Tíminn - 20.05.1989, Blaðsíða 15

Tíminn - 20.05.1989, Blaðsíða 15
Laugardagur 20. maí 1989 Tíminn 15 llllllllllllllllllllllllilll TÓNLIST lllllllllllilllllllllllll Sinfóníutónleikar 11. maí Efnisskrá: Magnús B. Jóhannsson: Punktar Beethoven: Píanókonsert nr. 5 Sjostakóvitsj: Sinfónia nr. 15 „Ég vil heldur hafa nokkur strönd og klárheit á milli, heldur en lutter dunkelheit," hefur Þorvaldur Thor- oddsen eftir sr. Hannesi Árnasyni Lærðaskólakennara. Þessi orð hins ágæta heimspekings komu í hugann þegar Halldór Haraldsson var að spila „keisarakonsert" Beethovens, því hann spilaði af miklum krafti og talsverðum glæsileik á köflum, en fipaðist smávegis nokkrum sinnum. En slíkt gerir ekkert til, og tæki raunar ekki að nefna það nema til að réttlæta tilvitnunina í sr. Hannes. En það er semsagt full ástæða til að gleðjast yfir þessum flutningi Hall- dórs og óska honum til hamingju. Ýmsir helstu píanistar vorir hafa flutt konserta Beethovens í vetur, og var Halldór þeirra síðastur - og konsertinn auk þess talinn mestur konserta skáldsins. Nafnið keisara- konsert er ekki frá Beethoven komið, heldur líklega frá útgefanda hans til að örva söluna, því Beet- hoven hafði einmitt gerst fráhverfur Napóleóni Bónaparte þegar hann krýndi sjálfan sig keisara árið 1801 - en konsertinn var saminn 1809. Tónskáld 20. aldar hafa séð nokkra ögrun í þeim möguleikum sem þau töldu sig sjá í rafeindatækn- inni og þeim vélum sem af henni hafa sprottið segulbandstækjum, hljóðgervlum, mögnurum o.s.frv. Magnús Blöndal Jóhannsson (f. 1925) er vafalítið í allra fremstu röð íslenskra tónskálda og hefur komið víða við á ferli sínum. Punktar fyrir segulband og hljómsveit er tilraun í þessa veru, að nota segulband og „lifandi hljóðfæri“ saman á tónleik- um. Verkið er frá 1961, og enda þót’t mikil hugsun og form og hvaðeina séu í verkinu frá tónlistarfræðilegu sjónarmiði, svo sem lýst er í tón- leikaskrá, þá nær sú hugsun ekki til hlustandans. Tilraunin misheppnast með öðrum orðum, og er ekkert um það að segja að öðru leyti en því, að illu heilli hafa tónskáld almennt ekki lært af því. Síðust og mest á efnisskránni var 15. og síðasta sinfónía Sjostakóvitsj (1906-75), sem hann samdi sumarið 1971. Sjostakóvitsj er talinn mesta Sínfóníuskáld þessarar aldar, ógur- legur snillingur sem átti við ýmislegt mótlæti að etja í viðskiptum sínum við Jósef Stál og félaga. En skáldið hertist af mótlætinu, eða lét a.m.k. aldrei bugast. Fimmtánda sinfónían er e.k. síðasta yfirlýsing til heimsins og heldur drungaleg með köflum, enda óvíst að skáldið hafi séð mikið tilefni til bjartsýni. . Hljómsveitin spilaði vel svosem oftast endranær, en þó má vel vera að þetta sinfóníska stórvirki hefði þurft ennþá meiri æfingu til að ná fullkomnari heildar- svip. Austurríkismaðurinn Alexis Hauser (f. 1947) stjórnaði þessum 15. og næstsíðustu sinfóníutónleik- um vetrarins með góðum árangri og af mikilli kunnáttu. M.a. stjórnaði hann blaðlaust síðari verkunum tveimur, 5. píanókonsert Beet- hovens og 15. sinfóníu Sjostakovitsj, og hafði sig þó mjög í frammi umfram það að slá taktinn, „gaf innkomur" óspart og lét sér annt um styrkleikahlutföll. Sig.Sf. Dráttarvél Óska eftir aö kaupa góða notaða dráttarvél með tvívirkum ámoksturstækjum. Upplýsingar á auglýsingadeild Tímans í síma 686300. Veðursæld Einbýlishús ásamt vænum landskika til sölu á besta stað í Vopnafirði. Mikið áhvílandi. Uppl. í síma 97-31442 og í lögfræðistofu Ásmundar S. Jóhannssonar í síma 96-21721. BBC eigendur Nú er komin á markað ný og fullkomnari ritvinnsla fyrir BBC tölvurnar: RITSNILLD Ritvinnslan er alíslensk og notast við gluggakerfi líkt og tíðkast á ritvinnslum fyrir stærri og dýrari tölvur. Þetta gerir það að verkum að ritvinnslan er afar einföld og .þægileg í notkun. Söluaðili Ritsnilldar er Japis, Brautarholti, og fást þar frekari upplýsingar. BYGGD Á HAGKVÆMNI! Stálgrindahúsin frá Héðni eru þekkt fyrir hag- kvæmni og traust. Þau má sjá víða um land og þjóna þarfjölbreyttri atvinnustarfsemi svo sem: FISKVERKUN, IÐNAÐI, LAGER, FISKELDI,LOÐDÝRARÆKT, einnig sem GRIPAHÚS og HLÖÐUR. Burðarammar úr sandblásnu og ryðvörðu gæðastáli eru afgreiddir í stöðluðum breiddum en lengdir eftir þörfum. Húsin eru klædd með GARÐASTÁLI sem fæst í mismunandi prófílum og fjölbreyttum lit- um. Einnig er hægt að velja mismunandi hurðir. Gréinagóðar teikningar og upplýsingar um boltasetningu ofl. fylgja húsunum. Auðveldar það alla uppsetningu og frágang. Starfsmenn sölu-ög tæknideildar eru ávallt reiðubúnir að veita ráðgjöf og skila kostnaðar- áætlun eða tilboði ef óskað er = HÉÐINN = STÓRÁSI 6, GARÐABÆ SlMAR 52000 OG 54230 (beint innval) Styrkur til háskólanáms í Japan Japönsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til háskólanáms í Japan háskólaárið 1990-91 en til greina kemur að styrktímabil verði framlengt til 1992. Ætlast er til að styrkþegi hafi lokið háskólaprófi eða sé kominn nokkuð áleiðis i háskólanámi. Þar sem kennsla við japanska háskóla fer fram á japönsku er til þess ætlast að styrkþegi leggi stund á japanska tungu um a.m.k. sex mánaða skeið. - Umsóknir um styrkinn, ásamt staðfestum afritum prófskírteina, meðmælum og heilbrigðisvottorði, skulu sendar menntamálaráðu- neytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 20. júní n.k. Séretök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 17. maí 1989. Hefur þu smakkað 9 okkar Kaffibrennsla Akureyrar hf

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.