Tíminn - 05.12.1992, Blaðsíða 24
& 686300
Áskriftarsími
Tímans er
686300
KERRUVAGNAR OG KERRUR
Bamaíþróttagallar á frábæru verði.
Umboðssala á notuöum bamavörum.
Sendum I póstkröfu um land allt!
BARNABÆR, Ármúla 34
Símar: 685626 og 689711.
VERIÐ VELKOMIN!
Bílasala Kópavogs
Smiðjuvegi 1, 200 Kópavogi
Vantar nýlega bíla.
Mjög mikil eftirspurn.
VERIÐ VELKOMIN
«
Iíniinn
LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1992
Slysavamamenn vilja eindregið að gamli Herjólfur leysi Sæbjörgu af
hólmi sem skólaskip:
Sæbjörg siglir á
amani löppinni
Mikill viljl er meðal slysavamamanna að gamli Herjólfur verði keyptur og
leysi Sæbjörgu af hólmi sem skólaskip Slysavamaskóla sjómanna. Sæ-
björgin, sem verður 42 ára á næsta ári og þarf von bráðar að fara í kostnað-
arsama klössun, er með aðra vélina ónýta og siglir því í raun aðeins „á ann-
arri löppinni", auk þess sem skipið á erfitt með að athafna sig í þröngum
höfnum.
verði seldur á svipuðu verði, en
það þykir þó ólíklegt að útgerð
Herjólfs hafi efni á slíkum rausn-
arskap.
Á meðan beðið er í óþreyju eftir
að ákvörðun verði tekin í þessum
mikilsverða máli, er hvert nám-
skeiðið á fætur öðru haldið um
borð í Sæbjörgu.
Dagana 14., 15. og 16. þ.m. stend-
ur Slysavarnaskólinn fyrir nám-
skeiði um meðferð lyfjakistna um
borð í skipum, þar sem þyrlulækn-
ar munu miðla af þekkingu sinni,
svo eitthvað sé nefnt af hinu fjöl-
breyttu námskeiðahaldi sem
Slysavarnaskólinn stendur fyrir.
-grh
Þungt hljóð í Stokkseyringum á almennum borgarafundi yfir ákvörðun um að flytja alla fiskvinnslu burt af staðnum:
Líf byggðarlagsins
Það var þungt hljóö í Stokkseyringum á almennum borgarafundi, sem hald-
inn var á staðnum í fyrrakvöld, vegna þeirrar ákvörðunar meirihluta stjóm-
ar Ámess hf. að breyta sinni fyrri ákvörðun og hætta við að flytja alla fisk-
vinnslu fyrirtækisins til Stokkseyrar, en hafa hana þess í stað í Þorlákshöfn.
í ályktun, sem samþykkt var á fundinum, segir að þetta sé brot á hluthafa-
samkomulagi sem gert var við stofnun félagsins. Hyggjast Stokkseyringar
leita allra leiða til að fá hluthafafund til að hnekkja ákvörðun stjómarinnar
og leita úrskurðar dómstóla í málinu, ef meö þarf. Jafnframt vilja þeir fara
fram á lögbann á flutningana.
Engin ákvörðun hefur þó enn
verið tekin um hvort gamli Her-
jólfur verði keyptur í stað Sæbjarg-
ar, en ferjan hefur verið bundin við
bryggju í Eyjum frá því í sumar,
þegar nýi Herjólfur hóf reglu-
bundnar siglingar á milli lands og
Eyja. Samgönguráðherra mun þó
hafa skipað nefnd til kanna þetta
mál, og ennfremur hefur staðið til
að forráðamenn Slysavarnaskól-
ans fljúgi til Eyja til að skoða skip-
ið.
Hilmar Snorrason, skólastjóri
Slysavarnaskóla sjómanna, segir
að gamli Herjólfur sé tvímælalaust
það skip sem hentar mjög vel und-
ir starfsemi skólans. Jafnframt sé
auðvelt að gera á því þær breyting-
ar, sem nauðsynlegar eru án mik-
ils kostnaðar.
Einnig sé gott rými í lestum
skipsins, en síðast en ekki síst sé
það gott sjóskip og þarf ekki mikið
pláss til að athafna sig í þröngum
höfnum, sem víða eru við strendur
landsins.
Eins og kunnugt er, þá seldi þá-
verandi fjármálaráðherra, Albert
Guðmundsson, Sæbjörgina, sem
var áður varðskipið Þór, á þúsund-
kall. Óvíst er hvort gamli Herjólfur
Grétar Zóphaníasson, sveitarstjóri
á Stokkseyri, hafði framsögu á fund-
inum. Hann gat þess að í hluthafa-
samkomulagi, sem gert var við
stofnun Árness hf. um síðustu ára-
mót, hefði verið kveðið á um að
vinnslustarfsemi félagsins skyldi
bæði vera í Þorlákshöfn og á Stokks-
eyri, að minnsta kosti til ársins
1996. Nú ætti að brjóta þetta sam-
komulag.
Grétar sagði að stjórn og fram-
kvæmdastjóri Árness færðu að sínu
mati ýmis hæpin rök fýrir því að
hætta vinnslu á Stokkseyri, svo sem
þau að meðalaldur starfsmanna þar
væri of hár, veikindadagar of margir,
dýr flutningskostnaður á hráefni og
starfsfólki milli staða og fleira. Allt
þetta mætti hrekja. Þannig væri t.d.
meðalaldur starfsfólks á Stokkseyri
ekki nema 31 ár og til þessa hefði
það ekki talist frágangssök að hafa
fólk á slíkum aldri í vinnu.
Kjarna málsins sagði Grétar vera
þann að Hraðfrystihús Stokkseyrar
hefði verið vélað út í sameiningu við
Gletting af Byggðastofnun, en fýrir-
tækin tvö eru burðarásar Árness hf.
Nú væri komið á daginn að þeir úr-
tölumenn, sem voru á móti samein-
ingu þessari á sínum tíma, hefðu
haft rétt fýrir sér.
Hann sagði að engu væri líkara en
síðasta ákvörðun stjórnar Árness að
flytja alla starfsemi frá Stokkseyri
væri liður í fýrirfram ákveðnu ferli,
sem hefði verið, eins og öllum
mætti nú ljóst vera, að bjarga Jó-
hanni Gíslasyni ÁR, kvótalausum
togara Glettings.
Gauti Gunnarsson, oddviti Stokks-
eyrarhrepps, sagöi á fundinum að
orð og gjörðir framkvæmdastjóra og
stjórnarformanns Árness væru
breytilegar frá einum degi til ann-
ars. Einn daginn ætti öll vinnsla að
vera á Stokkseyri, en þann næsta í
Þorlákshöfn. Þriðja daginn segðu
þeir að hagnaðurinn af fýrirtækinu
ætti að verða 50 milljónir á ári, þann
fjórða ætti spamaður við að hafa alla
vinnslu á einum stað að verða 20
milljónir króna, en daginn eftir 30
milljónir.
í veöi
Séra Ulfar Guðmundsson sagði að
sennilega hefði þessi sameining ver-
ið mistök. Best hefði verið fyrir
Stokkseyringa að keyra Hraðfrysti-
hús Stokkseyrar í gjaldþrot og síðan
hefðu einhver ráð orðið til þess að
koma fiskvinnslu á Stokkseyri af
stað á nýjan leik.
Eftir því sem kom fram á fundinum
ætlar hreppsnefnd Stokkseyrar-
hrepps á næstu dögum að ieita eftir
því að efnt verði til hluthafafundar í
Árnesi hf., þar sem leitað verði eftir
því að síðustu ákvörðun stjórnar
verði hnekkt. Fáist það ekki í gegn,
ætla Stokkseyringar með málið fýrir
dómstóla.
Fyrir Stokkseyringa er mikið í húfi,
því fiskvinnsla Árness á staðnum er
burðarás í atvinnulífinu. Mönnum
var heitt í hamsi á fundinum og létu
þung orð falla, rétt eins og að best
væri að grípa til haglabyssunnar, ef
ekki vildi betur.
—SBS, Selfossi
...ERLENDAR FRÉTTIR...
MOGADISHU
Ræningjar skotnir
Pakistanskir friöargæsluhermenn skutu
I gær til bana sómalskan byssuræn-
ingja og særöu tvo I stuttum skotbar-
daga viö flugvöllinn i Mogadishu, meö-
an 1800 bandariskir landgönguliöar
biöu eftir skipun um aö ganga á land.
I NAlRÓBI fögnuöu Sómalir almennt
ákvöröun Bandarikjamanna aö senda
þúsundir hermanna undir þeirra stjóm
til aö brjóta á bak aftur tök striösherra á
eyddu landi og sveltandi fólki.
Og í PARlS sögöu frönsk yfirvöld aö
ákvöröunin ætti að binda enda á óþol-
andi ástand.
MOSKVA
Atkvæðagreiðslu frestað
Rússneska fulltrúaþingiö frestaöi I gær
þar til i dag mikilvægri atkvæöagreiöslu
um tillögur, sem gætu I reynd svipt Bor-
Is Jeltsfn forseta valdi til aö skipa rikis-
stjóm.
TASJKENT, Úzbekistan
Kommar ráðast á mús-
lima
Liösmenn fyrrum kommúnista hófu
skotárás á vlgi uppreisnarmanna mús-
lima I útjaöri höfuöborgar Tadsjikistan,
Dusjanbe, aö þvf er fréttastofan Itar-
Tass sagöi i gær.
SARAJEVO
Enn skotið á hverfi mús-
lima
Stórskotaárásum Serba var haldiö
áfram á úthverfi múslima i Sarajevo I
gær. I fyrradag voru einhverjar mestu
skotárásimar í margar vikur og vom I
árásariiöinu 50 sinnum fleiri en þeir
sem vom til vamar.
GENF
Hjálpargögn til Bosníu?
Talsmenn Flóttamannastofnunar Sam-
einuöu þjóöanna sögöu i gær aö reynt
yröi aö flytja hjálpargögn til hinnar
striöshrjáöu Bosníu- Herzegóvlnu meö
lest, en þeirri flutningaleiö hefur til
þessa veriö hafnaö vegna þess hversu
hættuleg hún er.
JÓHANNESARBORG
18 hvítir særðir
A.m.k. 18 hvitir menn særöust þegar
sprengja sprakk á veitingahúsi i gær,
en þetta er önnur árásin sem gerö er á
hvíta i Suöur-Afriku á einni viku, aö
sögn lögreglunnar.
KOMPONG THOM, Kambódiu
Gíslarnir frjálsir
I gær veittu skæmliöar Rauöu khmer-
anna 6 friöargæslumönnum S.Þ. frelsi,
en þeir höföu veriö I gislingu slöan á
þriöjudag I miöhluta Kambódíu. Þar
meö var bundinn endi á alvariegustu
ögmnina sem liö S.Þ. hefur mátt þola
siöan þaö var sent til Kambódiu i mars
sl.
LA CORUNA, Spáni
Olíueldur slökktur
I gær tókst aö ráöa niöuriögum elds I
grisku oliuskipi, sem strandaöi fyrir ut-
an La Coruna. Eftir þaö gátu neyöar-
þjónustumenn einbeitt sér aö þvi aö ná
tökum á oliuflekk, sem ógnar noröur-
spönsku ströndinni.
BRUSSEL
Samkomulag komið á
blað
I gær undirrituðu fulltrúar Evrópubanda-
lagsins og Bandaríkjanna tvö skjöl þar
sem í fyrsta sinn er skráö úrslitasam-
komulag þeirra um jurtaoliur og viö-
skipti meö landbúnaöarvömr, aö sögn
bandarisks stjómarerindreka.
BRUSSEL
Engir hátollar á Evrópu-
vörur
Yfirvöld I Washington hafa nú afdráttar-
iaust aflétt hótunum slnum um aö
leggja hátolla á vin- og matvömútflutn-
ing frá Evrópubandalagslöndum frá og
meö deginum I dag, þegar lokiö hefur
verið viö viöskiptasamning um landbún-
aöarvömr yfir Atlantshafiö, tilkynnti EB i
gær.
DENNI DÆMALAUSI