Tíminn - 20.05.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.05.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 20. maí 1989 LBfSMES GRÓÐURHÚSIN ERU KOMIN Vönduð álhús m/3 mm. gróðurhúsa- gleri eða 4 mm tvö- földu ylplasti. Stærðir: 6,6 ferm. 256x256 cm. 8,2 ferm. 256x320 cm. 9,8 ferm. 256x382 cm. SINDRAÆlSTÁLHF IÐNSKÓUNNI REYKJAVlK Til aö Ijúka þeirri kennslu, sem féll niður í verkfalli H.Í.K., hefst kennsla samkvæmt stundaskrá mánudaginn 22. maí. Kennt verður í tvær vikur. Þriðjudaginn 23. maí hefjast vorannarpróf sam- kvæmt nýrri próftöflu. Þeim nemendum, sem þess óska, verður gefinn kostur á að Ijúka vorönn í ágústmánuði með þátttöku í námskeiði og/eða prófum til að Ijúka námi á vorönn. Fundur verður með nemendum kl. 18.00 á mánu- dag. Iðnskólinn í Reykjavík Niðjamót Fyrirhugað er að halda niðjamót Guðbjargar og Árna sem bjuggu á Bæ á Bæjanesi í V.-Barða- strandarsýslu um og eftir 1850. Til að kanna áhugann er fólk vinsamlegast beðið að hafa samband við Ólínu í síma 98-34324, Kristjönu í síma 98-34165 og Sigurð í síma 91-76697. Röskur strákur 16 ára, óskar eftir að komast í sveit í sumar. Er vanur öllum sveitastörfum. Upplýsingar í síma 91-78914. Sveit 14 ára stelpa og 12 ára strákur óska eftir að komast í sveit. Eru vön. Upplýsingar í síma 91-73361. ■ I ' '-f : W§L i v p* 1 ? \n L 4|fi W'mmwÆ - ' f f ^ J| líÍlÖÍl&v*' 1 Sfir 1 Framkvæmdastjóri Menningarsjóðs, Einar Laxness og varaform. menntamálaráðs, Ásiaug Brynjólfsdóttir sjást hér ásamt nokkrum styrkþeganna. Tímamynd Arnl Bjama Styrkjum úthlutað úr Menningarsjóði Menningarsjóður hefur veitt 11 styrki til listamanna, þar af 8 dvalarstyrki að upphæð 110 þúsund kr. hvern og þrjá styrki til útgáfu tónverka að upphæð samtals 160 þúsund kr. Það var Áslaug Brynjólfsdóttir varaform. menntamálaráðs sem af- henti styrkina og sagði við það tækifæri að fjölmargar umsóknir hafi borist um styrkina og valið því verið erfitt. Hún kvaðst vonast til að þessi viðurkenning yrði styrkþegunum til uppörvunar og yki hjá þeim sköpun- argleði þeirra og ímyndunarafl og vitnaði í framhaldi af því til Þórbergs Þórðarsonar þar sem hann segir: „Megnið af volæði veraldarinnar stafar af skorti á ímyndunarafli." Eftirfarandi aðilar fengu dvalar- styrki: Auður Bjarnadóttir, til að kynna sér klassískan ballet í London. Guðjón Petersen til að kynna sér þýsk leikhús og leikstjórn. Grétar Reynisson, til að kynna sér leikmyndagerð í Lubeck. Kolbrún S. Kjarval, til að vinna að leirmuna- gerð í Bandaríkjunum. Mist Þor- kelsdóttir til að vinna að tónsmíðum í Bandaríkjunum. Sigurður A. Magnússon, til að afla sér gagna á söfnum í Stokkhólmi og Kaup- mannahöfn. Sigurjón Birgir Sigurðs- son (Sjón), til að afla sér gagna á söfnum í Hollandi vegna skáldverks. Tónlistarstyrkina hlutu hins vegar þessir: Gísli Magnússon, fær 50.000 til útgáfu á hljómplötu með píanó- leik. Mótettukór Hallgrímskirkju fær 60.000 kr. til útgáfu hljómdisks með íslenskri kirkjutónlist. Tónlist- arfélag Kristskirkju fær 50.000 kr til útgáfu hljómdiska með íslenskri flautu- og sembaltónlist. - BG Kennarar, hjúkkur og iðnaðarmenn sprengdu húsnæðislánakerfið: Nær 30% allra umsókna frá menntamillihópum Fjórðungur (25%) allra fjölskyldna sem teljast til mennta- millihópa (aðallega kennslu- og heilbrigðisstéttir) sóttu um lán frá Húsnæðisstofnun á innan við tveim árum, þ.e. frá haustinu 1986 til sumarsins 1988, ef marka má húsnæðiskönn- un Félagsvísindastofnunar. Um 29% allra sem sótt höfðu um lán í fyrrasumar tilheyrðu þessum stéttum. Miðað við 15.000 lánsum- sóknir sem þá höfðu borist hafa til Húsnæðisstofnunar hafa því um 4.350 verið frá þessum hópi. Það eru fleiri umsóknir heldur en samtals frá verkamönnum, verslunarmönnum, sjómönnum og bændum. Þar til viðbótar kváðust 13% menntamilli- hópsins ætla að sækja um lán á næstu tveim árum. Gangi það eftir eru nær 4 af hverjum 10 í þessum hópi í íbúðakaupahugleiðingum. Úr gögnum húsnæðiskönnunar sinnar vann Félagsvísindastofnun nákvæmari úttekt fyrir félagsmála- ráðuneytið í því skyni að fá betri mynd af þeim þúsundum manna sem sótt hafa um lán Húsnæðisstofnunar (eftir september 1986) eða hyggðist gera það á næstu tveimur árum (1989-90). Hópnum er m.a. raðað niður í stéttir þar sem miðað er við starf eiginmannsins ef um hjón/par er að ræða. Athygli vekur hve þessi „millihóp- ur“ sker sig úr þegar litið er á hlutfall hverrar stéttar sem þegar hafði sótt um lán. Og á hinn bóginn hve hlutfallslega fáar umsóknir voru frá fjölskyldum/einstaklingum í hópi verkamanna og verslunar-og skrif- stofumanna. Hlutfall hverrar stéttar sem sótt hafði um lán er sem hér segir: Millihópar 25% Stjórnendur/sérfr. 15% Iðnaðarmenn 13% Sjómenn/bændur 11% Verkafólk 7% Afgr./skrifstofuf. 6% Húsm./lífeyr.þ./nemar 3% Meðaltal allra 12% Sé gengið út frá að þær u.þ.b. 15.000 lánsumsóknir sem Húsnæðis- stofnun höfðu borist þegar könnunin var gerð skiptist eins og niðurstöður hennar benda til hefur fjöldi um- sókna frá hverjum hópi verið sem hér segir: Fjöldi umsókna eftir stéttum: Millihópar 4.350 Iðnaðarmenn 3.750 Stjórn./sérfræðingar 2.550 Verkafólk 1.760 Sjómenn/bændur 1.430 Afgreiðslu/skrifst. f. 970 Húsm./lífeyrþ./nemar 190 Umsóknir alls: 15.000 Þess má geta að í könnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir tveim árum kom m.a. fram að um 80% svarenda úr hópi iðnaðar- manna, kennslu- og heilbrigðisstétta og sjómanna bjuggu í eigin íbúðum, frá 85-90% sérfræðinga, stjórnenda, bænda og atvinnurekenda. Hlutfall verslunarfólks í eigin húsnæði var hins vegar 72% og verkafólks aðeins 64%. Þegar kemur að þeim 14% þjóðar- innar sem sögðust ætla að sækja um lán á næstunni verður skiptingin milli stétta hins vegar mun jafnari. Þó vekur athygli, að um 6-7 sinnum fleiri ætla að sækja um heldur en þegar höfðu gert það úr hópi hús- mæðra/lífeyrisþega/nema. Hlutfall væntanlegra umsækjenda úr hópi verslunar/skrifstofufólks er líka hátt, öfugt við hlutfall raunverulegra um- sækjenda. Af öðrum hópum voru það 11-16% sem ætluðu að senda inn lánsumsókn. Ef litið er á samanlagt hlutfall þeirra sem sótt höfðu um og ætluðu að sækja um á næstu tveimur árum eru það á bilinu 22-27% í hverri stétt sem eru í íbúðakaupa eða byggingar- hugleiðingum, að millimenntahópn- um undanskildum. Af þeim ætluðu 11% að senda inn umsókn til viðbót- ar þeim 25% hópsins sem þegar höfðu gert það, þ.e. samtals 38% af öllum þeim sem teljast til þessarar stéttar. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.