“ Ég læt liggja milli hluta hvernig fólk úti í bæ kýs að meta þessa vinarkveðju og skoðanir þess eru mér áfram að meinalausu." Um áréttingu Ásgeirs sagði Ingi Björn: „Þetta finnst mér vera spurn- ing sem Helena verður að svara. Þetta var auðvitað tveggja manna tal milli þeirra og það er ómögulegt að segja hvor fer með rétt mál en í mínum huga eru það skýringar Hel- enu sem eru hið sanna í þessu máli. Ég tel hana vera miklu trúverðugri persónu en Ásgeir Hannes. „ Ingi Björn var einnig spurður álits á þeim ummælum stjórnar Borgara- flokksins á Akranesi að hann ætti með réttu að víkja af þingi þar sem hann væri ekki lengur fulltrúi Borg- araflokksins. Varðandi þetta sagði Ingi Björn: „Stjórn flokksins á Skaganum er nú ekki fullskipuð þar sem m.a. formaðurinn yfirgafstjórn- ina er klofningurinn varð. En varð- andi þetta mál er auðvitað hlægilegt að varaþingmaðurinn reyni að kom- ast inn á þing eftir þessum lefðum. Helena Albertsdóttir. Við þurfum ekki annað en að líta til þess tíma er Bandalag Jafnaðar- manna klofnaði þá gengu þingmenn þess inn í aðra flokka og sátu þó áfram á þingi, þannig að það eru fordæmi fyrir þessu fyrirkomulagi. Hitt er annað mál að ég fór inn á þing undir ákveðinni stefnu og stefnuskrá og ég starfa ennþá eftir henni en þeir sem enn eru í Borgara- flokknum starfa ekki eftir henni og ættu öllu frekar að víkja en ég.“ SSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.