Tíminn - 27.02.1993, Side 12

Tíminn - 27.02.1993, Side 12
12 Tfminn Laugardagur 27. febrúar 1993 SPARNAÐUR SPARNAÐUR SPARNAÐUR SPARNADUR Viðskiptavinum Landsbanka íslands bjóðast fjölbreyttar leiðir til sparnaðar: Nýr hugs- unarháttur í b reyttu Minnkandi ráðstöfunartekjur almennings hafa opnað augu fjöl- margra fyrir kostum þess að reyna að koma skipulagi á fjármál sín og heimilanna. Þessi breyting sem orðið hefur í atvinnumálum landsmanna gerir það að verkum að almenningur hefur orðið að temja sér nýjan hugsunarhátt hvað varðar tekjur og útgjöld og nauðsyn þess að halda betur á spilunum en áður. Auk þess bjóðast ekki lengur þau uppgrip í atvinnu sem fólk nýtti sér áður til að fleyta sér yfir erfiðasta hjallann. í ótryggu atvinnuástandi þar sem getur brugðið til beggja vona um at- vinnuna, er mjög mikilvægt að hafa lagt eitthvað til hliðar í varasjóði þegar harðnar á dalnum. í V-Evrópu þykir eðlilegt að launamenn eigi 2-3 mánaða laun inni í banka. Hérlendis hefur það hinsvegar verið nánast lenska að eyða hýrunni jafnóðum en það mun þó mikið vera að breytast og ráðdeild og sparnaður fer vax- andi. Pcrsónuleg ráðgjöf Landsbanki íslands býður við- skiptavinum sínum upp á margvís- legar leiðir til spamaðar og þar á bæ getur fólk jafnframt nýtt sér per- sónulega ráðgjöf þjónustufulltrúa bankans á nær öllum sviðum fjár- mála. Meðal annars um val á spam- arleiðum, upplýsingar og ráð um innlán, útlán og tryggingamál auk þess sem hann aðstoðar við gerð fjárhagsáætlana fjölskyldunnar og á þann hátt er m.a. hægt að leggja grunn að reglulegum sparnaði, RS- kerfmu. Starf þjónustufulltrúa er Pjónustufvmrút Ingvetdur tngc-;sdottir Ingveldur Ingólfsdóttir, þjónustufulltrúi f útibúi Landsbanka íslands í Bankastræti. Tímamynd Árni Bjarna tiltölulega nýtt, eða frá nóvember 1990. Til að forvitnast um helstu leiðir til sparnaðar sem bjóðast viðskiptavin- um Landsbanka íslands, sló Tíminn á þráðinn til Ingveldar Ingólfsdótt- ur, þjónustufulltrúa í útibúi bank- ans í Bankastræti. Ingveldur segir að meðal þeirra sparnaðarleiða sem Landsbankinn býður viðskiptavin- um upp á er t.d. kjörbókin sem allt- af er laus, með 5%-7% vöxtum. „Þegar fjárhæðin er búin að vera inni í bókinni í 16 mánuði þá er ávöxtunin 6,4%. Eftir 24 mánuði hækka vextirnir uppí 7% og eru aft- urvirkir til þess dags er fyrst var lagt inn á kjörbókina. Hins vegar er al- menna sparisjóðsbókin meira notuð sem veltubók eins og tékkareikning- ur. Sé tekið út úr kjörbókinni þarf að greiða svonefnt vaxtaleiðréttingar- gjald sem er 0,1%.“ Sé viðkomandi aftur á móti reiðu- búinn að leggja meira af mörkum til spamaðar er hægt að leggja inn á Landsbókina sem er með 6,5% raunávöxtun. Landsbókin er aðeins bundin í 15 mánuði en eftir það er hún laus í 30 daga. Síðan binst hún aftur í 14 mánuði þannig að inn- lausnarmánuðurin er sá fimmtándi. Ingveldur segir að Landsbókin hafi gefið mjög góða ávöxtun enda hefur fólk verið iðið við að safna inn á hana og notað hana álíka og spari- skírteini. Ennfremur býður bankinn við- skiptavinum sínum upp á Húsnæð- isspamaðarreikning sem nefnist Grunnur í Landsbankanum og er með 7% raunávöxtun. Þessi sparn- aðarreikningur er bundinn í minnst 3 ár og veitir auk þess skattaafslátt samkvæmt lögum þar að Iútandi. FVrir rúmu ári síðan byrjaði Lands- bankinn að bjóða upp á enn eina nýjungina í sparnaði sem er Spari- veltan, en innlánsvextir hennar fylgja grunnvöxtum kjörbókar. Ing- veldur segir að þetta sparnaðarform sé mikið notað og m.a. til að safna fyrir utanlandsferðum og einhverj- um ákveðnum hlutum s.s. bflum, hljómtækjum og öðm þessháttar og á þann hátt getur fólk notfært sér staðgreiðsluafslátt í verslun og við- skiptum. Vextir á Spariveltunni eru 5%, hún er alltaf opin en lágmarks- sparnaður með þessu formi eru 3 mánuðir. Auk þess býðst þeim sem spara í spariveltunni, lán í bankan- um. Ama Harðardóttir, deildarstjóri hjá Landsbréfum: Allir ættu að spara þótt launin séu lág „Það er góð regla að leggja ávallt fyrir um 25% af brúttótekjum heimilisins til hliöar,“ segir Arna Harðardóttir, deildarstjóri sölu- deildar hjá Landsbréfum og telur að allir þeir sem séu á vinnu- markaði ættu að huga að því að spara þótt íaunin séu lág. Landsbréf h.f. er dótturfyrirtæki Landsbanka íslands og hefur í vörslu sinni átta mismunandi verð- bréfasjóði sem hver um sig er snið- inn að mismunandi þörfum fjár- festa að sögn örnu. Fyrir launamann sem gæti sparað á bilinu 5 til 15 þús. kr. á mánuði bendir Arna á svonefndan framtíð- arreikning sem góðan kost en í honum felst reglulegur lífeyris- spamaður. Algengast segir hún að spamaði sé þannig háttað að keypt séu svonefnd íslandsbréf og Önd- vegisbréf. Þau fyrrnefndu segir Ama að sameini kosti langtíma- og skammtímaverðbréfa því þau megi innleysa án innlausnargjalds fyrstu þrjá virku daga fyrstu níu mánuði ársins. Raunávöxtun þessara bréfa segir hún að hafi numið 7,3% á síð- astaári. öndvegisbréfin telur Ama að henti betur þeim sem ætla sér að spara til langframa og þau séu mið- uð við lífeyrissparnað. Það skýrir hún með því að bréfin séu eigna- skattsfrjáls eins og spariskírteini ríkissjóðs vegna þess að sjóðurinn á bak við þau byggi eingöngu á rík- istryggðum eignum. Hún segir raunávöxtun bréfanna hafa verið 8.6% á síðasta ári. Færsla á heimilis- bókhaldi er eina raunhæfa leiðin Á fólk að spara og er hægt að ráð- leggja fólki í þeim efnum? „Það er góð regla að leggja ávallt fyrir um 25% af brúttótekjum heimilisins til hliðar," segir Áma. Hún bætir við að þeir sem séu skuldsettir vegna húsnæðiskaupa noti hluta eða allan sparnaðinn til greiðslu á lánum en séu þá jafn- framt að eignast fasteign smátt og smátt. „Þeir sem skulda lítið eða ekkert geta hins vegar lagt spamaðinn í verðbréf eða inn á bankabók og komið sér þannig upp varasjóði," segir Arna. Færslu á heimilisbókhaldi telur hún einu raunhæfu leiðina til að koma skipulagi á fjármál fjölskyld- unnar þar sem það gefi góða yfir- sýn yfir neysluna og það hversu mikið sé hægt að leggja fyrir. Hún bendir á að þjónustufulltrúar í bönkum og ráðgjafar verðbréfafyr- irtækja veiti viðskiptavinum sínum ókeypis ráðgjöf til að velja það spamaðarform sem henti best hverju sinni. Það skiptir máli hvemig tekjunum er varið Hvaða hópar eða stéttir samfé- lagsins geta sparað á tímum sam- dráttar, atvinnuleysis, aukinna út- gjalda og þverrandi kaupmáttar? ,AHir þeir sem em á vinnumark- aði ættu að huga að því að spara jafnvel þótt launin séu lág því það munar um varasjóðinn þegar óvænt atvik koma upp,“ segir Arna. Hún telur að það séu ekki endi- lega þeir efnameiri sem leggi fyrir enda séu það ekki tekjumar sem skipti öllu máli heldur það hvemig þeim sé varið. Hún álítur að það hafí færst í vöxt undanfarin ár að fólk leggi hluta tekna sinna til hlið- ar í spamað og bendir á allt að 13 þúsund áskrifendur að spariskfr- teinum ríkissjóðs sem dæmi. Ama bendir á að aðalatriðið sé að hver og einn spyrji sig hvert eigi að vera markmiðið með sparnaðin- um. Sem dæmi um markmið bend- ir hún á lífeyrissparnað, varasjóð eða jafnvel að safnað sé fyrir ákveðnum hlut. ,Meö því að stað- greiða kaupverðið eða stóran hluta þess sparar fólk oft miklar fjárhæð- Arna Haröardóttir, deildarstjóri hjá Landsbréfum. Ttmamynd Árni Bjarna ir því þannig fæst staðgreiðsluaf- sláttur auk þess sem kostnaður við lántöku sparast en hann getur ver- ið hár,“ segir Ama. Hún bætir við að aldur hafi al- mennt mikil áhrif á sparnaðarform og að jafnaði henti eldra fólki síður að festa fé til langs tíma en þeim sem yngir eru. Þá telur hún að efnahagur hafi mikil áhrif á val spamaðar og bendir þar sérstak- lega á skattalega stöðu. „Einstak- lingum sem greiða 1,2% eigna- skatt af hreinni eign umfram 4 milljónir kr. hentar því vel að kaupa eignarskattfrjáls verðbréf s.s. öndvegisbréf, húsbréf og spari- skírteini ríkissjóðs," segir Arna. Húsbréfakaup góður kostur Ama vill benda á góða leið fyrir þá sem hyggja á langtímasparnað sem margir gætu nýtt sér. Þar á hún við húsbréf sem henti t.d. vel þeim sem hyggi á lífeyrissparnað. Hún álítur húsbréfin vera með ömgg- ustu bréfum á markaðnum þar sem þau séu ríkistryggð og ávöxt- un þeirra skili sér öll í vasa eigand- ans þar sem þau séu eignarskatts- frjáls. Jafnframt álítur hún að þeir sem leggi fyrir til íbúðarkaupa geti haft góða ávöxtun af húsbréfakaupum með því að nota húsbréfin sem greiðslu við fasteignakaupin. Til skýringar tekur hún tilbúið dæmi af aðila sem t.d. kaupi húsbréf í dag og noti þau á fullu verði f fasteigna- kaupum eftir eitt ár. „Hann gæti þá fengið um 20% raunávöxtun á fé sitt sem verður að teljast mjög gott. Það er að sjálfsögðu háð því hvernig samningar takast þegar þar að kemur, milli kaupanda og seljanda íbúðarinnar, hvað afföllin varðar," sagði Ama að lokum. -HÞ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.