Tíminn - 05.12.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.12.1992, Blaðsíða 1
Ekkert samkomulag er í ríkisstjórninni um niðurskurð á ríkisútgjöldum. Fjármálaráðherra segir að niðurskurðartillögurnar verði kynntar „á næstu dögum“: Laugardagur 5. desember 1992 210. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Fresta verður umræðum um fjárlagafrumvarpið Flest bendir til að ekki takist að hafa aðra umræðu um fjárlaga- frumvarpið á þriðjudag eins og áætlað hafði verið. Friðrik Sophus- son, fjármálaráðherra, segir að ákvarðanir um hvernig staðið verður að frekari niðurskurði á ríkisútgjöldum muni liggja fyrir einhvetja næstu daga, en Karl Steinar Guðnason, formaður fjárlaganefndar, hafði áður lýst því yfír að þessar ákvarðanir yrðu kynntar í fjárlaga- nefnd í dag. Guðmundur Bjarnason (Frfl.) spurði formann fjárlaganefndar og fjármálaráðherra hvenær fjárlaga- nefnd fengi að vita um hvernig rík- isstjórnin ætlaði að standa að 1.240 milljón króna niðurskurði á ríkis- útgjöldum og eins hvernig stjórnin hugsaði sér að skipta 500 milljón- um sem verja á aukalega til fram- kvæmda og viðhalds á opinberum byggingum. „Þær aðgerðir sem gripið var til seint í síðasta mánuði voru víðtæk- ar og kosta nokkrar breytingar bæði á tekju- og gjaldahlið tjárlaga. Að þessum málum er unnið og ég vonast satt að segja til að þær geti komist til fjárlaganefndar á allra næstu dögum," sagði fjármálaráð- herra. Hann bætti því við að önnur umræða um fjárlagafrumvarpið gæti vel farið fram þótt ekki lægju allir þættir málsins fyrir. Það hafi oft verið gert á liðnum árum. Guðmundur Bjarnason sagði að þetta svar sýndi að það væri ekkert samkomulag í ríkisstjórninni um hvernig ætti að skera niður um þessar 1.240 milljónir. Hann sagði útilokað að stjórnarandstaðan gæti samþykkt að hefja aðra umræðu um fjárlagafrumvarpið án þess að upplýsingar lægju fyrir um hvar niðurskurður uppá annan milljarð ætti að koma niður. Hann sagði það rétt að oft áður hefðu ríkisstjórnir verið seinar með sínar ákvarðanir en fá eða engin dæmi væru um að önnur umræða hefði farið fram án þess að fyrir lægju ákvarðanir um svo stórfelldan niðurskurð eins og nú hefur verið boðaður. „Það er hver höndin upp á móti annarri í ríkisstjórninni um skipt- ingu á þessu fé. Umræða um fjár- lagafrumvarpið getur ekki farið fram á þriðjudaginn. Það er alveg dagljóst. Það er best að viðurkenna það strax og forsætisnefndin komi saman og endurskoði áætlunina í samræmi við þær upplýsingar sem hér hafa komið fram,“ sagði Jón Kristjánsson (Frfl.). Forystumenn stjórnarflokkanna í fjárlaganefnd, Karl Steinar Guðna- son og Sturla Böðvarsson, sögðust enn gera sér vonir um að önnur umræða um fjárlagafrumvarpið gæti farið fram á þriðjudag. í umræðunum kom fram hjá Guð- rúnu Helgadóttur (Alb.) að nýlega hefði Egill Jónsson, formaður land- búnaðarnefndar, og Eiður Guðna- son, umhverfisráðherra, mætt á fund fjárlaganefndar og óskað eftir auknum fjárveitingum til landbún- aðar- og umhverfismála. -EÓ Eru veiðiheimildir í loðnu og karfa jafngildar? Nei, segir markaðurinn Útgerðarmaður sem getur valið á milli þess að fá þrjú þúsund tonn af karfa eða þijátíu þúsund tonn af loðnu veldi án efa karfann vegna þess að hann fengi meira fyrir þann rauða en loðnuna á fijálsum markaði. Síðustu daga hafa þingmenn deilt um það á Alþingi hvort þrjú þúsund tonna veiðiheimildir Evrópubanda- Iagsins í karfa innan íslenskrar land- helgi séu jafngildar 30 þúsund tonn- um af loðnu sem íslendingar fá í staðinn frá EB. Stjórnarandstaðan hefur talið að þessar veiðiheimildir séu ekki jafngildar en því hafa for- ystumenn stjómarflokkanna mót- mælt og fullyrt hið gagnstæða. Á sama tíma og fiskimjölsverk- smiðjur greiða fjögur þúsund krón- ur fyrir tonnið af loðnu fengust Stóra kókaínmálið: Sjö ára fangelsi Steinn Ármann Stefánsson var í gær dæmdur í sakadómi Reykjavíkur í sjö ára fangelsi fyrir að hafa flutt til lands- ins 1.2kgafkókaíni. Steinn Armann var jafnframt dæmd- ur fyrir vítaverðan akstur, fyrir að hafa stórslasað lögreglumann og ráðist að öðrum með eggvopni. dagar til jóla rúmar 64 krónur fyrir kílóið af karfa á Faxamarkaði í fyrradag. Lægst fór karfakílóið á Fiskmarkaði Suður- nesja, eða á 52 krónur. Munurinn er enn meiri sé tekið mið af því verði sem fæst fyrir kílóið af karfa á fisk- mörkuðum í Þýskalandi. í byrjun vikunnar seldi Breki VE 108 tonn af karfa í Bremerhaven og var meðal- verðið 167,48 krónur fyrir kílóið. Á meðan greiða erlendar fiskimjöls- verksmiðjur trúlega um fimm þús- und krónur fyrir tonnið af loðnu. —grh „Hentu þér í veg fyrír stræt’ isvagn“ Útdráttur úr bókinni „íþróttastjörnur" eftir Heimi Karlsson þar sem rætt er við Sigurð Sveins- son handknattleiksmann, Pétur Guðmundsson körfuknattleiksmann og Atla Eðvaldsson knatt- spymumann. Blaðsíða 14 MIKILL VIÐBUNAÐUR var hjá Slökkviliði Reykjavíkur í gærkvöldi, þegar eldur kom upp í vöruskemmum Esso á Gelgjutanga. Einnig var slökkviliðið á Reykjavíkurflugvelli sett í við- bragösstööu. Nokkurn tíma tók að slökkva eldinn. Eldsupptök eru ókunn. Tímamynd Sigursteinn Sjúkraliðadeilan: Næstum sam- komulag Sáttafundur í sjúkraliðadeilunni sem hófst kl. 14 á miðvikudag stóð enn í gærkvöld. Þá hafði náðst samkomulag um kjarasamning. Undirritun strandaði á því að ríkið vildi ekki draga til baka þá ætlun sína að hýrudraga sjúkraliða fyrir þá tvo daga sem þeir mættu ekki til vinnu í byijun vikunnar. Sátt var þó orðin um sjálfan kjara- samninginn og eru helstu atriði hans þau að sjúkraliðar á lands- byggðinni halda sínum kjörum, fá 1.7% hækkun og 8.000 kr. orlofs- auka, og það sama fá sjúkraliðar á höfuðborgarsvæðinu ofan á sín laun. 1.... N Verðlauna- krossgáta Tímans Verðlaunakrossgáta er í Tímanum í dag. Dregið verður úr réttum Iausnum og hinn heppni hlýtur 10 þúsund króna vöruúttekt í sérvöruversl- un Kaupstaðar í Mjódd, 2. hæð. Blaösíöa 16 Samtök atvinnulausra beita sér fýrir áframhaldandi sölu á ódýrum mat: Ódýr síld seld í stórmörkuðum Samtök atvinnulausra beita sér fyrir sölu á 3 tonnum á frystrí síld í öllum stórmörkuðum í dag og næstu daga. Þetta kemur fram í samtali við Reyni Hugason, formann samtak- anna. Hann segir að síldin verði seld á 120 kr. kílóið og telur að síld fyrir 40 kr. ætti að duga í matinn fyrir tvo. f þessari lotu segir Reynir að seld verði 3 tonn af síld en hann á von á framhaldi ef vel gengur. Hann segir að samtökin hafi komið þessari sölu í kring en að öðru leyti sé hún ekki á hendi félagsmanna. „Það er fiskverk- andi sem gerir þetta og hann gerir það ekki til að tapa á því,“ segir Reynir. —HÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.