Tíminn - 22.05.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.05.1993, Blaðsíða 9
Laugardagur 22. maí 1993 Tfminn 9 Eftir að Robespierre og félagar hans lentu undir fallöxinni, sem þeir höfðu beitt svo mjög sem stjómtæki, var útrýmingarher- ferðinni gegn Vendéebúum hætt og þeir sem eftir lifðu af þeim fengu tvær milljónir franka í skaðabætur. Napóleon mikli gaf síðan öllum, sem talið var að tekið hefðu þátt í uppreisninni og enn voru á lífi, upp sakir. Kröfu þeirra um að útrýmingarherferðin yrði fordæmd var hinsvegar vísað á bug. Mótmæli frumföður kommúnismans Þá þegar fordæmdu þó ýmsir, sem töldust málsmetandi, umræddar aðfarir í Vendée, einnig sumir bylt- ingar- og lýðveldissinna. Sá sem fyrstur gerði það í riti var Babeuf, sem í sögunni er gjaman kallaður „eini sósíalisti (í orðsins nútíma- Táknmynd um sigur byltingarstjórnarinnar á uppreisnarmönnum. almennrar þátttöku héraðsmanna í henni og sigursældar uppreisn- armanna fyrst í stað. Sendi kon- ventan til Vendée um 100.000 manna her, mestanpart reyndar sveitir af vígstöðvunum við aust- urlandamærin. Lutu uppreisnar- menn þá smámsaman í lægra haldi og í desember 1793 var skipulegri vöm af þeirra hálfu lok- ið. En byltingarleiðtogamir í París töldu að hér þyrfti ógrunsamlegar að vinna. Ofan á ótta við ósigur og gagnbyltingu bættist hjá þeim yf- irgengileg hneykslun og reiði í garð Vendéemanna. Að þeirra mati var „óútskýranlegt" að heilt hérað skyldi vísa „frelsinu“ á bug. Með frelsi meintu þáverandi ráðamenn Frakklands að allt vald skyldi til- heyra þeim á þeim forsendum að þeir einir vissu hvemig búa skyldi almenningi gæfuríkt framtíðar- þjóðfélag. í hugarfari þeirra var kenning Rousseaus um „almenna viljann" (la volonté générale) ofar- lega á baugi. Rousseau taldi að al- menningur vissi undir niðri hvað honum væri fyrir bestu en gerði sér það ekki alltaf Ijóst. Heimspek- ingur þessi, eða kannski frekar þeir sem tileinkuðu sér kenningar hans, túlkuðu þetta sem réttlæt- ingu á því að minnihluti sem skildi almannaviljann tæki í krafti þeirrar uppljómunar ákvarðanir fyrir hönd alþýðunnar, einnig þótt alþýðan gerði sér ekki ljóst að þær væm í hennar þágu og beitti sér gegn þeim. Vítisfylkingar Konventan ákvað að skapa Vendée víti sem yrði til vamaðar öðmm. 6. febrúar 1794 samþykkti hún „að Vendée skyldi gersamlega eytt og íbúum þess útrýmt." Tekið var fram í samþykktinni að konum og bömum „glæpamannanna" skyldi ekki hlíft fremur en öðmm. (Orð og setningar innan tilvitnunar- merkja em tekin úr Der Spiegel sem virðist hafa tekið þetta upp úr frönskum frumheimildum og söguritum.) Næstu mánuði rásuðu tólf stjóm- arherfylkingar, sem kallaðar vom „vítisfylkingar" (colonnes infema- les), fram og aftur um Vendée, eyddu hvert þorpið af öðm, létu akra, engi og skóga uppganga fyrir eldi og drápu hvert mannsbam sem þær náðu. Fólk var skotið, stungið, því drekkt, það kyrkt o.s.frv. Það vom óteljandi „Orado- ur“, segja franskir Vendéesagn- fræðingar. (Oradour var franskt þorp sem þýskt herlið brenndi 1944 og drap þar nálega hvert mannsbam.) Franskur rithöfundur, Michel Ragon, skrifar svo af atburðum þessum f bók með titlinum: „Rauðu vasaklútamir frá Cholet (borg í Vendée)“: ,A markaðstorginu sem einu sinni var lágu allir þorpsbúar, beinir og stífir, eins og fyrir taln- ingu... 564 lík, þar af 147 bamslík. Þau minnstu, litlu angamir, höfðu verið hafin upp á byssustingjum. Konumar lágu með pilsin upp um sig... Bæjarstjórann mátti þekkja á bláhvítrauðum herðafetlinum. Þótt hann væri lýðveldissinni höfðu blástakkamir skorið af hon- um eym og nef... Flugnager sem sótti í blóðið var allt um kring." Byltingarstjómin gerði þar að auki ráðstafanir til að eitra vín- birgðir og vatn í héraðinu með ar- seniki og var jafnvel það langt á undan sínum tíma að hún reyndi að framleiða eiturgas til notkunar gegn Vendéebúum. Tilraunir með gaseitmn vom því til undirbún- ings gerðar á sauðkindum en tæknin á þeim vettvangi var of skammt komin til að þær bæm ár- angur. merkingu) byltingarinnar“ og frumfaðir kommúnismans. í bók sem hann skrifaði um Vendéeupp- reisnina studdist hann við frásagn- ir hershöfðingja sem stjómuðu „vítisfylkingunum." Það rit var lengi gleymt og endurútgefið fyrst 1980. Þar hefur Babeuf eftir einum hershöfðingjanna, heimildar- manna sinna: „Ég veit að í hérað- inu kunna að vera einhverjir föð- urlandsvinir (þ.e.a.s. menn sem vom andstæðir uppreisninni eða tóku ekki þátt í henni). En það skiptir ekki máli; við verðum að fórna þeim öllum.“ (Babeuf vildi afnema einkaeign- arrétt og koma á kjarajöfnuði. Hann var hálshöggvinn 1797. Flestir aðrir leiðtogar frönsku byltingarinnar, Robespierre þar á meðal, vom frjálshyggjumenn í efnahagsmálum.) Með frönsku byltingunni var haf- ið tímabil átrúnaðar á skynsemi og vísindi er gekk svo langt að í raun varð þetta tvennt í augum ófárra ekki sfður óskeikult en guð/guðir í augum trúaðs fólks. í spor hug- myndafræðinga, sem töldu sig hafa — eða vom af öðmm taldir hafa — uppgötvað vísindalega sannaða lausn á vandamálum mannkyns, gengu leiðtogar sem álitu ekki síður en Robespierre að tilgangurinn — hamingjusamleg framtíð fyrir mannkynið eða ein- hvem hluta þess — helgaði hvaða meðal sem væri. Uk* J« W é d •' 9WO M Ofc 1 gjalddagi húsnæðislána - iA VI aj ► i DRÁTTARVEXTIR leggjast á lán með lánskj aravísitölu I 6, íVIa; u DRÁTTARVEXTIR leggjast á lán með byggingarvísitölu ■ LJ! líaí: i Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. borgarverkfræöingsins i Reykjavík, óskar eftir tilboðum í ýmis verk i vesturborg Reykja- vikur. Verkið nefnist: Vesturborg—ýmis verkefni. Helstu magntölur em: Gröftur um 4.400 m: Fylling um 3.400 m: Púkk um 1.200 m: Mulinn ofaniburður um 3.600 m: Gangstéttar um 1.100 m: Ræktun um 400 nrv Lokaskiladagur verksins er 1. október 1993 Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3 Reykjavík frá og með þríðjudeginum 25. maí 1993 gegn 10.000 króna skilatryggingu. Tilboöin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 3. júni 1993 kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 ÚTBOÐ Tölvur fýrir Ríkisspítala Tilboð óskast i vinnustöðvar og prentara til uppsetningar á Rlk- isspitölum. Útboðsgögn em seld á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykja- vik á 6.225 krónur með VSK. Tilboð verða opnuð á sama stað kl 11.00 f.h. 4. júnf 1993 I við- urvist viöstaddra bjóöenda. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.