Tíminn - 20.05.1989, Blaðsíða 19

Tíminn - 20.05.1989, Blaðsíða 19
Laugardagur 20. maí 1989 llllllllllllllllllllllllli MINNING Geirmundur Valtýsson bóndi frá Seli Fæddur 17. janúar 1896 Dáinn 8. maí 1989 Hinn 8. maí s.l. lést Geirmundur Valtýsson afabróðir minn á Borgar- spítalanum 93 ára að aldri. Geir- mundur var fæddur hinn 17. jan. 1896 að Búðarhóli í Austur-Land- eyjum. Hann var sonur hjónanna Guðbjargar Guðmundsdóttur og Valtýs Brandssonar bónda þar. Geirmundur - var næstelstur sex systkina sem voru: Magnús, sem nú er látinn, Karel. Þórhildur, Þuríður og Helga en þau eru öll á lífi og búa í Reykjavík. Ungur fluttist Geirmundur með foreldrum sínum að Seli í Austur- Landeyjum. Það tók hann við búi að föður sínum látnum, bjó fyrst með móður sinni og systkinum en síðan með Þórhildi systur sinni og Karel bróður sínum. Þau systkinin bjuggu að Seli allt til ársins 1972 er þau fluttu til Reykjavíkur en þá hafði Sverrir systursonur Geirmund- ar tekið við búinu þar. Geirmundur stýrði búinu að Seli með miklum myndarskap. Hann var duglegur bóndi, einn af þeim mönn- um sem lagði á sig ómælt erfiði við að yrkja jörðina og kappkostaði að skila sínu verki þannig að til fram- fara mætti horfa fyrir land og þjóð. Ungur átti ég þess kost að kynnast Geirmundi nokkuð þegar ég með móður minni fékk að dvelja nokkrar vikur að sumarlagi að Seli. Þá fann ég hvern mann hann geymdi. Hann var ákveðinn og fastur fyrir, harður af sér til vinnu og ætlaðist til þess sama af öðrum. Hann var þó sann- gjarn og réttsýnn þannig að manni þótti strax vænt um hann og bar ótakmarkað traust til hans. Þrátt fyrir það að Geirmundur væri ákveðinn og fastur fyrir var hann í eðli sínu glaðlyndur maður. Honum þótti gaman að fá gesti að Seli, ekki síst unga gesti, og þú var hann gjarnan hrókur alls fagnaðar, hló oggerði að gamni sínu. Minning- arnar uni heimsóknir mínar að Seli eru mér enn ferskar og Ijúfar, sam- Góður drengur er genginn Guðs á síns fund og vina. Léltur í spori var löngum, langaði til að gefa öllum sem minni máttar mœtti á vegi sínum. Beygði sig niður að barni blíður og huggandi jafnan. í Landeyjum lífsþrótti eyddi lagaði þœr og prýddi, fljólur að finna livar þurfti félagsstörf góð að styrkja. verustundirnar með Geirmundi hafa enn yfir sér ákveðinn ævintýrablæ. Eins og fyrr segir fluttist Geir- mundur ásamt Þórhildi og Karel til Reykjavíkur 1972. Frá þeim tíma bjuggu þau systkinin saman í Ljós- heimum og voru hvert öðru stöð þegar ellin færðist yfir. Hafi verið gott að koma að Seli var ekki síður gott að koma í Ljósheimana. Er gesti bar að garði fylltust þau systkinin gleði og allt var gert til þess að gera gestunum til hæfis. Rætt var um lífið og tilveruna, spurt frétta og skipst ú skoðunum. Þannig leið heimsóknartíminn. Sér- staklega þótti þeim systkinunum, ekki síst Geirmundi, gaman að fá börn í heimsókn. Þá var gjarnan Hugsaði ei um sinn hagnað hetjusmiðurinn viða. Hendurnar sterkar lilýddu huganum frjóum og víðum, hamarinn tíðum handlék hagleik hans sýndu verkin. Hesta liann stríðól við stallinn stormaði á þeim til lœknis fyrir þá sem að þurftu í þraut sér hjálpar að leita. Ljósmóður fljótt hann flutti fumlaus þögull og glaður. Ekkert þó barnið œtti öðlingsmaðurinn sóma. Hjartað var hlýtt í drengnum hláturinn frá því mjúkur einnig í djúpi þess átti angur og sorgin heima. Greiði nú fyrir þér góði gœfumaðurinn heilla öll þín góðverk, er gekkstu á guðsvegum þessarar jarðar. Ingibjörg Björgvinsdóttir Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélrit- aðar. laumast inn í skáp, sótt litabók og litir, leikföng eða eitthvað því um líkt og gefið. Alltaf var nóg til í skápnum. Börnin urðu í senn ánægð og undrandi en um leið fundu þau þá hlýju og manngæsku sem þau systkinin höfðu til að bera. Og mér er sérstaklega minnisstætt hve vel Geirmundi leið er hann fann trúnað- artraust barnanna sem heimsóttu liann í Ljósheimana. Fyrir nokkru tók heilsu Geir- mundar að hraka enda færðist ellin yfir hægt og sígandi. Nú hefur hann lokið hlutverki sínu hér og því hlutverki skilaði hann með sóma. Ég votta eftirlifandi systkinum og ættingjum Geirntundar samúð mína við fráfall hans. Blessuð sé minning lians. Kagnar Óskarsson. Verkstæðissala Hornsófar og sófasett á heildsöluverði. Bólsturverk, Kleppsmýrarvegi 8. Sími 91-36120. Hjartans þakkir til allra sem heimsóttu mig á áttræðis afmælinu þann 21. apríl. Ég þakka innilega fyrir ógleymanlegan dag, sólskin úti og inni. Ég þakka innilega fyrir öll skeytin og kortin og hlýjar kveðjur og gjafir, svo þakka ég fjölskyldu minni fyrir veisluna og allar gjafirnar og bið góðan guð að varðveita ykkur öll. Kristín Eysteinsdóttir, Snóksdal. Magnús Sveinsson kennari Fæddur 6. september 1906 Dáinn 5. maí 1989 Mjög kom það mér á óvart að sjá dánarfregn eina nýlega. Þar stóð, að Magnús Sveinsson, fyrrum kennari, væri látinn. Ég hafði skömmu áður heilsað honum niðri í Lækjargötu, en þar mátti oft sjá hann á seinni árum. Horfinn var af sviði lífsins heiðursmaður, sem engum vildi mein gera. Hann var þar að auki vammlaus maður, orðheldinn og áreiðanlegur. Sagt er að slíkum mönnum fari ört fækkandi og er illt til að vita, ef satt er. Magnús Sveinsson var fæddur á Hvítsstöðum á Mýrum snemma á þessari öld, eins og yfirskrift þessa greinarkorns ber með sér, sonur bændafólks. Foreldrar hans voru Sveinn Helgason og Elísabet Jóns- dóttir. Mörg voru systkini Magnús- ar. Tveir af bræðrum hans urðu kennarar: Jakob og síra Helgi í Hveragerði. Þorsteinn var héraðs- dómslögmaður og Sigurður garð- yrkjufræðingur og garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar. Magnús lagði á menntabraut, líkt og fleiri systkini hans, og stundaði nám á Hvítárbakka 1928-30, í skóla- stjóratíð Lúðvígs Guðmundssonar. Eftir námið á Hvítárbakka lagði Magnús leið sína til Svíaríkis og stundaði nám í lýðháskóla þar, Tárna Folkehögskola, 1931-32. Ekki lét Magnús þar staðar numið í Leiðrétting í minningargrein um Magnús Sveinsson, sem birtist í Tímanum 17. maí s.l. er sagt að á tilteknu æviskeiði hafi hann dvalið á heimili föðursystur sinnar Guðnýjar Níels- dóttur. Þarna er rangt með tengsl þeirra farið, því Guðný var fóstur - systir Magnúsar. Um leið og þetta leiðréttist eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar. gaf út sjálfur og seldi. Magnús ritaði auk þess margar blaðagreinar, með- al annarra um bækur sem ég hafði séð um útgáfu á. Allt var það af skilningi mælt. Magnús var tvíkvæntur. Fyrri konu sína missti hann frá nýfæddri dóttur. Var hún einkabarn Magnús- ar. Aftur kvæntist Magnús ágætri konu, Guðnýju Sveinsdóttur Ijós- móður. Þau var gott heim að sækja. Aðstandendum Magnúsar frá Hvítsstöðum votta ég samúð rnína við fráfall hans. Hvíli hann í friði. Auðunn Bragi Sveinsson frá Refsstöðum. Ég undirritaður þakka hjartanlega börnum mínum, tengdabörnum, Ingu dóttur-dóttur minni og manni hennar, Gunnari, sem heiðruðu mig og héldu mér veislu á 90 ára afmæli mínu 6. maí ’89 og tóku á móti gestum mínum, í tilefni dagsins. Ég þakka öllum, bæði ættingjum og vinum, komuna. Fyrir gjafirnar, blómin, blómakörfurnar, hlý handtök og kvæði. Ég þakka öll heillaskeytin, símtöl og alla vinsemd. Ég þakka starfsfólki í Seljahlíð fyrir heillaóskir og gjöf, einnig vistfólki góðar óskir. Guð blessi ykkur öll. Davíð Sigurðsson, frá Miklaholti. námi, heldur settist hann nú á skóla- bekk í Kennaraskóla íslands, til að ná sér í kennararéttindi við barna- skóla, en hafði árin 1932-34 stundað barnakennslu. Sat því aðeins einn vetur í Kennaraskólanum og útskrif-1 aðist vorið 1935, þá tekinn að nálgast þrítugt. Sést af þessu að Magnús var vel menntaður maður orðinn, bæði af námi hér heima og erlendis. Kennsla varð aðalstarf Magnúsar frá Hvítsstöðum. Hann hætti kennslu árið 1975 og hafði þá kennt í fjóra áratugi. Um fertugt stundaði hann nám í landafræði við Stokk- hólmsháskóla og lauk fyrri hluta prófi þar í þeirri fræðigrein. Einnig stundaði Magnús nám á Norður- löndum í orlofi sínu áratug síðar. Hann var óþreytandi lærdómshest- ur, ef svo má að orði kveða. Magnús ritaði talsvert. Þannig komu þrjár bækur frá hans hendi: Hvítárbakkaskólinn og Mýramanna- þættir. Auk þess kom minningabók eftir hann fyrir síðustu jól, er hann IkSUíl ll&MTOIt @ISEKI ARMULA3 REYKJAVIK SlMI 38900 T.VilCiO TX3I40 Vélar og úrval aukabunaðar og tækja fyrirliggjandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.