Tíminn - 20.05.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 20.05.1989, Blaðsíða 14
14 Tíminn Laugardagur 20. maí 1989 FRÉTTAYFIRLIT TOKYO — Næsti forsætis- ráöherra Japan gæti allt eins orðiö tiltölulega óþekktur ald- inn maður, Toshio Komoto aö nafni, en hann hefur meöal annars sér til frægöar unniö aö vera stjórnaríormaður í skipa- smíðafyrirtæki sem fór á haus- inn. Hann hefur þann kost að tengjast ekki hinu mikla fjár- málahneyksli sem flestir leiötogar stjórnarflokksins virö- ast viöriönir. MOSKVA — Mikhaíl Gor- batsjof æðsti leiðtogi Sovétríkj- anna hyggst hitta að máli sér- staka sendinefnd frá Nagorno- Karabakh til að leita leiöa svo binda megi enda á endalausa kynþáttaólgu i Kákasuslýð- veldum Sovétríkjanna. AMSTERDAM — íranar hafa beöiö Alþjóöadómstólinn að skipa Bandaríkjamönnum aö greiða skaöabætur fyrir aö hafa skotiö niöur írönsku farþ- egaþotuna sem bandarísk freigáta skaut niður yfir Pers- aflóa á síöasta ári. OTTAWA — Frakkar eru reiöubúnir til að veröa sátta- semjari í deilu aöildarríkja Nato, en Mitterand Frakk- landsforseti sem nú er í opin- berri heimsókn í Kanada mun halda þaðan til Bandaríkjanna og hitta George Bush að máli. Mitterand hefur tekiö undir sjónarmiö Bandaríkjamanna um aö ekki skuli ana í viðræöur um takmörkun skammdrægra kjarnavopna í Evrópu aö svo stöddu, en eru sammála Vest- ur-Þjóðverjum um að ekki skuli hefja endurnýjun á skamm- drægum flaugum að sinni. BRUSSEL — Gro Harlem Brundtland forsætisráöherra Noregs sagði á fréttamanna- fundi að Norðmenn myndu hætta hvalveiðum algerlega ef sönnur yröu færðar á aö þær ógnuöu tilvist hvalastofna. UTLÖND llllllllllllll IIIIIIIIIIIIIHII jlllllllllll Corazon Aquino forseti Filipseyja: Marcos skal úthýst lifandi sem dauðum Kínvcrsk stjórnvöld hóta nú mótmælendum fullri hörku eftir að stjórnarnefnd kommúnistaflokksins hafnaði hugmyndum Zhao leiðtoga flokksins um eftirgjöf. Zhao Ziyang leiðtogi kommúnistaflokksins bauðst til að segja af sér á fundi stjórnarnefndar flokksins eftir að sáttatillögur hans voru felldar: Stjómvöld í Kína hóta f ullri hörku Zhao Ziyang leidtogi Kommúnistaflokksins í Kína bauðst til að segja af sér eftir að stjórnarnefnd kínverska kommúnistaflokksins hafn- aði tillögum hans um að koma til móts við kröfur námsmanna og hinna milt- jóna borgara sem krafist hafa aukins frelsis og lýðræðis undanfarnar vikur. Stjórnar- nefndin samþykkti þess í stað að mæta aðgerðunum með fullri hörku. Herliði hefur verið safnað saman utan við Peking og héldu hópar hermanna inn í borgina, en múgur- inn hindraði herflutningabílana í að aka um götur miðborgarinnar. Her- mennirnir höfðu sig þó ekki í frammi. Óljóst er hvort stjórnarnefndin hafi ákveðið að beita hernum gegn mótmælendum um helgina eða hvort hún láti ógnanir nægja. Li Peng forsætisráðherra Kína sagði í gær eftir fund stjórnarnefndarinnar að mótmælunum yrði mætt af fullri hörku. Mótmælafundir og mótmælagöng- ur héldu áfram í gær, en námsmenn þeir sem fastað hafa á Torgi hins himneska friðar í heila viku hættu þó hungurverkfalli sínu, enda af þeim dregið. Eins og áður bauðst Zhao Ziyang leiðtogi Kommúnistaflokksins til að segja af sér, en stjórnarnefnd flokks- ins aftók það. Hins vegarsögðu tveir nánir aðstoðarmenn Zhaos af sér embætti. Corazon Aquino forseti Filipseyja vill ekki að Ferdinand Marcos fyrr- um forseti komi til Filipseyja, hvorki lifandi né dauður. Frá þessu skýrði hún í sérstakri yfirlýsingu í gær eftir að Imeralda kona Ferdinands hafði beðið Corazon „að opna hjarta sitt" og leyfa eiginmanni sínum að koma heim til Filipseyja til að deyja, en hann liggur nú banaleguna á sjúkra- húsi á Hawai. Imeralda bað einnig um að Ferd- inand yrði grafinn á Filipseyjum, en Corazon tók það ekki í mál og segir útför Ferdinands geta orðið kveikjan að ofbeldisöldu á Filipseyjum. Læknar segja að Ferdinand, sem var forseti Filipseyja í 20 ár áður en honum var steypt í byltingu árið 1986, eigi ekki eftir ólifuð nema hæstalagi nokkur dægur og geti í raun hrokkið upp af hvenær sem er. Stjórnvöld á Filipseyjum gera al- veg eins ráð fyrir að stuðningsmenn Ferdinands stofni til illinda er hann deyr og hefur herinn verið settur í viðbragðsstöðu ef neyðarástand skapast eftir dauða Marcosar. Ótti þessi er ekki ástæðulaus því fimm sinnum hafa verið gerðar bylt- ingartilraunir gegn Corazon Aquino frá þvf hún tók við völdum og er Ijóst að í þrjú skipti voru Marcos og stuðningsmenn hans með puttana í málinu. Eþíópía: UPPREISNIN Heföbundið ástand að skapast í stjórnmálum á Ítalíu: Stjórnin sprungin ENDANLEGA BÚIN AÐ VERA Þrettán mánuðir. Svo lengi hékk ríkisstjórn Ciriaco De Mita á Ítalíu saman. De Mita sagði af sér forsætis- ráðherraembættinu í gær eftir að hafa setið undir harðri gagnrýni þingmanna Sósíalistaflokksins, en Sósíalistaflokkurinn var næst stærsti flokkurinn í samsteypustjórn De Mita. Dropinn sem fyllti mælinn hjá De Mita var ræða Benettos Craxis for- manns flokksins í gær, en í henni sagði Craxi að De Mita væri að leiða ríkisstjórnina inn í blindgötu. Craxi sakaði meirihluta Kristilega demó- krataflokksins um að draga fæturna í þeim umbótum sem ríkisstjórnin hugðist gera á stjórnkerfinu á Ítalíu. Kristilegir demókratar, flokkur De Mita, og Sósíalistaflokkurinn hafa átt í hörðum átökum innan ríkisstjórnarinnar undanfarna fjóra rnánuði um efnahagsstefnu ríkis- stjórnarinnar. Því var ljóst að dagar 48. ríkisstjórnar Ítalíu á 45 árum yrðu brátt taldir. Yfirmaður Eþíópíuhers í Eritr- eu féll í átökum við hermenn hliðhollum Mengistu forseta í gær, en hann var einn af forkólfum uppreisnartilraunarinnar í Eþíópíu sem virðist því endanlega runnin út í sandinn í bili. Frá þessu skýrði hin opinbera fréttastofa Eþíópíu. Ekki er enn Ijóst hvort aðrir upp- reisnarmenn í Eritreu halda velli, eða hvort Mengistu hafi náð undir- tökunum um allt land. Hershöfðinginn Demisse Bulto féll í hörðum átökum sem urðu utan við Asmara höfuðstað Eritreu milli hersveita hans sem studdu uppreisnina og hersveita sem holl- ar eru Mengistu. Mengistu forseti flutti útvarps- ávarp í gær þar sem hann skýrði frá því að uppreisn hersins í Asmara hefði verið bæld niður, eins og í Addis Ababa fyrr í vikunni. Fjórir falla á Vesturbakkanum Þrír Palestínumenn og einn ísraelskur hermaður létu lífíð í skotbardaga í bænum Beit Ula á hinum hernumda Vesturbakka í gær. Sjö hermenn særðust í bardaganum sem er sá harðasti sem orðið hefur milli Palestínumanna og ísraelskra hermanna á hernumdu svæðunum frá því uppreisn- in þar hófst fyrir sautján mánuðum. Palestínumennirnir þrír hugðust ganga á mili bols og höfuðs á grunuð- um samstarfsmönnum ísraela í Beit Ula. Ellefu manna herflokkur var sendur í þyrlu um miðnætti til þorps- ins og sló á bardaga eins og áður er greint frá. Palestínumennirnir hófu skothríð að herflokki ísraela og köstuðu að þeim handsprengju. Hermennirnir svöruðu í sömu mynt og hættu ekki fyrr en Palestínu- mennirnir lágu í valnum. - Þessara þriggja manna höfum við leitað í langan tíma, sagði Amran Mitzna yfirmaður herliðs ísraela á Vesturbakkanum. - Þeir hafa haldið íbúum Beit Ula og nágenni í stöðugum ótta. Þetta eru mennirnir sem myrtu Araba í þorpinu vegna þess að hann var grunaður um að vinna með ísrael- um. Þeir hafa einnig ráðist á þá sem ekki hafa hagað sér eftir reglum intifada. Rúmlega fjörutíu Palestínumenn hafa verið myrtir af kynbræðrum sínum vegna þess að þeir voru grunaðir um samstarf við ísraela. í síðasta mánuði voru tíu Palestínu- menn myrtir af þessum sökum. Hernaðaryfirvöld í ísrael segja að Palestínumennirnir þrír sem féllu í bardaganum í Beit Ula hafi verið meðlimir í Fatha hreyfingunni sem er völdugasta hreyfingin innan PLO. Embættismenn PLO í Túnis sögðu eftir bardagann að bann samtakanna við því að beita skotvopnum í barátt- unni gegn ísraelum á hernumdu svæðunum væri enn í gildi þrátt fyrir bardagann í gær. - Það er engin breyting á stefnu PLO hvað varðar notkun skotvopna. PLO hefur ekki hvatt fólk á Vestur- bakkanum og Gazaströndinni til að beita skotvopnum, sagði embættis- maðurinn. - En þetta fólk er í uppreisn og allt getur gerst. Það er alltaf mögu- leiki á þvf að fólk beiti vopnum í reiði sinni, bætti hann við. Skömmu eftir skotbardagann handtóku ísraelskir hermenn tvo helstu andlega leiðtoga palestínskra múslíma á Gazasvæðinu, þá Ahmed Yassin og Dr. Mahmoud al-Zahar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.