Tíminn - 27.02.1993, Blaðsíða 17

Tíminn - 27.02.1993, Blaðsíða 17
iaugardagur 27. febrúar 1993 Tíminn 17 NETSLA NEYSLA NEYSLA NEYSLA NEYSLA NEYSLA ert gert til að koma í veg fyrir að þeir haldi áfram að féfletta sak- laust fólk,“ sagði bóndinn í sam- tali við Tímann. Fólk á ekki að taka við víxlum nema að hafa fyrst „tékkað á“ mönnum Jóhannes Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna, var spurður hvað fólk gæti gert í svona málum. „Fólk á ekki að taka þátt í slík- um viðskiptum, nema því aðeins að upp á slíka víxla skrifi aðilar sem eru það sem kalla má pott- þéttir menn, þ.e. sem eiga eitt- hvað, fasteignir eða eitthvað annað. Að öðrum kosti á fólk ekki að samþykkja víxla eða skuldabréf sem greiðslu. Það er mjög einfalt. Þegar fyrir liggur tilboð og það á að greiðast með víxli eða skuldabréfi, þá á fólk að taka sér tíma í að skoða pappírana. Fólk getur t.d. farið með þá í sinn við- skiptabanka og beðið hann um mat á þeim sem undirrita papp- írana. Ég reikna með að flestir viðskiptabankar hjálpi sínum viðskiptamönnum með slíkt," sagði Jóhannes. Jóhannes sagði að fólk geti far- ið fram á riftun kaupsamnings ef ekki er staðið í skilum, en í mörgum tilvikum sé það þýðing- arlaust vegna þess að búið sé að selja hlutinn öðrum. „Fólk er varnarlaust þegar ekk- ert er hægt að hafa af viðkom- andi aðila. Það hefur þá ekkert upp úr tilraunum til að rukka viðkomandi nema ergelsi og leiðindi. Og ef skuldin er sett í lögfræðilega innheimtu, þá er hætt við að út úr því komi ekk- ert nema kostnaður fyrir selj- andann. Lögfræðingurinn þarf að fá greitt fyrir þá vinnu sem hann leggur fram, óháð því hvort árangur verður af inn- heimtutilraunum. Oft hefur því fólk ekkert út úr lögfræðilegri innheimtu, en þarf að borga fyr- ir hana,“ sagði Jóhannes. Til eru menn sem hafa það að lifibrauði að féfletta fólk Jóhannes sagði að nokkuð sé um að fólk, sem lent hafi í svona málum, spyrjist fyrir um það hjá Neytendasamtökunum hvað það geti gert. Jóhannes sagði að Neytendasamtökin geti í raun- inni ekki sagt annað við það fólk, sem fallið hefur í þá gryfju að taka víxla upp í greiðslu þar sem greiðendur eða ábyrgðarmenn eru eignalausir og ekki borgun- avmenn fyrir skuldinni, en að gleyma málinu. „Því miður eru menn úti í þjóð- félaginu, sem virðast hafa það helst að lifíbrauði að féfletta aðra. Þessir menn vita alveg hvað þeir geta gengið langt án þess að brjóta beinlínis lög. Ef um eignalausa menn er að ræða, þá vita þeir að þeir eru með pál- mann í höndunum ef þeir fá ein- hvern til að undirrita víxil eða skuldabréf. f mörgum tilfellum ætla þeir sér ekki að borga krónu og reyna með eilífum lof- orðum um að borga að þreyta fólk. Fólk gefst á endanum upp og reynir að sætta sig við að hafa tapað bílnum eða hestinum sem seldur var,“ sagði Jóhannes. Jóhannes nefndi sem dæmi um hvað fólk er varnarlaust í svona málum að ef því berst vitneskja, fljótlega eftir að gengið hefur verið frá kaupum, um að selj- andinn muni nær örugglega ekki standa í skilum með greiðslu, þá geti það ekkert gert fyrr en á þeim degi sem greiðsla á að fara fram, en algengt er að fyrsta greiðsla af skuldabréfi sé eftir einn til þrjá mánuði frá undirritun kaupsamnings. Á þeim tíma getur kaupandinn síðan selt hlutinn og þá er þeim, sem seldi hann, allar bjargir bannaðar. Lögreglan fæst ekki við svona mál Lögreglumaður hjá Rannsókn- arlögreglu ríkisins, sem Tíminn ræddi við, sagði að lögreglan tæki ekki við málum af þeim toga sem hér um ræðir. Hann sagði að lögreglan gæti ekki annað en bent fólki á að leita til lögfræðinga, sem taka að sér innheimtu skulda. Lögreglan taki svona mál því aðeins inn á borð til sín, ef kærandinn getur sýnt fram á það að kaupandinn hafi aldrei ætlað sér að borga. Það gefi hins vegar auga leið að það er mjög erfitt að sýna fram á það. Menn taka íbúðir á leigu, borga einn mánuð og síðan ekki meir Önnur hlið mála af þessu tagi er fólk sem tekur íbúðir á leigu, borgar einnar til tveggja mánaða leigu fyrirfram, en síðan ekki söguna meir. Karl Axelsson, framkvæmda- stjóri Húseigendafélagsins, sagði engan vafa leika á að til sé nokkur hópur manna sem leiki þann leik að leigja sér íbúð, borga einn eða tvo mánuði og síðan ekkert meir. Karl sagði að mikið sé um að sömu nöfnin komi upp aftur og aftur og það geti tæplega verið annað en að þetta fólk taki íbúðirnar á leigu beinlínis með það að markmiði að borga einungis fyrstu mánuð- ina. Karl sagði að í mörgum tilvik- um geti húseigendur lent í vand- ræðum við að losna við þessa leigjendur úr íbúðunum og því hvetji hann sína húseigendur að senda strax leiguáskorun þegar vanskil fara að hlaðast upp. Leiguáskorun sé forsenda þess að hægt sé að fara fram á útburð, en í þó nokkrum tilvikum gangi mál svo langt. Karl sagði að auðvitað geti leigjendur átt erfitt með að standa í skilum með leigu, ekki síst ef tekjur fólks minnka eða það missir vinnuna. Annað mál sé þegar fólk taki íbúð á leigu beinlínis með það að markmiði að koma sér hjá því að borga leigu. -EÓ TNú liafa Þór og Björg ixieð | >ví að hvort þeárr*a hefiir lagt fyrir mn 164 kr. á dag* Hver hefði trúað því að hægi væri að safna jafn miklu á tæplega fjórum árum með jafn auðveldum hætti og áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs? Þór og Björg gerðu sér í upphafi enga grein fyrir þessu, en nú hafa þau fengið yfirlit yfir spamaðinn og ef einhverjir flugeldar eru afgangs sfðan á gamlárskvöld munu þau örugglega skjóta þeim upp núna. Settu þig í spor þeirra Þórs og Bjargar. Með því einu að hvort þeirra hefur lagt fyrir sem nemur um 164 kr. á dag hefur spamaðurinn vaxið ört og er nú orðinn að þessari dálaglegu fjárhæð. Hringdu í Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa í síma 91-626040 (grænt númer 996699) eða Seðlabanka íslands í síma 91-699600 og pantaðu áskrift. Það þarf bara eitt símtal til að byrja að spara. Og svo era vaxtakjör á spariskírteinum sérlega hagstæð fyrir áskrifendur. Komdu í hópinn meft þeim Þór og Björgu og sparaðu markvisst með áskrift að spariskírtcinum ríkissjóðs. Ef þú gerist áskrifandi núna færðu senda áskriftarmöppu sem inniheldur m.a. eyðublöð fyrir greiðsluáætlun og heimilisbókhald 1993. Með því að nýta þau vel getur þú fylgst með öllum útgjöldum og árangurinn kemur strax í ljós: fjármálin verða mun skipulagðari en áður. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6,2. hæb, simi 91- 62 60 40. *Hjónin Þór og Björg gerðust áskrifendur að spariskírteinum í apríl 1989 og hafa síðan keypt spariskírteini mánaðarlega fyrir um 5.000 kr. hvort. Þessi mánaðarlegi spamaður, ásamt áföllnum vöxtum og verðbótum m.v. 1. febrúar 1993, gerir kr. 645.689.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.