Tíminn - 27.02.1993, Side 20
20 Tíminn
Laugardagur 27. febrúar 1993
NEYSLA NEYSLA NEYSLA NEYSLA NEYSLA
Efniö í þessar 30 vatnsdeigsboll-
ur ófylltar kostaöi 305 krónur en
meö sultu og rjóma hækkaöi þaö
I 769 kr. í næsta bakaríi þurfti að
borga 2.250 kr. fyrir 30 ófylltar
samsvarandi bollur sem hækk-
aöi í 4.500 kr. þegar þær voru
fylltar meö rjóma. Verömunurinn
er sex- til sjöfaldur.
Hvað skyldi stykkið kosta af þessum bollum? Þessari
spumingu skaut óvart upp í huga Tímamanns um leið
og hann dró plötu með ilmandi vatnsdeigsbollum út úr
ofninum um síðustu helgi. Og undrunin varð ekki lítil
þegar í ijós kom að hann veit ekki til að hafa nokkru
sinni haft hærra tímakaup heldur en þá tvo tíma sem
hann dundaði sér við að baka 30 bollur með kaffinu.
Framtakið samsvaraði 1.850 króna tímakaupi sem sam-
svarar 320 þús.kr. mánaðartekjum eða u.þ.b. ráðherra-
launum.
Heimabakstur á 30 boll-
um skilaði 3.700 kr.
sparnaði — en getur um
leið haft ótrúlegustu áhrif
á efnahagslíf þjóðarinar:
Sú niðurstaða kom þó enn meira á
óvart, að maður á 13 ára taxta Blaða-
mannafélags íslands hefði sloppið
nánast á sléttu, mælt í ráðstöfunar-
tekjum, þótt hann hefði tekið sér
tveggja daga frí frá vinnu til að baka
bollumar í stað þess að kaupa þær í
næsta bakaríi.
Sú ótrúlega niðurstaða kom í ljós,
að hráefni í 30 vatnsdeigsbollur
kostaði ekki nema um 770 kr. með
öllu saman, eins og hér er sundur-
liðað:
Efni í 30 ijómabollur
8 stk. egg 176 kr.
250 gr. smjörlíki 45 kr.
250 gr. hveiti 8 kr.
5 dl. vatn Okr.
150 gr. flórsykur 11 kr.
100 gr. suðusúkkulaði 57 kr.
1 msk. smjörvi 8 kr.
Alls ófylltar: 305 kr.
3 pelar rjómi 384 kr.
450 gr. jarðarb.sulta 80 kr.
Heildarverð 769 kr.
Hárefni í hverja bollu ófyllta kost-
aði ekki nema rétt rúmlega 10 krón-
ur en fór í tæplega 26 krónur þegar
hún hafði verið fyllt með sultu og
rjóma.
Samsvarandi bollur (að vísu ekki
alveg eins góðar) kostuðu 75 kr.
ófylltar í næsta bakaríi, þ.e. rúmlega
sjö sinnum meira en hráefni í þær
kostar í smásöluverslun. En fylltar
með rjóma kostuðu þær 150 kr. sem
gerir tæplega sexfaldan verðmun.
Þrjátíu vatnsdeigsbollur með rjóma
kostuðu 4.500 krónur í bakaríinu
(hjá einum umsvifamesta bakara
borgarinnar).
Bollurnar staðfestu þannig það
sem Ögmundur Jónasson sagði í
sjónvarpinu þessa sömu helgi. Að
kjör fólks ráðist ekki bara af tekjun-
um heldur líka af útgjöldunum.
„Ráðherralaun" fyrir bolludagsboll-
ur bjóðast bara einu sinni á ári. En
skyldu ekki finnast fleiri möguleikar
á „forstjóralaunum" í hátæknivædd-
um kokkhúsum landsmanna ef
grannt væri að gáð? Gæti t.d. ekki
verið gaman að reikna út „gróða-
möguleika" í bollum og brauðum
sem flestir borða hina 364 daga árs-
ins?
Leynist kannski líka þama hluti af
svarinu við spurningu sem svo
margir spyrja en fáir svara: „Hvernig
komust fjölskyldur (jafnvel 6-10
manna) af í gamla daga með eina
fyrirvinnu?“ Gleymist þá ekki „hin
fyrirvinnan" sem vann heima, m.a.
við að baka brauð alla daga ársins?
Blaðamann, á 13 ára taxta, rak líka í
rogastans þegar í Ijós kom að hann
hefði u.þ.b. sloppið á sléttu í nettó-
tekjum þótt hann hefði tekið sér
tveggja daga Iaunalaust frí frá vinnu
til að baka 30 rjómabollur í stað þess
að kaupa þær í næsta bakaríi. Þótt
brúttólaunin lækkuðu um tæpar
8.400 kr. þá minnkaði sá munur um
hátt í helming að frádeginni stað-
greiðslu og iðgjöldum til lífeyris-
sjóðs og stéttarfélags og sléttaðist
síðan síðan hér um bil út eftir kaup
á bollum annars vegar en efninu í
þær hins vegar.
Ahríf 2ja frídaga og
30 bolla nettó
Mán.laun 83.849 kr. 75.465 kr.
Staðgr. - 11.052,,- 7.585 „
Iðgjöld - 4.402 „ - 3.962 „
Útborgað: 68.395 kr. 63.918 kr.
Bollur - 4.500 „- 769 „
Nettó: 63.895 kr. 63.149 kr.
Með 20 þús.kr. lægri mánaðarlaun
hefði niðurstaðan orðið nokkur
hundruð króna nettóhagnaður af
„bolIufríinu“. Svo hefði einnig orðið
hjá Tímamanni hefði hann þurft 40
en ekki bara 30 bollur.
Hvar bollurnar em bakaðar er
heldur ekki mál bakara og heima-
bakara einna. Við það eitt að baka
þessar 30 bollur heima í eldhúsi
missti ríkissjóður 705 kr. tekjur af
virðisaukaskatti. Við frídagana tvo
hefðu ríkissjóður og Reykjavíkur-
borg misst hálft fjórða þúsund í
staðgreiðslusköttum til viðbótar.
Skatttekjur ríkis og borgar geta
þannig rýrnað um 4.170 krónur við
það eitt að einhver ákveði að taka sér
frí og baka 30 bollur með kaffinu.
Ríki og borg gætu þannig orðið af
100 milljóna króna skatttekjum ef
þetta væri gert á fjórða hverju heim-
ili í landinu.
Bollurnar fara heldur ekki framhjá
skýrslum Þjóðhagsstofnunar og
Seðlabanka. Með því að baka boll-
umar 30 heima, í stað þess að kaupa
þær í bakaríi, minnkaði þjóðarfram-
leiðslan um þúsundir króna. Það
haft þannig alvarleg áhrif á hagvöxt-
inn ef margir tækju upp á slíku at-
hæfi. Því í þjóðarframleiðslunni telj-
ast þær bollur einar með sem bakað-
ar eru í bakaríi.
í fréttum sjónvarpsstöðvanna af
bollusölu bakaríanna munaði að
vísu „litlum" 500.000 bollum. Með
því að slá á milliveginn, 750.000
seldar bollur, má ætla að landsmenn
hafi snarað út allt að 100 milljónum
kr. fyrir bakarísbollur um síðustu
helgi. Þótt aðeins helmingurinn af
þessum bollubakstri hefði verið
færður heim í hin hátæknivæddu
eldhús íslendinga hefði það getað
sparað heimilunum allt að 40 millj-
óna kr. í útgjöld — eða upphæð sem
t.d. svarar til atvinnuleysisbóta í
20.000 daga.
Að lokum er rétt að taka fram að
þessir verðútreikningar höfðu ekki
verið áformaðir fyrirfram. Hug-
myndin kviknaði ekki fyrr en boll-
umar komu úr ofninum. „Ráðherra-
launirí' komu því alveg óvænt í ljós
eftirá. Verðmunurinn hefði m.a.s.
getað orðið ennþá meiri. Því þótt
hráefnið (að undanskildum rjóman-
um sem var á tilboðsverði sl. helgi)
væri allt keypt í Bónusi, fengust þar
einnig enn ódýrari tegundir af
hveiti, smjörlíki og jarðarbe jasultu.
Með súkkulíki í glassúrinn (að ekki
sé nú talað um kakói), f staðinn fyr-
ir ekta suðusúkkulaði mætti líka
spara meira. - HEI
Bollan á litia diskinum kostaöi 75 krónur I bakaríi en efniö f hinar aöeins rúmlega 10 kr. í hverja og 61 kr. Iþær
allar sex. Bæöi bakarísbollan og þær heimabökuöu voru kringum 40 gr. Verömunurinn var þvl meira en sjö-
faldur. Kannski lýsandi dæmi um lltinn kaupmátt landans aö allar rjómabollurnar voru búnar f bakaríinu 15
mínútum fyrir lokun en töluvert ennþá tii afófylltum?