Tíminn - 05.12.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.12.1992, Blaðsíða 7
Laugardagur 5. desember 1992 Ttminn 7 Kristín Á. Guðmundsdóttir formaöur Sjúkraliðafélags Islands. vmamyndArni B]arna. sem átti að fá viðsemjendur okkar til að fallast á gegn því að við hæfum vinnu aftur. En sjúkraliðar ætluðu ekki til vinnu nema hafa eitthvað fast í hendi af hálfu ríkisins. Það var síðan eftir fundinn með sáttasemjara sem sam- þykkt var einróma að hefja vinnu aftur, einvörðungu á grundvelli trausts á forystu fé- lagsins. Mitt höfuð er því eigin- lega sett að veði fyrir árangri. Hvernig túlkarðu ummæli fjármálaráðherra á alþingi? Voru þau vísvitandi ógnun? — Ég held að þau hafi að vissu marki verið sett fram til þess að reyna að hræða sjúkra- liða. Það tókst hins vegar ekki heldur stappaði það þvert á móti í þá stálinu. Hver er saga sjúkraliðastéttar- innar? — Kennsla sjúkraliða hófst árið 1966 og námið var í fyrstu þrír mánuðir en er nú þrjú ár á framhaldsskólastigi. Lengst af unnu sjúkraliðar undir stjórn og á ábyrgð hjúkrunarfræðinga og hafa störf þeirra skarast að nokkru alla tíð. Nýlega var lög- um um sjúkraliða breytt á þann veg að sjúkraliði ber sjálfur ábyrgð á störfum sínum gagn- vart sínum yfirmanni hvort sem hann er hjúkrunarfræð- ingur, læknir eða annars konar sérfræðingur. Frá 1966 hefur nám beggja stétta breyst verulega og því eðlilegt að starfsvettvangur sjúkraliða sé endurskoðaður í ljósi þess. Við leggjum mikla áherslu á slfka endurskoðun enda hefur það ekki verið gert af nægjanlegri alvöru hingað til að mínu mati. Menntun sjúkra- liða er nú mjög vannýtt inni á sjúkrastofnunum, innan hjúkr- unarsviðsins, sem nú orðið er sjálfstætt sérsvið og sérfræði- grein innan heilbrigðiskerfisins og heyrir ekki undir lækninga- sviðið. Svífa sjúkraliðar þá í lausu lofti milli hjúkrunarsviðs og lækningasviðs og hafa hjúkrun- arfræðingar fengið annað hlut- verk en að hjúkra og annast um sjúkt fólk? — Hjúkrunarfræðingar sinna vissulega sjúklingum en hafa í vaxandi mæli gengið inn í stjórnunarstörf sem er eðlilegt framhald af námi þeirra eins og það er nú. öll stjórnun á hjúkr- unarsviði hefur aukist gríðar- lega mikið, kannski vegna þess að sérhæfing hefur aukist veru- lega. Iframhaldi af því hefur land- læknir nýlega lagt fram hug- myndir sínar um sérgreint framhaldsnám fyrir sjúkraliða og horfir í þeim efnum vafalítið til framtíðar: Hjúkrunarnám er orðið mjög langt nám og ef nauðsynlegt verður að sér- mennta fólk í ýmis störf á sjúkrahúsum sem krefjast ekki jafn umfangsmikils grunnnáms eins og hjúkrunarnámsins, þá hljóta hugmyndir landlæknis að koma sterklega til álita og mjög eðlilegt að horfa til sjúkraliðanna. Þar sem hjúkr- unarnám er orðið langt há- skólanám er sýnt að á næstu árum verður síst minni skortur á hjúkrunarfólki en verið hefur undanfarið. Því hlýtur að þurfa að huga rækilega að því hvert starfssvið sjúkraliða skuli vera í framtíðinni. Þá er þess að gæta að ásókn í sjúkraliðanám hefur aukist stöðugt undanfarið og mjög stórir hópar eru að út- skrifast um þessar mundir. Það hlýtur að þurfa að huga að því hvernig þeir verði nýttir sem best. Er einhver togstreita í gangi milli hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða? — Því miður er alltof mikið um að togstreita sé milli þess- ara starfsstétta þótt þær hafi vissulega reynt að koma til móts hvor við aðra og ég efast ekki um að rígurinn muni enn minnka á næstu árum. Þarf þá ekki stöðugt að skil- greina starfssvið hvorrar stéttar um sig? — Starfssvið hvorugrar stétt- arinnar hefur verið skilgreint. Báðar eru menntaðar á hjúkr- unarsviði til hjúkrunarstarfa og síðan gefur það auga leið að sú sem hefur meiri menntun hlýt- ur að vera stjórnunaraðili en störfin skarast verulega. En því er ekki að leyna að við höfum verið ósátt við ýmislegt í starfsskiptingunni að undan- förnu. Þar má nefna að á þessu ári útskrifuðust nokkrir sjúkra- liðar úr framhaldsnámi í hand- læknishjúkrun og í ljós hefur komið að nám þeirra er alls ekkert nýtt á vinnustöðum þeirra. Hvað kemur í veg fyrir að sér- nám þeirra nýtist? — Svo virðist vera að hjúkr- unarfræðingar hafi ekki áttað sig á í hverju þetta nám er fólg- ið og að þeir treysti því ekki fullkomlega að sjúkraliðarnir geti leyst af hendi þau störf sem þarna er um að ræða. Við hljótum að þurfa að athuga þessi mál og taka á þeim. Það gengur ekki að sett sé af stað rándýrt nám, sem bæði sjúkra- liðinn sjálfur og sú stofnun sem hann vinnur hjá þurfa að bera kostnað af, ef námið nýtist svo engum. Slíkt er vitanlega fyrir neðan allar hellur. Er einhvers konar samkomu- lag í gildi um ákveðið hlutfall milli fjölda sjúkraliða og hjúkr- unarfræðinga á sjúkrastofnun- um? — Ég veit ekki til þess. Hins vegar hefur sjúkraliðum fund- ist að þegar stöður sjúkraliða losna séu ráðnir hjúkrunar- fræðingar í þeirra stað og að ekki sé auglýst eftir sjúkralið- um í stað þeirra sem hætta, heldur hjúkrunarfræðingum og þannig markvisst verið að breyta hlutföllum stéttanna í stöðugildum. Hvort sem um sé að ræða að tiltekin stöðugildi hafí tilheyrt hjúkrunarfræðingum áður fyrr skal ég ekki segja. Hins vegar veit ég að sjúkrahúsunum þykir ekki verra að hafa inni stöðu- gildi fyrir hjúkrunarfræðinga í samræmi við þær tekjur sem sjúkrahúsið kemur til með að hafa. Þannig væri hagkvæmast að öll hjúkrunarstöðugildi væru bókuð fyrir hjúkrunar- fræðinga og fengju stofnanirn- ar tekjur samkvæmt því en réðu hins vegar sjúkraliða, sem eru ódýrari vinnukraftur, í hluta þeirra. Mörg stöðugildi eru enn eyrnamerkt hjúkrunarfræðing- um frá því einhvern tíman fyrir löngu síðan, jafnvel áður en menntun sjúkraliða breyttist til núverandi horfs. Ég tel að nú- orðið þurfi hjúkrunarfræðingar ekki nauðsynlega að gegna öll- um þeim störfum. Ég held að hver og ein stofnun verði að fara að huga að þessum verka- skiptingarmálum, sérstaklega í Ijósi þess að við þurfum að spara í heilbrigðiskerfinu. Ég sé ekki mikinn sparnað í því að útiloka sjúkraliða frá störfum. Hver heldurðu að þróunin verði í menntunar- og starfs- málum sjúkraliða? — Ég held að þróunin verði fram á við í báðum tilvikum. Menn hljóta að leitast við að nýta þessa stétt betur en gert hefur verið. Öll heilbrigðis- þjónustan er að breytast. Sjúkraliðar gegna núorðið allri grunnhjúkrun og því má segja að sjúkraliðamenntun nýtist til dæmis afar vel við öll störf í öldrunarhjúkrun eins og sú menntun er nú. Geti þeir síðan bætt við sig námi í öldrunar- hjúkrun þá hlýtur að þurfa að huga að því að víkka út starfs- vettvang þeirra á öldrunarsviði. Síðan eru uppi hugmyndir, sem raunar er byrjað að hrinda í framkvæmd, um að árlega verði í boði framhaldsnám fyrir sjúkraliða á sérsviðum innan heilbrigðisþjónustunnar. Þriggja mánaða námskeið hafa verið haldin í öldrunarhjúkrun, barnahjúkrun, geðhjúkrun og nú síðast, eins og ég nefndi áð- an, fjögurra mánaða námskeið í handlæknishjúkrun og nú eftir áramótin hefst sérnám í heilsu- gæslu. Þetta hlýtur að þýða það að nýta eigi sjúkraliða bet- ur innan þessara sérsviða. Ráðuneytið leggur áherslu á framhaldsmenntun sjúkraliða og aukna nýtingu starfskrafts þeirra að námi loknu. Á sama tíma hefur hins vegar verið mjög erfitt að fá heimild fyrir sjúkraliða til að fara í nám af þessu tagi. Heimildin þýðir að sjúkraliði á rétt á að fá laun meðan á námi stendur. En þótt laun sjúkraliða séu ekki hærri en raun ber vitni hefur þetta reynst hár þröskuldur að yfir- stíga. Þó hafa sjúkrahúsin verið heldur samvinnuþýð þegar fyr- irhugað nám hefur komið við- komandi stofnun beint við. í samræmi við þetta hafa sjúkra- húsin verið treg til að taka þátt í kostnaði við heilsugæslunám- ið þar sem það nýtist þeim ekki beint. Á þessum málum þarf að taka á næstunni. — Stefán Ásgrímsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.