Tíminn - 16.01.1993, Síða 17

Tíminn - 16.01.1993, Síða 17
Laugardagur 16. janúar 1993 Tíminn 17 Llklegur moröingi. Áhugi Eddie Reeves á hálfsystur sinni, Pearl, varö til þess að móöir þeirra beggja fylltist heift. VEGIN ÚR LAUNSÁTRI YFIR HUNDRAÐ ÁR eru liðin síðan Belle Starr var skotin úr launsátri á bökkum Suður-kanadísku árinnar á hinu foma landsvæði indíánanna í Kanada. Ýmist er saga hennar böðuð ljóma jafnréttisbaráttu og skör- ungsskap, eða menn líta á ævilok hennar sem makleg málagjöld „Glæpadrottningarinnar". Ráðgátan um hver hafi banað Belle Starr hef- ur setið á hakanum í þeim fjölmörgu ritum sem til eru um þessa sérstæðu konu. Sam- tímaskýrslur yfirvalda lýsa henni sem ómerki- legri glæpapíu, sem bauð misindismönnum aðstoð, sálarfró og kynferðislegt samneyti. Margir af þeim, sem kynnt hafa sér sögu henn- ar, kjósa hins vegar að líta á ævi hennar í róm- antískara ljósi og horfa til sérstöðu hennar í karlasamfélagi 19. aldarinnar. Myra Maybelle Shirley fæddist inn í virta fjöl- skyldu í Missouri. Bemskuheimili hennar státaði af bæði bókasafni og slaghörpu, en hvort tveggja var mjög óalgengt á þessum tíma. Yfirbragð heimilislífsins var talið fágað og virðulegt. Hún hlaut menntun í Carthage- kvennaskólanum og hafði menntun hennar síðar mikil áhrif á óupplýsta útlaga, sem áttu eftir að leita skjóls hjá henni. Borgaraóeirðir urðu þess valdandi að foreldrar hennar fluttu á brott, en Myra Maybelle varð eftir, táldregin af Cole Younger, meðlimi í smáglæpaklíku, sem síðar vildi ekkert með hana hafa. Auðmýkt, ófrísk og yfirgefin eftir fyrstu og kannski einu stóru ástina, giftist hún hesta- þjófi og morðingja, James C. Reed. Tveimur ámm eftir fæðingu fyrsta barnsins, dóttur sem hún skýrði Pearl, ól Myra Reed son, Eddie. Eddie Reed og Pearl Younger urðu einu af- kvæmin sem hún gat. Eftir að Jim Reed var skotinn er hann sýndi mótþróa við handtöku, yfirgaf Myra Maybelle börnin sín, kom þeim fýrir hjá ættingjum og hóf upphafið að þeim lífsstíl sem nafn hennar er þekktast fyrir. Hún bar f brjósti sér miklar líkamlegar ástríður, sem ekki voru taldar hæfa konum á þessum tíma. Hún dró ekki dul á það að karlmenn væru hennar líf og yndi. Haft er eftir henni: ,Margir útlagar eru fastir við klár- inn sinn, en þeim er laus skyrtan, og jafn lengi og til eru karlmenn, mun ég njóta þeirra.“ Hún var mjög aðlaðandi og fyrr en varði hafði hún sveipað í kringum sig hjörð misindis- manna, sem dáðu hana sjálfa og dyngju henn- ar. Eftirtaldir menn áttu mikið eftir að koma við sögu: „Blue Duck“, (hálfur Cherokee-Indíáni sem hét í reynd Shacongah Kawanu), Jack Spaniard, Jim French, og Sam Starr. Hún gekk síðan í hjónaband með Sam Starr, al- ræmdum glæpaforingja. Fyrrgreindir menn störfuðu allir undir stjóm hans. Þar sem hana fannst sig skorta eftirminnilegra nafn, tók hún upp nafnið Belle Starr. Starr-gengið alræmda, sem var þekkt fyrir gripdeildir, slátranir og íkveikjur, var fyrsta skrefið í að gera Belle að „Glæpadrottning- unni“, eins og margir minnast hennar. Tengdafaðir hennar, Tom, er talinn hafa verið tveir metrar á hæð og bar skinnhálsfesti sem sagt er að hann hafi troðið í eymasneplum fómarlamba sinna sem hann hafði skotið. Einu sinni kom fimm ára gamall drengur hlaupandi út úr brennandi húsi, sem hann hafði kveikt í. „Ég þreif bara í hann og henti honum aftur á bálið,“ er haft eftir honum. Af þessu má sjá að líf hennar einkenndist af ýmsu því, sem erfitt er fyrir nútímamanninn að skilja. Hlnn 23 ára gamli Tom Starr sölsaði mikið land undir sig og flutti með konu sinni til Che- rokee- svæðisins þar sem þau lifðu í vellyst- ingum. Belle skírði heimili þeirra „Youngers Bend“ og var það umvafið skógi og vötnum á alla kanta. Þrátt fyrir 9 ára aldursmun, Belle f óhag, var þokki hennar slíkur að til þess var alls staðar tekið. Staðsetning hússins var valin af kostgæfhi, þar sem auðvelt var að fylgjast með manna- ferðum. Starr safnaði fljótlega um sig hóp misindismanna, sem gættu hans og heimilis- ins á milli þess sem ránsferðir voru famar. Einna mest athygli beindist þó sffellt að Belle sjálfri. Dagblað í Arkansas skrifaði að frúin sæti betur hest en áður hafði þekkst, ætti enskan eðalhnakk og glæsileg klæði og væri í raun höfuðið á glæpaklíkunni þar sem hún reyndist þeim „Gyðja hins leiðandi anda“. Ein sagan á öðmm betur að sýna skipulags- gáfu hennar, sem eflaust má rekja til góðrar menntunar. Hún á að hafa sent hóp manna til að stela hrossum 100 km norðar en aðalstöðv- ar þeirra vom. Á miðri leið setti hún síðan á fót hrossaskiptimarkað, þar sem hrossin hlutu nýja eigendur. Hrossin að sunnan fóm því norður og öfugt. Mun erfiðara var fyrir yfir- völd að rekja slóð þjófanna fyrir vikið. Ekki er vitað um nema einn glæp sem Belle átti beina aðild að. Hún skaut mann til bana, sem að sögn hennar ætlaði að ræna af henni 3000 dölum. í kjölfar þess atburðar vom hún og eiginmaður hennar dæmd í 9 mánaða fang- elsi fyrir ýmsa smáglæpi, en dómurinn þótti einkennilega vægur. Eftir að afplánun lauk, tóku þau skötuhjú upp sama starfa og áður. Það sannaðist á Tom Starr að þeir, sem lifa af byssunni, hljóta að falla fyrir henni. Hann beið bana í byssuóeirðum sem upphófust á sveita- dansleik í desember 1886. Lfkið var varla kólnað, þegar ekkjan tók Jack Spaniard á ný á löpp. Hann lenti síðar í fang- elsi og þá tók Jim French við hlutverkinu. Síð- ar kom það í ljós að yfirvöld á Cherokee-svæð- inu efuðust um að Belle ætti nokkurt tilkall til landareignarinnar, þar sem hún væri ekki af þeirra fólki. Það mál leysti Belle með þvf að giftast 24 ára innfæddum Cherokee-manni, þá 40 ára gömul. Hún var nú farin að missa æskuþokkann svo um munaði, hárið að grána, varimar þunnar og dökkir baugar undir augum. Þrátt fyrir það hafði hún enn þann persónuleika sem fékk yngri menn til að falla fyrir henni, og m.a.s. samþykkti hinn myndarlegi ungi eiginmaður að hann tæki upp hennar nafti eftir brúðkaup- ið, en þess voru engin fordæmi. Jim July, eins og hann hét áður, gerðist því Jim Starr. Koma hans á heimilið hafði deilur í för með sér, sem e.t.v. reyndust örlagaríkari en séð varð fyrir. Bæði börn hennar voru aftur komin inn á heimili hennar. Pearl, sem var 19 ára, varð móður sinni gríðarlega reið fyrir að ginna Frumkvööull kvenréttinda eöa dúkkulísa misindismannsins? Belle Starr. Var hún myrt af elskhuga, reiöum nágranna, eöa átti hennar eigiö barn hlut aö máli? Belle heillaöi og lét heillast af mörgum hættulegum útlögum. Hér situr Blue Duck, alræmdur glæpamaður, henni viö hliö. Jim til fylgilags. Hann hafði verið henni hjart- fólginn áður, og kunni hún samkeppninni við móður sína illa. Hinn 17 ára Eddie hafði alltaf liðið fyrir háttemi móður sinnar, en nú tók steininn úr þegar nýi fósturpabbinn reyndist litlu eldri en hann sjálfur. Sunnudagurinn 2. febrúar 1889, síðasti dag- ur þessa lífs hjá Belle Starr, byrjaði ánægju- lega. Hún vaknaði snemma til að undirbúa morgunverð fyrir Jim. Hann átti að mæta fyr- ir dómi þennan dag í Fort Smith í Arkansas. Við brottför hans horfði Belle á gullna sólina baða sig í fögmm vötnum nágrennisins, og skyndilega ákvað hún að fylgja manni sínum úr hlaði. Þau riðu saman í 15 mílur eða svo, þá sneri hún við til heimilis síns, en kom við í ný- lenduvöruverslun og fékk sér hressingu. Hún átti stutt spjall við konu kaupmannsins og færði þar m.a. í tal að hún ætti í einhverjum erfiðleikum með nágranna sinn, Edgar Wat- Belle var myrt, en hver var morðinginn? son. Belle yfirgaf búðina kl. 13.00. Pearl, dóttir Belle, skýrði yfirvöldum síðar svo frá: „Ég fann hana dauðvona um sexleytið. Áður hafði hesturinn komið hlaupandi heim með blóðugan hnakkinn. Hún lá niðri við ána með andlitið niður í blóði og leðju.“ Pearl sagði að Belle hefði enn verið á lífi, en hefði ekkert getað tjáð sig. Hún hafði séð að það blæddi úr hálsi, andliti og öxlum hennar, sfðar missti hún meðvitund og dó síðan. Rannsókn leiddi það í ljós að hán hafði fyrst verið skotin úr launsátri með haglabyssu í háls og bak. Og síðan, eftir að hún hafði náð að draga upp perluskefta skammbyssu sína, aftur í vinstri öxl og andlit. Morðvopnið var tví- hleypt haglabyssa. Hægt var að rekja u.þ.b. 100 metra aurslóð eftir stígvél, frá morðstaðn- um í átt að húsi Edgars Watson, nágrannans sem vitað var að hún hafði átt í einhverjum erjum við. Belle Star var jörðuð í sínu besta reiðskarti, flauelsklæddri dragt með gullbryddingum. Um mitti hennar var belti, sem í voru tvær perluskeftar skammbyssur sem hún bar ætíð. Jim July Starr var í 60 mílna fjarlægð í Fort Smith í Arkansas, þegar honum barst skeyti um andlát eiginkonunnar. Örvaður af mikilli viskíneyslu náði hann að mæta í tæka tíð fyrir jarðarförina, en ekki var fyrr búið að moka yf- ir gröfina er hann réðst að Edgar Watson. Hann beindi að honum Winchester- skamm- byssu og öskraði viti sínu fjær af sorg og drykkju: „Þú ert bölvaður tíkarsonurinn sem myrtir konuna mína.“ Vinum hans tókst þó að róa hann og daginn eftir hélt hópur manna til dómshússins í Fort Smith í Árkansas með Edgar í böndum til að krefjast þess að hann yrði sakfelldur. Watson hélt fram sakleysi sínu: „Ég myrti ekki Belle Starr, ég veit ekkert hver gerði það. Af einhverjum orsökum, sem mér eru ókunnar, þá líkaði henni ekki við mig, en það er ekki ástæða fyrir að ég myndi bana henni.“ Watson var sleppt vegna skorts á sönn- unargögnum. Hann hélt beina leið heim, tók hluta af eigum sínum og hélt með konu sinni á óþekktar slóðir og hefur ekkert síðan til hans spurst. Pearl Younger yfirgaf einnig heimkynnin og settist að í Fort Smith þar sem hún rak „heim- ili fyrir veika og þurfandi". Frægð móðurínnar tryggði henni gott gengi og aðalsmerki vænd- ishússins var stór rauð stjama skreytt með perlum. Sagt er að Pearl hafi farið út í vændi til að safna peningum til að leysa hálfbróður- inn, Eddie, úr fangelsi. Hann hafði verið dæmdur fyrir rán. Hún réð sér góðan lögfræð- ing og ekki var nóg með að henni tækist að fá hann lausan, heldur var hann seinna gerður að foringja í bandaríska hernum. Eddie Reed var skotinn við skyldustörf eftir skamma veru í starfi. Ýmsar sögur fóru á kreik um hver hefði ban- að Belle Star. Ein var að Tom Starr, fyrrum tengdafaðir hennar, hefði gert það í þeirri trú að hún hefði valdið dauða sonar hans. Bróðir Jim Reed átti að hafa myrt hana vegna þess að hún hefði lagt dauðagildru fyrir Jim, fyrstu ástina sem ýtti henni frá sér. Sagt var að annar nágranni Belle, Hi Early, hefði boðið hverjum sem var verðlaun fyrir að drepa hana. Og enn ein sagan leiddi líkum að þvf að henni hefði verið banað af manni sínum, Jim July Starr, sem hefði snúið við frá för sinni til Arkansas til að binda endi á líf hennar. Sannleikurinn er e.t.v. enn ótrúlegri en þess- ar skrautlegu sögusagnir. Mörgum árum eftir að Eddie Reed lést, viðurkenndi Pearl Starr fyrir fjölskylduvinum sínum, og síðar fyrir eig- in bömum, að mamma hennar hefði nefnt morðingjann á nafn áður en hún dó. „Elskan, bróðir þinn skaut mig.“ Árum saman þagði Pearl yfir sekt bróður síns. Loksins sagði hún frá sambandi þeirra hálf- systkinanna, sem hugsanlega ýtti undir morð- ið á móður hennar. E.t.v. vegna áhrifa frá hinu frjálsa kynlífi, sem móðir þeirra Iifði og lagði mikið upp úr, fundu systkinin til ónáttúm- legra hvata, sem þau um síðir leyfðu að fá út- rás. Pearl sagði: „Við vomm búin að gera það í 6 mánuði, þegar mamma komst að því.“ Belle hafði orðið æf, gengið í skrokk þeirra beggja og barið þau sundur og saman, en Eddie þó miklu verr. Hún húðstrýkti hann með svipu uns bakið var eitt blæðandi sár. Eddie hafði hlaupist á brott, hvæsandi: „Ég skal drepa bölvaða gyltuna.“ Þremur vikum seinna var Belle vegin úr launsátri. Það er hugsanlega sorglegasta staðreyndin í sögu Belle Starr, að aðeins tvær af þeim mann- eskjum, sem henni vom nánastar, sluppu við ofbeldisfúllan dauðdaga. Cole Younger og Pe- arl, dóttir hennar, komust bæði til hárrar elli. Bæði hlutu hljótt andlát í hvílum sfnum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.