Tíminn - 20.02.1993, Síða 13

Tíminn - 20.02.1993, Síða 13
Laugardagur 20. febrúar 1993 Tíminn 13 Komi til verkfalls hjá aðildarfélögum BSRB 22. mars n.k., mun það hafa víðtæk áhrif um allt þjóðfélagið: Hið sjálfsagða verður að munaði Aðildarfélög Bandalags starfs- manna ríkis og bæja hafa þegar hafið undirbúning að atkvæða- greiðslu um boðun verkfalls þann 22. mars n.k., í samræmi við samþykkt formannafundar BSRB um miðja vikuna. Alls eru um 17 þúsund félagsmenn í aðildarfé- lögum BSRB, en öndvert við kjaradeiluna árið 1984 er samn- ingsrétturinn í höndum hvers einstaks félags. Þótt ómögulegt sé að segja nokk- uð til um það á þessari stundu, hver niðurstaðan verður í at- kvæðagreiðslu aðildarfélaga BSRB, liggur hins vegar nokkuð ljóst fyrir hver áhrifin verða, ef til verkfalls kemur í mars. Að auki eru kennarar innan Kennarasam- bands íslands að fara af stað með Enginn póstur-^ Verkall BSRB-félaga mundi lama starf- semi Pósts & sfma og póstburöur mundi leggjast af, auk þess sem síma- afgreiösla yröi f lágmarki og sömuleiðis öll viögeröarþjónusta. Hætt er viö að áhrifin af lokun Póstsins mundi hafa veruieg áhrif þegar til lengdar lætur, þótt ýmsir kunni að kætast tímabundiö yfir þvl aö fá engar rukkanir í pósti. Þá myndi öll fjarskiptaþjónusta veröa ílág- marki, en neyöarþjónusta veröur starf- rækt í Gufunesi. reglumenn sinna sínum skyldu- störfum. En til að glöggva lesend- ur á þeim áhrifum, sem verkfall BSRB-félaga getur haft á þeirra líf og annarra, þar sem hið sjálfsagða verður nánast að munaði, fer hér á eftir gróf upptalning á því helsta. Enginn strætó Almenningssamgöngur munu falla niður með strætisvögnum. Þá verður hver og einn að bjarga sér fótgangandi til og frá vinnu, eða treysta á vini og kunningja, ef við- Ríkisútvarpið-sjón- varp stöðvast Þeir, sem muna eftir verkfallinu árið 1984, muna kannski einna helst eftir lokun útvarpsins og það að engar fréttir voru sagðar og sjónvarpið var lokað. Ef til verk- falls kemur, mundu þessi áhrif á hið daglega líf verða töluvert minni nú en þá, sökum þeirra fjöl- mörgu ljósvakamiðla sem reknir eru í dag auk sjónvarpsstöðvar. Að vísu kann svo að fara að einhverjar truflanir geti orðið á starfsemi þeirra vegna lokunar hjá Pósti & síma. Sorp ekki hreinsað Á meðan á verkfalli stendur mun sorp hrannast upp, þvl þaö verður ekki hreinsaö. Það kemur kannski ekki að sök ef verkfalliö verður stutt, en ef þaö verður langvinnt er hætta á aö uppsafn- aö sorpið geti orðið aö vandamáli; yfir- fullar sorptunnur og gámastöövar lok- aöar. Bindindi-*- Sölustaðir Áfengis- og tóbaksverslunar rfksins veröa lokaðir og enga löglega brjóstbirtu aö hafa á meðan. Einnig má búast viö tóbaksskorti þegar á líöur. ^-Lokaðar sundlaugar Hætt er við að mörgum fastagestum sundlauga landsins muni bregöa f brún og fallast hendur, þegar þeir komast ekki lengur í sitt daglega sund. Á meðan veröa viökomandi aö láta sér nægja þá baöaöstöðu sem þeir hafa f sínum híbýl- um. atkvæðagreiðslu um boðun verk- falls þann 22. mars n.k. En ef til verkfalls kemur hjá kennurum í KÍ mun það t.d. lama allt starf í grunnskólum landsins. Þótt ýmislegt hafi breyst í þjóðfé- laginu frá því aðildarfélög BSRB fóru síðast í verkfall árið 1984 — s.s. fjölgun útvarpsstöðva í einka- eign og það að tollverðir eru ekki lengur með; „seldu sína sál fyrir baunadisk", eins og það er orðað — þá mun verkfall opinberra starfsmanna hjá ríki og bæ hafa gríðarleg áhrif á allt samfélagið. Undanþegnir þátttöku í yfirvof- andi verkfalli BSRB eru einkum yfirmenn hinna ýmsu stofnana, starfsmenn stjómarráðsins og þeir sem starfa að öryggis- og heilsu- gæslumálum. Auk þess munu lög- komandi á ekki bfl. Að sama skapi mun umferð einkabfla aukast og samfara því er viðbúið að meira verði um tafir í umferðinni. Engar veðurfréttir Starfsemi Veðurstofu íslands mun aðeins verða svipur hjá sjón og í verkfalli BSRB verða engar veðurfréttir sendar út. Hins vegar verða gefnar út stormviðvaranir þegar svo ber undir. Hætt er við að það torveldi allar samgöngur í lofti, því verkfallið mundi hafa áhrif á tlugþjónustuna og jafn- framt mundi það seinka öllu milli- landaflugi. Sömuleiðis yrðu áhrif- in töluverð á samgöngur á sjó og einnig einhver hjá fiskiskipaflot- anum. Fasteignakaup í uppnámi Þá mun verkfall BSRB hafa vem- lega röskun í för með sér fyrir þá sem hyggja á fasteignakaup, því öll vinna við þinglýsingar mun liggja meira eða minna niðri. Rólegt í dómskerfinu Þótt dómarar landsins fari ekki í verkfall, er hætt við því að þeir fái ekki nauðsynleg skjöl upp í hend- urnar, því starfsfólk þeirra verður meira eða minna í verkfalli. Hægir á öllu Þá er viðbúið að einhver röskun verði á starfsemi heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa meira og minna í öllu hinu opinbera kerfi ríkis og sveitarfélaga. Með sínu nefi í þættinum í dag verða gamalkunn íslensk lög, sem allir ættu að kunna þó þau séu e.t.v. ekki sungin mjög oft. Fyrra Iagið varð þó talsvert vinsælt hér á ámm áður í flutningi HÍjómsveitar Ingimars Eydal, en það er hið bráðskemmtilega lag Páls ísólfssonar við ljóð Davíðs Stefánssonar „Litla kvæðið um litlu hjónin“. Einhver stakk upp á því að þátturinn tileinkaði þetta lag ríkisstjórninni, en það verður ekki gert, þar sem þessi söng- skemmtun á að vera algerlega ópólitísk. Það eru sömu höfúndar að seinna laginu, „Blítt er undir björkunum", lag Páls ísólfssonar við ljóð Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, en þetta er söngur fiðlarans úr Gullna hliðinu. Góða söngskemmtunl LITLA KVÆÐIÐ UM LITLU HJÓNIN C F C F Við lítinn vog í litlum bæ C G7 C er lítið hús (lítið hús). C F C F í leyni inni’ í lágum vegg C G7 C er lítil mús (lítil mús). G7 C Um litlar stofur læðast hæg E og lítil hjón, Am Em Am því lágvaxin er litla Gunna Dm G7C og litli Jón. Þau eiga lágt og lítið borð og lítinn disk (lítinn disk), og litla skeið og lítinn hníf og lítinn fisk (lítinn fisk), og lítið kaffi, lítið brauð og lítil grjón, því lítið borða litla Gunna og litli Jón. Þau höfðu lengi litla von um lítil böm (lítil böm), sem léku sér með lítil skip viö litla tjörn (litla tjöm). En loksins sveik sú litla von þau litlu flón og lítið elskar litla Gunna litla Jón. BLÍTT ER UNDIR BJÖRKUNUM Þau eiga bæði létt og lítil leyndarmál (leyndarmál), og lífið gaf þeim lítinn heila og litla sál (litla sál). Þau miða allt sitt litla líf við lítinn bæ og lágan himin, Iitla jörð og lygnan sæ. F i »( i > < »( > X 3 4 2 | , c D 0 2 3 1 0 0 G7 3 2 0 0 0 1 Am C Ég beið þín lengi, lengi, Dm Gm Dm mín liljan fríð, F stillti mfna strengi C gegn stormum og hríð. Em F C Ég beið þín undir björkunum C D Am í Bláskógahlíð. Gm Ég leiddi þig í lundinn, mín liljan fríð, sól skein á sundin um sumarlanga tíð. Og blærinn söng í björkunum í Bláskógahlíð. Leggur loga bjarta, mín liljan fríð, frá hjarta til hjarta, um himinhvelin víð. Og blítt er undir björkunum í Bláskógahlíð. Dm

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.