Tíminn - 27.02.1993, Page 8
8 Tíminn
Laugardagur 27. febrúar 1993
*
Inóvember 1989 var Berlín-
armúr rofínn og í desember
1991 voru Sovétríkin leyst
upp. Oft hefur veríð talað um
tímamót í sögunni af minna
tilefni. í stað austur- eða sov-
étblakkar, er í næstum hálfa
öld hafði veríð öflugasti
heimshlutinn að Vesturlönd-
um undanteknum og harður
keppinautur þeirra um for-
ustu í heiminum, var allt í
einu komið það sem sumir
kalla „valdatómarúm."
Mat Vesturlandamanna á því,
sem síðan hefur verið að ger-
ast á þessu landflæmi frá Od-
er til Beríngssunds, er nokk-
uð á reiki. Þeim gengur stirð-
lega að átta sig á því og spár
þeirra um framvinduna eru
eftir því af ýmsu tagi. Einhver
segir kannski að það sé ekki
nema eftir því sem verið hafí;
Rússland hafí Iöngum dular-
fullt verið í augum vestur-
landamanna, hvort heldur þar
ríktu keisarar eða kommún-
istar.
„Kyrrlátleg“ bylting
í grein í þýska vikuritinu Der Spiegel
reynir Karl Schlögel, sagn- og austur-
evrópufræðingur við háskólann í
Konstanz, að gera grein fyrir megin-
dráttunum í gangi mála í fyrrverandi
austurblökk. Hann er þegar öllu er á
botninn hvolft fremur bjartsýnn en
svartsýnn, þótt ekki muni miklu. Um-
skiptin miklu síðustu ár kallar hann
„kyrrlátlega" eða „friðsamlega" bylt-
ingu. Schlögel og fleiri athugendur
benda á stærð svæðisins, fjölbreyti-
leika þess, skyndilegt hrun sovéska
heimsveldisins, skipbrot kommún-
ískrar hugmyndafræði og vandamál
þau gífúrleg og margvísleg er risu
jafnframt eða í íramhaldi af þessu. Af
þeim vandamálum sé mest það gagn-
gera rask sem orðið hefúr á faeinum
árum á kringumstæðum þorra
manna í risaveldinu fyrrverandi og
fyrrverandi fylgiríkjum þess. Með
hliðsjón af þessu öllu telur Schlögel
að ofbeldið sem rótinu hefur fylgt
(stríð í fyrrverandi Júgóslavíu, Kákas-
us, Tádsjíkistan, glæpir) sé minna en
búast hefði mátt við.
(Júgóslavía sleit sig snemma frá sov-
étblökkinni, en hafði áfram flokks-
ræði hennar og hugmyndafræði.
Fyrrverandi Júgóslavía er því stund-
um talin með fyrrverandi austur-
blökk.)
Jtustur-Evrópa hefur gert krafta-
verk. Þar hefúr verið um að ræða
hreyfingu milljóna, sem ekki hefur
orðið að stríði aJIra gegn öllum," skrif-
ar Schlögel.
Aldraðir á köldum
klaka
Hann segir ennfremur að „engin
bylting sé róttækari en sú, sem leysir
upp hefðbundið líf og starf hvunn-
dagsins áður en hún hefur komið með
nokkuð í staðinn." Hvað sem líður því
ófáa sem leggja mátti gamla kerfinu
til lasts tryggði það almenningi visst
afkomuöryggi. Verðlag á því allra
nauðsynlegasta, sem oft var af skom-
um skammti og misjafnt að gæðum,
var eigi að síður það sama ár eftir ár.
Nú er afkomuöryggi líklega það sem
síst af öllu er hægt að telja til gildis
,austri því sem ekki er lengur til,“ eins
og Schlögel orðar það. Harðast kemur
það að líkindum niður á gamla fólk-
inu, sem eftirlaun þótt lág væm fyrir
flesta tryggðu æm.k. lágmarksöryggi.
Guöir sem brugöust: Marx og Engels (í Berlín).
Austrið sem ekki er lengur til:
Bjartsýni
takast a
Nú brenna eftirlaunin upp í óðaverð-
bólgunni. Eitt einkenna götumyndar-
innar í fyrrverandi Sovétríkjum er
gamalt fólk sem raðað hefur á kassa
eða fjöl hinu og þessu sem það reynir
að selja fyrir mat, ekki síst munum
sem fiölskyldan hefur átt Iengi og í
augum nýríks fólks em því kannski
það gamlir að ft'nt teljist að eiga þá.
Opinberri þjónustu af ýmsu tagi hefur
hrakað stómm. í þýskum blöðum seg-
ir að rússnesk elliheimili séu mörg
hver ekki að stómm mun heilsusam-
legri en gúlagið var á sinni tíð.
Gamla fólkið hefur flest möguleika í
minnsta lagi á að gera veður út af
sjálfu sér. Betur settir til þess em
margir aðrir, Ld. námsmenn í vand-
ræðum út af því að verðbólgan brenn-
ir upp fyrir þeim námslaunin. Enn
og siðrof
ffekar á það við um þá óánægðu,
hræddu og reiðu menn sem höfðu
það gott eða með betra móti í gamla
kerfinu og tókst ekki að koma sér
klakklaust í gegnum umskiptin. Þetta
er fólk úr stjómsýslukerfi, efri Iögum
Flokksins gamla og hersins. Það naut
áður forréttinda og virðingar en nú
virðist enginn hafa not fyrir það leng-
ur og sumt á það e.Lv. í erfiðleikum
með að afla sér matar fyrir daginn.
Fólkí ofaukið
Álíka eða verr hefúr orðið úti annar
hópur og stærri, fólk sem var neðan til
í stjómsýslukerfúm ríkis og Flokks
eða í einhverri opinberri þjónustu,
Iaunalágt og án forréttinda en nokkuð
ömggt með afkomu sína. Enn má Ld.
nefna starfsfólk risavaxinna ríkisfyrir-
tækja, ekki síst í tengslum við herinn,
verið er að leggja niður eða draga
saman.
„Það úir og grúir í Austur-Evrópu af
fólki sem er „ofaukið". Það er af öllum
tröppum samfélagsstigans, leyniþjón-
ustuforstjórar, fóstmr af dagheimil-
um og allt þar á milli," skrifar Schlög-
el.
Þetta fólk hefur komist á meira eða
minna kaldan klaka vegna upplausnar
og ringulreiðar, sem fylgt hefur kerfis-
breytingunni eða réttara sagt viðleitn-
inni til hennar, spamaðarráðstafana
og nýrra sjónarmiða sem mtt hafa
„Enginn vill framleiöa, allir reyna aö græöa. “ Markaöur I Tsjernovtsy í Vestur-Úkraínu.