Tíminn - 27.02.1993, Page 1
Laugardagur
27. febrúar 1993
40. tbl. 77. árg.
VERÐ í LAUSASÖLU
■ KR. 110.-
Fjárþörf Atvinnutryggingardeildar 500 milljónum undir áætlun vegna
betri innheimtu útistandandi lána en ætlað var við fjárlagagerð:
n
fortíðar-
vandinn" mjög
orðum aukinn?
Fjárþörf Atvinnutryggingadeildar Byggðastofnunar reyndist nær
þriðjungi eða 500 milljónum undir heimiidum fjárlaga og lánsQár-
laga vegna betri innheimtu útistandandi lána heidur en fjárlaga-
smiðir gerðu ráð fyrir.
I fyrstu grein fjárlaga ársins
1992 var samþykkt 1.250 milljóna
kr. lánveiting til Atvinnutrygginga-
deildar. í skýrslu fjármálaráðu-
neytisins um ríkisfjármál segir að
vegna þess að horfúr voru á slæmri
innheimtu afborgana og vaxta af
lánum Atvinnutryggingadeildar
hefði henni í lánsfjárlögum verði
heimiluð 400 milljóna króna lán-
taka umfram forsendur fjárlaga,
samtals 1.650 milljónir á árinu.
í lok ársins kemur síðan f ljós, að
ekki aðeins lét Atvinnutrygginga-
Tíminn í dag:
FJARMAL
HEIMILA
Neysla, skuldir,
sparnaður,
ráðdeild, sóun,
svikahrappar.
Bls. 10-20
deild 400 milljóna heimildina í
lánsfjárlögum ónýtta, heldur virð-
ist hún hafa komist af með 100
milljón krónum minna en áætlað
var í fjárlögum, þ.e. 1.150 milljón-
um á árinu.
í yfirliti um heildarlántökur opin-
berra stofnana kemur fram að lán-
tökur Byggðastofnunar og At-
vinnutryggingadeildar stofnunar-
innar urðu samtals 800 milljónum
lægri en gert var ráð fyrir. Þetta er
m.a. þakkað minni útlánum stofn-
unarinnar. „Þess má einnig geta að
greiðslur úr Verðjöfnunarsjóði
sjávarútvegsins á árinu 1992 urðu
til þess að afborganir hjá Atvinnu-
tryggingadeildinni innheimtust
betur en áður var ætlað,“ segir í
skýrslunni.
Enn er algerlega óvíst hver tekur við
af Jöhannesi Nordal í Seðlabanka:
Jon Sig. vill
ekkert segja
Jón Sigurðsson viðskiptaráð-
herra gefur ekld nein skýr svör
utn það hvort hann hafi áhuga á
að verða seðlabankastjórl þegar
Jóhannes Nordal hætthr. Hann
segir aöeins að það sé bankaráös
Seðlabankans að gera tillögu um
eftirmann Jóhannesar. Jón
mælti í gær fyrir frumvarpi til
laga um Seðlabanka íslands.
„Það er bankaráðsins að gera
tUIögu um bankastjóra í Seðla-
banka til þess að leysa þá menn
af hólmi sem láta þar af störf-
um. Fyrr en það hefur mótast
mun ég hvorki segja eítt né neltt
um málið enda ekki við hæfi að
ráðherrann sem ber ábyrgð á
þessum málum sé að tjá sig um
það í ótíma. Ég bendi á að það er
hálft ár þangað til Jóhannes
Nordal lætur af störfum og
næstum því eitt ár þar til Tómas
Ámason lætur af störfum. Það
er því ágætur tími til að fjalla
um þetta mál,“ sagði Jón.
Jón sagði að sín persóna tengd-
ist alls ekki frumvarpi til laga
um Seðlabanka íslands. Drög að
því hefðu verið lögð í tíð fyrri
stjómar. Hann sagði fullkom-
lega ómálefnalegt að tengja
frumvarplð sinni persónu eins
og td. Ólafur Ragnar Grimsson
hefur gert Ólafur Ragnar hefur
sagt að eldá sé hægt að ræða
frumvarpið á þingi fyrr en fyrir
liggi yfirlýsing frá Jóni um hvort
hann sældst eftir að setjast f stól
seðiabankastjóra.
Jón sagði að með sömu rökum
mætti segja að þingmenn væru
ekki hæfir til að fjalla um breyt-
ingar á kosningalögum vegna
þess að þeir kynnu að sækjast
eftir endurkjöri í kosningum.
Jón vísaði á bankaráð Seðla-
bankans þegar hann var spuröur
um hvenær eftirmaður Jóhann-
esar Nordals yrði ráðinn.
Jón mælti í gær fyrir frumvarpi
til nýrra Seðlabankalaga. Fum-
varpið gerir ráð fyrir að sjálf-
stæði bankans verði aukið og
stjórntæki hans verði efld. Eftir
framsöguræðu ráðherra lagði
Halldór Ásgrímsson til fyrir
hönd stjómarandstöðunnar að
umræðum yrði frestað og efna-
hags- og viðskiptanefnd fengi
málið strax til umfjöllunar. Hall-
dór sagði að nauðsynlegt væri
fyrir nefndarmenn að kynna sér
þetta stóra mál vel. Slík kynning
í nefnd mundt greiða fyrir um-
ræðum um málið á þingi. -EÓ
Fullmikil
bjartsýni í
fjármálum
íslendingar eru á stund-
um einum of kaldir að
slá lán. Sjá viðtal við
Sigurð Geirsson hjá
húsbréfadeild Húsnæð-
isstofnunar.
Bls. 10-11
Menn sem
lifa af því að
féfletta fólk
Til eru siðvillingar sem
lifa af því að svíkja pen-
inga og lausafé af fólki
sem á sér einskis ills
von. Saga af „hrossa-
kaupum".
Bls. 16-17
Bollubakst-
urinn ráð-
herralaun
Blaðamaður Tímans
bakaði 30 bollur á bollu-
dag í stað þess að
kaupa þær í bakaríinu
og gat reiknað sér 1.850
króna tímakaup fyrir
ómakið.
Bls. 20
Fjöldi fólks
á köldum
klaka
Gamalt fólk og lágt settir
fýrrverandi ríkisstarfsmenn
eiga nú erfitt uppdráttar eftir
hrun Sovétríkjanna.
Baksvið heimsviðburðanna
eftir Dag Þoríeifsson.
Bls. 8-9
Ólafur G. Einarsson menntamálaráöherra, Salome Þorkelsdóttir forseti Alþingis og Guömundur
Magnússon þjóöminjavörður skoða víkingasverð frá söguöld. Timamynd Ami Bjama
Þjóðminjaþing haldið í 130 ára gömlu Þjóðminjasafni:
Byggt verður við Þjóðminjasafnið
Þjóðminjaþing var sett í gær að við-
stöddu fjölmenni. Meðal gesta voru
forseti íslands, forsætisráðherra og
menntamálaráðherra. Þjóðminja-
þing hefur ekki áður verið haldið en
vonast er til að það verði árlegur
viðburður í framtíðinni. Tilgangur
þess er að ræða um ýmis mál sem
snerta Þjóðminjasafnið og taka til
umfjöllunar ýmis fræðileg viðfangs-
efni sem fornleifafræðingar og
safnamenn eru að fást við á hverjum
tíma.
Húsnæðismál Þjóðminjasafnsins
voru meðal umljöllunarefna á þing-
inu og gaf menntamálaráðherra þá
yfirlýsingu að stefna sín væri að
byggt yrði við núverandi safnahús
við Suðurgötu. Á fjárlögum þessa
árs munu renna 90 milljónir til
þessa verkefnis en fyrir tveimur ár-
um var áætlaður kostnaður við við-
byggingu og endurbætur á Þjóð-
minjasafnshúsinu nærri 700 millj-
ónir.
Þjóðminjaþingi líkur í dag.
-EÓ
/