Tíminn - 05.12.1992, Blaðsíða 12
12 Tíminn
Laugardagur 5. desember 1992
Laugardagur 5. desember 1992
Tíminn 13
Afkastamiklar, örugg-
ar vélar, sem hafa
unnið sér sess hjá ís-
lenskum bændum.
Það rúmast meira í
böggum, sem bundnir
eru með CLAAS.
HÖFÐABAKKA 9 .112 REYKJAVÍK . SÍMI 91-634000
Settur sendiherra Bandaríkjanna á Islandi, Janet Andres, vonar að hún fái hvít jól á Islandi:
Fylltur kalkún og
útskornar jólakökur
Það verður mikið um að vera
í sendiráði Bandaríkjanna á
íslandi um jólin. Settur
sendiherra Bandaríkjanna
hér á landi er Janet Andres,
en sem kunnugt er var Sig
Rogich, fyrrum sendiherra,
kallaður til Bandaríkjanna
til að aðstoða Bush forseta í
kosningabaráttunni. Ekki er
reiknað með að nýr sendi-
herra komi til landsins fyrr
en næsta sumar.
Andres hefur verið á íslandi
síðan í janúar á þessu ári og
verður hér í nokkur ár. Hún hef-
ur því ekki haldið jól áður á ís-
landi. „Ég er þegar farin að
hlakka til jólanna," sagði Andr-
es. „Ég vona bara að við fáum
hvít jól.“
Undirbúningur jólahaldsins í
sendiráðinu er þegar byrjaður.
Andres sagðist vera búin að baka
heilmikið af útskornum smá-
kökum, eða réttara sagt jólakök-
um, sem m.a. verða notaðar til
að skreyta jólatréð. „Jólakökurn-
ar eru mjög vinsælar, ekki síst
hjá börnunum. Ég á von á að það
verði fjölmennt hér um jólin,
svo að við þurfum mörg hundr-
uð jólakökur. Reyndar koma
gestir með kökur með sér í jóla-
boðið, svo að nóg verður af kök-
um,“ sagði Janet Andres.
Fljótlega verður jólatré sett
upp og skreytt. Andres sagði að
uppsetning og skreyting jóla-
trésins væri mikilvægur þáttur
jólahaldsins. Hópur fólks tæki
þátt í að skreyta tréð og þægi
veitingar að því loknu.
Haldið verður jólaball fyrir
börn starfsfólks sendiráðsins um
miðjan mánuðinn. „Á jólaballið
kemur íslenskur jólasveinn,
þannig að börnin okkar fá tæki-
færi til að kynnast hluta ís-
lenskrar jólahefðar. Jólasveinn-
inn í Bandaríkjunum er í ýmsu
frábrugðinn þeim íslenska."
Milli jóla og áramóta verður
formlegt jólaboð þar sem m.a.
ýmsir frammámenn í íslenskri
stjórnsýslu og menningarlífi eru
boðnir.
„Fyrir Bandaríkjamenn er að-
fangadagskvöld fyrst og fremst
fjölskylduhátíð. Mikið er lagt
upp úr því að fjölskyldan komi
saman og borði góðan mat. Að
sjálfsögðu er aðfangadagskvöld
öðruvísi í sendiráðum en heima.
Ég mun leggja mesta áherslu á
að gæta þess að enginn verði út-
undan á aðfangadagskvöld, að
allir komi saman, borði góðan
mat og gleðjist. Margir, sem
starfa við sendiráðið, eru ógiftir
eða eiga fjölskyldur heima og ég
mun gæta þess sérstaklega að
þetta fólk verði ekki eitt á að-
fangadagskvöld," sagði Andres.
Andres var spurð um hvernig
hinn dæmigerði Bandaríkjamað-
ur haldi upp á jólin.
„Bandaríkjamenn eru þjóð, sem
er samsett úr fólki sem kemur
alls staðar að úr heiminum. Það
Janet Andres, settur sendiherra Bandartkjanna á Islandi.
ar tilhneigingu til að leggja
meiri áherslu á jóladagsmorgun.
Barnlausar fjölskyldur taka
stundum upp jólapakkana á að-
fangadagskvöld, en ef börn eru í
fjölskyldunni eru pakkar yfirleitt
opnaðir á jóladagsmorgun. Sag-
an segir að jólasveinninn komi
um miðja nótt á sleðanum sín-
um sem hreindýrin draga, lendi
á þökum húsa, fari niður um
strompinn og útdeili pökkum
meðan allir eru í fastasvefni.
Þetta er að vísu snúið í fjölbýlis-
húsum, en hvað um það. Gjaf-
irnar eru ekki opnaðar fyrr en
jólasveinninn hefur komið og
útdeilt þeim.“
Andres sagði að maturinn á að-
fangadag væri um margt svipað-
ur og á þakkargjörðardegi. f
sendiráðinu yrði fylltur kalkún á
borðum. Andres sagðist gera ráð
fyrir að taka þátt í matseldinni.
Það hafi hún gert á þakkargjörð-
ardaginn.
Andres sagði að sumar fjöl-
skyldur hafi allt annan mat á að-
fangadag. Sumir væru með gæs
eða svín. Hún sagði að í sinni
Tlmamynd Árni Bjarna
fjölskyldu hafi oft verið svínakjöt
á jólunum. Faðir sinn hafi aldrei
verið mikið fyrir kalkún. „Mér
hefur sýnst fólk halda sig við
þann jólamat sem það er alið
upp við. Með því móti reynir fólk
að endurlífga þá jólastemmn-
ingu, sem það upplifði í æsku,“
sagði Janet Andres, settur sendi-
herra. -EÓ
Danski sendiherrann á íslandi, Villads Villad-
sen, heldur sín jól ásamt fjölskyldu sinni á
danskri grundu:
Steikt önd
á jólaborði
danska sendi-
herrans
Dr. Gottfried Pagenstert, sendiherra Þýska-
lands hér á landi, segir konuna yfirleitt sjá um
að velja jólamatinn:
Blávatna-
karfi ekki
óalgengur
jólamat-
ur í æsku
Dr. Gottfried Pagenstert, sendiherra Þýskalands á íslandi og doktor í skóg-
fræði, og hans fjölskylda halda sín jól hér á landi nú. Dr. Gottfried sagði f
samtali við Tímann að um frekar hefðbundið jólahald væri að ræða þar sem
jólatréð skipar sinn venjulega sess, skipst er á gjöfum og borðaður hátíðar-
kvöldverður með tilheyrandi borðvínum, enda eru Þjóðveijar þekktir fyrir
framleiðslu góðra borðvína.
Dr. Gottfried segir að verkaskipting
milli þeirra hjóna sé skýr og konan
sjái yfirleitt um að ákveða hvað verð-
ur á borðum á aðfangadagskvöld.
Hann viti því ekki enn hvað það
verður í ár, en megi auðvitað koma
með tillögur í málinu. Hann segir
langa hefð vera fyrir því að borða
gæs eða kalkún á jólunum og líklegt
sé að annar hvor þessara rétta verði
fyrir valinu. Það sé hins vegar dálítið
vandamál með kalkúninn, því einn
er of stór fyrir eina persónu en tveir
eru of lítið fyrir tvær.
Það er athyglisvert að á sumum
svæðum í Þýskalandi, sérstaklega í
norðurhlutanum — meðal annars
þar sem dr. Gottfried er borinn og
barnfæddur — boröar fólk sérstakan
rétt sem nánast hvergi annars staðar
er á borðum. Það er blávatnakarfi,
sem veiddur er í vötnum í Norður-
Þýskalandi, en einnig er hann rækt-
aður í kerum og vötnum. Þegar blá-
vatnakarfmn er soðinn, skiptir hann
litum og verður blár, og dregur hann
af því nafn sitt. Þetta segir dr.
Gottfried vera hefð, sem rekja megi
Iangt aftur í tímann.
Dr. Gottfried segist ávallt enda að-
fangadagskvöld á því að fara til mið-
næturmessu. -PS
Dr. Gottfried Pagenstert, sendiherra Þjóöverja á íslandi.
Tlmamynd Ámi Bjarna
VERIÐ HAGSÝN OG
KAUPIÐ NÚNA.
TtZlésúdfy
ur hefði verið mjög algengt að borð-
uð væri steikt gæs, en sagði jafnframt
að lítið væri um að hún væri á dönsk-
um jólaborðum í dag. Þá hefði ekki
verið hægt að fá hrísgrjónabúðing,
en í hans stað var hrísgrjónagrautur
á borðum. Það væri hins vegar sam-
eiginlegt með báðum þessum réttum
að í þeim væri mandla og sá, sem fær
möndluna, fær svokallaða möndlu-
gjöf. „Það er bara smágjöf, en auðvit-
að þar sem mörg böm eru við borðið
verða þau vonsvikin þegar þau sjá að
mandlan kom ekki í þeirra hlut, og
því eru á flestum heimilum gjafir
handa öllum hinum," sagði Villads.
Eftir kvöldverð er kveikt á jólatrénu,
sem oftast kemur í hlut Villads, en
tréð hefur verið skreytt einhvern dag-
anna fyrir jól. Jólatréð er yfirleitt hul-
ið þangað til kveikt er á því. Fjöl-
skyldan safnast síðan saman við jóla-
tréð og dansar í kringum það og
syngur sálma. Að því loknu er komið
að stóru stund ungmennanna, sem
hafa þurft að bíða dálítið lengi eftir að
fá pakkana í hendur, en þeir eru af-
hentir eftir ákveðnum reglum. Það er
yfirleitt kona Villads sem dreifir gjöf-
unum, afhendir hana viðkomandi og
sá opnar hana og þakkar gefanda fyr-
ir áður en næsta gjöf er afhent.
Villads segir þetta góða reglu, þar
sem fólk muni þá betur hver gaf,
hvað og hver gjöf fær viðeigandi at-
hygli. Þessi aðferð við afhendingu
gjafa sé siður sem stundaður er á
flestum dönskum heimilum.
Eins og áður segir, eyðir Villads jól-
unum með fjölskyldu sinni í Kaup-
mannahöfn og heldur hann þangað í
kringum 18. desember og kemur aft-
TimamyndÁmi Bjama ur y| |siands skömmu eftir áramót.
-PS
m
'BtaBa*. jrn
r
vélar til afgreiðslu strax
Örfáar
vélar á
sérstöku
tilboösveröi
er því erfitt að lýsa nákvæmlega
hinum dæmigerðu amerísku jól-
um. Jólahaldið fer svo mikið eft-
ir uppruna þínum. Ég held ég
fari rétt með að jólahald í minni
fjölskyldu sé mótað af þýsku
jólahaldi, en forfeður mínir
komu frá Þýskalandi. Ég geri ráð
fyrir að jólahald t.d. blökku-
manna eða fólks af spænskum
ættum sé allt öðruvísi.
Á íslandi er mikil áhersla lögð á
aðfangadag. Við höfum hins veg-
Það verður ekki mikið um að vera í danska sendiráðinu við Hverfisgötu um
jól og áramót, þar sem danski sendiherrann á íslandi, Villads Villadsen,
heldur sín jól á heimili dóttur sinnar í Kaupmannahöfn, með börnum sín-
um og baraabömum. Villads segir undirbúning kvöldverðarins á aðfanga-
dagskvöld vera í umsjón húsmóðurinnar á heimilinu, sem er dóttir sendi-
herrans. Þar sem húsmóðirin er útivinnandi, segir Villads að móðir hennar
komi oft til að hjálpa henni við undirbúninginn.
Danir eru þekktir fyrir að vera
miklir matmenn og segir Villads
Villadsen að yfirleitt sé steikt önd á
jólaborðinu hjá hans fjölskyldu.
Honum fylgi ris allamande, sem er
nokkurs konar hrísgrjónabúðingur,
með tilheyrandi borðvínum. Hann
sagði þó, að þegar hann var ungling-
Hr. Villads Villadsen, sendiherra Dana á Islandi.
KVERNELAND-
pökkunarvélar
Bjóðum þessar vinsælu pökkunar-
vélar af lager á mjög hagstæðu
verði.
Gangið strax frá kaupum og trygg-
ið ykkur gegn frekari verðhækkun-
um.
Aðeins örfáum vélum
óráðstafað.
Eigum ennfremur nokkrar Kverneland-baggagreiparfyrirliggjandi á gamla verðinu.