Tíminn - 05.12.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.12.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 5. desember 1992 Horfur á útbreiðslu Líberíustríðs með vaxandi hlutdeild Nígeríu. Llk eftir árás nlgeríska flughersins á Firestone-plantekru á valdi NPF. Skotglaðir drengir með hárkollur Pimm bandarískar nunnur voru í okt. s.l. myrtar í einu út- hverfa Monróvíu, höfuöborgar Vestur- Afríkuríkisins Líberíu. Þau illvirki urðu til þess aö draga athygli fréttamiðla á ný að einhverju gleymdasta stríði heims. Það hófst í des. 1989 þegar nú hálffimmtugur líberískur kaup- sýslumaður, að nafni Charles Taylor, réðist inn í föðurland sitt frá grannlandinu Fflabeinsströnd með um 100 manna liði, væddu vopnum frá Gaddafí Líbýuforingja. Sumar af næstum 30 þjóðum og þjóðflokkum landsins, sem farið höfðu illa út úr harðstjórn þáverandi forseta, Samuels Doe, gengu í lið með Ta- ylor og varð hann sigursæll. (Opinbert heiti flokks hans er Þjóðlega föðurlandsfylkingin (á ensku: National Patriotic Front, NPF)). Uppreisnarforingi að nafni Prince Johnson, sem verið hafði með Taylor en byrjað síðan sjálf- stætt, náði Doe forseta á vald sitt. Táldi Johnson að Doe hafði falið mikið af gulli og gimsteinum, lét pynda hann til sagna um það og taka það háttalag upp á mynd- band sem afhent var fjölmiðlum. Doe lést af pyndingunum án þess að vitað sé til að hann hafi sagt til fjársjóðsins. Flutti ekki frið, heldur meira stríð Uppreisnarmenn höfðu þá náð á vald sitt mestöllu landinu nema höfuðborginni, sem enn var að nokkru á valdi manna Does. Var útlit fyrir að vörn þeirra yrði það- an af skömm. En þegar fyrir frá- fall Does hafði gripið inn í ófrið- inn Efnahagsbandalag Vestur- Afríkuríkja (Economic Commun- ity of West African States, ECOWAS), sem 16 ríki eru í. Fyr- ir um tveimur árum sendi það herlið til Monróvíu, samkvæmt Dagur Þorleifsson skrifar yfirlýsingu f þeim tilgangi að koma á sáttum með aðilum borg- arastríðsins. En varla var þessi her ECOWAS fyrr kominn á vett- vang en hann var orðinn einn stríðsaðilinn f viðbót. Samkvæmt lauslegri ágiskun höfðu þá, eftir um það bil árs stríð, um 60.000 Líberíumenn látið lífið af völdum hernaðarins. Flest það fólk var óbreyttir borg- arar, enda hefur stríð þetta ein- kennst öðru fremur af hrann- morðum og öðrum hryðjuverk- um hinna stríðandi herja á varn- Taylor uppreisnarforingi: I strlöi viö svæöisveldiö Nlgerlu. arlausu fólki. Hatur milli þjóða og þjóðflokka hefur hér komið mjög við sögu, eins og víðar í Afr- íku. Manntjón herjanna hefur verið minna, enda fara af þeim þær sögur að þeir séu öllu var- kárari hver gagnvart öðrum en óbreyttum borgurum. Flestir liðsmanna ECOWAS- hersins, sem þekktastur er undir skammstöfuninni ECOMOG, og það mesta af vopnum hans er frá Nígeríu, langfjölmennasta og öfl- ugasta ríki Vestur-Afríku, sem fyrir þó nokkru var farið að sýna áhuga á að gerast svæðisbundið stórveldi. Valdhöfum Nígeríu, sem Doe hafði verið í nokkru vinfengi við, leist ekki á að fá Taylor á líberíska forsetastólinn í staðinn, þar eð hann var í samböndum við jafn illútreiknanlegan mann og Gadd- afi og naut þar að auki einhvers stuðnings frá Fílabeinsströnd. Það ríki hefur forgöngu nokkra meðal frönskumælandi ríkja álfuhlutans og vill spyrna gegn stórveldistilburðum Nígeríu. EC- OMOG gerði því Amos nokkurn Sawyer að bráðabirgðaforseta Lí- beríu, eins og það var látið heita, og situr hann enn í Monróvíu í skjóli hins meinta friðargæslu- liðs. 12 ára vígamenn Taylor, sem ætlaði sjálfum sér forsetastólinn, fordæmdi EC- OMOG sem nígerískan innrásar- her og Sawyer sem lepp Nígeríu. Stóð svo í stappi um hríð, þannig að Taylor reyndi að taka Monróv- íu af ECOMOG og ECOMOG að taka landið utan Monróvíu af Ta- ylor. Hvorugum varð ágengt svo heitið gæti og bardagar lognuð- ust smámsaman út af. Voru þá uppi vonir um að friður kæmist á með því að stríðsaðilar kæmust að þegjandi samkomulagi um að láta deilumálin afskiptalaus í stað þess að reyna að leysa þau með góðu eða illu. En Nígeríumenn munu hafa hugsað sér að vinna á með hægð- inni. Þeir notfærðu sér að tals- vert var um klofninga í flokki Ta- ylors og að margir landsmanna vildu fyrir hvern mun losna við hryðjuverk og gripdeildir liðs- manna hans. Heimildum ber ekki saman um fjölda þeirra, en líklega skipta þeir tugum þúsunda. Að sögn fréttamanna eru þeir margir kornungir, allt niður í 12 ára, einkar skotglaðir, kalla sig Rock and Roll Army, skrýðast m.a. hár- kollum kvenna og hanastélskjól- um og nota varalit sem stríðs- málningu. ECOMOG reyndi að grafa undan Taylor með því að styðja til áhrifa flokka sem öttu kappi við hann, bæði utan og innan NPF, og höfð- ingja þjóðflokka. Táylor hafðist um skeið lítt að á móti, var sennilega farinn að guggna gagnvart svo stórum andstæðingi sem Nígería er. Vera kann og að hann hafi gert sér vonir um að vinna forsetakosn- ingar, sem ECOWAS lofaði að láta fara fram.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.