Tíminn - 05.12.1992, Blaðsíða 14

Tíminn - 05.12.1992, Blaðsíða 14
14 Tíminn Laugardagur 5. desember 1992 Útdráttur úr bókinni íþróttastjörnur þar sem Heimir Karlsson ræðir við þá Pétur Guðmundsson, Atla Eðvaldsson og Sigurð Sveinsson. Sigurður Sveinsson: „Það er vegna þess að ég er með asna sem þjálfara" Út er komin bókin íþróttastjörnur sem rituð er af Heimi Karlssyni, íþróttafréttamanni á Stöð 2, og er hún byggð á viðtöium við þijá af mestu afreksmönnum í íþróttum sem íslendingar hafa átt, þá Atla Eövaldsson, knattspyrnumann með KR og fyrrverandi atvinnu- mann, Pétur Guðmundsson körfuknattleiksmann sem náði því að leika með LA Lakers, þar sem hann lék með Magic Johnson og fleiri heimsfrægum mönnum og Sigurð Sveinsson handknattleiksmann og einn vinsæiasta íþróttamann íslendinga. Við grípum hérna niður í bókinni íþróttastjömur þar sem Sigurður Sveinsson lýsir sam- skiptum sínum við Bogdan Kowalczyk. Fyrsta stórmótið Fýrsta stórmótið sem ég tók þátt í með íslenska landsliðinu var B- keppnin í Frakklandi árið 1981. Eins og ávallt voru miklar kröfur gerðar til liðsins en þjálfari liðsins á þessum tíma var Hilmar Bjöms- son. í stuttu máli sagt gekk allt á afturfótunum í þessari B-keppni. í kjölfar lélegs árangurs komu ýmis leiðindamál upp á meðal okkar, leikmanna og þjálfara. Við leikmenn urðum niðurbrotn- ir og þungir í skapi eftir að ljóst yrði að við næðum ekki að standa undir þeim vonum sem við okkur voru bundnar. Við reyndum þó að hressa okkur við með því að skreppa á veitingastað eitt kvöldið. Þjálfarinn heimilaði það, en lagði þunga áherslu á að við kæmum heim á hótel eigi síðar en kl.12 á miðnætti. Daginn eftir áttum við nefnilega að leika síðasta leik okk- ar á mótinu. Raunin varð sú að helmingur leikmanna kom ekki heim á hótel fyrr en undir morgun næsta dag. Ég var þó ekki í þeim hópi. Þeir sem til þekkja gera sér grein fyir því að svona háttemi er mjög alvarlegt agabrot og leit Hilmar þjálfari að sjálfsögðu þannig á málið. Hann velti því alvarlega fyr- ir sér að láta aðeins þá okkar sem ekki höfðu óhlýðnast skipunum hans, leika sfðasta leik íslands á mótinu. Við vorum átta og það hefði óneitanlega vakið mikla at- hygli og orðið þeim sem agabrotið frömdu til mikillar skammar. En á endanum var horfið frá því. ísland mætti með fullskipað landslið og það fengu allir að spila. Agabrot sem þetta heyra nú sög- unni til hjá landsliðinu. Nú hvarfl- ar ekki að nokkrum landsliðs- manni að brjóta settar reglur landsliðsþjálfara enda má líkja agalausu liði við höfuðlausan her. Bogdan kemur til sögunnar Þegar Bogdan Kowalczyk kom til skjalanna breyttist margt í íslensk- um handknattleik.Æfingum fjölg- aði til muna og auk þess Iagði Bogdan gríðarlega áherslu á mik- inn aga, bæði í leikjum og á æfing- um. Menn leyfðu sér hvorki að koma of seint á æfingar né spjalla saman á æfingum, eins og áður hafði tíðkast. Aðrir þjálfarar tóku upp aðferðir Bogdans og starfa margir þeirra enn þann dag í dag eftir þeim. Það er engum vafa undirorpið að Bogdan var íslenskum handbolta að mörgu leyti sem gjöf að himn- um ofan. Að vísu var ég ekki alltaf sammála honum í einu og öllu og var heldur ekki hrifinn af öllum hans aðferðum, t.d. þeirri að leika nær eingöngu kerfisbundinn handbolta í íslenska landsliðinu. Það var m.a. þess vegna að ég fór smátt og smátt að detta út úr myndinni hvað landsliðið áhrærði Sigurður var f landsllðl sam tók þátt I ólympiulelkunum I Los Angeles 1984. og lék ekki mikið með því næstu tvö til þrjú árin eftir að Bogdan tók við. Það hafði einnig sitt að segja að Kristján Arason var á hátindi ferils síns um þetta leyti og Bogd- an kaus frekar að tefla honum fram en mér. Ég held að Bogdan hafi hrifist af Kristjáni fyrst og fremst fyrir það hversu góður alhliða leikmaður hann var. Ég var hins vegar ómögulegur varnarmaður að áliti Bogdans og fékk sjaldnast að spreyta mig í Ieikjum, nema stað- an væri orðin vonlaus og ekkert nema tap sem blasti við. Þá átti ég að koma inn á og bjarga öllu. Við vorum engir vinir Við Bogdan vorum engir vinir, það eitt er víst. Mér þótti hann oft ómanneskjulegur og ruddalegur í framkomu sinni gagnvart þeim leikmönnum sem honum þótti ekki standa sig í leik eða á æfing- um. Þá hrutu af vörum hans setn- ingar eins og: Réttast væri fyrir ykkur að hlaupa upp á Suður- landsbraut og kasta ykkur fyrir strætó," eða: „Best væri að þið keyptuð ykkur byssu og skytuð ykkur í höfuðið." Þetta voru al- gengir frasar í eyrum okkar lands- liðsmanna sem lékum undir stjórn Bogdans. Mér þótti afskaplega leiðinlegt að við þetta svar mitt og Bogdan kall- aði samstundis saman fund með leikmönnum. Ég og framkoma mín var efni fundarins. Þar tók Bogdan til máls með það fyrir aug- um að gera lítið úr mér. Eg kærði mig kollóttan um það, var vanur slíku frá Bogdan, en verra þótti mér þegar hann hóf að gera lítið úr konunni minni á þessum fundi. Hann lét m.a. þau orð falla, sem vitanlega komu málinu ekkert við, að menn skyldu átta sig á því að ég væri ekki háskólamenntaður frek- ar en konan mín og því værum við einfaldlega heimsk. Ég hafði tak- markaðan áhuga á að svara þess- um bjánalegu orðum en sagði þó: sjá hvemig Bogdan kom fram við suma leikmenn og hvað hann var grófur og leiðinlegur í mannleg- um samskiptum. Ef hann beindi orðum sínum að mér með slíkum hætti svaraði ég honum ýmist full- um hálsi eða hlustaði einfaldlega ekki á hann. Æfingamar hjá kallinum voru góðar. Eg fékk mikið út úr þeim og tók ávallt vel á. Hann náði upp góðum aga og það er ekkert nema gott eitt um það að segja. Ég var aðallega svekktur út í hann fyrir það hversu lítið ég fékk að leika með fslenska landsliðinu. Ég var skiptimaður fyrir Stjána Ara og þótt Stjáni ætti ekki góðan dag skipti það oftast engu máli. Ég fékk ekki að spila. Það kom þó ekki niður á samskiptum okkar Stjána. Við höfum ætíð verið mestu mátar og aldrei hlaupið snurða á þráðinn milli okkar. Hvort Bogdan hefur haft eitthvað á móti mér veit ég ekki en sú til- hneiging mín að svara honum fúllum hálsi ef mér fannst hann óréttlátur í minn garð hefúr ef- laust farið í taugarnar á honum. Gott dæmi um það er þegar við eitt sinn vorum að spila á sterku móti í Júgóslavíu. Ég hafði spilað ágætlega á mótinu og ég held að Bogdan hafi ekki getað kvartað undan frammistöðu minni. En í einum leikjanna fól hann mér að taka vítakast sem hefði fært okkur sigur í leiknum, hefði ég skorað úr því. Vítið var varið hjá mér og kall- inn varð súr. „Hann er algjör asni“ í matsalnum eftir leikinn sat ég við hliðina á Bogdan. Hinum meg- in við hann var læknir landsliðsins og voru þeir eitthvað að spjalla saman. Þá heyri ég Bogdan segja Siggi Sveins I Þróttarabúnlngnum. Það var ekkert sirstaklega hlýtt milll Bogdans Kowalczyk og Siguröar. eitthvað á þessa leið: „Það þýðir ekkert að láta Sigga taka fleiri víti; hann er algjör asni.“ Ég lét ekki bjóða mér þetta og svaraði um hæl: „Það er vegna þess að ég er með asna sem þjálfara." Það varð bókstaflega allt vitlaust „Þessa háskólamenntun sem þú hefur frá Póllandi gætirðu alveg eins nýtt í að pakka inn Prins Póló súkkulaði." Eftir það gekk ég út öskureiður. Ég ákvað að leika ekki fleiri leiki á þessu móti. (Millifyrirsagnir eru blaðsins)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.