Tíminn - 05.12.1992, Blaðsíða 10

Tíminn - 05.12.1992, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 5. desember 1992 HÉR VERÐUR sagt frá dapurlegum æviferli og einkum ævilokum Ei- ríks Ólafssonar sem fæddur var á Reykjum í Mjóafirði 1790, dáinn að Krossi í sömu sveit 2. febrúar 1813. Sveinn Sigurðsson hreppstjóri á Krossi kemur með sérstæðum hætti við þá sögu - og auðvitað fleiri. Um atburði þessa hefur áður verið skrifað, um síðustu ævidaga hins ógæfusama manns, aðdrag- anda dauða hans - og það sem á eftir fór. Framar er tekið upp það sem Jón Espóh'n færir í Árbækur. Sig- fús Sigfússon þjóðsagnaritari skráði frásögu af Eiríki í þjóð- sagnastíl (III. bindi). Og Árni Óla ríthöfundur skrifaði ritgerð um mál hans í Lesbók Morgunblaðs- ins (XXX. árg. 10. tbl.). Hann studdist einkum við þingbækur Suður-Múlasýslu. Verður það einnig gert hér og hliðsjón höfð af grein Árna. í foreldrahúsum - og í Firði Foreldrar Eiríks, Ólafur Eiríks- son og Katrín Sigurðardóttir, bjuggu í Mjóafirði um skeið, a.m.k. 1790 - 1802 að því er virð- ist. En raunar eru ábúendaskrár ekki alveg samfelldar þau ár. í bændatali 1790 - 91 eru þau á Krossi og á Reykjum 1793 - 95. Og í manntali 1801 eru þau í Fjarðarkoti. Þá er Ólafur talinn 53 ára, Katrín 45 ára og bömin þrjú, Vigdís 11 ára, Eiríkur 10 og Oddný 5 ára. Þá sé ég að í manntali 1816 er Katrín húsfreyja orðin vinnu- kona á Hofi í Norðfirði, sögð fædd á Kirkjubóli í Hólmasókn. Þykir mér líklegt að Ólafur bóndi hafi verið látinn og Katrín flutt úr Mjó- afirði þegar málaferli hófust gegn Eiríki syni þeirra 1812 því þau koma þar hvergi við sögu. Árni Óla segir að Eiríkur hafi alist upp með foreldmm sínum fram yfir fermingu. Hann segir og að þau hafi haft miður gott orð á sér. - „Var talið að óhollt uppeldi mundi að nokkm hafa valdið því hvílíkur ráðleysingi og óknytta- maður Eiríkur varð.“ Hvaðan Ámi Óla hefur haft þessar upplýsingar er mér ekki al- veg ljóst. Þjóðsagan segir að Eirík- ur hafi verið í Firði hjá Hermanni Jónssyni á unglingsámm og hamist illa. Fyrir því em svo fullgildar heimildir að tvítugur var Eiríkur vinnumaður hjá Hermanni sem Iýsir honum nokkuð fyrir rétti hálfu öðm ári síðar, aðspurður: „Var Eiríkur heitinn matmaður meira en í meðallagi meðan hann var hjá yður? Svar: Hann var í mesta lagi matmaður af þeim sem ég hef haldið. Hvemig var hann til vinnu meðan hann var hjá yður? Svar: Gagnlegur og ötull til gangna og trisverka (snúningar eða lítilmótleg störf), ætíð msul- virkur og ótrúr undan augum.“ í þessum svömm Hermanns kemur glögglega fram tvennt það sem að líkindum hefur háð Eiríki Ólafssyni mest í samskiptum við húsbændur sína og fleiri, óviðráð- anleg matarlöngun og stopult starfsþol. Hvomgt var gott viðgerðar eins og allt var í pottinn búið. Séra Salómon skýrði frá því, einnig fyr- ir rétti, að hann hefði oft reynt að vanda um við Eirík og jafnvel „grátbeðið" hann að bæta ráð sitt. En árangurslaust, hann hafi ýmist litið undan glottandi ellegar hlustað á sig með „tilfinninga- leysi“. Utdráttur úr nýrri bók Vilhjálms Hjálmarssonar, „Blftt og strítt“. Úr Mjóafiröi Smjörvogur: Eiríkur Ólafsson, að ævilokum Ótíðindi, fyrsti þáttur Hvort sem Hermann í Firði hefur haldið Eirík lengur eða skemur er svo komið á þorra 1812 að til tíðinda dregur. Þann 1. febr- úar, daginn fyrir kyndilmessu, fer hann með þennan vinnumann sinn til hreppstjórans, Sveins Sig- urðssonar á Krossi, og kærir hann fyrir að stela mat frá sér og fleirum í Firði. Hafði Eiríkur komist í búr- ið um nætur með því að rjúfa þilj- ur og haft á brott með sér góðmeti sem virt var 8 ríkisdalir. Næstu 366 dagarnir í ævi Ei- ríks Ólafssonar og þeir síðustu urðu með ólíkindum viðburðarík- ir. Atburðarásin með einsdæmum - og endemum, séð frá okkar sjón- arhóli sem nú byggjum þetta land. - Stórbóndinn missir stjóm á vinnumanni sínum og fær hann í hendur yfirvaldinu. Hreppstjórinn verður, nauðugur viljugur, að halda hann árið og gengur á ýmsu. Sýslumaður dæmir hinn tvítuga sakborning til strangra refsinga tvívegis á tæplega þremur mánuð- um. Að ári liðnu er Eiríkur Ólafs- son allur. Hrellingar Eiríks - Hreppstjóraraunir Nú skal hugað örlítið nánar að þessari hröðu atburðarás og þó farið fljótt yfir sögu. Engar gildar heimildir eru um annarlegt framferði Eiríks Ólafs- sonar fyrir tvítugt og vekur það at- hygli. Kæra Hermanns virðist að- eins lúta að framferði hans vetur- inn 1811-12. Hann er í haldi hjá hreppstjóra nærri fjóra mánuði áður en réttað er í máli hans. Ætla má af því sem á eftir fer að ekki hafi þá verið vandræðalaust þó ekki virðist það hafa orðið efni í nýja kæm. Þórður Thorlacius þingar ekki í máli Eiríks fyrr en 22. maí. Þá fer fram réttarhald á Skorrastað og er skemmst frá að segja að Eiríkur var dæmdur til hýðingar, 15 vand- arhögga, og refsingin á hann lögð sama dag. Einnig var hann dæmd- ur til að greiða hið stolna, enn fremur málskostnað og uppihald hjá hreppstjóra. Örðugra var um fullnustu þeirra dómsorða því Ei- ríkur var örsnauður - og fer til baka með hreppstjóra að svo búnu. Af orðum Hermanns í Firði seinna má sjá að Sveinn hrepp- stjóri hefur reynt að koma Eirfki fyrir annars staðar í sveitinni - boðið hann upp við kirkju - en enginn tekið í mál að hafa hann á heimili sínu, nema hvað Hermann sjálfur hafði gefið þess kost „ef með fylgdi matur honum til fram- færis um hverja viku“ á meðan þyrfti að vakta hann og koma í veg fyrir að hann stryki. Táldi Her- mann sér hentara að fá fyrirhöfn- ina greidda í mat því hart var í ári og Eiríkur þurftarfrekur. Þá kemur og fram að Sveini hreppstjóra hefur gengið illa að fá greitt frá sýslumanni vegna gæslu Eiríks og uppihalds. Hafði hann sjálfur fyrir allstóru heimili að sjá og engar líkur til að hann gæti greitt með Eiríki, hvorki af eigin fé né heldur af sjóðum hreppsins sem trúlega hafa engir verið. Eiríkur leggst út í Norðfirði Ekki ber til tíðinda á Krossi, svo í frásögur sé fært, nokkrar næstu vikur. En í júlímánuði hverfur Eiríkur að heiman. Fór hann suður yfir fjall til Norðfjarð- ar, lagðist út og stal sér til matar. Fóru menn á fund Sveins hrepp- stjóra sem gerði hvort tveggja í senn, fékk menn til að handtaka Eirík og sendi sýslumanni boð um hvemig komið væri. Nánari dagsetningar atburða em nú ekki kunnar. Nema sýslu- maður er kominn að Skorrastað 10. ágúst 1812 til þess að þinga í þessu nýja máli Eiríks sem kvaðst hafa verið einn að verki. Er þar skemmst frá að segja að Eiríkur játaði að hafa stolið mat og sogið ær bænda. Reyndist hann hafa komið við á sjö bæjum þeirra erinda og brotið upp matbúr á tveimur. Einnig upplýstist að hann hefði tekið tvo silfurhnappa hjá Sigríði Jónsdóttur í Nausta- hvammi og hornspón og fleira smálegt hjá Brynjólfi Gíslasyni á Ormsstöðum. Þau tvö mættu við réttarhaldið á Skorrastað, en ekki aðrir sem Eiríkur hafði stolið frá, og báru fyrir sig annríki við hey- skapinn. Sýslumaður dæmdi þegar í máli Eiríks, sem nú hafði orðið ber að þjófnaði í annað sinn og auk þess lagst út. Skyldi hann „erf- iða í því íslenska tugthúsi í 2 ár“ og greiða skaðabætur og máls- kostnað, 60 rdl. og 80 skildinga. „Hefir sýslumaður sjálfur skrif- að réttarbókina og er hún illlæsi- leg vegna þess hvað skriftin er mikið hrafnaspark og íslensku og dönsku grautað hvað innan um annað," skrifar Árni Óla. Það eru og orð að sönnu og hef ég notfært mér „þýðingu" Arna og hugsa hlýtt til hans fyrir. Það er af dómi þessum að segja að sýslumaður sendi hann amt- manni og amtmaður landsyfirrétti sem ógilti dóminn að fullu og öllu vegna margháttaðra ágalla ári seinna. Hafði meðal annars láðst að stefna sakbomingi, honum var ekki skipaður verjandi og engin vitni yfirheyrð. Rannsóknin var talin flaustursleg og dómurinn sjálfur skráður á illskiljanlegu máli eða hreinni málleysu! Það var 8. júní 1813 sem lands- yfirréttur ógilti dóminn og vísaði máli Eiríks Ólafssonar heim í hér- að. En þar höfðu mál skipast svo að ekki þurfti framar um að véla þjófnaðarsakirnar. Fluttur í Smjörvog Sveinn hreppstjóri hlaut, að réttarhaldi loknu, að hafa Eirík heim með sér að Krossi - annað kom víst ekki til álita. Var hann nú jafnan hafður í böndum að nóttu en laus á daginn og þó í gæslu. Reynt var að láta hann vinna nokkuð til þarfa en þótt hann væri sagður ólatur nýttist ekki vinna hans. Inni var honum fengin ull að tægja en hann tók toll af og fléttaði úr bandspotta um nætur. Og þegar hann skyldi sitja yfir kvíaám ásamt ungum syni bónda saug hann ærnar þegar drengur- inn sá ekki til, jafnvel kýrnar líka, og þótti það ekki gott - „saug þá og fordjarfaði gripi mína,“ eins og húsbóndi hans komst að orði síð- ar. Virðist svo sem vart hafi fundist sá starfi að Eiríkur nýttist til nema helst að fara á sjó með piltum þeg- ar róið var. Varðhald Eiríks og gæsla hefur að sjálfsögðu valdið truflun og erf- iðleikum á heimilinu og tafið fólk frá vinnu - um hábjargræðistím- ann. Seint í ágúst grípur hrepp- stjóri til þess ráðs að flytja Eirík norður yfir fjörð og setja á land í Smjörvogi, út og yfir frá Krossi og svo sem fjögur hundruð faðma fyrir utan Eldleysu. Vogur þessi er þröngur og luktur þverhníptum hömrum sem ganga í sjó fram svo engum er fært þangað án báts nema fuglinum fljúgandi. Stór- grýtt fjara er fyrir botni vogsins, einhverjir skútar upp af henni að sögn og skýlt fyrir nær öllum átt- um. Lítill lækur fellur niður í vog- inn. Sveinn hreppstjóri bar það fyrir rétti seinna að Thorlacius sýslu- maður hefði ráðlagt sér að „setja Eirík í hólma umflotinn hvar nokkurt skjól væri.“ En sér hefði þótt „tiltækilegra" að sleppa hon- um í Smjörvoginn. (Enda er enginn „hólmi“ í Mjóafirði!). Hér var þá Eiríkur skilinn eftir með mat til næstu mála og eitt- hvað til að sofa við um nætur. Hugðist Sveinn síðan færa honum mat eftir þörfum og bað jafnframt um aðstoð í þeim sökum norðan fjarðar ef ófært yrði á sjó. Dvöl Eiríks í Smjörvognum varð styttri en til var ætlast. Eftir örfáa daga kleif hann upp þver- hnípið að næturlagi „utantil í vognum, út við þverkambinn," eft- ir því sem hann sagði Guðmundi bónda á Hofi. - „Ég fór það hugs- unarlaust, því mig gilti einu þótt ég hefði misst lífið," sagði hann enn fremur. - Hann kvað hafa hnuplað smjöri á næstu bæjum og haldið síðan inn að Hofi þar sem hann fékk að vera það sem eftir lifði nætur. Sunnudagur var að morgni og reru menn til kirkju í Firði þar sem Eiríkur var á ný fal- inn hreppstjóra á vald. Útilega í efra Nú var kominn engjasláttur og fór Eiríkur á engjarnar með öðru heimilisfólki næstu daga. Á nótt- unni hefur hann vafalaust verið bundinn sem fyrr. Þetta stóð þó ekki lengi því á þriðja degi náði Ei- ríkur að laumast frá engjafólkinu, Laugardagur 5. desember 1992 Tíminn 11 strauk og lagðist út öðru sinni. Sagt er hann stæli á fjórum bæj- um í Mjóafirði og einum í Seyðis- firði og ynni þar fleiri spellvirki sem þó munu ekki hafa verið stór- vægileg. Eftir það hélt hann til Héraðs. Segir ekki af athöfnum hans í efra en þar var hann loks gripinn, fluttur til Mjóafjarðar og að Krossi sem áður og hafði þá verið að „heiman" 27 daga. Eftir þetta mun Eiríkur hafa verið hafður í fótjámum allar næt- ur. Hann var látinn fara á sjó þeg- ar róið var en allt er óljósara með önnur störf. Urðu ekki stórtíðindi næstu mánuði. Sagt var að Eirík- ur kæmist í hálfverkaðan hákall sem talinn var hættulegur til átu og varð þó ekki meint af. Dregur að því sem verða vill Furðulegt má það kalla að mönnum bar saman um að Eirík- ur hefði jafnan verið léttur í lund og geðgóður þrátt fyrir það hnjask er hann mátti þola. Má vera að dagfar heimamanna á Krossi hafi stuðlað að þessu. Sveinn Sigurðs- son og fjölskylda hans virðist upp til hópa hafa verið vænsta fólk þótt tíðarandi og örðugt árferði settu ur átti yfir fjall að sækja frá Seyðis- firði, Króardalsskarð sem liggur hátt og oft torfarið, og kom ekki til annexíu sinnar þennan sunnudag. Hefur veður sennilega ekki verið upp á það besta og veðurútlit þótt ótryggilegt Krossverjar tóku lendingu á Fjarðartanga eftir nokkurra klukkustunda róður. Báru þeir lík Eiríks á land og lögðu undir bát á hvolfum, settu skip sitt og héldu heim að Firði. Prestur kom ekki á vettvang sem áður getur. í stað þess að grafa lík Eiríks en fresta yfirsöng, sem stundum átti sér stað fyrrum, höfðust menn ekki að. Undir morgun hafði gert norðvestan stórastorm sem hélst fram eftir degi. Þá dúraði eitthvað. Kallaði þá Sveinn hreppstjóri fólk sitt til skips, lét koma vænan stein í bát- inn - ásamt líki Eiríks og ýtti úr vör. Úti í miðjum firði, í stormi og krappri báru, skipaði Sveinn tveimur unglingsstúlkum undir árar að halda skipinu upp í vind- inn meðan karlmenn bundu stein við lík Eiríks Ólafssonar og vörp- uðu því útbyrðis. Bað Sveinn guð að varðveita sig og alla aðra fyrir óförum þessa vesalings. Hér hefur í örstuttu máli verið t- nokkum svip á samskipti þessvið fangann Eirík Ólafsson. Á kyndil- messu, 2. febrúar 1813, voru Krossmenn á sjó, þeirra á meðal Eiríkur Ólafsson. Kvöldið áður hafði hann verið lasinn - og lyst- arlaus en þess var eigi vant. Um morguninn var hann hressari og reiðubúinn að fara á sjóinn. Af þeirri sjóferð segir ekki nema menn urðu vel varir. Bátur- inn var losaður þegar kom að landi og heimafólk þusti til sjávar að hjálpa til við setninginn. Það er átakaverk að setja bát á höndum, það vita þeir sem reynt hafa. í miðjum klíðum hné Eiríkur niður og var þegar örendur. Fólkið hélt í fyrstu að liðið hefði yfir piltinn, hagræddi honum og sótti kalt vatn í húfu að dreypa á hann. En hér var ekkert um að villast Var búið um líkið á fjölum og það síð- an borið heim til bæjar með hjálp Reykjamanna sem einnig höfðu verið á sjó og bar að í sömu svif- um. Sveinn hreppstjóri var að heiman þegar þetta gerðist hafði farið í kaupstað að sækja matbjörg ef auðið yrði. Matvara lá ekki á lausu en þó fékk Sveinn hálfa tunnu af byggi svo sem til fram- færslu fanganum. Var það sú eina meðgjöf sem hann fékk með Ei- ríki. Nú kom hann að þessum skjólstæðingi sínum - eða brota- manni - liggjandi á fjölunum. Ráðvilltur hreppstjóri gípur til örþrifaráða Næsta sunnudag átti séra Salómon Bjömsson, sem þá hélt Dvergastein, að messa í Firði. Bjó Sveinn för sína þangað á laugar- dag sjóleiðis með líkið sem hann hugðist færa til greftrunar. Prest- rakin ömurleg atburðarás eins árs; frá kyndilmessu 1812 til kyndil- messu 1813. En þeir atburðir drógu dilk á eftir sér og hlýt ég einnig að rekja nokkuð þau eftir- mál. „Extra Réttur“ í Firði Yfirvald Mjófirðinga, Sveinn Sigurðsson hreppstjóri á Krossi, fékk það öfundlausa hlutskipti að halda Eirík Ólafsson frá Reykjum fanginn í 366 daga - gegn hálf- tunnu af bygggrjónum. Æðri stjómvöld landsins höfðu ýmislegt að athuga við meðferð hans á því hlutverki. ,Anno 1813, þann 21ta Sept- embris, að Firði í Mjóafirði, setti constitueraður (settur) Sýslumað- ur í Suður-Múlasýslu, Jón Vídalín, með útnefndum til Réttarins þén- ustu 2ur þingvitnum, nefnilega Jóni Guðmundssyni á Rima og Oddi Péturssyni á Firði, Extra Rétt í einni Sök, sem rís út af Dauða og greftrunarmáta Eiríks heitins Ölafssonar, sem var í fangahaldi hjá hreppstjóranum, Sgr. (signor) Sveini Sigurðssyni á Brekku, fyrr á Krossi. Mætti so fyrir réttinum hreppstjórinn Sgr. Brynjólfur Gíslason á Ormsstaðahjáleigu sem constitueraður Actor..." Umfangsmikil réttarhöld — Innstefnt sautján vitnum Þessi eru aðfaraorð fimm daga réttarhalds út af málum Eiríks 0- lafssonar að honum látnum og er Sveini Sigurðssyni stefnt til réttar- ins „sem málsparti“. Sem vitnum var stefnt heimilisfólki hans flestu og fólki frá Reykjum, Eldleysu, Hofi og Firði, alls sautján manns. Hafði það allt með einum eða öðrum hætti komið nærri atburðum, eink- um þegar Eiríkur dó og farið var með lík hans hinstu ferðina ef svo má til orða taka. En hafði einnig komið að Krossi í annan tíma, var kunnugt við Smjörvoginn og þar fram eftir götunum. öll voru vitnin spurð spjörun- um úr og þekja spumingar og svör margar blaðsíður í þingbókinni. Er komið víða við en ítarlegast spurt um dauða Eiríks og meðhöndlun á líki hans. Ekki verður annað séð en vitnum beri mjög vel saman um öll aðalatriði. Telja Eirík hafa verið vel á sig kominn að holdafari, sæmi- lega fataðan, vinna og viðmót eins og á bæ var títt En eins og áður getur var frelsi hans skert með gæslu og fjötrum. Og tvisvar refs- aði húsbóndinn honum með hýð- ingu. Þrátt fyrir allt kemur ítrekað fram að Eiríkur hafi verið geðgóður og jafnan léttur í lund. Svo virðist sem menn telji ógengt með öllu úr Smjörvogi. Hvers vegna þetta? Viðstödd vitni skýra frá atburð- um þegar líki Eiríks var sökkt í sjó. - En hvers vegna? Það skýrist nokkuð að því er Svein varðar við framburð Hermanns í Firði og séra Salómons Björnssonar sem brátt mun sagt verða. Hvers vegna kirkjubóndinn og sveitarhöfðing- inn Hermann Jónsson lagði ekkert til þeirra mála er torskildara. Nema hann hafi beðið átekta - beðið betra veðurs og alls ekki búist við brott- för Sveins í vonskuveðri á sunnu- daginn. Sveinn var spurður að því fyrir réttinum hvers vegna hann hefði ekki strax borið lík Eiríks til kirkju. Hann svaraði svo: „Því ég vildi leitast við hvort það ei fengi legstað í garðinum. ... Því ég hafði um jólin komið á tal við kirkjuverjarann og prestinn um þetta efni og sýndist báðum hann ekki kirkjugræfur.“ Séra Salómon sagði, einnig fyrir rétti, að Eirfkur hefði ekki neytt sakramentis í hálft annað ár. „Og hefur það sennilega verið ástæðan til þess að þeir Hermann höfðu ekki talið hann kirkjugræfan," segir Ámi Óla. Það þykir mér ólíklegt. Engin kirkjuleg rök eða hefðir mæltu gegn því að Eiríkur ólafsson fengi leg í vígðri mold. Á hinn bóginn virðist augljóst að óviðurkvæmileg meðferð á líki Ei- ríks hafi orsakast af hugarangri Sveins hreppstjóra en það hlaut að torvelda honum að taka rökréttar ákvarðanir og enn mun sagt verða. Vottorð átta vitna Vík ég nú sögunni að Sveini hreppstjóra sjálfum eða öllu heldur því sem að hans persónu sneri í þessu réttarhaldi, umsögn vitna, ákæru sækjanda og dómi sýslu- manns. Að loknum yfirheyrslum átta vitna fyrsta dag réttarhaldsins í Firði er jafnmörgum vitnum (ekki til heimilis á Krossi) gert að svara sameiginlega: „Hvömin hreppstjórinn Sveinn Sigurðsson hafi, bæði áður en Hreppstjóri varð og líka í sínu Hreppstjómar Embætti, ... hagað sér í tillit til sinna Borgaralegu Embættis Skyldna framkvæmdar? ... Sameiginlega svaraðist þannig, að Hreppstjórinn Sveinn Sigurðs- son hafi verið ljúfmenni, góð- gjörða- og greiðamaður hinn mesti, bæði við utan- og innan- sveitarmenn, en þar hjá of linur og hjáhliðmnarsamur í Sveitarstjórn hvar af orsakast hafa hér í Sveit að- skiljanlegar óreglur. og að hann þess vegna, bæði sökum geðsmuna og óhreysti álítst óhæfilegur til Hreppstjómar Embættis." - Þessa yfirlýsingu staðfesta vitnin með eiði. Heilsufar Sveins hreppstjóra Séra Salómon Björnsson hafði stundað nám í læknisffæði hjá Bjama Pálssyni landlækni eitt til tvö ár að loknu námi í Skálholts- skóla. Sýslumaður spurði hann meðal annars: „Er hreppstjórinn Sveinn óhraustur maður?" Og séra Salómon svaraði á þessa leið: Já, af köldu sem oft so þrúgar hann með skjálfta, hrolli, hjart- veiki, minnisleysi og svefnleysi, að hann næstum tapar sínum söns- um, einkum þá eitthvört þras, vandræði eður veðrabrigði fyrir koma...“ Varðandi heilsufar Sveins hreppstjóra um þessar mundir er þess enn að geta sem Hermann í Firði ber fyrir réttinum. Aðspurður „hvöminn var Sveinn á sig kominn um kvöldið er hann kom til yðar?“ svarar hann þannig: „Hann var aumlega á sig kom- inn, fyrst til veiki og so til geðs- muna, so ég þekkti hann valla eða ekki, og hér var hann næringarlaus og svefnlítill, að undanteknu að drekka um nóttina. Og með þeim sömu geðsmunum og ásigkomu- lagi var hann hér frameftir sunnu- deginum þar til hann fór.“ Ákæra og dómur Þrátt fyrir bágt heilsufar hrepp- stjóra Mjófirðinga hlaut sækjandi málsins, signor Brynjólfur Gísla- son, að gera skyldu sína. Krafðist hann þungra refsinga fyrir meint brot kollega síns. Hélt því fram að Sveinn hreppstjóri hefði sýnt Eiríki „fullkomin fjörráð" með því að flytja hann í Smjörvoginn, framið „rétt tómt lagabrot" með því að til- kynna ekki presti og sýslumanni tafarlaust lát fangans og „viður- styggilegt hneyksli" með því að sökkva líki hans í sjó. Settur sýslumaður, Jón Vídalín, fór að vísu ekki að fyllstu kröfum sækjanda. En Sveinn var dæmdur frá hreppstjóraembætti og gert að greiða sektir og málskostnað, sam- tals 50 ríkisdali. Hann hafði verið sáttasemjari í Mjóafirði og jafnvel í Skorrastaðaþingsókn allri frá því fyrir aldamót og hélt því starfi með- an hann bjó á svæðinu, allt til 1824. „Sveinn Sigurðsson af Réttinum aðspurður hvört appellera vildi Dóminn til æðra Réttar fráfellur því, og tjáir sig ánægðan með þenn- an Dóm. Var so Réttinum upp sagt og viðkomendum fararleyfi gefið. - Actum ut supra.“Þar með lauk „- þessu makalausa máli, sem ei hefur í fleiri árhundruð so Rétturinn viti fyrirfallið í íslands historíu, að frá- teknum tveimur svipuðum tilfell- um, einu á Reykjaströnd í Skaga- firði í tíð Biskups sáluga Þorláks Skúlasonar, hérumbil á miðri 17. öld, milli 1650 og 60, og öðru á Skarðsströnd vestur 1713,“ eins og segir í forsendum dómsins. Örðugt er að leggja rökstutt og hlutlægt mat á slíka atburði núna. Orðknöpp frásögn að framan gefur enga möguleika í þá veru. Lang- dregnar bókanir réttarins varla heldur. Það er alltaf erfitt að setja sjálfan sig f annars spor. Þegar aldir líða stappar það nærri hinu ómögu- lega. Massey-Fergusorí Síðasta send- inc/ uppseid Notfærið ykkur gengisfellingu breska pundsins. Traustir bændur kaupa Massey-Ferguson. • Örfáum vélum, sem eru á leiðinni til landsins, er óráðstafað. • Hafir þú samband við okkur strax, getum við pantað fyrir þig vél á fyrirfram um- sömdu verði. • Mikið hefur verið selt af góðum notuðum vélum og sífellt eykst úrvalið. Traustir bændur kaupa /-0(0/] (lUjfjyifM Massey-Ferguson. nzuturífo HÖFÐABAKKA 9 • 112 REYKJAVÍK ■ SÍMI 91-634000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.