Tíminn - 20.05.1989, Blaðsíða 11

Tíminn - 20.05.1989, Blaðsíða 11
Laugardagur 20. maí 1989 Tíminn 11 lllllllllllllll VETTVANGUR Páll Pétursson alþingismaður: „Ýmislegt mætti betur fara í starfsháttum Alþingis(( Útdráttur úr framsöguræðu með frumvarpi til breytinga á stjórnskipunarlögum. Frumvarp þetta er flutt í því skyni að unnt sé að breyta þing- sköpum Alþingis og er takmarkað við þær greinar stjórnarskrár er Alþingi varða. Ekki er fjallað um aðra þætti stjórnskipunar, enda nefnd undir forystu Matthíasar Bjarnasonar að störfum um heild- arendurskoðun stjórnarskrárinn- ar. Með engu móti má líta á þennan málflutning sem vantraust á starf nefndar Matthíasar Bjarna- sonar, ég ber hið mesta traust til nefndarinnar, en verksvið hennar er vítt og óvíst hvenær hún lýkur störfum. Það er hins vegar brýnt að breyta nokkrum atriðum þing- skapa. Alþingi er elsta og virðulegasta stofnun þjóðarinnar og starfshættir hér eru að mörgu leyti til fyrir- myndar. Þó er unnt að bæta margt og því er það tímabært að kanna hvort ekki geti tekist samstaða um það meðal þingmanna. Ég hef nú í meira en áratug bent á ýmislegt sem betur mætti fara í starfsháttum stofnunarinnar,ég hef fundið hljómgrunn fyrir breytingahug- myndum mínum og ég hef tekið til greina ýmsar ábendingar annarra. Mér er ljóst að ýmis atriði sem hér eru ekki tekin fram gætu átt rétt á sér og kæmu þau þá til athugunar í umfjöllun Alþingis um frumvarp- ið. Megintilgangur þessa málatil- búnaðar er að styrkja stöðu AI- þingis, gera starfsemi þess skilvirk- ari, málsmeðferð vandaðri og auka afl þess til að fylgjast með þvt' að ákvarðanir þingsins komist í framkvæmd. 1 öðru lagi skapar frumvarpið gleggri skil á milli lög- gjafarvalds og framkvæmdavalds. Alþingi verði ein málstofa Lagt er til að deildaskipting Alþingis verði afnumin og það starfi í einni málstofu. Rökin fyrir slíkri breytingu eru margvísleg og verða hér aðeins tínd til þau helstu. Alþingi hefur síðan 1934, er hið eldra landskjör var aflagt, verið kosið sem ein heild. Eðlilegt verð- ur að teljast að þing sem kosið er sem ein heild starfi í einni mál- stofu. Núverandi deildaskipting er einungis arfur frá þeim tíma er skipting þingsins helgaðist af því að valið var á milli deildanna á mismunandi hátt, fyrst með kon- ungskjöri 1874-1915 og síðan með landskjöri 1915-1934. Sögulegar forsendur deildaskiptingarinnar eru nú horfnar og enginn munur verið í langan tíma á kjöri til deildanna. Er því eðlilegt að stíga það skref sem margir vildu taka 1934, og gera Alþingi að einni málstofu. Ein málstofa mundi skapa meiri festu í störfum Alþingis. Deilda- skiptingin hefur oftlega leitt til þess að ríkisstjórnir, sem notið hafa stuðnings meirihluta þing- manna, hafa átt erfitt með að gegna hlutverki sínu vegna þess að þær hafa ekki haft tilskilinn meiri- hluta í báðum deildum. Færa má rök að því að deildaskiptingin sé í andstöðu við þá viðurkenndu grundvallarreglu í lýðræðislegum stjórnkerfum að meiri hlutinn ráði úrslitum mála. 1 einni málstofu nægði ríkisstjórn einfaldur meiri hluti, eða stuðningur 32 þing- manna, í stað 33 hið minnsta eins og þarf til að hafa meirihluta í báðum deildum. Vandinn getur þó verið meiri en þessar tölur sýna, og sú staða getur, og hefur skapast, að ríkisstjórn njóti stuðnings fleiri en 33 þingmanna en hafi samt ekki meirihluta í annarri hvorri þing- deildinni. Tvískiptingin hefur oft- lega orðið til þess að veikja ríkis- stjómir og gera þær óstarfhæfar. Fastanefndum þingsins fækkar Með einni málstofu er hægt að endurbæta starf nefnda Alþingis. Fastanefndum mætti fækka úr 23 í 12, auk stjórnsýslunefndarinnar sem gerð er tillaga um að koma á fót. Slík fækkun þýddi að hver þingmaður gæti rækt nefndaskyld- ur sínar mun betur en nú er mögulegt. Nú þurfa sumir þing- menn að sitja í allt að sex nefndum og því er mjög algengt á háanna- tíma þingsins að fundir í nefndum rekist á. Ein málstofa gerir þá kröfu á hendur nefndamönnum að þeir athugi mál gaumgæfilega og til fulls, þar sem ekki er um það að ræða að hægt verði að koma við breytingum á frumvarpi í síðari nefnd eins og nú er. Eitthvað hefur borið á því, ekki síst þegar nefnda- menn eru undir þrýstingi um að hraða afgreiðslu mála, að þeir afgreiði mál úr nefnd án þess að hafa athugað þau eins vel og margir þeirra hefðu viljað og treysti þá á að síðari nefnd muni „lagfæra" þau atriði sem þeim í fyrri nefndinni kynni að hafa yfirsést. Oft er hér um mikla sjálfsblekkingu að ræða því að sjaldnast hefur síðari nefnd mikinn tíma til að athuga mál. Tvískiptingin hefur því að dómi margra þingmanna stundum skap- að visst „kæruleysi", eða „aga- leysi“ í nefndastörfum. Telja má víst að ein málstofa muni einfalda alla málsmeðferð á Alþingi líkt og gerðist í Danmörku 1953 og í Svíþjóð 1971 þegar deildaskiptingin var afnumin í þjóðþingum þessara ríkja. Máls- meðferð mundi ganga öllu hraðar en áður en jafnframt ætti að vera tryggt að málsmeðferðin verði vandaðri. í einni málstofu mun tími ráðherra nýtast betur en áður þar sem þeir þurfa þá ekki lengur að taka þátt í umræðum um sín mál í tveim deildum. Þá er það þing- flokkum mikið hagræði að einstak- ir þingmenn fái tækifæri til að sérhæfa sig í einstökum málaflokk- um. Umf jöllun um mál fer fram í fyrri deild Rök þeirra, er vilja viðhalda óbreyttri deildaskiptingu, hafa einkum verið þau að núverandi kerfi tryggi betri umfjöllun um löggjöf en möguleg er í einni málstofu. Frumvarp þarf nú að fara í gegnum þrjár umræður og nefndarumfjöllun í tveim deildum og telja sumir að það fyrirbyggi vanhugsaðar ákvarðanir og auð- veldi þingmönnum að íhuga breyt- ingartillögur við frumvarp vand- lega. Athuganir, sem gerðar hafa verið á störfum Alþingis, benda þó ekki til að þessi rök séu mjög sterk. í reynd er það svo að umfjöllun um frumvarp fer fyrst og fremst fram í fyrri þingdeildinni. Þegar mál kem- ur til seinni deildarinnar er yfirleitt ekki um að ræða sambærilega at- hugun og þá er fór fram í fyrri deildinni. Þegar mál kemur til seinni deildarinnar reiða þingmenn sig yfirleitt á að frumvarpið hafi fengið nákvæma athugun í fyrri deild og því síður þörf á eins nákvæmri athugun í seinni deild- inni. Það er líka staðreynd að oft er ekki mikill tími til að ræða mál í seinni deildinni, því að alloft eru stjórnarfrumvörp lögð fram með það litlum fyrirvara að þegar fyrri deildin er búin að ræða málið er lítill tími fyrir seinni deildina til að fjalla um það. Þar sem athugun á frumvörpum fer fyrst og fremst fram í fyrri þingdeildinni, má með nokkrum sanni segja að þrátt fyrir deildaskiptingu þingsins fari athug- un á löggjafarmálum nú fram líkt og Alþingi starfi í einni deild en ekki tveimur. Stjórnsýslunefnd í stað fastanefnda Önnur meginbreyting frum- varpsins felst í því að lagt er til að komið verði á fót sérstakri stjórn- sýslunefnd til að rannsaka mikil- væg mál er almenning varða. Ætl- unin er að þessi nefnd, ásamt fjárveitinganefnd og ríkisendur- Fyrri hluti skoðun sinni einkum eftirliti þings- ins með störfum stjórnvalda. í því skyni er henni veitt vald til að rannsaka mál að eigin frumkvæði, en jafnframt getur Alþingi falið henni að rannsaka tiltekin mál. Nefndinni er í störfum sínum veitt sams konar vald og rannsóknar- nefndir þingsins hafa nú og falla þær því niður. Starfsemi stjórnsýslunefndar verður ekki bara bundin við eftirlit með opinberum aðilurn heldur get- ur hún tekið fyrir öll þau mál er hún telur að geti varðað hagsmuni almennings, þ.e. hún hefur rétt til að heimta skýrslur, munnlegar og skriflegar, af opinberum stofnun- um, starfsmönnum, einstökum samtökum eða fyrirtækjum og ein- staklingum. Ég legg mjög ríka áherslu á að þessi nefnd beiti sér af hófsemi. Hún má ekki starfa fyrir opnum tjöldum og trúnaðarskylda verður að hvíla á nefndarmönnum. Réttur til útgáfu bráðabirgðalaga þrengdur Þriðja meginbreyting frum- varpsins felur í sér að ríkisstjórn er veitt meira aðhald um útgáfu bráðabirgðalaga en nú er. Er í þessu frumvarpi að mestu byggt á tillögu stjórnarskrárnefndar frá því í janúar 1983. Nýmæli er í fyrsta lagi að bráðabirgðalög skulu ætíð lögð fyrir Alþingi í upphafi þings. Felst veruleg takmörkun í því ákvæði að hafi Alþingi ekki sam- þykkt bráðábirgðalögin einum mánuði eftir þingsetningu falla þau úr gildi. Vegna þessara þröngu tímatakmarkana á staðfestingu bráðabirgðalaganna, svo og til þess að ríkisstjórnir neyðist ekki til þess að beita bráðabirgðalagasetningu af ótta við tafir í þinginu, er nauðsynlegt að setja í þingsköp ákvæði er tryggi að ríkisstjórn geti með skjótum hætti komið í gegnum þingið „brýnum málum“ sem ekki þola neina bið. Er því gerð tillaga um slíkt ákvæði og með því er jafnframt vonast til að dragi úr tilhneigingu ríkisstjórna til að gera viðamiklar ráðstafanir með bráða- birgðalögum og án formlegs at- beina Alþingis. Þá er í frumvarpinu það nýmæli að ef á annað borð þarf að grípa til útgáfu bráðabirgðalaga skal kynna viðkomandi þingnefnd efni þeirra áður en þau eru sett. Stjórnarandstaðan fær þannig tækifæri til að taka afstöðu til laganna fyrir gildistöku þeirca. Alþingi ákveði aukafjárveitingar Fjórða meginbreytingin varðar aukafjárveitingar. Úpphafleg ætl- un stjórnarskrárgjafans, með því að heimila greiðslu úr ríkissjóði umfram heimildir fjárlaga, hefur ugglaust verið sú að heimildar til fjárveitingar væri aflað fyrir fram hverju sinni. Framkvæmdin hefur orðið önnur, fjárlög eru jafnan samþykkt eftir á, og eru þá teknar upp í þau fjárveitingar ríkisstjórn- arinnar á liðnu fjárhagstímabili umfram fjárlagaheimildir. í frum- varpi þessu er kveðið á um að Alþingi geti sett almennar reglur um umframgreiðslur á fjárhagsár- inu, en jafnan skuli leitað sam- þykkis þess fyrir slíkum greiðslum í fjáraukalögum. í þingsköpum er svo kveðið á um skyldu ríkisstjórn- ar til að bera undir fjárveitingar- nefnd fyrirhugaðar aukafjárveit- ingar, jafnt milli þinga sem á þingtíma. Ekki er tiltækilegt að banna algerlega aukafjárveitingar, en með því fyrirkomulagi sem hér er lagt til er fengin trygging fyrir því að löggjafarvaldinu sé kunnugt um fyrirætlanir um aukafjárveitingar og líkur leiddar til þess að þær njóti meirihlutastuðnings á Alþingi. Fimmta meginbreytingin er að þingmaður, sem skipaður er ráð- herra, skal láta af þingmennsku meðan hann gegnir ráðherrastörf- um, en varamaður hans taka sæti á Alþingi þann tíma sem hann er. Þó að ráðherra láti af þingmennsku mundi hann hafa ýmsar skyldur gagnvart Alþingi, t.d. taka þátt í starfi þingflokkanna eins og verið hefur, svara fyrirspurnum, ntæla fyrir þingmálum ríkisstjórnar og taka þátt í umræðum um mál eftir því sem hann hefði hug á. Hann hefði fullt málfrelsi þótt liann ætti ekki atkvæðisrétt á þinginu. Ég tel mjög æskilegt að sú venja haldist að ráðherrar veljist úr hópi þing- manna. Meginrökin fyrir þessari breyt- ingu eru: Að sköpuð eru gleggri skil en nú er á milli þeirra sem fara með löggjafarvald og þeirra sem fara með framkvæmdavald. I öðru lagi getur slíkt fyrirkomulag styrkt Alþingi gagnvart framkvæmda- valdinu, því ráðherrar hafa ekki nema að takmörkuðu leyti tækifæri til að sinna eiginlegum þingstörf- um. I þriðja lagi mun þessi breyting verða til mikils hagræðis fyrir ráð- herrana því að með nokkrum rétti má segja að þingsetan sé ráðherr- um nokkur byrði. Sveigjanlegri starfstími Alþingis Sjötta meginbreytingin, sem felst í frumvarpinu, er sú að þegar ný ríkisstjórn er mynduð milli þinga skuli þingið kvatt saman innan þriggja vikna frá skipunar- degi stjórnarinnar. Rökin fyrir þessari breytingu eru m.a. þau að það sé óeðlilegt að það líði t.d. nær fimm mánuðir frá kosningum í maí og þar til þing kemur saman í október. Réttast er þegar ríkis- stjórn hefur verið mynduð, að hún kynni þinginu stefnu sína og þá sé mögulegt að láta reyna á hvort stefna hennar njóti stuðnings þingsins. Þá gæti ríkisstjórn einnig lagt fyrir þingið þau mál sem brýnast væri að fá afgreidd. Æskilegt er að starfstími Alþing- is verði sveigjanlegri en nú er, þannig að væru mikilvæg mál á döfinni gæti þingið komið saman og fjallað um þau en síðan væri þinghlé ef ekki væri aðkallandi löggjafarstörfum að sinna. Lagt er til að frestur sá er líða má frá þingrofi til kosninga verði styttur úr tveimur mánuðum í 45 daga og að frá þingrofi til samkomudags Alþingis líði hið mesta fjórir mán- uðir í stað átta nú.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.