Tíminn - 27.02.1993, Page 9

Tíminn - 27.02.1993, Page 9
Laugardagur 27. febrúar 1993 Tíminn 9 NISSAN þeim gömlu frá. Reynt er að láta lýð- ræði, þar sem aetlast er til í orði kveðnu a.m.k. að hver hugsi fyrir sig, taka við af alræði Flokks, sem sam- kvæmt ríkishugsjón taldist hafa grunnsannindi tilverunnar á hreinu og hugsaði í samræmi við það fyrir al- menning. Úr miðstýrðu tilskipana- kerfi í efnahags- og atvinnumálum er verið að reyna að gera kerfi markaðs og einkaframtaks. Af almenningi er þess jafnframt krafist að hann stilli sig inn á nýtt hugarfar. Menntun gamla kerfisins er að talsverðu leyti úrelt, fellur ekki að nýjum aðstæðum. Fólk, sem taldist vel menntað og naut út á það virðingar og afkomuöryggis verð- ur að reyna að koma sér á skólabekk á ný. Það getur verið hægara sagt en gert, ma. vegna þess að þeir sem kunna nóg á nýja tímann til að geta kennt hinum á hann eru ekki margir. Bylting hring- borösins Tálsverðum hluta yfirstéttar gamla tímans, nómenklatúrunnar, tókst að komast klakklítið yfir umskiptin. í mörgum fyrrverandi sovétlýðvelda eru valdhafamir enn einkum úr hennar röðum. í fylgiríkjunum fyrr- verandi og Eystrasaltslöndum er al- gengast að nýir forustumenn og menn gamla kerfisins séu í bland í efsta laginu. Framlag Austur-Evrópu til stjómmálamenningar 20. aldar er bylting, ,sem setur sjálfri sér tak- markanir," segir Jadwiga Staniszki, pólskur stjómmálafræðingur. Fólk þar eystra líti svo á að það að steypa af stóli „ríkjandi stétt" sé úrelL Tálað er um ,Jiringborð“ í því sambandi og þá vísað til þess að pólskir Samstöðu- menn settust við borð sem þannig var í laginu í höll í Varsjá með ráðamönn- um hers og Flokks og komust að sam- komulagi við þá um kerfisbreytingu. Um upplausnina og beina neyð fyrir marga, sem af henni hefur leitt, er stundum kennt því að of geyst hafi verið farið í einkavæðingu. Á þá leið segja margir þar eystra, einnig þeir sem síst af öllu vilja frá gamla kerfið aftur. Þekkingarleysi á nýjum háttum í þjóðarbúskap, sem verið er að reyna að innleiða eftir vestrænum fyrir- myndum, á mikinn þátt í því að svo hefur víða gengið til, auk spillingar sem kemur fram í því að hinir og þess- ir óhlutvandir aðilar notfæra sér um- skiptin dl að skara eld að eigin köku. Blandað hagkerfi í Belarús í Hvíta-Rússlandi, sem virðist hafa orðið sjálfstætt einna helst af því að það gat ekki annað þegar Sovétríkin voru leyst upp, segjast ráðamenn leit- ast við að fara að öllu með gát og koma á blönduðu hagkerfi. Vestrænir fféttaskýrendur segja land þetta, sem á eigin tungu heitír nú Belarús, standa sig betur í efnahagsmálum en flest önnur fyrrverandi sovétlýðveldi. Úr framleiðslu dró þar í fyrra um 9%, en það þykir gott hjá 20% fram- leiðsluhruni í Rússlandi og helmings minnkun iðnaðarffamleiðslu í Lithá- en sama ár. Halli á fjárlögum Hvít- Rússa varð og lítíll s.l. ár. Markaðshyggja hefúr verið í tísku undanfarið og í samræmi við það vilja margir, ekki síst á Vesturlöndum, meina að ringulreið sú og hörmungar er fyrrverandi austantjaldsmenn nú verða að þola sé óhjákvæmilegur hreinsunareldur er þeir verði að ganga í gegnum inn í ,fullkomið“ markaðssamfélag. Aðrir af því tagi kenna kannski vandræðin þar eystra því að einkavæðingin hafi ekki verið framkvæmd nógu eindregið og af- dráttarlaust Þeir kalla stjómendur Hvíta-Rússlands „popúlista“, telja þá ganga of langt til móts við kröfúr al- mennings og muni þeir fara flatt á því. Almennt er raunar talið að Hvít-Rúss- ar, mjög háðir hráefnum ffá Rússlandi (olíu sína fá þeir alla þaðan) er sfa'ga ört í verði, muni eiga íúllt í fengi með að forðast óðaverðbólgu. Hvað sem því líður mun hvítrússneska fordæm- ið hafa átt einhvem þátt í kosninga- sigmm teknókratans Brazauskas á tónlistarmanninum Landsbergis í Lit- háen. Litháar og Hvít-Rússar hafa mikið saman sældað frá fomu fari. „Þeir hæfustu lifaaf* Margnefndur Schlögel telur, að líkleg skýring á því hve umrædd umskiptí hafa víðast gengið tíltölulega friðsam- lega fyrir sig sé einskonar óformlegt allsherjarsamkomulag um að sætta sig við erfiðleikana sem þeim fylgja, hversu óskaplegir sem þeir séu. Til of- beldis hafi komið þar sem vilji fyrir slíkri allsherjarsátt var takmarkaður. Það gerðist þar sem þjóðemi, trúar- brögð og ættbálkar höfóu meira vægi enannað. En ofbeldið er einnig þar sem um- rætt samkomulag tókst, í formi ört rísandi glæpaöldu. Þar valda miklu um mafi'ur, sem vom liðnar að vissu marki í gamla kerfinu en haldið niðri. í yfirstandandi upplausn hafa þær magnast svo óðfluga að á fréttum er svo að heyra að þær stjómi frekar hin- um og þessum borgum og landshlut- um en stjóm- og yfirvöld. Fátækt, at- vinnu- og öryggisleysi er önnur ástæða tíl hraðrar fjölgunar glæpa. Það sem kalla mættí siðrof veldur hér að líkindum miklu um. Kommúnism- inn, er giltí sem einskonar trúar- brögð, er hmninn og því hmni fylgdi almenn vantrú á öllu af hugsjónatagi úr stjómmálum og trúarbrögðum. Það hefur í framkvæmd leitt tíl ein- staklingshyggju með mesta mótí og félagslegrar ábyrgðartílfinningar f minnsta lagi. Sá sem þetta ritar heyrði Hættan mesta Einhver hefur líkt austurblökkinni fyrrverandi við fortíðarmeginland, sem spmngur myndist í og brot losni utan úr. Istanbúl er aftur orðin Býsans eða Konstantínópel, segir Schlögel skáldlega, það er að segja miðstöð nýs viðskiptasvæðis Svartahafslanda. Eystrasaltslönd vilja fyrir hvem mun komast í sem mest sambönd við Vest- urlönd, sérstaklega Norðurlönd sem em þeim nákomin í menningarefn- um. Tékkar, Mið-Evrópumenn í húð og hár, em óðum að renna saman við þann heimshluta á ný og því heyrist spáð að Prag verði fyrr en vari orðin höfuðborg Mið-Evrópu í viðskiptum. Schlögel og fleiri Iáta í ljós að mesta hættan viðvíkjandi sovétblökkinni fyrrverandi sé að erfiðleikar og örygg- isleysi vaxi svo mörgum yfir höfúð að siðræna upplausnin nái yfirhöndinni að fullu. Við slík skilyrði myndu aðilar af óhlutvandara taginu fa stóraukin tækifæri, td. „rauð“ eða „brún“ (eða hvorttveggja) samtök sem talsverð fyrirferð er á í Rússlandi. En lúti von- leysið í lægra haldi fyrir voninni um sigur á erfiðleikunum, eins og Schlö- gel telur þrátt fyrir allt nokkrar horfur á, þá lýkur loksins, segir hann, þeim kafla Evrópusögunnar sem hófst er heimsstyrjöldin fyrri braust út 1914. Hermenn eöa stigamenn (I Kákasus): siðræn upplausn mesta ógn- in. í sumar í Eistlandi og Lettlandi ósjald- an sagt eitthvað á þessa leið: Nú vill enginn framleiða, allir vilja vera í bisniss í von um að græða. Margir svífast einskis tíl að svo megi verða. Gamalkunnan orðskvið frá þeim Darwin og Spencer, „þeir hæfústu lifa af‘, ber hátt í austrinu sem einu sinni var og ófáir túlka hann eftir eigin hentugleikum. „Örvæntíng" og „lífsþróttur" em áberandi í heildarsvip sovétblakkar- innar fyrrverandi, að sögn Schlögels. Hann og fleiri telja sig merkja að á móti erfiðleikum, sem margir kikna undir að fullu, vegi bjartsýni og kjark- ur til að takast á við vandamálin. Það sýni sig í mörgu. Borgarbúar flytji að nokkm eða öllu út í sveit gjaman í samvinnu við þarbúandi ættingja, til að framleiða handa sjálfúm sér í mat- inn og að selja afganginn. Torg borg- anna ólga af sölumennsku, einkum stærri borga og þeirra sem Iiggja vel við samgöngum við betur stæð ríki. Að sumra sögn fer fjölgandi þeim, sem komið hafa sér það vel fyrir í nýja kerfinu (eða kerfisleysinu) að kaup- máttur þeirra hefúr undan verðhækk- unum. NISSAN PRIMERA SKUTBÍLL er ótrúlega rúmgóður og bjartur fjölskyldubíll. Hann er hlaðinn aukahlutum til þæginda fyrir ökumann og farþega. Komið og skoðið verðlaunaðasta bíl samtímans í útfærslu skutbíls. Primera er fáanleg með bensínvél og bein- eða sjálfskipt eða með díselvél beinskipt. Syning um heigina að Sævarhöfða 2 og BG Bíiakringlunni Kefiavík frá kl. 14-17 Verð kr. 1.611.000.- t ingvar ^=§:-. i i Helgason hff. Sævarhöföa 2 síma 91-674000

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.