Tíminn - 20.02.1993, Side 6

Tíminn - 20.02.1993, Side 6
6 Tíminn Laugardagur 20. febrúar 1993 Mörgum fínnst sem enn eitt kennaraverkfallið sé í uppsiglingu en félagar í Kennarasambandi íslands greiða atkvæði um verkfalisboð- un í næstu viku. Þeir hafa samt ekki farið í verkfall frá því árið 1984. „Það er ábyrgðarleysi að berjast ekki,“ segir Svanhildur Kaa- ber, formaður sambandsins, og telur kostina vera tvo, annars vegar að láta ráðskast með sig eða hafa áhrif á kaup og kjör með verkfalli ef aðrar leiðir reynast ófærar. Henni fínnst forsætisráðherra lifa í tómarúmi og vera víðs fjarri veruleika venjulegs launafólks. Hún telur að það sé of ríkjandi að kenna grunnskólanum um allt sem af- laga fer í þjóðfélaginu. Er ekki ábyrgðarhluti að boða til verkfalls í vaxandi atvinnuleysi og erfiðri stöðu þjóðarbúsins? „Við viðurkennum að staða þjóð- arbúsins er erfið og þess vegna leggjum við fram mjög hógværar kröfur. Þær miða að því að halda í markmið þjóðarsáttar undanfar- inna ára. Það hefur verið tvenns konar markmið með þeim. Ann- ars vegar að halda kaupmætti og hins vegar að snúa honum til betri vegar þannig að hann hækkaði en félli ekki. Núverandi stjórnvöld virðast al- veg hafa misst sjónar á þessu markmiði. Það er ekki einu sinni rætt um að halda þeim kaupmætti sem er núna heldur hreinlega að hann versni. Þess vegna held ég að það sé ábyrgðarleysi fyrir launa- fólk að vera ekki tilbúið að berjast fyrir bættum kjörum. Vegna þess- arar kreppustefnu sem núverandi stjórnvöld fylgja þá virðist allt stefna í að hjól samfélagsins hætti að snúast. Þetta er nokkurs konar hringrás því það eru laun venju- legs launafólks sem halda samfé- laginu gangandi. Fari laun þess svo langt niður að það geti ekki notfært sér þjónustu samfélagsins þá staðnar þjóðfélagið. Þess vegna held ég að það sé ábyrgðarleysi ef menn eru ekki tilbúnir að takast á við þetta,“ segir Svanhildur. Meira fórnað með aðgerðarleysi Má ekki búast við að þótt árang- ur náist eftir verkfallsbaráttu þá étist hann upp með aðgerðunum og vel það? „Kjarabarátta kostar alltaf fórnir. Það er ekki tekið út með sældinni að taka svona afdrifaríkar ákvarð- anir. Þess vegna er óskaplega mik- ilvægt að menn séu sammála um niðurstöðu sem verður í svona málum. Ég held að það yrði miklu meiri fórnarkostnaður að fara ekki í verkfallsaðgerðir. Ég held að það sé miklu meiri fórn ef við er- um ekki tilbúin til að taka á,“ seg- ir Svanhildur. Þar hefur hún í huga ýmsar áherslubreytingar í þjóðfélaginu sem hafa orðið í seinni tíð eins og heilbrigðis- og menntamál ásamt fleiru. „Það sem við höfum hingað til talið sem velferðar-, félags- og samfélagsþjónustu með áherslu á samhjálp þegnanna er alveg horf- ið. Nú er verið að etja fólki saman og hver á að berjast fyrir sig,“ seg- ir Svanhildur og bendir á hug- myndir um einkavæðingu, aukna framleiðni og hagræðingu máli sínu til stuðnings. „Ef verið er að framleiða skrúfur er mjög eðlilegt að hugsað sé til þess hvaða skrúfur passi mark- aðnum þannig að gætt sé að því að varan henti þeim markaði sem hún á að fara inn á. Þessi viðhorf eiga ekki við um samfélagsþjón- ustuna. Þau eiga t.d. ekki við í menntakerfinu ef það á að halda þeim áherslum þar sem menn hafa hingað til verið ásáttir um,“ segir Svanhildur. Krefjumst verðtryggingar á launin Meðlimir Kennarasambandsins fóru síðast í verkfall árið 1984. Þá tók gengisfelling alla kjarabótina fljótlega eftir undirritun samn- inga. Má búast við betri árangri núna? „Verkfall er nauðvörn og það að fara út í svona aðgerðir er það eina sem svona félag getur gert þegar búið er að hafna öllum kröfum og meira að segja efnislegri umfjöll- un um kröfugerðina. Jafnframt er búið að segja okkur að við megum bara tala um eitthvað annað, með einhverjum öðrum og við ein- hvern annan en samninganefnd ríkisins. Maður þyrfti að hafa kristalskúlu til að sjá fyrir hvað gerist í framtíðinni. Ég vona sann- arlega, komi til verkfalls, að við munum ekki standa frammi fyrir öðru eins og menn stóðu frammi fyrir 1984,“ segir Svanhildur og bætir við að nú verði gerð krafa um fulla verðtryggingu launa. Forsætisráðherra í tómarúmi Forsætisráðherra er undrandi á að kennarar íhugi verkfall á þess- um samdráttartímum. „Mér finnst það sýna tengslaleysi forsætisráðherra við þjóð sína að vera afskaplega hissa á þeim sem taka á í kjaramálum. Mér finnst það sýna að hann og hans fólk sé í einhverju tómarúmi einhvers staðar annars staðar. Það er ekki eins og þetta sé að koma upp einmitt núna. Við vor- um í samningaviðræðum í fyrra í níu mánuði. Þær enduðu með miðlunartillögu sáttasemjara og það voru fleiri félagsmenn í Kenn- arasambandinu sem höfnuðu henni en samþykktu hana. Samt varð hún að samningi fyrir okkur. Það liggur í hlutarins eðli að þrýsta á um nýjan kjarasamning þegar forsenda hans er að engu

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.