Tíminn - 20.05.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.05.1989, Blaðsíða 9
Laugardagur 20. maí 1989 Tíminn 9 Tfmamynd:Am! Bjarna aði, eða hvort þeim er gert skylt að greiða vexti sem viðunandi eru fyrir bankastofnanir. Sam- bandið og kaupfélögin stynja undir ótrúlegum fjármagns- kostnaði eins og aðrir rekstrar- aðilar. Stór hluti þeirrar skulda- söfnunar, sem ársreikningar sýna, er tilkominn vegna fjár- magnskostnaðar. Segja mætti að þetta væri stormur í vatnsglasi ef dauðans alvara væri ekki með í för. Þegar svo er komið, að skuldasöfnun fyrirtækja eins og Sambandsins er orðin mikil, telja einstakir skammsýnir and- stæðingar samvinnuhreyfingar- innar tíma til kominn að hnykkja á vandkvæðunum. Vegna þess að samvinnuhreyf- ingin er að öðrum þræði félags- málahreyfing hefur hún á langri vegferð þurft að glíma við pólit- íska andstæðinga, sem í öðru orðinu láta í ljós áhyggjur t.d. út af skuldum Sambandsins, og segja jafnframt, að skelfilegt yrði það nú fyrir landið, ef illa færi fyrir Sambandinu. Þessar áhyggjur andstæðinga Sam- bandsins breyta þó ekki þeirri staðreynd, að á Alþingi hafa sjálfstæðismenn óskað þess að ríkisendurskoðun kannaði ábyrgðir Sambandsins fyrir skuldum við Landsbankann. Út af fyrir sig væri ekkert að óttast þótt það mál yrði kannað. En ríkisendurskoðun, sem öðrum þræði hegðar sér eins og stefnu- mótandi stofnun, eins og komið hefur fram í fjölmörgum athug- unum hennar, hefur engan að- gang að Landsbanka Islands. Um hann gilda bankalög og þar ríkir bankaleynd. Það þýðir heldur ekki fyrir ríkisendur- skoðun með sinn landsföður- komplex að reyna að komast bakdyramegin inn í Landsbank- ann til að leita að ábyrgðunum með því að nota endurskoðend- ur bankans, vegna þess að þótt endurskoðendur geti gefið upp allt varðandi reikningshald, er ekki hægt að nota þær upplýsing- ar opinberlega vegna banka- leyndar. Þetta vita auðvitað ekki sjálfstæðismenn á Alþingi, enda víst ekki kosnir þangað vegna vitsmunastigsins. Það er þó öllu undarlegra ef ríkisendurskoðun- in telur sig hafna yfir bankalög. Fjórði atvinnuvegurinn Auðvitað er hægt að slá um sig á Alþingi með endalausum kröfum um athugun á ábyrgðum út og suður. Það væri t.d. hægt að krefjast þess að vita hvernig bankaábyrgðum Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsa er hagað og þeirra fyrirtækja, sem þar ráða húsum. En það eitt út af fyrir sig breytir ekki skuldastöðu fyrir- tækja að fá ríkisendurskoðun í landsföðurhlutverkinu til að taka púlsinn á skuldum þeirra. Hér verður að breyta andrúms- lofti og því umhverfi, sem fyrir- tækin starfa í. Það verður líka vegna smæðar þjóðfélagsins að taka mið af peningastefnu, sem byggist á kerfi ríkisbanka. Þeir fátæklegu tilburðir peninga- manna og einkastofnana í fá- mennis þjóðfélagi til að gera peningana sjálfa að fjórða at- vinnuveginum eru alveg út í hött og munu ekki leiða af sér annað en hörmungar. Þetta er nauð- synlegt að fólk geri sér grein fyrir. Það var vegna ríkisbanka, sem tókst með skynsamlegum hætti að komast í gegnum heims- kreppuna 1930-39 og standa að umtalsverðum framförum í okk- ar litla samfélagi. Sundurlyndið núna, kaupstreitan og kjaratal- ið, fjármagnskostnaðurinn og atvinnuleysið á allt rætur að rekja til þeirrar spilavítisstefnu sem erfiðlega gengur að fá af- numda vegna hugmynda hinna „lærðu“ um úrslitagildi pening- anna. Gunnar Gunnarsson Svo bar við að í síðustu viku voru hundrað ár liðin frá fæð- ingu Gunnars Gunnarssonar, rithöfundar. Þess var minnst með ýmsum hætti. Gunnar var mikilvirkur rithöfundur og átti sinn stóra þátt í því að afla íslandi virðingar í hinum stóra heimi. Hann skrifaði fyrri hluta ævinnar bækur sínar á dönsku, en eftir að hann fluttist hingað heim skömmu fyrir stríðsbyrjun byrjaði hann að skrifa á ís- lensku. Bækur hans höfðu þá verið þýddar á íslensku, en þeg- ar leið á ævina fór Gunnar sjálfur yfir þessar þýðingar og þýddi einnig á íslensku það af verkum sínum, sem ekki hafði áður komið út hér á landi. Gunnar Gunnarsson var vin- sæll höfundur með þjóð sinni, þótt aldrei lyti hann að því að skrifa bækur eftir forskrift met- sölunnar. Verk eins og Fjall- kirkjan, Aðventa, Heiðaharmur og Svartfugl bera því órækt vitni hver snillingur hann var. Eftir að Gunnar Gunnarsson kom heim til íslands, fór hann fljótlega að hafa afskipti af menningarmálum, jafnvel á meðan hann bjó nokkuð af- skekkt á Skriðuklaustri í Fljótsdal. Það var árið 1955 sem hann ásamt Bjarna Benedikts- syni stofnaði Almenna bókafé- lagið til að hafa á hendi útgáfu bóka, sem eðlilegt þótti að kæm- ust á prent, bæði innlendar og erlendar, en aðrir útgefendur sáu ekki ástæðu til að sýna áhuga. Almenna bókafélagið hefur stundað mikla bókaútgáfu síðan og reynt eftir megni að fylgja þeim stefnumiðum, sem Gunnar hafði í heiðri. Gunnar var oftar en einu sinni orðaður við Nobelsverðlaun, þótt ekki yrði af því. Athöfn í Viðey Á afmælisdag Gunnars héldu ættingjar hans og forystumenn Almenna bókafélagsins út í Við- ey, þar sem hann var jarðaður ásamt Franziscu konu sinni og Gunnari listmálara syni þeirra. Lögð voru blóm á leiðin og tveir af forystumönnum AB lögðu blómsveig á leiði rithöfundarins. Við þetta tækifæri flutti dr. Jó- hannes Nordal, formaður út- gáfuráðs AB ræðu, þar sem hann minntist kynna af Gunnari og lýsti þýðingu hans og hlut- verki í íslenskri menningarsögu. Ræða dr. Jóhannesar birtist hér í blaðinu í gær, en ástæða er til að rifja upp nokkur atriði úr ræðu hans: „Fyrsta myndin af Gunnari Gunnarssyni, sem geymst hefur í huga mínum, er frá heimsókn að Skriðuklaustri sumarið 1943. Ég hafði lokið stúdentsprófi þá um vorið, en fór síðan með föður mínum í ferð á mikla skógræktarhátíð, sem Hákon Bjarnason hafði efnt til á Hall- ormsstað. Aðrir í þessari för voru Páll ísólfsson, Hermann Jónasson og Helgi Hjörvar, svo það var ekki sviplítill hópurinn, sem heimsótti skáldið að Skriðu- klaustri að skógræktarhátíðinni lokinni. Og engan íslending hef- ur verið höfðinglegra heim að sækja á okkar tímum en Gunnar Gunnarsson, á meðan hann sat að Skriðuklaustri, þar sem hann hafði byggt sér fagurt hús og heimili, sem bar vitni anda og listfengi Gunnars og Franziscu konu hans. Manni fannst nánast kraftaverki næst að koma á slík- an stað í afskekktri sveit, sem enn var skammt á veg komin um lífskjör og ytri menningu.“ Síðar í ræðu sinni sagði dr. Jóhannes: „Það er ekki á mínu færi að leggja mat á lífsstarf Gunnars Gunnarssonar sem skálds né skipa verkum hans í bókmennta- sögulegt samhengi. Mér er hins vegar tamt að hugsa um Gunnar Gunnarsson sem einn í þeim hópi afreksmanna, sem héldu ungir að heiman, nánast beint úr íslenskri sveit, til að brjóta nýjar leiðir í allt öðrum menningar- heimi. Einar Jónsson, Jóhann Sigurjónsson, Ásgrímur Jónsson, Jóhannes Kjarval og Páll ísólfsson fóru ásamt Gunn- ari allir utan á tveimur áratugum og tókst öllum að skapa stór- kostleg listaverk, þar sem saman sló þeirra eigin sterku íslensku menningararfleifð og straumum heimslistar þess tíma. Allir urðu þeir, hver á sínu sviði, tíma- mótamenn í íslenskri menning- arsögu." Fagurt veður var í Viðey þennan dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.