Tíminn - 05.12.1992, Side 2

Tíminn - 05.12.1992, Side 2
2 Tíminn Laugardagur 5. desember 1992 Samtök launafólks leggja fram kröfur um kauphækkanir í framhaldi m af dómi Hæstaréttar: ASI vill iá það sama og BHMR Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, telur einsýnt að miðstjóm ASÍ muni fara fram á sams konar bætur fyrir félagsmenn ASÍ og Hæstiréttur hefur dæmt félögum í BHMR. Páll Halídórsson, formaður BHMR, segir að í framhaldi af dómi Hæstaréttar muni BHMR krefjast þess að fá 1,7% launahækkun og 8.000 króna orlofsuppbót, líkt og aðrir launþegar hafa fengið. Ekki er ljóst hvaða áhrif dómur Hæstaréttar hefur á launaþróun næstu misseri. Það eina, sem íiggur fyrir, er að á næstu vikum fá félagar í BHMR greiddar 22.600 krónur ásamt vöxtum. Ein af forsendum þjóðarsáttar- samninga ASÍ og VSÍ, sem gerðir voru í upphafi árs 1990, var að launaþróun hjá öðrum launþegum yrði sú sama og hjá félagsmönnum Þetta kemur fram í frétt frá hljóm- plötuútgefendum. Þeir segja að nú sé áberandi vönduð útgáfa á sígildri tónlist, ásamt endurútgáfu á eldra efni sem í mörgum tilfellum hafi ekki verið fáanlegt lengi. Þá kemur fram að gamla plastplat- an, sem allir þekkja, er að verða nánast ófáanleg í verslunum. Útgef- endur hafa komið sér saman um að nota orðið geislaplata í stað orðsins ASÍ. „Þaö var gert ráð fyrir því að ef þessar forsendur breyttust, þá yrði málið tekið upp að nýju til samn- inga. Vinnuveitendasambandið hafði lýst sig reiðubúið til þess að það yrði gert. Ég tel þess vegna ein- hlítt að ef niðurstaðan er þessi, að þarna hafi félagsmönnum í BHMR verið dæmdar einhverjar tilteknar bætur sem komi á skjön við þessar forsendur, þá munum við leita eftir geisladiskur. Einnig kemur fram að útgefendur hafa ákveðið að breyta viðmiðun þegar veitt er gull- eða platínuplata fyrir seld eintök. Sam- kvæmt því verður platínuplata veitt fyrir sölu 10.000 eintaka í stað 7.500 áður, og gullplata fyrir 5.000 eintök í stað 3.000 eintaka áður. Sagt er að þessar viðmiðanir séu þær hæstu sem þekkjast, miðað við höfðatölu. -HÞ því að Vinnuveitendasambandið bæti okkur á sama hátt,“ sagði Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ. Benedikt sagði að forystumenn ASÍ ættu eftir að skoða þennan dóm bet- ur. Málið verði lagt fyrir miðstjóm ASÍ um miðja næstu viku og þá verði formleg afstaða til málsins mótuð. Miðstjóm BHMR hefur þeg- ar komið saman vegna dómsins. Páll Halldórsson, formaður BHMR, var spurður um viðbrögð við dómum. „Það, sem stendur upp úr í þessu máli, er að þegar bráðabirgðalögin vom sett á sínum tíma var þar með brotin stjórnarskrá. Hinu er ekki að neita að í dómum er samningsrétturinn takmarkaður, þ.e.a.s. dómurinn fellst á að það sé hægt að grípa inn í samning, en hann setur því líka skorður. Hingað til höfum við upplifað þetta þannig að ríkið hefúr bara sett bráðabirgða- lög þegar því hefur sýnst. Það hefur lítið verið gert við því, menn hafa bara hlítt þeim. Við ákváðum að láta reyna á þetta og niðurstaðan er sú að ríkið getur ekki umhugsunar- laust sett bráðabirgðalög. Að því leytinu finnst mér að þama sé um að ræða áfangasigur fyrir okkur og reyndar öll stéttarfélög í landinu,“ sagði Páll. Páll sagði að BHMR standi núna frammi fyrir þeirri spurningu hvað eigi að verða um kjarasamninginn frá árinu 1989. Páll sagði að sér- fræðingum BHMR sýndist að iesa mætti út úr dóminum að takmark- anirnar gildi aðeins á gildistíma bráðabirgðalaganna. Þar af leiðandi geti BHMR reist kröfur á grundvelli þessa samnings nú. Páll sagði að fjármálaráðherra hafi þegar verið sent erindi. Til að byrja með verði farið fram á 1,7% launahækkun og 8000 króna orlofsuppbót. -EO Hljómplötuútgáfan fyrir jólin: Endurút- gáfur eru áberandi Endurútgáfur á hljómplötum eru áberandi fyrir jólin, en af 80 útgefnum plötum eru 30 endurútgefnar. Opinn fundur um atvinnuleysi í tilefni af uggvænlegu ástandi í atvinnumálum stendur Fríkirkjan í Reykjavík fyrir fundi, sem ber yf- irskriftina „Opinn fundur um at- vinnuleysi og innri mann“. í frétt frá kirkjunni kemur fram að tilefni fundarins sé atvinnuleysið og afleiðingar þess á einstaklinginn sem fyrir því verður. Einnig verður rætt um viðbrögð, sem unnt er að grípa til, og viðbrögð sem rétt sé að forðast. Þá verður leitað svara, sem komið geta að haldi, og ráða, sem grípa má til í baráttunni við þær neikvæðu hugsanir og kenndir sem gjarnan fylgja í kjölfar þess að missa vinnuna. Frummælendur verða Cecil Har- aldsson safnaðarprestur, Unnur Konráðsdóttir ritari Landssamtaka atvinnulausra, og Gunnar Klængur Gunnarsson félagsráðgjafi. Fundurinn verður í safnaðar- heimili kirkjunnar að Laufásvegi 13 í Reykjavík og hefst í dag kl. 13:30. 10 milljón króna styrkveitingar til nýjunga í smáiðnaði: MARGT NÝTT Á DÖFINNI Mikil fjölbreytni var í umsóknum um styrkveitingar til nýjunga í smá- iðnaði, sem iðnaðarráðuneytið auglýsti eftir sl. sumar. Sem dæmi má nefna nýjungar á sviði framleiðslu minjagripa og matvæla, ferðaþjón- ustu og framleiðslu er lýtur að umhverfisvemd. Alls bárust 68 umsóknir og nýver- ið var ákveðið að veita styrk til 30 aðila. Nam heildarfjárhæðin 10 milljónum króna. Þessum styrkjum er ætlað að styðja við bakið á þeim, sem stofna til nýjunga í smáiðnaði eða nýrra iðnfyrirtækja, og þá eink- um á landsbyggðinni. Við val á styrk- þegum var fyrst og fremst miðað við að greiða fyrir tæknilegum undir- búningi, hönnun, stofnsetningu og markaðssetningu og ekki síst hjá þeim, sem þegar höfðu skýrt mótuð áform um að hefja slíka starfsemi og höföu lagt til eigið áhættufé. Án efa munu þessir styrkir, sem iðnþróunarfélög og atvinnuþróun- arfélög hver á sínum stað munu af- henda, verða til þess að auðvelda framtakssömu fólki að hrinda hug- myndum sínum í framkvæmd og, ef að líkum lætur, skipta sköpum fyrir framgang mála. Það voru fulltrúar frá Byggðastofn- un, Iðntæknistofnun íslands og Iðn- aðarráðuneytinu auk ráðgjafa, sem lögðu mat á umsóknirnar 68, og á grundvelli þess var síöan ákvörðun tekin um styrkþega. -grh Staðinn að ólöglegum veiðum Flugvél Landhelgisgæslunnar stóð bát að ólöglegum veiðum úti fyrir Rifi á Snæfellsnesi í gær. Báturinn heitir Esjar SH 75, 12 tonna, og er frá Rifi. Hann var stað- inn að ólöglegum veiðum í svoköll- uðu skyndilokunarhólfi úti fyrir heimahöfn, en slík hólf eru venju- lega Iokuð í viku í senn. Báturinn var sendur til heimahafnar og er málið nú í höndum sýslumanns. Sænskar vörur hafa ekkert lækkað Vörur frá Svíþjóð, sem þrír aðilar selja, hafa ekkert lækkað í verði, þrátt fyr- ir 6% hærri gengisfellingu þar en hér. Þetta gengur þvert á það, sem ýms- ir forsvarsmenn í verslunar- og atvinnulífi hafa haldið fram. „Sænska krón- an féll um 12%, en íslenska krónan féll um 6%. Það þýðir að sænska krón- an hefur fallið 6% meira og þess ætti að gæta í vöruverði hér á landi. í mín- um huga er ekki nein spuming um þetta,“ segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins. Jóhannesi Gunnarssyni, for- manni Neytendasamtakanna, finnst óeðlilegt að vörur hækki al- mennt um 6% yfir línuna. „Ég hef haldið því fram að það sé mjög undarlegt að þeir aðilar, sem flytja inn frá þeim löndum þar sem gengisfelling var framkvæmd og hún var meiri en gengisfelling ís- lensku krónunnar, virðast þegar búnir að kaupa inn óhemju miklar birgðir og ætla engu að breyta. Á sama tíma hafa fjölmörg fyrirtæki, sem t.d. flytja inn frá Þýskalandi, eiga nánast engar birgðir," segir Jóhannes. „Við hjá Neytendasam- tökunum spyrjum og krefjumst svara: Er þetta trúverðugt?" „Málið er að við erum með birgð- ir fyrir þrjá mánuði. Um áramótin ætlum við að endurskoða hvar við stöndum," segir Halldór Gunnars- son, markaðsfulltrúi hjá IKEA Hann segir að í framhaldi af því væri möguleiki á lækkun. „Við álítum okkur ekki geta í dag lækk- að vöruverðið, því birgðirnar sem við eigum eru keyptar á gömlu gengi," segir Halldór. Hann tekur undir það sjónarmið að það sé ekki eðlilegt að hækka vörur, sem keyptar eru inn fyrir gengisfell- ingu. Hann bætir við að verð á IKEA- vörum hafi aldrei hækkað í kjölfar gengisfellingar fyrr en ný vara kemur inn. „Þá hefur það bara gerst jafnóðum, en ekki allt hækk- að í einu,“ segir Halldór. „Ég býst ekki við því að það verði mikil lækkun, og það hefur engin lækkun orðið á þeim vörum sem við seljum út úr búð í dag,“ segir Sigurður Stefánsson, verslunar- stjóri hjá Heimasmiðjunni sem flytur inn heimilistæki með sænska vörumerkinu Electrolux. Um ástæður þessa segir Sigurður: „Það er einhver óstöðugleiki enn- þá á sænsku krónunni, þannig að þetta er ekki komið ennþá í ljós.“ „Bfllinn, sem við flytjum inn, er framleiddur í Hollandi og við kaupum hann með hollenskum gyllinum. Hann átti að hækka um 6%, en við hækkuðum hann um 4.7%,“ segir Egill Jóhannsson, markaðsstjóri hjá Brimborg sem flytur inn sænskar bifreiðar. „Síð- an flytjum við inn bfla sem við kaupum með sænskum krónum, en sem eru framleiddir í Belgíu, en Svíamir hækka þá strax um 11% í verði, því þeir þurfa að greiða belg- ísku verkamönnunum laun,“ segir Egill. Hann segir að fyrirtækið hafi ekki átt neina bfla á lager, sem hægt hefði verið að lækka. -HÞ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.