Tíminn - 20.02.1993, Síða 19
Laugardagur 20. febrúar 1993
Tíminn 19
Ingvar Gunnlaugsson
bóndi, Syðra-Kolugili
Fæddur 16. júní 1917
Dáinn 9. febrúar 1993
í dag er borinn til hinstu hvílu Ing-
var frændi minn. Ingvar var fæddur
að Kolugili í Víðidal, V- Hún., 16.
júní 1917. Þar bjó hann og starfaði
til dauðadags. Ingvar var sonur
Gunnlaugs Daníelssonar og seinni
konu hans Sigrúnar Jónsdóttur.
Systkini hans og samfeðra voru
Ingibjörg f. 1902, látin, Kristín f.
1903, látin, Bjöm f. 1904, bóndi á
Ytra-Kolugili, Sigríður f. 1906, látin,
Haraldur f. 1908, búsettur í Reykja-
vík. Alsystkini Ingvars voru Agnar f.
1915, látinn, og Asa f. 1924, búsett á
Syðra-Kolugili. Ingvar var ógiftur og
bamlaus, en bjó í sambýli við systur
sína Ásu og mág sinn Ragnar og er
söknuður þeirra mikill.
Minningamar hrannast upp við
skyndilegt fráfall hans. Mér er minn-
isstæður fyrsti morguninn minn í
sveit á Kolugili. Ingvar kom fyrstur
úr fjósinu, eins og hann var vanur,
byrjaði að elda hafragraut og tók
upp súrt slátur úr tunnu. Ég horfði
andaktugur á þetta og hugsaði hvort
hann ætlaði virkilega að borða þetta.
Hann sneri sér við um leið og hann
hrærði í pottinum og spurði mig um
líðan skyldmenna fyrir sunnan.
Hann hafði áhuga á að frétta af
systkinum sínum. Að þessu búnu
lagði hann á borð fyrir okkur og
grauturinn hvarf ofaní hann, svo var
rokið út að vinna.
Já, vinna. Það var aldrei slegið
slöku við vinnu á Kolugili. Unnið
alla daga frá morgni til kvölds, ég
hef aldrei kynnst eins duglegu fólki
og Kolugilssystkinum. Ingvar var
góður bóndi og átti grösuga jörð.
Hann átti fallegt og vel hirt fé og góð
hross.
Ingvar var hógvær maður og hafði
þægilegt viðmót. Hann var einstak-
lega vel lyntur, hann reiddist aldrei
hvorki við menn né skepnur. Hann
var hjálpsamur maður og hændust
auðveldlega að honum bæði börn og
dýr. Hans lífsstíll var að sælla væri
að gefa en þiggja. Ingvar var nátt-
úmbarn og hafði yndi af fjallaferð-
um, hvort sem hann fór í göngur á
Arnarvatnsheiði eða í veiðiskap.
Eitt vorið vomm við Ingvar uppi á
Víðidalsfjalli að reka stóð. Þar var
brún hryssa sem var nýköstuð rauðu
hestfolaldi. Hann leit á folaldið og
sagði að ég mætti eiga það. Þarna
var kominn minn fýrsti hestur, en
hestar hafa átt hug minn og fjöl-
skyldu minnar síðan. Þetta þakka ég
frænda mínum.
Það em margir kílómetrarnir sem
Ingvar hefur gengið um ævina, eða
öllu heldur hlaupið við fót. Hann gaf
sér sjaldan tíma til að skreppa í bæ-
inn, en hjálpaði stundum bróður
sínum Agnari við jólatréssölu í
Bankastræti í Reykjavík. Einu sinni
fór hann í ferð með bændum til Nor-
egs.
í dag kveð ég góðan dreng, Ijúfan
og hjálpsaman, og bið guð að blessa
minningu hans. Jón Albert
Hj ónabandssæla
Husbands and Wives *★*
Framleiöandi: Robert Greenhut.
Handrít og leikstjóm: Woody Allen.
Aóalhlutverk: Woody Allen, Mia Farrow,
Judy Davis, Sydney Pollack, Blythe
Danner, Liam Neeson og Juliette Lewis.
Stjörnubíó.
Öllum leyfð.
Á síðasta ári gerði heimspressan
einkalífi Woody Allens og Miu
Farrow ítarleg skil, en þau skildu
eftir margra ára samband og sam-
starf í kvikmyndum. Glöggir menn
þóttust sjá greinilegt samband með
efni þessarar myndar og atburðum í
einkalífi Allens, þegar hann viður-
kenndi að hann og 19 ára fósturdótt-
ir hans hefðu staðið í ástarsam-
bandi. Athyglin, sem málið vakti,
varð til þess að Hjónabandssæla varð
vinsælasta mynd Allens í langan
tíma í Bandaríkjunum, en myndir
hans eru mun vinsælli í Evrópu en
þar, ef undan er skilin New York,
sem er sögusvið flestra mynda hans.
Allen leikur virtan prófessor í bók-
menntum, sem er giftur Farrow, en
hjónaband þeirra er orðið hálfl-
íflaust. Þau komast þó ekki að því
fyrr en bestu vinir þeirra, hjónin
Pollack og Davis, tilkynna þeim
skilnað sinn. Þau segjast skilja í
mesta bróðerni, enda vel siðað fólk,
en annað kemur á daginn þegar þau
byrja að hitta annað fólk. Þá sprettur
afbrýðisemin upp og gömul ágrein-
ingsefni rifjast upp. Það er ekki laust
við að Allen og Farrow öfundi þau
talsvert, en þeim langar báðum að
prófa að vera með öðru fólki, þótt
þau segi ekki hvort öðru frá því. Al-
len fær áhuga á Lewis, nemanda sín-
um, en vægt til orða tekið virðast
eldri menn hrífast mikið af henni.
Hlutimir verða ekki síður flóknir
hjá Farrow, en hún fær áhuga á
vinnufélaga sínum, sem hún hafði
asnast til að kynna fyrir Davis og
koma þeim í raun saman. Áhorfand-
inn fylgist með uppákomum í lífi
persónanna og þær útskýra einnig
gerðir sínar og skoðanir í viðtölum
við spyril, sem ekki er hluti fram-
vindunnar að öðm leyti.
Eins og svo oft áður eru það sam-
skipti kynjanna, sem em fyrirferðar-
mest í handriti Allens. Hann tekur
skemmtilega fyrir „litlu“ atriðin í
fari makans, sem fara í taugarnar á
hinum aðilanum, og kristallast þetta
í persónu Judy Davis, sem hún túlk-
ar frábærlega. Carlo di Palma stjóm-
ar tökuvélinni af fagmennsku, en
sum atriðin em talsvert löng og
óklippt og stíllinn er svipaður og í
heimildarmynd. Engin tónlist heyr-
ist í myndinni, nema við upphaf og
endi á meðan titiarnir sjást, ekki
einu sinni ein jassfluga, sem oft
V._______________________________________/
heyrast í myndum Allens. Fyrri hluti
myndarinnar er frábær, með fullt af
fyndnum samtölum, en henni fatast
aðeins flugið í seinni hlutanum,
samt ekki svo mikið að gæðin rýrni
að ráði.
Ég tel að sómablöðin í Bandaríkj-
unum hafi nú ýkt fullmikið sam-
bandið milli einkalífs Allens og
myndarinnar, en myndir hans hafa
þó oft verið allpersónulegar.
Leikararnir inna starf sitt fagmann-
lega af hendi, enda þarf Woody Allen
ekki að biðja góða leikara oft um að
leika í myndum sínum, því þeir eru
allir meira en lítið fúsir til að vinna
með honum. Þótt allir standi þeir
sig vel, skyggir Judy Davis á þá alla.
Hún túlkar taugaveiklaða og skap-
stirða persónu sína frábærlega og
erfitt verður að ganga fram hjá
henni, þegar Oskarsverðlaunin
verða afhent fyrir bestan leik í auka-
hlutverki, en hún hefur fengið ýmis
verðlaun nú þegar fyrir leik sinn í
þessari mynd.
Woody Allen er mikill listamaður
og Hjónabandssæla er tvímælalaust
með verkum hans. Að venju er fag-
mennskan í fyrirrúmi og handritið
skemmtilegt, sérstaklega fyrri hlut-
inn, og Judy Davis vinnur eftir-
minnilegan leiksigur.
Örn Markússon
íIlaðírávántaPi
I YMIS HVERFI
Lynghálsi 9. Sími 686300
BÚFJÁRKLIPPUR
.... Frábær rúningsvél, sem fer vel
í hendi.
LISCOP
EINNIG
FYRIR
KÝROG
HROSS.
EIIílllI
VÉLAR&
ÞJÓNUSTAHF
Sfmi 91 - 68 32 66
r---------------------------------------------------á
Útboð
Breiðholtsbraut, Elliðavatns-
vegur-Jaðarsel
Vegagerð rikisins óskar eftir tilboöum i lagningu
um 2ja km kafla á Breiðholtsbraut milli Elliða-
vatnsvegar og Jaðarsels.
Helstu magntölur: Fylling og buröarlög 78.000
m3, skering í laus jarölög 57.000 m3, skering i
berg 13.000 m3, malbik 23.000 m2, umferöareyj-
ar 1.700 m2 og steinsteypa 170 m3.
Verki skal lokiö 10. september 1993.
Útboösgögn verða afhent hjá Vegagerð rikisins,
Borgartúni 5, Reykjavik (aöalgjaldkera), frá og
meö 22. febrúar n.k.
Skila skal tilboöum á sama staö fyrir kl. 14:00
þann 8. mars 1993.
Vegamálastjóri
__________________________________J
Innkaupastofnun Reykjavikurborgar, f.h. byggingadeildar borg-
arverkfræðings, óskar eftir tilboðum i smíði á leiktækjum og
ýmsum búnaði fyrir Fjölskyldugarö i Laugardal.
Um er að ræða smiöi og uppsetningu leiktækja úr tré ásamt
merkingum og uppsetningu á leiktækjum og frágangi við leik-
svæði.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3,
Reykjavik, frá og með þriöjudeginum 23. febrúar, gegn kr.
15.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuö á sama stað miövikudaginn 10. mars
1993, kl. 11,00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkiuveqi 3 - Simi 25800