Tíminn - 05.12.1992, Blaðsíða 18

Tíminn - 05.12.1992, Blaðsíða 18
18 Tíminn Laugardagur 5. desember 1992 r/é'/Á JóíafioHtfía&a 200 gr smjör 200 gr sykur 4 cgg 300 gr hveiti 1 tsk. lyftiduft 50 gr gróft saxaðar möndlur 100 gr saxaðar rúsínur 50 gr saxað súkkat 10 þurrkaðar apríkósur, saxaðar 10 rauð kokkteilber, smátt skorín Rasp af 1 sítrónu og 1 appelsínu 1 msk. sherry Hrærið smjör og sykur hvítt. Eggjunum bætt í, einu f senn, og hrært vel á milli. Bætið sherryinu út í og hveitinu með lyftiduftinu. Hrært létt saman og þá er fyllingin sett út í hræruna og örlitlu hveiti blandað saman við. Deigið er sett í nokkuð stórt form, vel smurt. Bakað við 175-200° í u.þ.b. 60 mín. Þegar ekkert deig loðir við prjón, sem stungið er í kökuna, þá er hún bökuð. /nn&aupafotificff'irfó/aia£s,Úo/m Hveiti - kartöflumjöl - kókosmjöl - smjör - smjörlíki - strásykur, flórsyk- ur, púðursykur (ljós, dökkur) - síróp - lyftiduft - natron - hjartarsalt - egg - vanillusykur - kanill - neguil - salt - pipar - möndlur - hnetur - rúsínur - kúrennur - hnetur - súkkat - súkkulaði Piparkökur 250 gr hveiti 100 gr smjör 175 gr sykur legg 1/2 dl rjómi 1/2 tsk. pipar 1/2 tsk. negull 1/2 tsk. engifer 1/2 tsk. kanill 25 gr muldar möndlur Öllu blandað saman og hnoðað vel. Mjóar lengjur búnar til og skornar niður í litlar kúlur. Settar á plötu með bökunarpappír og bakaðar við 180” þar til þær eru ljósbrúnar. /f&ris-ans á aðwnta 50 gr ger 2 1/2 dl mjólk 50 gr sykur 2egg 100 gr smjör 1 tsk. salt Ca. 500 gr hveiti Fylling: 2 dl apríkósusulta eða appelsínumarmelaði. 1 egg til að pensla kransinn með strámöndlum og perlusykri yfir. Sama aðferð notuð og við gerboll- urnar. Þegar deigið hefur hefast í 60 mín. er það tekið úr skálinni og hnoðað á hveitistráðu borði. Flatt út í aflanga lengju og fyllingunni smurt yfir lengjuna. Rúllað saman eins og rúllutertu. Sett á bökunar- pappírsklædda plötu og mótaður hringur. Samskeytin látin snúa niður. Látið hefast í 30 mín. með stykki yfir. Penslað með egginu og möndlu-/perlusykurblöndunni stráð yfir. Bakað við 200-225° hita í ca. 30 mín., eða þar til Ijósbrún skorpa er komin á. Hægt er að nota aðra fyllingu, svo sem hakkaðar rúsínur, súkkat eða raspað marsipan. Bestur er kransinn nýbakaður. /CóitogfHais/sarónu- iiöilaf0 með fyliingu 2 eggjahvftur 125 gr sykur 125 gr kókosmjöl 50 gr saxað súkkulaði 60 gr saxaðar rúsínur 10 rauð kokkteilber (söxuð) Eggjahvíturnar þeyttar stífar. Syk- urinn þeyttur saman við og kókos- mjölinu bætt út í. Þá er söxuðu súkkulaðinu, rúsínunum og kokkteilberjunum bætt út í deigið. Sett með tveim teskeiðum á bök- unarpappírsklædda plötu. Bakaðar í 10-15 mín. við 175°. ið sett út í. Hrært uns deigið sleppir skálinni. Stykki sett yfir skálina og látið Iyfta sér í u.þ.b. 60 mín. Hrærið deigið á hveitistráðu borði, rúllið í lengjur og skerið í bita. bundinn yfir samskeytin. Upp- hengi saumað bakatil. Ath. Búa má til minni krans og hafa þá lengjurnar 6-7 sm breiðar og 70- 80 sm langar. A...'......I ffc 50 gr ger (1 pk.) 2 1/2 dl mjólk 100 gr smjör 2 egg 1 msk. sykur U.þ.b. 500 gr hveiti Egg til að bera ofan á bollumar og sesamfræ að vild Smjörið er brætt við vægan hita, mjólkinni bætt út í. Hafið þetta volgt (u.þ.b. 37°). Gerið sett í hrærivélarskál. Mjólkurblöndunni, ásamt eggi og sykri, bætt í og hrært svo gerið leysist upp. Hveit- Jó/airans Munstrað bómullarefni í jólaleg- um litum er notað í kransinn. Fal- legt er að nota einlitt, rautt eða grænt, með, eftir smekk hvers og eins. Klipptar eru þrjár lengjur, 10 sm breiðar og 90 sm langar. Saumað- ar saman á röngunni. Snúið við og troðnar út með polyester-vatti, nokkuð þétt. Saumað fyrir endana og lengjurnar fléttaðar fallega saman. Allir endar saumaðir sam- an. Þá er kominn hringur. Búin til falleg slaufa úr silkiborða og borði orn Notuð er sama uppskrift og að gerbollum. Deiginu er skipt í 3 hluta og flatt út í kringlóttar kök- ur. Hver kaka er svo skorin í 8 hluta. Þeim er rúllað upp frá breiðari endanum. Bakað á papp- írsklæddri plötu í u.þ.b. 10 mín. við 250°. Lyftist eins og bollurnar og samskeytin látin snúa niður á plötunni. Penslað og stráð yfir perlusykri. Gott er að setja fyllingu í hornin: 1 tsk. appelsínumarmel- aði, ost, eða skinkubita, svo eitt- hvað sé nefnt. / Awtaea/at 2 egg 2 msk. sykur 2 msk. ananassafi 2 msk. sítrónusafi 1 msk. smjör Hálf dós ananas 3 epli Hálf dós ferskjur 2 bollar marchmeilows 1 peli ijómi Eggjum og sykri þeytt saman. Saf- anum bætt út í og blandan sett í pott við vægan hita. Smjörinu bætt í og stöðugt hrært. (Má ekki sjóða). Þegar komið er að suðu, er potturinn tekinn af hitanum. Ávextirnir skornir niður í litla bita og bætt út í eggjahræruna ásamt skrældum eplum og smátt klipptu marchmellows. Geymist kælt yfir nótt. Síðan er þeyttum rjómanum bætt út í, rétt áður en salatið er borið fram. Salatið er gott með öllu kjöti, þó sérstaklega Ham- borgarhrygg. Einnig á það vel við sem eftirréttur, svo ljúffengt er það. 1 lítriafsúpu erfyrir * u.þ.b. 3 manneskjur. Fyrir 4 reiknum við með 1 kg af kjöti m/beini (800 gr bein- laust). 1 kg af kartöflum er áætlað fyrir 4, ef ekkert grænmeti er með. Annars 500 gr kartöffur og 500 gr grænmeti. riv Reikna má með 1 dl af ^ sósu á mann. Þetta gæti orðið einhver hjálp, ef við bú- umst við mörgum matargest- um. w Gott ráð er að nota eggjaskerann þegar við sneiðum sveppi. Þá fáum við jafnar og fallegar sneiðar. <2^ Ef illa gengur að þeyta ^ eggjahvíturnar, er gott að bæta nokkrum dropum af sítrónusafa ut í. Púðursykurinn vill oft harðna við geymsiu. Gott ráð er þá að láta fransk- brauðsneiö ofan I pokann, þá iinast sykurinn fljótlega. Gott ráð er að strá hveiti yfir rúsinur og aðra fyll- ingu, sem fara á í formkökur, áður en það er sett í deigið. Þá falla þær ekki til botns i deiginu víð bakstur. Nú fer að liða að jólum. Gott er þá að fara að undirbúa jólabaksturinn. Eig- um hráefnið til heima. Ef viö erum i stuði, er upplagt að baka eina eða tvær smá- kökusortir eitthvert kvöldið og geyma bara í frystinum. Við fylgjum algjörlega upp- skriftinni, hrærum mjúkt smjörið og sykurinn vel sam- an, þar ti) það er létt og Ijóst, áður en við bætum eggjunum út i einu í senn, og hrært vel á mBli. Smyfjlð kökuformin vel. " Sáldrið gjaman flnu ra- spi inn I þau. cw Kökurnar eiga ávallt að ® vera vel kældar áður en þær eru settar i kökukassana tii geymslu. Allt smákökudeig getum ^ við geymt til næsta dags í kæiiskáp. Þá er bara betra aö meöhöndla það. WGott er að setja 1 tsk. af saiti út i vatnið þegar viö sjóðum egg. Hvítan fer þá ekki út, ef eggin eru sprungin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.