Tíminn - 03.04.1993, Síða 15

Tíminn - 03.04.1993, Síða 15
Laugardagur 3. apríl 1993 Tíminn 15 íslendingar þurfa að stefna að því að fjölga nemendum sem leggja stund á starfsmenntun um 25-100%. Þróunin stefnir í öfuga átt: Horfur á miklum samdrætti í hefðbundinni iðnmenntun „Veröi ekkert aö gert mun starfsmenntun dragast saman um helm- ing en til að mæta eölilegum þjóöfélagslegum kröfum þarf að auka hana einhvers staðar á bilinu 25 til 100%. Það er semsé fjórfaldur munur milli hæsta og lægsta kosts.“ Þetta sagði Cestur Guðmunds- son félagsfræðingur á málþingi um iðnmenntun sem haldið var í síðasta mánuði. starfsmenntun hér á landi. Hann sagði koma til greina að stokka upp núverandi kerfi og beita sér fyrir þrepanámi, þ.e. að nemendur fengju takmörkuð starfsréttindi eftir td. eins eða tveggja ára nám. „Nú virðist þróunin innan lög- giltra iðngreina víðast hvar steftia í þá átt að skyldar iðngreinar renni saman, skilgreindur verði sameig- inlegur kjami þeirra, menn velji sérhæfingu til sveinsprófs en geti bætt við sérhæfingu á öðrum svið- um með endurmenntun. Þetta virðist skynsamlegast en engan veginn vandalaust,“ sagði Gestur. -EÓ í dag ljúka 35-40% íslenskra ungmenna stúdentsprófi. 15-20% ljúka starfsnámi á framhaldsskóla- stigi, 30-35% hefja nám f fram- haldsskóla en ljúka því ekki og 10- 15% stunda ekkert nám í fram- haldsskóla. í löndum einsog Danmörku, Svf- þjóð og Þýskalandi ljúka mun fleiri nemendur stúdentsprófi eða starfsnámi en hér á landi. í þeim löndum sem við berum okkur oft- ast nær saman við ljúka færri stúdentsprófi en hér en aftur á móti mun fleiri starfsnámi. Gestur Guðmundsson segir að það sé mikilvægt fyrir fslenskt efnahags- og atvinnulíf að við reynum að auka og bæta starfs- menntun. Hann segir hins vegar að þróunin hjá okkur sé ekki f þá átt Við stöndum frammi fyrir miklum samdrætti á þessu sviði. „Það er nefnilega svo að hrun vof- ir yfir verulegum hluta þess starfs- menntakerfis sem við eigum nú ef ekkert verður að gert Eg vil að- eins minna á að langstærstu iðn- greinaflokkamir eru málmiðnir og byggingagreinar að meðtalinni húsasmíði. FVrir fáum árum menntuðu þess- ir iðngreinaflokkar um 10% af hverjum árgangi þ.e.æs. innan þeirra var meira en helmingur starfsmenntakerfisins. í dag berj- ast stórir hlutar beggja þessara iðngreinaflokka í bökkum; eðlileg viðbrögð í báðum greinum eru að skrúfa nánast alfarið fyrir nema- töku. Tölumar sem ég neftidi miðast við veruleikann fyrir 2-3 árum; líkur benda til að 15-20% þeirra sem fæddir eru fyrir 1970 muni ljúka einhverri starfsmenntun á framhaldsskólastigi. En ef svo fer fram sem horfir munu innan við 10% þeirra sem fæddir eru eftir 1970 ljúka slíku námi,“ sagði Gestur. í erindi sínu ræddi Gestur um þær auknu kröfur sem gerðar em til menntunar starfsfólks nú á seinni ámm. Hann sagði að örari tækniþróun og breytingar á vinnumarkaði kalli á hreyfanlegra vinnuafl. Það sé sífellt minna um að fólk geti menntað sig í einni starfsgrein og stundað hana með sama hætti allan starfsaldurinn. Sífellt meiri kröfur séu gerðar um verkkunnáttu og þeim störfum fækki þar sem hægt sé að taka óþjálfað og ómenntað fólk inn af götunni. Gestur sagði að til að bregðast við kröfum um sérhæfð- ari störf þyrftu launþegar að afla sér almennrar menntunar. Hann sagði að þetta kynni að hljóma sem þversögn. Það væri engu að síður svo að almenn menntun væri forsenda þess að menn gætu mætt auknum kröfum um að skipta um störf og starfsvettvang. Gestur gagnrýndi hvernig unnið var að endurskipulagningu iðn- menntunar á íslandi á 7. og 8. ára- tugnum. Hann sagði að menn hefðu þar tekið of mikið mið af starfsmenntun annarra þjóða en ekki tekið nægilega mikið tillit til sérkenna fslensks samfélags. Gestur sagði að hægt væri að fara nokkrar leiðir í að endurbæta LIND Fjármögnun Lágmúla 6,108 Reykjavík Sími: 91-67 99 66 Ef svo er, er Tækjalind eitthvað fyrir þig. Tækjalind er ný þjónusta á vegum Lindar hf. sem felst í rekstrarleigu á vinnuvélum og öðrum tækjum. Þessi þjónusta er nýjung á íslandi og er mjög hagkvæm fyrir einstaklinga og fyrirtæki, lítil sem stór. Rekstrarleiga þýðir að þú þarft ekki lengur að kaupa dýrar vélar og tæki, heldur getur þú einfaldlega tekið þau á leigu í þann tíma sem þú þarft, alltfrá einum degi upp í nokkra mánuði. Innifalið í leigugjaldinu eru allartryggingar, þjónustu- og viðhaldsgjöld. Öll tæki eru yfirfarin reglulega og síðan seld eftir vissan tíma þannig að það eru ávallt nýleg tæki í notkun. Starfsfólk Lindar hf. veitir þér allar upplýsingar um Tækjalind í síma 679966. Nánari upplýsingarfást einnig hjá Kraftvélum hf. í síma 634500. Tækjalind býður þjónustu sem borgar sig

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.