Tíminn - 05.12.1992, Blaðsíða 19

Tíminn - 05.12.1992, Blaðsíða 19
Laugardagur 5. desember 1992 Tíminn 19 Bjöm Daníel Hjartarson Fæddur 6. júní 1919 Dáinn 30. nóvember 1992 Mánudaginn 7. des. verður til moldar borinn frá Fossvogskirkju, Björn Daníel Hjartarson. Hann var fæddur að Víghólsstöðum í Laxár- dal, sonur hjónanna Ingunnar Ólafs- dóttur og Hjartar Egilssonar, sem lengst af bjuggu í Knarrarhöfn í Hvammssveit. Þau eignuðust tíu böm og var Bjöm Daníel fimmti í röðinni. Daníel, eins og hann var venjulega kallaður, kvæntist frænku minni, Vilborgu Vigfúsdóttur frá Kvígsstöð- um í Andakfl, árið 1941. Leið ungu hjónanna lá, eins og svo margra, suður á mölina. Þar stofn- uðu þau heimili á stríðsárunum, bjuggu fyrst f leiguhúsnæði, en festu síðan kaup á litlu húsi í Blesu- grófinni. Dalshús heitir það og því fylgdi svolítill landskiki, nógu stór til að hafa nokkrar skepnur. Bæði vom þau dýravinir og hneigð fyrir búskap. Þegar hér var komið sögðu hafði fjölskyldan stækkað, tvö elstu bömin fædd, Auðunn og Ingunn Hjördís, en Vigfús Grétar var á leið- inni. Seinna bættust Gunnar Lúðvík og Guðlaug í hópinn. í Dalshúsi bjuggu þau í nærri 18 ár, komu und- ir sig fótunum og eignuðust góða nágranna. Svo lá leiðin niður í bæ. Daníel vann í nær 30 ár hjá heildverslun Sig. Þ. Skjaldberg á Laugaveginum. Hefur honum e.t.v. þótt langt að sækja vinnu innan úr Blesugróf. Þegar okkar vegir lágu saman, bjó fjölskyldan í Skipholti 6. Þau hjónin tóku mig í fæði og húsnæði er ég hóf menntaskólanám í Reykjavík, 16 ára gömul. Ekki höfðu þau þó yfir sér- lega miklu húsplássi að ráða, enda börnin öll heima, nema elsti sonur- inn sem var búinn að stofha eigin heimili, og bjó Hinrik systursonur Daníels einnig hjá þeim. Það sann- aðist á þeim máltækið að þar sem hjartarúm er, þar er einnig húsrúm. Aldrei varð ég vör við þrengsli. Á heimilinu ríkti mikil glaðværð, en einnig vinátta og gott samkomulag. Daníel og Bogga voru ákaflega gest- risin, enda mikið um gestakomur, og oft gengu hjónin úr rúmi fyrir næturgestum. Það var ekki nein skýr verkaskipting milli þeirra Boggu og Daníels. Hann gekk að heimilisverkunum eftir þörfum, hvort sem það voru þvottar, matseld eða annað. Þau voru samtaka í að halda gott heimili þar sem öllum gat liðið vel. Þama bjó ég næstu þrjá vetur og átti mitt annað heimili þar síðan. Eins og gefur að skilja em margar góðar minningar frá menntaskólaámnum og einhvern- veginn finnst mér þær flestar tengj- ast á einn eða annan hátt fjölskyld- unni í Skipholti 6. Það fæst seint fullþakkað sem gert er af góðum hug og sannri óeigin- gimi, og ég var lánsöm í meira lagi að fá að eyða unglingsámnum á þessum stað. Og þó ég væri flutt frá þeim Boggu og Daníel, gerðu þau það ekki endasleppt við mig. Þau tóku mig til sín rétt þegar stúdents- prófin vom að byrja, þá nýkomna af sjúkrahúsi. Daníel gekk úr rúmi fyr- ir mér, Bogga hjúkraði og ég skreiddist í prófin eitt af öðm uns öllum var lokið. Enda hefur mér alltaf fundist þau eiga meira í stúd- entsprófinu en ég sjálf. En nú er Daníel, þessi hrausti, glaðlyndi maður, allur. Síðustu árin bjó hann hjá Guðlaugu dóttur sinni, Svavari tengdasyni og sonum þeirra, Frey og Daníel. Bogga léstárið 1978. Blessuð sé hennar minning. Að heilsa og kveðja, það er lífsins saga. Og nú þegar kveðjustundin rennur upp, er mér efst í huga ákaf- lega mikið þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast Daníel og hans góðu fjölskyldu. Öllum aðstandend- um votta ég innilega samúð og óska þess aö Daníel eigi góða heimkomu. Ragnheiður Þorgrímsdóttir lnnilegar samúðarkveðjur til að- standendanna frá Margréti og Þor- grími, Kúludalsá. Otto r Astarmyndin Otto — der Liebesfilm * 1/2 Framleiðandi: Horst Wendlandt. Handrit og leikstjórn: Otto Waalkes. Aðalhlutverk: Otto Waalkes, Jessika Cardinahl og Juraj Kukura. Háskólabíó. Öllum leyfð. Fríslendingurinn Otto hefur átt fastan aðdáendahóp á íslandi um nokkurt skeið. Fríslendingar em nokkurs konar Hafnfirðingar Þjóð- verja og er Otto þessi mjög skrítið eintak af þeim. Þetta er flækingur með góða sál, en að öðm leyti naut- heimskur og mglaður. Erfitt er að útskýra vinsældir þessa fyrirbæris á íslandi, en Otto-myndimar em allt öðmvísi gamanmyndir en hinn al- menni bíógestur á að venjast. Hann er sérstaklega vinsæll meðal ungs fólks, sem sumt leigir myndirnar reglulega á myndbandaleigum. I þessari fjórðu mynd um Otto er ástarguðinum Amor skipað að gera karl og konu ástfangin og lendir önnur örin að sjálfsögðu í Otto. Hann verður ástfanginn, en hin örin misferst og lendir í hundi konunnar, sem Otto elskar. Hann verður að beita öllum brögðum til að vinna hana á sitt band og tekst það, en fað- ir stúlkunnar á við vandamál að stríða, sem tefur framtíðaráætlanir parsins. Inn í þetta ævintýri blandast (kwikwyhðib ) svo ósvífinn læknir, sem vill fá kær- ustuna í rúmið. Otto lætur að sjálf- sögðu ekki bjóða sér slíkt og reynir að „bjarga" málunum. Otto Waalkes er hæfileikaríkur gamanleikari með útlitið með sér. Hann hefur einstakt lag á að líta út eins og fáviti við einföldustu aðstæð- ur. Sem fyrr heldur hann myndinni uppi, ef hægt er að orða það þannig, því hann fær litla sem enga aðstoð frá öðrum leikurum. Hann skrifar einnig handrit og leikstýrir mynd- inni, sem er í heild ekkert sérstök. Það er eins og brandararnir hafi klárast í miðju handriti og eru þeir hvorki fugl né fiskur eftir það. Eins og í fyrri myndunum eru mörg atriði fyndin, en oftar en ekki er far- ið langt yfir strikið. Fyrsta myndin var frumleg og skemmtileg, en minna markvert hefur komið fram í seinni myndunum. Eins og oft áður eru tónlistaratriðin skemmtilegust og í þessari jóðlar hann m.a. La Bamba. Talsvert meira er um orðabrandara í þessari og gerir það málin snúnari fyrir „þýskusnillinga" eins og mig. Órðabrandarar komast mjög tak- markað til skila nema maður skilji málið, en ærslin og fáránleikinn, sem einkenndu fyrstu tvær mynd- irnar, gerðu þessar myndir vinsælar á íslandi. Það er því hætt við að að- dáendum þessa ruglukolls verði brugðið að einhverju leyti við áhorf- un. Öm Markússon Blítt og strítt Út er komin bókin Blítt og strítt eftir Vilhjálm Hjálmarsson, fyrrverandi ráðherra. Vilhjálmur hefur skráð tíu þætti um ólfk efni, úr lífi fólksins í Iandinu, í blíðu og stríðu. Hann segir frá mannfundum og fé- lagsstarfi, veiðum á láði og legi, meinlegum örlögum og óhappaat- burðum; rekur þjóðsögur, skráir þætti um kirkjur og kristnihald, skólastarf, sveitarstjóm og búnaðar- félag. Þetta eru mannlífsþættir, sem sýna í hnotskum sögu byggðar og eru dæmigerðir fyrir land og þjóð. Vilhjálmur Hjálmarsson hefur áður ritað Mjófirðingasögur í þremur bindum. Hann segir í formála: „Og enda þótt þetta kver standi eitt að efni til, þá eykur það jafnframt dráttum í þá mynd byggðar og mannlífs í Mjóafirði sem ég leitaðist við að draga upp í nefndu riti." Vilhjálmi er vel lagið að segja frá með alþýðlegum og glettnum hætti. Metsölubæktir hans, „Frændi Kon- ráðs — föðurbróðir minn" og „Hann er sagður bóndi", bera því glöggt vitni. Og hér sannast það enn. Blítt og strítt er 394 síður, með nafnaskrá og 140 myndum. Ragnar Th. Sigurðsson tók mynd af Vilhjálmi á kápu, en Snorri Snorrason kápu- myndir úr Mjóafirði. Almenna aug- lýsingastofan teiknaði kápu, Offset- þjónustan hf. braut bókina um og skeytti filmur, Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði og batt. Útgefandi er Æskan. Enn er Lína á ferðinni Komin er út hjá Máli og menningu ný þýðing Sigrúnar Ámadóttur á Línu Langsokk eftir Astrid Lind- gren. Lína lætur aldrei segja sér fyrir verkum og getur allt sem hún ætlar sér, meðal annars lyft heilum hesti og ráðið við sterkasta mann í heimi. Þegar bókin kom út árið 1947, olli hún miklu fjaðrafoki og þótti ýmsum að órabelgurinn Lína gæti haft vafa- söm áhrif á vel uppalin böm. En þrátt fyrir gagnrýnisraddir hafa fáar bækur notið meiri vinsælda. Ingrid Vang-Nyman myndskreytti bókina, sem er 112 bls. og prentuð í Prentsmiðjunni Odda. FUNDIR OG FÉLAGSSTÖRF Jólaglóð Framsóknarmenn á Seltjamamesi, þá er komið að því að við byrjum að reyna að kveikja Jólaglóðina' I okkur og nærstöddum. Þetta ætlum við aö gera á Sex bauj- unni nk. laugardag, 5. desember, og hefst Jólaglóöin' kl. 16.30. Þeir, sem að þvl loknu heföu hug á að snæða kvöldverð á Sex baujunni, geta pantað borð I sfma 611414. Vonandi hittumst við sem flest I hátlöaskapi á Sex baujunni og takiö endilega með ykkur gesti. Stjámin Félagsvist á Hvolsvelli Spilað verður á sunnudagskvöldum 13. desember og 10. janúar. Auk kvöldverö- launa verða ein heildarverðlaun: Dagsferö fyrir 2 með Flugleiðum til Kulusuk. 3 hæstu kvöld gilda. Framsóknarfélag Rangárvallasýslu Konur í Kópavogi Jólafundur Freyju verður haldinn miðvikudaginn 9. desember að Digranesvegi 12 og hefst ki. 20.30. Nánar auglýst siðar. Stjóm Freyju. Kópavogur — Laufabrauðsdagur Laugardaginn 5. desember verður laufabrauðsdagur aö Digranesvegi 12. Þar verða laufabrauöskökur til sölu á vægu verði, skomar og bakaðar á staönum. Allir, ungir sem aldnir, velkomnir. Takið með ykkur skurðbretti. Freyja, félag framsóknarkvenna I Kópavogl Jólaalmanak SUF Eftirfarandi númer hafa hlotiö vinning I jólaalmanaki SUF: 1. desember: 525, 3570. 2. desember: 3686,1673. 3. desember: 4141,1878. 4. desember: 1484, 2428. Kópavogur — Framsóknarvist Spiluð verður framsóknarvist að Digranesvegi 12 sunnudaginn 6. desember kl. 15.00. Góð verðlaun og kaffiveitingar. Freyja, félag framsóknarkvenna i Kópavogl Borgarnes — Breyttur opnunartími Frá og með 1. október verður opið hús I Framsóknarhúsinu að Brákarbraut 1 á þriðju- dögum frá kl. 20.30 til 21.30, en ekki á mánudagskvöldum eins og verið hefur undan- farin ár. Bæjarfulltrúar flokksins munu verða til viðtals á þessum tima og ennfremur eru allir, sem vilja ræða bæjarmálin og landsmálin, velkomnir. Að sjálfsögðu verður hellt á könnuna eftir þörfum. Framsóknarfélag Borgarness. Kópavogur — Skólamál Mánudaginn 7. desember kl. 20.30 verður haldinn opinn fundur um skólamál I Kópavogi. Fundurinn verður haldinn að Digranesvegi 12. Framsögumenn veröa: Bragi Mikaelsson, formaður skólanefndar, og Ingvi Þorkels- son, fulltrúi Framsóknarflokksins I skólanefnd. Fulltrúaráð framsóknarfélaganna i Kópavogi Kópavogur — Opið hús Framsóknarfélögin i Kópavogi hafa opið hús á laugardögum kl. 10-12 að Digranes- vegi 12. Litiö inn, fáið ykkur kaffisopa og spjalliö. Framsóknarfélögin Reykjanes Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Digranesvegi 12, Kópavogi eropin mánudaga og miðvikudaga kl. 17.00-19.00, simi 43222. K.F.R. Til sölu Lancia Y10 „Skutla" árg. 1988 Ekin 34 þúsund km. Einstaklega sparneytin. I toppstandi. Glænýtt pústkerfi. Góð vetrar- og sumardekk. Reyklaus. Gott verð. Upplýsingar í síma 91-681148 um helgina og á kvöldin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.