Tíminn - 27.03.1993, Page 4
4 Tíminn
Laugardagur 27. mars 1993
Tímiim
MALSVARI FRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FELAGSHYGGJU
Útgefandi: Timinn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guömundsson
Stefán Ásgrímsson
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason
Skrifstofur: Lynghálsi 9. 110 Reykjavfk Sími: 686300.
Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf.
Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verð I lausasölu kr. 110,-
Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Skólaganga án
menntunar
Mikil umræða stendur nú yfir um menntun og skólake'rfi,
og er greinilegt að þar er uppstokkunar þörf á mörgum
sviðum. Lengi hefur það verið ríkjandi skoðun að menntun
sé besta fjárfestingin, að hún sé aldrei of mikil og að fjölgun
námsgreina og lenging skólagöngu sé undirstaða allra
framfara og velmegunar einstaklinga sem þjóða.
Þessi skoðun á enn fullan rétt á sér, en margt bendir til að
skólakerfin og fræðslan sé ekki einhlítur mælikvarði á hvort
menntun og menning standa undir þeim væntingum og
kröfum sem til skólagöngunnar eru gerðar.
Ólæsi og þekkingarskortur er ótrúlega algengt meðal
þeirra sem lokið hafa grunnskólanámi og þegar það er upp-
lýst eru viðbrögðin ekki önnur en þau að sumir verða hissa.
Lítil viðbrögð urðu við útkomu bókar Helgu Sigurjóns-
dóttur námsráðgjafa, Skóli í kreppu, þar sem hún metur ís-
lenska skólakerfið og finnur það léttvægt, þar sem fjórði
hver nemandi fellur í grunnskóla og framhaldsskólar gefa
steina fyrir brauð. Síðan hefur Helga haldið áfram ótrauð að
sýna fram á alvarlegar veilur í íslenska skólakerfinu, í þeirri
von að úr verði bætt.
Þögnin um vond mistök yfirvalda og skólamanna, sem
gleyptu möglunarlaust við erlendri hjáfræði óvísindalegrar
uppeldisfræði, er kannski enn alvarlegri en sá skaði, sem
einstaklingar og skólakerfi hafa orðið fyrir vegna þess að
menntunin var látin víkja fyrir innrætingu.
Langt er síðan farið var að hvísla um það í kennarastofum
Háskólans, að stúdentar kæmu illa undirbúnir úr fram-
haldsskólum til að takast á við háskólanám. Lengi hefur
þetta þó kvisast og þar sem ástandið fer versnandi, var farið
að tala upphátt um menntunarskortinn og getuleysið. En
aldrei er á þetta minnst nema mjög varfærnislega og af
miklum skilningi og samúð með þeim menntastofnunum,
sem útskrifa stúdenta sem ekki eru færir um að halda áfram
námi vegna þekkingarskorts.
Nú er málið að komast upp á yfirborðið og búið er að leggja
fram frumvarp um fjöldatakmarkanir við einstakar deildir
Háskólans. Þær hafa viðgengist í tilteknum deildum um
langt skeið, en aldrei verið kallaðar réttum nöfnum, fremur
en skólaganga án menntunar.
Með því að krefjast strangra skilyrða og inntökuprófa til að
fá að stunda nám við háskóladeildir, er í raun verið að af-
nema stúdentsprófið sem hæfnisvottorð. Þegar svo er kom-
ið, er bágt að sjá til hvers á að viðhalda úreltu framhalds-
skólakerfi með stórskrýtnum punktakerfum og litríkum
ávöxtum nýjungagimi byltingarsinnaðra uppeldisfræðinga.
Hér þarf að gera bragarbót. Það er út í hött að mennta
stúdentsefni og útskrifa, ef prófskírteini þeirra er marklaust
plagg sem hvergi er tekið mark á. Þá hefur framhaldsskól-
inn lítið að gera við nýnema, sem koma ólæsir og óskrifandi
upp úr grunnskólanum. Og fyrir þá nemendur er ekkert
fremur rúm í verknámsskólum en þeim sem kenna sig við
bókaramennt.
Virkt skólakerfi, sem veitir staðgóða menntun, er að sönnu
undirstaða framfara og góðra lífskjara, að ógleymdu því að
sönn menntun er í sjálfri sér lífsgæði þeirra sem hennar
njóta. En lélegir skólar, fálmandi kennarar og prófgráður án
menntunar er ávísun á hrakandi hag einstaklinga og þjóð-
arheildar.
Endurmat á fræðslu og menntakerfi á sér nú víða stað um
hinn menntaða heim og sá ómur berst norður á Frón að
lestur, skrift og reikningur séu að öðlast foma frægð sem
höfuðkennslugreinar, sem öll önnur menntun byggist á.
r
A leiðum
ráðdeildarinnar
Atli Magnússon skrifar
Þær fréttir að fjárlagahallinn stefni
í tíu milljarða hressa enn all nokk-
uð upp á þá tilfinningu sem annars
hefur verið brött að undanförnu að
dagar ofneyslunnar séu að baki — í
það minnsta hvað allan fjöldann
snertir. Sumir ala þó með sér hóf-
lega bjartsýni og trúa að við séum í
einu þessara dalverpa í efnahags-
Iandslaginu sem ekki verði komist
hjá að fara um af og til — svo muni
leiðin liggja upp á hásléttuna þar
sem sólin speglast í gullpeningum
við hvert fótmál. Svartsýnissálimar
spá aftur á móti að nú séu þjóðimar
komnar ofan í slíkan Langadal, að
kraftamir verði svo gott sem upp-
umir þegar hann loks verði á enda
genginn.
Þótt margir verði til að sveia þeim
svartsýnu fyrir bölmóðinn er að sjá
að nógu margir leggi eym við víli
þeirra og það má sjá í svip og fasi
margra, sem finnst þeir vera að sli-
gast undir vaxandi byrðum sem
daglega lífið leggur þeim á herðar.
Eftirspum fer vaxandi eftir hver-
skyns sállækningum, handayfir-
lagningum og ýmsu yfirskilvitlegu
sem færa á huggun, þótt með illút-
skýranlegu móti sé. En vissulega er
allt gott og blessað sem verður til
að auka lífstrúna í öllu volinu.
Ó, góða gamla tíð...
Meira að segja miklar og voldugar
þjóðir, eins og Bandaríkjamenn,
mega hafa mikið fyrir því að telja í
sig kjarkinn á viðsjárverðri tíð.
Einnig þar hefur ástandið borið
merki vaxandi öngþveitis. Þeir
horfa með söknuði aftur í tímann
og þrá dagana þegar djúkboxin
glumdu í hverri „Ice Cream Soda“-
sjoppu og pilsin styttust og styttust.
Þetta voru þeir dagar þegar EIvis
Pres-ley og James Dean voru goð
snoðklipptrar, ævintýraþyrstrar
æsku sem ók á risavöxnum Ford
eða Chevrolet með bensíntank á
stærð við garðsundlaug. Nú hafa
bflpútur frá Japan bægt þessum
drekum fyrri tíðar til hliðar, því
menn hafa orðið að fara að nurla
með eldsneytið eftir olíukreppuna.
Æ ofan í æ liggur við styrjöld, svo
lítt útreiknalegar og svikóttar Ar-
abaþjóðir fáist til að láta hið svarta
1 f
* ■ liíiHÍSÍSS
||f ***' *•'*
I 9M
1111 |L ÉM
*****
-1
gull sitt af hendi.
Þanþol kærleikans
Sé horft austur um haf sést að vel-
ferðarþjóðfélögin á Norðurlöndun-
um, sem tóku í faðm síns alltum-
lykjandi almannatryggingakerfis
hvem þann sem halloka fór í tilver-
unni, eru tekin að núa á sér hökuna
í þungum þönkum. Margt hefur
borið að höndum sem veldur því að
minna er til ráðstöfunar en fyrr.
Þegar best áraði fundu menn, og þá
ekki síst Svíar, til verulegrar
skömmustu vegna velsældar sinnar
og vildu víst helst taka allan þriðja
heiminn á „sósíalinn" hjá sér. Þetta
var fallega hugsað og margan urðu
þeir ásamt frændum sínum í Dan-
mörku og Noregi til að taka undir
verndarvæg sinn, fólk sem flúði
neyðarkjör og óstjóm í suðlægum
heimahögum.
En „heimur versnandi fer“ og í
þetta skiptið er það ekki aðeins
tuldur geðvondra gamalmenna,
heldur bláber staðreynd. Stríðsæs-
ingar, yfirgangur og þrætur magn-
ast hvert sem Iitið er. Og þá kemur í
Ijós að einnig þanþol skandínavísks
kærleika á sér takmörk. Kannske
var „tamfla- skandallinn" sem kom
Páli Schlúter á kné ein fyrsta vís-
bending þess að Dönum væri tekið
að bjóða í gmn að ástandið mundi
ekki lengur svo „trygt og godt“ og
mál til komið að stilla gestrisninni í
hóf. Áþekk tilfinning býr um sig
meðal Þjóðverja, sem meira að
segja komplexinn vegna fortíðar-
innar nægir ekki til að dylja eða
halda í skefjum. Vísast á stórsigur
hægri aflanna í Frakklandi á dögun-
um rætur að rekja til þessa sama —
að nú verði hver sem betur getur að
bjarga eigin skinni. Bróðurkærleik-
anum er pakkað inn og stungið í
frysti til geymslu um ófyrirsjáan-
legan tíma. Hamingjan má vita hve-
nær ísinn verður barinn utan af
honum aftur.
Beðið upprísunnar
Og fyrst hér er farið að tala um
„kælitækni" kemur upp í hugann
frétt í Tímanum frá sl. þriðjudegi.
Þar sagði frá konu sem var orðin
svo mædd vegna eyðslugiminnar
sem greiðslukortið ól á hjá henni,
að hún stakk því ofan í tóma mjólk-
urfernu, fyllti hana af vatni og lét í
frystikistuna. Þar bíður kortið nú
upprisu sinnar, eða þess dags þegar
sól efnahagsbatans tekur að skína
og bræðir af því klakahjúpinn. Er
þannig eins fyrir því komið og Walt
Disney (heitnum?) sem bíður djúp-
frystur eftir að undur læknavísind-
anna veki hann til lífs á ný.
En kannske er þetta meðfram af
því góða og enn ein sönnun þess að
fátt er svo illt að ekki boði nokkuð
gott. Peningaþrengingar geta orðið
til að auka ráðdeildarsemi og þeim
er sækja námskeið til að bægja frá
innri óróa og hrellingum vegna
skuldabyrða, býðst nú sá kostur í
staðinn að fara á námskeið í nurli
— þ.e. Iistinni að lifa spart. Sú
dyggð hefur alltaf þótt eftirsóknar-
verð, þótt þeir hafi verið færri á
góðu árunum sem tömdu sér hana.
Ágæt byrjun getur verið að fara að
dæmi konunnar sem frysti kortið
og búa sig að því búnu undir að
gera bróðurkærleikanum sömu
skil. Enn er sá vandi ekki teljandi á
íslandi sem stafar af straumi alls-
leysingja frá Ceylon eða A-Evrópu.
En margir verða fyrir búsifjum
vegna kunningja sem berja upp á og
búast við trakteringum eins og kök-
um og kaffi. Hér er ágæt leið til þess
að hefja spamað. Draga ber úr gest-
risninni smátt og smátt, t.d. með
því að bera fram beinakex í stað
tertu eða eplaköku og láta kexið svo
hverfa í fyllingu tímans. Þá er að-
eins kaffið eftir sem smám saman
má hafa þynnra og þynnra og loks
þynnist kunningjahópurinn.
Meðal annars með þessu móti má
þreyja lengur á vegferðinni um
Langadal efnhagslægðarinnar og
temja sér jafnframt eina þeirra
dyggða sem siðfræðingar allra tíma
og trúarbragða hafa talið slíks gulls
ígildi.