Tíminn - 16.01.1993, Qupperneq 1
Laugardagur
16. janúar 1993
10. tbl. 77. árg.
VERÐ í LAUSASÖLU
KR. 110.-
Borgarstjórnarmeirihluti samþykkir kaup á sjoppuskúr á sex millj. kr.
VERÐLAUN TIL
VILDARVINAR?
Sex milljón króna skúrinn við Þrastargötu 1. Tfmamynd Ámi Bjama.
Formaður verslunarráðs um ný þjónustugjöld á
j fýrirtæki og stofnanir í borginni:
Ohófleg og langt
umfram kostnað
„Það er eingöngu verið að
kaupa verðlítinn skúr. Hvernig
í ósköpunum er hægt að meta
hann til slíks verðs?“ segir
Sigrún Magnúsdóttir, borgar-
fulltrúi Framsóknarflokksins,
um nýlega samþykkt borgar-
stjómarmeirihluta að kaupa
15-20 ferm. sjoppuskúr að
Þrastargötu 1 á sex milljónir
króna til niðurrifs vegna
breytinga á skipulagi. Sam-
kvæmt upplýsingum fast-
eignasala er skúrinn ekki
nema nokkur hundmð þúsund
króna virði.
Lóðin sem söluturninn stendur á
tilheyrir í raun stærri reit sem var
áður ein stór lóð eftir gamla bæjar-
skipulaginu. Á reitnum hafa svo ver-
ið byggð lítil timburhús sem fólk
hefur keypt og gert upp. Vanalega
tilheyrir sérleigulóð hverju húsi en
þama telst allur reiturinn vera ein
lóð. Samkvæmt skipulagsskilmálum
ber þeim sem hyggur á framkvæmd-
ir á lóð að ræða það við meðlóðar-
hafa.
Árið 1987 er sölutuminn seldur nú-
verandi eiganda hans með bygginga-
rétti á 200 fm svæði á homi Þrastar-
götu og Suðurgötu. Það var svo ekki
fyrr en í haust sem leið að eigandinn
sótti um að byggja stærra hús en
byggingaréttur kvað á um og án þess
að hafa samráð við meðlóðarhafa.
Sigrún óskaði í framhaldi þessa eft-
ir áliti eins af embættismönnum
borgarskipulags. Álit hans var að það
þyrfti samþykki meðlóðarhafa til að
byggja stærra hús. Meirihluti skipu-
lagsnefndar taldi að þess þyrfti ekki
og ekki væri hægt að líta þetta sömu
augum og ef um fjölbýlishús væri að
ræða. Einnig var sá rökstuðningur
hafður uppi að ef eigandi söluturns-
ins ætlaði að halda hund þá þyrfti
hann varla að leita samþykkis með-
lóðarhafa. Minnihluti var mótfallinn
þessum fyrirhuguðu famkvæmdum
svo og íbúar húsa á lóðinni sem mót-
mæltu fyrirhuguðum framkvæmd-
um.
Eigandi sölutumsins sótti mál sitt
mjög fast og á endanum var bygging
á lóðinni samþykkt í borgarstjóm 3.
desember með fúlltingi meirihlut-
ans og í trássi við andmæli annarra
íbúa lóðarinnar.
Viku síðar er lagt fram bréf í borg-
arstjóm frá eiganda sölutumsins
sem biður borgina að kaupa sölu-
tuminn af sér en ekki reksturinn og
ber fyrir sig öryrkjaleyfi frá árinu
1957. Þar kveður á um atvinnuskap-
andi leyfi til handa öryrkjum að
byggja sölutuma sem jafnframt em
biðskýli strætisvagna og inni í því
var forkaupsréttarákvæði frá borg-
inni. Að sögn Sigrúnar var það á sín-
um tíma aðeins sett til vamar og
hefur aldrei reynt á það þar sem
sölutuminn hefur gengið kaupum
og sölum. Jafnframt þessu ber eig-
andi sölutumsins fyrir sig að vegna
mótmæla íbúa hafi salan dregist
saman hjá sér.
í borgarráði urðu mjög snarpar
umræður um málið og fannst full-
trúum minnihlutans ekki vera nein-
ar forsendur til að verða við þessu
erindi. „Við höfðum ekkert í hönd-
unum um hvers vegna ætlunin var
að kaupa sölutuminn," segir Sigrún.
Hún bætir við að vanalega liggi ein-
hverjar ástæður fyrir því að hús séu
keypt og nefnir t.d. skipulagsástæð-
ur. „Það er ekki hægt að kaupa rekst-
ur bara af því að sjoppa gengur illa.
Það em verslanir og sjoppur út um
allan bæ eigandinn myndi gjaman
vilja losa sig við,“ bætir hún við.
Sjálfstæðismeirihlutinn henti þá at-
hugasemd minnihlutans á Iofti og
sendi málið til skipulagsnefndar.
Viku eftir að erindið barst, þann 22
desember, er lagt fram álit fram-
kvæmdastjóra lögfræði- og stjórn-
sýslusviðs borgarinnar um sex millj-
ón króna kaupverð fyrir skúrinn.
Það næsta sem gerist er það að strax
á fyrsta fundi borgarráðs er lagt fram
skipulag að gróðurreit á lóðinni.
„Þar með gat meirihlutinn borið fyr-
ir sig skipulagslega forsendu til að
kaupa skúrinn," segir Sigrún. —HÞ
Reykjavíkurborg innheimtir
nú í fyrsta sinn gjöld af fyrir-
tækjum fyrir heilbrigðis- og
mengunareftirlit og getur þar
verið um allt að 120.000 kr. að
ræða.
„Það segir mér enginn að
starfsleyfisgjöld eða eftirlits-
gjöld eigi að vera skattstofn.
Manni sýnist að þessi gjöld séu
svo óhófleg að þau séu langt
umfram venjulegan kostnað
við eftirlitið," segir Vilhjálmur
Egilsson, framkvæmdastjóri
verslunarráðs.
Samkvæmt nýlegum gjald-
skrám mengunar- og heilbrigð-
iseftirlits Reykjavíkur er fyrir-
tækjum borgarinnar ætlað að
greiða tvenns konar gjöld. Ann-
ars vegar er um að ræða svo
kallað starfsleyfisgjald en hins
vegar eftirlitsgjald. Starfsleyfis-
gjald er greitt á fjögurra ára
fresti og er lægst 5.000 kr. en
hæst 40.000 kr. Eftirlitsgjald
greiða fyrirtækin árlega og nær
það frá 10.000 kr. og upp í
80.000 kr. Fyrirtækjum í borg-
inni er skipt í fimm flokka og
hæsta gjaldið greiða stórmark-
aðir, mjólkurstöðvar, stór hót-
el, brauðgerðir og eins og segir
í gjaldskránni „meiriháttar
matvælaframleiðsla." Hátt í
100 fyrirtæki og stofnanir eru
tilgreind í þessum flokkum.
Sams konar gjaldskrá hefur
verið gefin út af mengunareft-
irliti Reykjavíkurborgar. Þar er
tekið fram að fyrirtæki sem
heyra bæði undir gjaldskrá
heilbrigðiseftirlitsins og meng-
unareftirlitsins þurfi aðeins að
greiða eitt gjald.
Þá á einnig að innheimta
1.500 kr. gjald fyrir svokallaðar
eiturbeiðnir sem þessar stofn-
anir gefa út. Sama gjald skal
greiða fyrir torgsöluleyfi í eirin
mánuð.
í greinargerð sem fylgir með
gjaldskránum segir að þeim sé
ætlað að standa að mestu leyti
undir þeim kostnaði sem heil-
brigðis- og mengunareftirlit í
Reykjavík hefur í för með sér.
Þá er sagt að við gerð þeirra
hafi verið hafðar til hliðsjónar
gjaldskrár annarra sveitarfé-
laga þar sem sambærileg gjald-
taka hefur farið fram. -HÞ
Arthur Morthens, formaður Barnaheilla,
Arthur Morthens, formaður samtakanna BarnaheiUa, segir að
kennarar og skólastjórar verði í auknura mæll varir við að fátækt
í þjóöfélaginu komi niður á börnunum. Hann segir að þess séu
Arthur segir að ekki sé lengur
hægt að horfa framhjá þeirri staó-
reynd að í Reykjavík séu fil staðar
afar slæm félagsleg vandamál sem
komi niður á bömunum. Á þelm
verði að taka með markvlssum
hætti.
Fátækt hefur alla tíð veriö til á ís-
landi og að sjálfsögðu hefur hún
komið niður á börnunum. Arthur
sagðíst hins vegar geta fullyrt að
skólamenn yrðu í auknum mæli
varir við fátækt í sínu skólastarft
Hann sagðl að fátæktin blrtíst með
ýmsum hættí. Efnalitlir foreldrar
gætu Ld. ekki leyft börnum að fara
í sktðaferðalög á vegum skólanna.
Alvarlegri mynd fátæktarinnar
biröst hins vegar í því að nemend-
ur fengju ekki nægilegt að borða
yfiir daginn. Arthur nefndi ákveðið
dæmi um barn sem gengur í skóla
f austurhluta borgarinnar. Kenn-
arar hðfðu veitt því athygli að
bamið var ekki með nesti í skólan-
um dag eftír dag og borðaði því
ekkert þegar Önnur böm borðuðu
nestið sitt. Skólastjóri kvartaði við
foreldra yfir þessu en aðstæður
barnsins breyttust ekki. Hann
komst síðan að því að bamið fékk
ekkert að borða áður en það fór í
skólann á morgnana og ekkert á
meðan það var í skólanum. Skóla-
stjóri ákvað þá að gefa barainu að
borða á skrifstofu sinni.
Arthur sagði að dæmin væro
fleiri og af ýmsum toga. Hann tók
firam að ástæðuraar fyrir þessu
gætu verið fjölmargar og fleiri en
bara aukin fátækt og aukið at-
vinnuleysi. Hann sagði hins vegar
engan vafa leika á að auldn fátækt
skýrði í möigum tilfellum dapur-
legar aðstæður sem bðra byggju
VÍð.
Melrihlutí Alþingis samþykkti í
fyrradag að fresta gildistöku
ákvæðis grunnskólalaga um skóla-
máltíðir, fækkun í bekkjum og
skólaathvörf. Arthur sagðist telja
það afar slæmt að Alþingi skyldi
ekki treysta sér tíl að Qölga skóla-
athvörfum. í Reykjavík eru starf-
andi sex athvörf sem hvert um sig
rúma 16 böm. Arthur sagði að at-
hvörfin væru öll yfirfull. Hann
sagði að skólastjórar sem hefðu
þessi athvörf fullyrtu að ef þau
væru ekki fyrir hendi væri vandi
þessara bama mjög alvariegur.
„Við höldum því fram að þessi at-
hvörf séu einhver albestu úrræöí
sem hugsast geta fyrír þann hóp
bama sem á undir högg að sækja.
Þar sem félagslegir örðugleikar
eru fyrir hendi fá þessi böm sam-
felldan skólatuna, mat og aðstoð
við heimanám. Félagslegir örðug-
leikar barna og unglinga í gronn-
skólum Reykjavíkur fara vaxandi
skólaathvörfum,“ sagði Arthur.
Arthur sagði að þessi félagslegu
vandamál í skólunum væro meiri á
höfuðborgarsvæðinu er utan þess.
Ástæðurnar gætu verið ýmsar.
Skólarair í Reykjavik væro flestir
mjög stórir og bekkir almennt fjöl-
mennari en annars staðar. Sú
ákvörðun stjómvalda að fjölga í
bekkjum bitnaði því mest á skól-
um í Reykjavík þar sem vandinn
væri mestur fyrir. Arthur sagði að
svo virtíst sem hið félagslega ör-
yggisnet væri þéttara annars stað-
ar en í Reykjavík.
Arthur sagði að árið 1980 hefðu
verið starfandi í Reykjavik 50 sér-
kennarar sem sinnt heföu um
1.100 bömum sem á sérkennslu
hefðu þurft að haida. í dag væru
sérkcnnaramir 55 en bÖrain sem
þyrftu á sérkennslu að halda tæp-
að grunnskólarair í ReykjavíL'
hefðu óskað eftír að fá á þessu
skólaári 5.500 vikustundir í sér-
kennslu, en þeir fengju cinungis
3.500. -EÓ