Tíminn - 05.12.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.12.1992, Blaðsíða 5
Laugardagur 5. desember 1992 Tíminn 5 Eftir flokksþing Jón Kristjánsson skrifar Framsóknarmenn halda flokksþing á tveggja ára fresti. Það er æðsta sam- koma í flokksstarfmu. Þeir, sem lifa og hrærast í stjórnmálum og stjórnmála- flokkum, líta á flokksþingin sem mikinn viðburð og áfangastað í flokksstarfmu. Þar er litið yfir farinn veg, en þó einkum reynt að gera sér grein fyrir framtíðinni og móta stefnu næstu ára. Þessi viðburður í flokksstarfmu hjá okkur var um síðustu helgi, og var þetta þing að mörgu leyti með ólíkum brag og hin fyrri og kom margt til. Ég man þá tíð að þessar samkomur voru lokaðar fréttamönnum. Síðan var tekin ákvörðun um að opna þingin fyrir fjölmiðlum, að undanteknum nefndar- fundum. Nú var brotið blað í þinghaldi stjómmálaflokka hér á landi og sjón- varpað beint frá fundum þingsins á svæði Sýnar, og einnig var sjónvarpað á Stöð 2 utan dagskrártíma þar og náði þá útsendingin mjög víða. Það er ekki ofsögum sagt að það kom þægilega á óvart hvað mikið var horft á þessa útsendingu. Þó að engin könnun sé til þar um, er vissa fyrir því að fólk sat drjúgum og horfði, og skipti þá ekki máli hvar í flokki menn stóðu. Pólitísk- ur áhugi er mikill á íslandi og marga fysti að vita hvað var verið að ræða á þessu þingi. Þingað í stjómarandstöðu í öðru lagi var þetta í fyrsta sinn um langt árabil sem framsóknarmenn komu saman í stjómarandstöðu til þess að halda flokksþing. Þótt flokksþing hafi auðvitað ávallt snúist um stefnu flokks- ins, bám umræður þó alltaf keim af því ríkisstjómarsamstarfi sem flokkurinn var í á hverjum tíma. í stjómarandstöðu er hægt að beina kröftunum að því að skerpa línurnar, fremur en að geðjast samstarfsflokkum. Vinnuhópar vítt um land Það er mikil vinna að undirbúa þing sem þessi og undirbúa þau ályktunar- drög, sem nauðsynleg em sem gmnd- völlur umræðna. Sú vinna fór að þessu sinni fram í miklu nánari tengslum við trúnaðarmenn um allt land heldur en áður. Vinnuhópar í öllum kjördæmum landsins fengu úthlutað málaflokkum til þess að fara yfir í samráði við þing- flokkinn og þá málefnahópa sem þar vinna. Kjördæmisþingin í hinum ein- stöku landshlutum fjölluðu síðan um vinnuplögg þeirra. Á þennan hátt komu hundmð manna að þessu undirbún- ingsstarfi. Þessa sá mjög stað á þinginu í mjög vandaðri undirbúningsvinnu, sem dró umræðumar bæði í nefndum og á þinginu sjálfu meira að aðalatrið- um mála og skoðanaskiptum um þau mál sem ágreiningur er um. Kastljósið á EES Kastljós fjölmiðla var á þessu flokks- þingi Framsóknarflokksins m.a. vegna þess að fréttamenn áttu von á ágrein- ingi á þinginu milli fylkinga í EES-málinu. Um það mál vom mjög gagnleg skoð- anaskip t i. Þetta er mesta og marg- slungnasta mál, sem hefur verið til meðferðar í þjóðfélaginu á síð- ari ámm. Af eðlilegum ástæðum er ugg- ur í brjósti margra þegar dregur að úr- slitastundinni, ekki síst þar sem fram- sóknarmenn og fomsta þeirra hefur ekki verið með í samningum í eitt og hálft ár. Það er ljóst að um málið em skiptar skoðanir innan Framsóknar- flokksins eins og í öðmm flokkum, nema Alþýðuflokknum þar sem menn virðast stefna inn í Evrópubandalagið með bundið fyrir augun. Forsagan Ég var einn í hópi þeirra manna, sem töldu rétt að hefja þessar samningavið- ræður á sínum tíma, og veitti fyrri ríkis- stjórn fulltingi til þess að gera það með mínu atkvæði þegar þingmenn Sjálf- stæðisflokksins bám fram vantraust á hana á Alþingi. Ég gerði það vegna þess að ég vonaði þá að þarna gætum við fengið viðunandi lausn á viðskiptum og samskiptum við nágrannaþjóðir okkar í Evrópu, án þess að ganga í Evrópu- bandalagið og undir þá yfirstjóm auð- linda sem það hefur í för með sér. Ég átti einnig von á því þá að það gæti allt eins slitnað upp úr þessum viðræðum, og við yrðum í stöðu til þess að biðja um tvíhliða viðræður. Svo varð ekki, en í stað þess hafa nú allar EFTA-þjóðirnar sótt um aðild að EB nema við íslending- ar. Einn gallinn á málsmeðferð ríkis- stjómarinnar er sá að ekki hefur á neinn formlegan og viðhlítandi hátt verið beð- ið um viðræður um stöðu okkar eftir að hinar EFTA-þjóðimar hafa sótt um aðild að EB. Munnlegar yfirlýsingar einstakra manna um að stofnanakerfið verði ein- faldað duga einfaldlega ekki. Illa haldið á málinu Ég er einn af þeim sem hafa hvorki lýst yfir stuðningi né fullkominni andstöðu við EES-samn- inginn. Hins vegar er ég ein- dreginn and- stæðingur EB- aðildar. Mér finnst ríkis- stjórnin hafa haldið illa á þessu máli og látið undir höf- uð leggjast að gæta margra grundvallar- atriða, svo sem að taka af allan vafa með stjómarskrárþátt málsins og leggja það í þjóðaratkvæði til þess að fá víðtæka umræðu í þjóðfélaginu um það og kanna þjóðarviljann. Þetta gerir það auðvitað að verkum að stjómvöldum er enn verr treyst í málinu og spillir fyrir víðtækri samstöðu um það. Nú er framundan önnur umræða í Al- þingi um þetta viðamikla mál, og mun þá hver þingmaður taka afstöðu í því. Flokksþing Framsóknarflokksins hefur lagt sínar línur um stjómarskrárþátt málsins, m.a. með því að álykta um að túlka beri allan vafa stjórnarskránni í hag og því verði að breyta henni áður en hægt er að samþykkja samninginn um Evrópskt efnahagssvæði. Neyðarleg hræðsla Það er auðvitað neyðarlegt að stjórnar- liðar skuli ekki ganga til þessa verks af ótta við kosningar sem því mundu fylgja. Hræðslan við ástand mála er slík að þeir mega ekki til kosninga hugsa og vilja heldur hokra á stjórnarheimilinu í rifrildi og fýlu, en að hætta á neitt. Hluti þingmanna Framsóknarflokksins hafa metið galla samningsins fleiri en kostina og munu greiða atkvæði gegn honum af þeim ástæðum og einnig á forsendum stjórnarskrárinnar. Aðrir hafa ekki gengið svo langt. Á flokksþing- inu virtu menn mismunandi sjónarmið og það munu þingmenn flokksins einn- ig gera. Öll hin málin Hins vegar voru samþykktar ítarlegar ályktanir á flokksþinginu í fjölmörgum málaflokkum, þótt EES- málið væri mest áberandi í fréttum vegna lyktar af ágreiningi. Flokksþingið tók til dæmis afstöðu til þess hvaða skilyrði yrðu að vera uppfyllt við sölu ríkisfyrirtækja og breytingu á rekstrarformi þeirra. Álykt- að var um séreignarsjóði lífeyrisréttinda og nýjungar í tryggingarstarfsemi, t.d. athugun á því hvort hægt sé að tryggja fyrir greiðslufalli húsnæðislána vegna veikinda eða atvinnumissis. Það var einnig ályktað um sameiningu og verkaskiptingu sveitarfélaga, þar sem samstaða náðist um ályktun um þróun í átt til sameiningar, en gegn öllu vald- boði í þeim efnum. í atvinnumálum voru samþykktar mjög ítarlegar álykt- anir auk hefðbundinnar stjómmála- ályktunar. Allar em þessar ályktanir góður leiðarvísir fyrir þá sem fara með fomstu í flokksstarfinu til næsta flokks- þings. Gott þing Ég er afar ánægður með þetta flokks- þing. Það var málefnalegt og þar vom hreinskilin skoðanaskipti. Framkvæmd þess og undirbúningur var hiklaust sá besti sem verið hefur hingað til. Sér- stakur fundur um nýjungar í atvinnu- lífi, sem var í Háskólabíó, og sýning á nýjungum í tengslum við hann var ljós í því svartnætti, sem einkennir alla um- ræðu um atvinnumál í landinu. Það fá- menna starfslið flokksins, sem kom þessu öllu í kring, á miklar þakkir skilið, því það er ekkert áhlaupaverk að láta 500-600 manna samkomu ganga snurðulaust fyrir sig. Þingið skilur eftir sig vandaðar álykt- anir, sem verða leiðarvísir fyrir málefna- starfið næstu tvö ár, auk þeirra góðu stunda þegar félagar og skoðanabræður hittast.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.