Tíminn - 20.05.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.05.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 20. maí 1989 Tímiim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Kristinn Finnbogason Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot’ Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og meö 1. mars hækkar: Mánaðaráskrift kr. 900.-, verö í lausasölu 80,- kr. og 100,- kr. um helgar. Áskrift 900,- Grunnverð auglýsinga kr. 595,- pr. dálkséntimeter Póstfax: 68-76-91 Að loknu verkfalli Lokið er sex vikna verkfalli háskólamenntaðra starfsmanna ríkisins. Samningar hafa tekist milli ríkisstjórnarinnar og BHMR sem leysa þessa lang- vinnu kjaradeilu. Svo sem kunnugt er eru yfir 20 félög mismunandi sérgreina aðilar að Bandalagi háskólamenntaðra starfsmanna ríkisins, þar af voru 13 í verkfalli. Þetta víðtæka verkfall hefur eðlilega haft mikil áhrif á starfsemi þeirra stofnana, sem þessar þúsundir sérmenntaðs fólks vinna við. í fréttum og fjölmiðla- umræðu yfirleitt hefur mest borið á áhrifum verk- fallsins á starfsemi framhaldsskólanna. Það er auðvit- að ljóst að skólastarfsemin hlaut að fara úr skorðum við þessar aðstæður. En áhrif þessa verkfalls eru miklu víðtækari en svo að þau hafi einvörðungu snert skólakerfið. Verkfall háskólalærðra manna hefur valdið miklu raski á eðlilegri þjóðfélagsstarfsemi á ótal sviðum. Það hefur lamað dómkerfið og tafið þar nauðsynleg- ar afgreiðslur dóma, úrskurða og vottorða. Það hefur dregið úr þjónustugetu heilbrigðiskerfisins, stöðvað veðurþjónustu, tafið mikilvæga starfsemi á rannsóknarstofnunum, jafnvel þá sem hefur alþjóð- legt gildi á líðandi stund, s.s. hvalarannsóknir og skýrslugerð í því sambandi. Þá hefur verkfallið haft áhrif á slátrun búfjár, að ekki sé minnst á að litlu munaði að eldisfiskur drægist upp af fóðurskorti og ekki væri hægt að sá korni í akra kornræktarbænda, allt fyrir áhrif verkfalls opinberra starfsmanna. Þessi upptalning er spegilmynd af því hversu flókið og margþætt nútíma þjóðfélag er. Ekki vantar það að starfstéttirnar saxa sig niður í smæstu hugsanlegar einingar sem hagsmunasamtök. Samt kemur í ljós að engin þeirra starfar óháð annarri og er ekki til vegna sjálfrar sín, heldur er þjóðfélagið samofin heild allra starfstétta þar sem hver starfs- grein á sitt undir öðrum en ekki sjálfri sér. í þjóðfélagi af þessu tagi fer að vandast málið þegar mönnum er uppálagt að segja með vissu, hvaða starfstétt þjóðfélagsins sé mikilvægust. Hætt er við að fleiri en ein starfsgrein verði til þess að gera kröfu til slíks heiðurs, þegar hver otar sínum tota. Niðurstaðan af þessu verkfalli háskólamenntaðs fólks gerir það brýnna en nokkru sinni fyrr að endurskoða þær reglur sem gilda um launa- og kjaraákvarðanir í landinu. Þótt forustumenn BHMR geti fagnað sigri í þessari deilu eins og hún lá fyrir, þá er lausn deilunnar fjarri því að vera endanleg, jafnvel þótt samningstíminn sé langur, hvorki fyrir samtök háskólalærðra manna né ríkisstjórnina og þaðan af síður fyrir vinnumarkaðinn í heild. Tíminn á eftir að leiða í ljós hver viðbrögð annarra aðila vinnumarkaðarins verða við þessari samningsgerð. Barnaskapur væri að ætla að önnur hagsmunasamtök láti þessa niðurstöðu fram hjá sér fara án þess að kanna að sínu leyti hvað í henni felst. Fljótt á litið verður ekki annað séð en að viðhorf BHMR-forust- unnar gagnvart einkageiranum eigi eftir að kalla á andsvör þaðan um hvernig bera skuli saman kjör launastéttanna. Slík samanburðarfræði er ekki óyggjandi vísindagrein og ekkert einkamál háskóla- lærðra manna. p EIR fjárhagslegu erfið- leikar sem Samband íslenskra samvinnufélaga og mörg kaup- félög hafa átt við að stríða spegla öðrum þræði það þjóðfé- lagslega umrót sem á rætur að rekja til harðrar peningastefnu síðustu ára. Sjálfur grunnur hins félagslega þáttar samvinnu- hreyfingarinnar hefur verið skekinn að rótum og ljóst er að framundan eru skipulagsumbæt- ur innan samvinnuverslunarinn- ar sem taka mið af mjög breytt- um aðstæðum í landinu. Við þessar aðstæður er eðli- legt að samvinnumenn þjappi sér þéttar saman um það skipu- lag, sem gert hefur samvinnu- hreyfinguna að því volduga afli sem hún er og rói á bæði borð við að koma henni upp úr öldu- dalnum. Með sameiginlegu átaki alla tuttugustu öldina hefur samvinnuhreyfingunni tekist að efla framfarir í bæjum og sveit- um allt í kringum landið og bæta stöðugt hag fólksins, enda gætu menn gert sér í hugarlund þann óróa og það skipulagsleysi, sem ríkt hefði ef ekki hefði notið við kjölfestu samvinnuhreyfingar- innar. Innri samvinna Þessar staðreyndir blasa alls staðar við, enda má segja að hvar sem komið er standi bygg- ingar samvinnumanna upp úr sem miðstöðvar athafnalífsins. Tímabundnir erfiðleikar breyta engu um þá staðreynd, að for- ysta athafnalífsins er í höndum samvinnumanna á fjölmörgum stöðum. Rætt hefur verið um leiðir út úr erfiðleikum þeim, sem nú steðja að samvinnufyrirtækjum. Það er ljóst af stöðu mála og einnig vegna sögulegra og fé- lagslegra hefða, að erfiðleikun- um verður best mætt með enn meiri innri samvinnu á öllum sviðum, sem miði að því að draga úr margvíslegum tilkostn- aði. Hugmyndin um sameiningu kaupfélaga er einmitt af þessum rótum sprottin, en sameining kaupfélaga opnar leiðina til enn meiri hagkvæmni, bæði hvað snertir vörugeymslur (lagera) fyrir ákveðin svæði og flutninga- kerfi sem skipuleggja ætti að hætti samvinnustefnu. En ef- laust skiptir þó mestu að komast hjá því að versla með varning, sem liggur lengi í sölu og safnar á sig vöxtum og geymslukostn- aði undir því yfirskyni að veita þurfi alhliða þjónustu. Nauð- synjar eru t.d. annað en tísku- varningur eða varningur sem þéttbýlir staðir geta haft í miklu úrvali. Á síðustu tuttugu árum hafa samgöngur á landi tekið algjör- um stakkaskiptum. Vegir hafa batnað til það mikilla muna að fjarlægðir á milli staða eru næst- um að engu orðnar. Samtímis þessu hefur mikil breyting orðið á bílaeign landsmanna. Einn og hálfur bíll er á hverja fjölskyldu og því er enginn maður bundinn við heimabyggð sína lengur hvað verslun snertir. Þetta hefur komið niður á verslun í dreifbýli í vaxandi mæli. Kaupfélög á smærri stöðum, sem settu metn- að sinn í að veita alhliða þjón- ustu þurfa þess ekki lengur vegna þess að kaupandinn vill alveg eins fara í tvær eða þrjár verslunarferðir á ári til stærri staða, þar sem úrval einstakra vörutegunda hlýtur að vera allt annað, eins og að fara í kaupfé- lagið með öll sín innkaup, eins og venjan var. Með breyttu fyrirkomulagi á afurðasölu hefur þessi breyting orðið enn ljósari. Kaupfélög og landsbyggð Það er við þessar aðstæður sem kaupfélög eru nú að halda aðalfundi sína, þar sem stórum töpum er lýst. Einna óvæntast er kannski tap Kaupfélags Eyfirð- inga, sem kom út með um 50 milljóna króna hagnaði árið 1987, en tapaði um 200 milljón- um árið 1988. Önnur og minni kaupfélög virðast hafa tapað hlutfallslega meira. Skýringin á því er auðvitað ekki einvörð- ungu erfið verslun, þótt hún geri sitt, heldur líka vaxandi þátttaka kaupfélaga í útgerð og fisk- vinnslu, sem allir vita að gengið hefur mjög erfiðlega, enda rekin nær stanslaust með umtalsverðu tapi. Erfiðleikar kaupfélaga eru samtvinnaðir erfiðleikum dreif- býlis. Þótt stöðugt sé reynt að halda uppi rétti dreifbýlis hefur oftar en hitt takist svo til í framkvæmd, að helst lítur út fyrir að verið sé að hjálpa bón- bjargarfólki. Þetta er bæði niðr- andi og ósatt. Hins vegar hefur tekist óheppilega til við ráðgjöf og stefnumótun fyrir dreifbýlið. Nægir í því efni að minna á refabúin sem stofnsett voru til að auka fjölbreytni í landbún- aði. Talið er að það kosti um nítján hundruð krónur að með- altali að koma upp skinni. Mest hafa fengist um þrettán hundruð krónur fyrir skinnið, en nýjasta markaðsverð mun vera um níu hundruð krónur. Þá eru dæmi þess að refabúum hafi verið komið á fót, þar sem mjög erfitt er um alla aðdrætti og fóður þurfi að flytja um tvær heiðar. Slíkur aukakostnaður auðveldar ekki rekstur tapbúsins. Spilavftisstefnan Þótt sagt sé að klárinn leiti þangað sem hann er kvaldastur gera peningarnir það ekki. Sú spilamennska með fjármuni sem tíðkast hefursíðan frjálshyggjan skaut rótum í íslensku efnahags- lífi og okurvextir voru gerðir löglegir, hefur orðið til þess að þeir betur settu hafa byrjað að lifa á peningum einum saman. Áður var talið að peningar væru því aðeins góðir að hægt væri að nota þá til einhverra þarflegra hluta. í ljósi þeirra viðhorfa var komið hér upp þremur ríkis-. bönkum, en tilvist þeirra, og af því þeir voru reknir sem ríkis- bankar, réð úrslitum um vöxt og framgang þjóðfélagsins. Sjónar- miðum þeirra sem vildu prívat og persónulega lifa á peningum var vikið til hliðar, en í staðinn séð til þess að gagnsemi peninga yrði nokkur. Nú um sinn hefur stöðugt verið vegið að hlutverki ríkis- banka og þeir hafa verið neyddir Nýja Sainbandshúsið. til að taka þátt í fjárhættuspili einkafjármagnsins. Um leið og ríkisbönkum er att út í sam- keppni á markaði okurvaxta fer sérlegt hlutverk þeirra í litlu samfélagi dvínandi. En það er við hæfi, að spilavítisstefnan skuli nú leiða til endurtekins tals um að gera eigi ríkisbanka að hlutafélögum. Spilavítisstefnan hefur leitt af sér slæman fjárhag og taprekstur fyrirtækja, vegna þess að þeir sem vilja lifa á peningum einum þurfa að hafa af hverri krónu nokkuð fyrir sinn snúð að viðbættum verðbót- um og vöxtum. Þetta þýðir í reynd, að fjármagnskostnaður fyrirtækja er yfirleitt hærri en launakostnaður. Síðan koma launþegar eðlilega og spyrja hvar þeir peningar lendi sem þeir eigi með réttu að hafa í laun. Svarið er einfalt: Þeir pen- ingar fara í okurvexti. Sam- vinnuverslunin er ein þeirra stofnana, sem greiða verður þessa vexti. Dauðans alvara Ástand þjóðfélagsins er and- stætt öllum rekstri um þessar mundir. Það sorglega við þetta ástand er, að það er til orðið af mannavöldum. Að vísu er satt og rétt að ekki var nægilega séð fyrir því að atvinnureksturinn í landinu almennt væri nógu sjálf- stæður. Bæði hefur verið lenska að láta hann njóta fyrirgreiðslu umfram ágæti eða nauðsyn og svo bjó hann lengi að því, að hér voru vextir það lágir að peninga- vandamál og fjármagnskostnað- ur var ekki til trafala. En það má á milli vera hvort réttmætt er að draga atvinnuvegina til dauða með of miklum fjármagnskostn-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.