Tíminn - 27.02.1993, Page 15

Tíminn - 27.02.1993, Page 15
Laugardagur 27. febrúar 1993 Tíminn 15 SPARNAÐUR SPARNAÐUR SPARNAÐUR SPARNAÐUR Edda Svavarsdóttir, markaðstjóri Búnaðarbanka íslands: ALLFLESTIR HAFA ÁHUGA A AÐ SPARA Launamaðurínn getur valið einn kost eða fleiri í Spariþjónustu Búnaðarbankans. Spariáskrift að Stjörnubók hentar mjög vel í þessu tilfelli. Stjömubókin ber hæstu vextina og spariáskriftin hefur þann kost áð öll innistæða bókarínnar er laus á sama tíma þegar spamaði lýkur, en hann þarf að standa yfir í lágmark 30 mánuði. Auk þess hefur Stjömu- bókin þann kost að þrátt fyrir bindi- tíma er hægt að losa um bundna innistæðu ef brýna nauðsyn ber til en þá þarf að greiða innlausnar- gjald. Stjömubókinni fylgir lánsréttur til húsnæðiskaupa. Lánsfjárhæð og lánstími ræðst af spamaðarfjárhæð og tímalengd sparnaðar. Lánið get- ur verið til allt að 10 ára, að há- marki 2,5 milljónir króna. í Spari- þjónustu er hægt að velja um að láta millifæra af launareikningi eða fá sendan gíróseðil ákskrífenda að kostnaðarlausu. Bústólpi, húsnæðisreikningur Búnaðarbankans, getur hentað mjög vel, einkum ef ætlunin er að festa kaup á íbúðarhúsnæði. Hann ber sömu vexti og Stjörnubók en veitir auk þess rétt á skattaafslætti. Allflestir hafa áhuga á að spara en mörgum finnst erfitt að byrja. Ein- faldasta leiðin til að eignast sparifé er að stofna til spariáskriftar, byrja á einhverri lágmarksupphæð sem síðan er hægt að hækka eftir því sem efni standa til. Gott er að setja sér markmið og líta á spamaðinn sem hluta af útgjöldum heimilisins. Starfsfólk bankans veitir einstak- lingum ráðgjöf í fjármálum og að- stoð við að finna þá leið sem best hentar hverjum og einum. Boðið er upp á sérstök fjármála- námskeið fyrir unglinga. Þar er kennt að halda einfalt bókhald yfir fjármálin, gera fjárhagsáætlanir og fleira. Þátttakendur fá vandaða fjár- málahandbók. í bókinni em að- gengilegar upplýsingar um fjár- málahugtök, vaxtaútreikning, inn- lán, útlán, ábyrgð vegna fjárhags- legra skuldbindinga og margt fleira. Val á spamaðarformi er mismun- andi eftir aldri, aðstæðum og þörf- um hvers og eins. Oft er heppilegt að dreifa sparifé á tvö eða fleiri spamaðarform. Taka þarf tillit til þess hvort fólk vill binda spariféð, getur nýtt skattaafslátt, þarf að greiða skatt af innistæðunni, hvort það vill taka áhættu og fleira. Nýjasta spamaðarform Búnaðar- bankans, Stjömubókin, er í raun sniðin að þörfum flestra einstak- linga, meðal annars vegna þess að hún gefur háa ávöxtun en býður um Edda Svavarsdóttir. leið upp á ákveðinn sveigjanleika. Þrátt fýrir binditíma sem er 30 mánuðir er hægt að losa um bund- ið fé ef brýna nauðsyn ber til gegn ákveðnu innlausnargjaldi. Auk þess fylgir henni lántökuréttur og ein- föld spariáskrift. Hún hentar þvf vel þeim sem vilja safna í varasjóð eða einskonar Iífeyrissjóð. Hún er til- valin fyrir börn og unglinga, t.d. til að ávaxta fermingarpeninga. Einnig hentar hún þeim sem em að safna fyrir húsnæði, námi eða hverju sem er. Metbókin er einnig mjög góður kostur en binditími hennar er 18 mánuðir. Fyrir skattgreiðendur er Bústólpi mjög góður kostur, eink- um ef þeir hyggjast festa kaup á íbúðarhúsnæði. Reikningarnir gefa báðir háa raunávöxtun og veita rétt á láni til húsnæðiskaupa. Auk þess veitir Búnaðarbankinn þjónustu varðandi verðbréfaviðskipti. Náms- mannalínan er sérhæfð þjónusta fyrir námsmenn og Vaxtalínan fyrir unglinga á aldrinum 13 til 18 ára. miðað við efnahagshorfur! LADA • LADA • LADA • LADA SAFIR Frá 418.000,- kr. 104.500,- kr. út og 10.051,- kr. í 36 mánuði SKUTBILL Frá 498.000,- kr. 124.500,- kr. út og 11.974,- kr. í 36 mánuði SAMARA Frá 523.000,- kr. 131.000,- kr. út og 12.568,- kr. í 36 mánuði SPORT Frá 798.000,- 200.000,- kr. út og 19.172,- kr. í 36 mánuði Tökum notaða bíla sem greiðslu upp í nýja og bjóðum ýmsa aðra greiðslumöguleika. Tekið hefiu verið tillit til vaxta í útreilmingi á mánaðargreiðslum. BIFREIÐAR& LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. ÁRMÚLA 13. SfMI: 68 12 00 BEINN SÍMI: 3 12 36

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.