Tíminn - 27.02.1993, Page 16

Tíminn - 27.02.1993, Page 16
16 Tíminn Laugardagur 27. febrúar 1993 NEYSLA NEYSLA NEYSLA NEYSLA NEYSLA NEYSLA Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að menn taki mikla áhættu þegar þeir taka víxla og skuldabréf upp í greiðslu: Til eru menn sem hafa að lifibrauði að féfletta fólk hvort greiðandi og ábyrgðar- menn eigi fasteignir og séu lík- Iegir til að geta staðið í skilum. Jóhannes segir að fólk sé gjör- samlega varnarlaust ef það fellur í þá gryfju að taka við víxlum af mönnum sem eiga ekkert eða hafa verið lýstir gjaldþrota. Bóndi tapar tveimur hestum í viðskiptum við braskara Mörg dæmi eru til þar sem menn hafa farið flatt á viðskipt- um við óheiðarlegt fólk. Síðast- liðið haust auglýsti t.d. bóndi á Vesturlandi tvo hesta til sölu í DV. Um var að ræða vindóttan fjögurra vetra klár og leirljósan sex vetra klár. Maður að nafni Kristinn Jónsson (fæddur 25.3. 1958) hafði samband og lýsti sig fúsan til að kaupa hestana. Kaupverð var ákveðið 300 þús- und krónur. Frá kaupsamningi var gengið og féllst bóndinn á að hestarnir yrðu greiddir með tveimur víxlum sem yrðu borg- aðir 1. nóvember og 1. desem- ber. Ábyrgðarmaður var Jóhann Stefánsson (fæddur 7.8. 1935), tengdafaðir Kristins. Ekki var staðið við greiðslu á tilskildum tíma. Við eftir- grennslan hjá Kristni kom fram að afar illa stóð á hjá honum, en greiðslur myndu berast mjög fljótlega. Þetta sama svar, með tilbrigðum þó, fékk bóndinn viku eftir viku. Þar kom að hann fór að grennslast fyrir um Krist- inn og Jóhann og kom þá í ljós að Jóhann hafði tvívegis orðið gjaldþrota og er allvel þekktur meðal lögfræðinga sem sinna innheimtu. Kristinn hefur tví- vegis fengið á sig nauðungar- söludóma. Eiginkonur beggja háfa verið lýstar gjaldþrota. Eng- ar fasteignir eða bílar eru skráð- ir á Jóhann eða Kristinn. Eftir að reynt hafði verið að rukka Kristin í fleiri vikur féllst hann á láta bóndann hafa gaml- an bíl sem greiðslu upp í hluta af skuldinni. Þegar til átti að taka reyndist bremsubúnaður bílsins ónýtur og bílinn því verðlítill. Bóndinn sagði í samtali við Tímann að hann væri ekki í nokkrum vafa um að Kristinn og Jóhann hafi aldrei ætlað sér að borga hestana. Hann sagðist hafa haft spurnir af því að þeir hafi leikið þennan leik við fleiri bændur. Bóndinn sagðist hafa átt við þá fleiri tugi símtala, sem engum árangri hafi skilað. Hann hafi verið dreginn á asnaeyrunum með lygum og eilífum loforðum um borgun, loforðum sem öll hafi verið svikin. Hann sagðist hafa farið fram á að kaupsamn- ingi yrði rift, en sú leið hafi ver- ið ófær, þar sem Kristinn hafi selt hestana fljótlega eftir að hann keypti þá. Kristinn hefði hins vegar verið ófáanlegur til að gefa skýr svör um hver hefði keypt hestana. „Það er eitt út af fyrir sig að þurfa að sætta sig við að tapa þessum fjármunum, fjármunum sem ég þurfti nauðsynlega á að halda. Hitt þykir mér verra að finna hversu varnarlaus maður er gagnvart svona mönnum og eins að vita að maður getur ekk- Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að Hann segir að fólk eigi alls ekki ____________________________ í þjóðfélaginu sé til hópur manna sem hafi það að lifibrauði að að skrifa undir víxla eða skulda- Jóhannes Gunnarsson. féfletta fólk. bréf nema hafa athugað áður „STJÖRNUBÓKIN HITTIR BEINT í MARK!“ Me5 spariáskrift að Stjörnubók er unnt að losa alla innstœðuna á sama tíma. Eyjólfur Sverrisson, knattspymumaður BUNAÐARBANKINN Traustur banki STJÖRNUBOH BÚNAÐARBANKANS <4 Verðtrygging og háir raunvextir. <@< Vextir bókfærðir tvisvar á ári. Lausir til útborgunar eftir það. <»< Hver innborgun bundin í 30 mánuði.’ Eftir það er hún alltaf laus til útborgunar. <f Spariáskrift - allar innborganir lausar á sama tíma. <#< Lántökuréttur til húsnæðiskaupa. Lánsupphæð hámark 2,5 milljónir til allt að 10 ára. * Ef nauðsyn ber til getur reikningseigandi sótt um heimild til úttektar á bundinni fjárhæð gegn innlausnargjaldi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.