Tíminn - 12.06.1993, Síða 5

Tíminn - 12.06.1993, Síða 5
Laugardagur 12. júnf 1993 Tíminn 5 ■ ■ : ■ : •■.;■. ■■;■■■■■ 8 . j \ ■ ■ ■ ' .■ ■ ■...: Pólitísk vika Jón Kristjánsson skrifar Síðasta vika hefur verið viðburðarík í pól- itíkinni. Ekki er það vegna þess að tillögur stjómvalda Iiggi fyrir í erfiðum vandamál- um, heldur em pólitískar umræður vik- unnar af allt öðmm toga. Það var einkum tvennt sem setti mark sitt á hana: skipan tveggja nýrra ráðherra í ríkisstjóm Davíðs Oddssonar og orðsendingar stjómar og stjómarandstöðu varðandi samráð um viðbrögð við aðsteðjandi vanda f sjávarút- vegsmálum. Tilboð í gegnum fjölmiðla Orðsending Davíðs Oddssonar barst stjómarandstöðunni fyrst í gegnum fjöl- miðla, en eigi að síður tókum við þing- menn Framsóknarflokksins hana alvar- lega. Boðað var til þingflokksfundar þar sem viðbrögð við þessu útspili vom rædd og Halldór Ásgrímsson gerði þingflokkn- um grein fyrir viðræðum við Davíð þegar kallað var á flokksforingjana. Þingflokkur- inn kom aftur saman þegar gengið var ffá endanlegu svari. í ljósi stöðu efnahags- mála er hér um alvaríegt mál að ræða og á að meðhöndlast sem slíkt. Aðrir foringjar stjómarandstöðunnar mótuðu afstöðu sína í samráði við sína þingflokka. Við höfðum það sterklega á tilfinning- unni að hér væri um einhverskonar pólit- ískt útspil að ræða sem ekki lægi mikil al- vara á bak við. Ég er sannfærður um að þetta hugboð var rétt. Ríkisstjómin og for- usta hennar hefur legið undir ámæli með réttu fyrir að vera ráðalaus í aðsteðjandi efnahagsvanda. Henni ber skylda til þess að leggja fram og móta tillögur til þess að bregðast við meðal annars ískyggilegum niðurskurði þorskafla. Tilboð Davíðs var að mínu mati tilraun til þess að snúa þessu upp á stjómarandstöðuna að það væri hennar að hafa frumkvæðið um til- lögugerð í þessu sambandi. Ný nefnd Það kom í ljós að hugsun forsætisráð- herra var sú að skipa nýja nefnd til þess að athuga málið með aðild stjórnarandstöð- unnar. Þessu vomm við mótfallnir. Það var skoðun þingflokks Framsóknarflokks- ins að málið ætti að ræða á hinum pólit- íska vettvangi og stjómarandstaðan var reiðubúin til þess. í þessu máli vantar pól- itískar ákvarðanir. Við pólitískt samráð hefði komið í ljós hvaða tillögur ríkis- stjómin hefur og hvort stjómarandstaðan væri tilbúin til þess að vinna þeim fram- gang innan sinna raða. Nefnd embættis- manna hefði aðeins drepið málinu á dreif og þar að auki er forsætisráðherra í lófa lagið að biðja um tilnefningar frá stjómar- andstöðu í slíka vinnunefnd, án allra til- færinga. Vinnunefndir em starfandi með aðild stjómarandstöðuflokkanna og má þar sem dæmi nefna samráðsnefnd um sveitarstjórnar- mál og nefiid um flutning ríkisstofnana. Upplýsingar um stöðu sjáv- arútvegsins er víða að finna. Tvíhöfðanefnd- in hefur safnað miklum upplýs- ingum og skilað til sjávarútvegsráðherra og Þjóðhagsstofn- un, hagdeildir bankanna og hagsmuna- samtök hafa upplýsingar og upplýsinga- kerfi á reiðum höndum. Gallinn er sá að ríkisstjómin er vanbúin að nýta sér þær og taka pólitískar ákvarðanir vegna sundur- lyndis innbyrðis. Samráð er ekki þjóðstjóm Forsætisráðherra reynir nú, þegar þessu samráðsmáli er lokið, að láta líta svo út að stjórnarandstaðan vilji í stjórnarmyndun- arviðræður. Þetta em vísvitandi rang- færslur. Þetta kom aldrei til greina af hálfu Framsóknarflokksins og var reyndar ekki til umræðu. Stjómarandstaðan bauð upp á samráð um framgang tillagna um að- gerðir í eftiahagsmálum, en forsætisráð- herra henti því svari í mslakörfuna, þótt m.a. sjávarútvegsráðherra virðist vera annarrar skoðunar eins og svo oft áður. Þetta er auðvitað miður, en verst er þó að málefni sjávarútvegsins em í sömu patt- stöðunni og áður. Ráðherraskipti — stöðuveitingar Hitt pólitíska málið, sem var fyrirferðar- mikið í fjölmiðlum, em útskipti ráðherra Alþýðuflokksins. Öllu þessu máli er auð- vitað snúið á haus í pólitísk- um áróðri flokksins. Jón Baldvin og fé- lagar hans berja sér á brjóst og telja þessi skipti bera vott um kjark og þor í flokknum. Það sem skeð hefur er einfaldlega það að þrír forustumenn Al- þýðuflokksins hafa ákveðið að hætta í stjómmálum og forða sér í góð embætti sem búið var að ákveða að veita þeim. Ný- ir menn, sem báðir hafa pólitískan metnað stómm meiri en í meðallagi, hafa verið skipaðir í þeirra stað. Allt þetta hefur kom- ið af stað ýfingum og sárindum í flokkn- um. Það er einfaldlega þetta sem hefur skeð. Hver verða áhrifín? Það er hins vegar áhugavert að velta því fyrir sér hvaða áhrif þessi mannaskipti hafa á Alþýðuflokkinn og stjómarstefn- una. Athyglisvert er að þeir Össur og Guð- mundur Ámi setjast inn í ríkisstjómina án nokkurra skilyrða um stefnubreytingu. Með því em þeir að Ieggja blessun sína yf- ir stjómarstefiiuna, þrátt fyrir gagnrýni á stundum. Það er því líklegt að það her- bragð Jóns Baldvins um að múlbinda þá heppnist. Hins vegar er það staðreynd að þrír reyndir fomstumenn hverfa úr þingliði flokksins og ráðherraliði. Jón Sigurðsson var vinnuhesturinn í ríkisstjóminni, sem gat komið öllu niður á blað á ótrúlega skömmum tíma, og allra manna best að sér í fmmskógum textagerðar ef þurfti að semja skriflega um einhver málefhi. Þrjóska hans og vinnusemi hélt nafna hans oft við efnið, en Jón Baldvin er alveg gjörólíkur stjómmálamaður sem gengur frekar fyrir stemningum en þykkum bunkum af pappír. Eiður Guðnason hafði mikla þingreynslu og hafði traust sam- starfsmanna sinna í þinginu sem þing- flokksformaður og heiðarlegur stjóm- málamaður, þótt það gæti fokið í hann stundum. Karl Steinar var mikill áróðurs- maður bak við tjöldin og hafði sambönd, einkum í verkalýðshreyfingunni. Það var hans sterka hlið. Nýtt fólk, nýir ráðherrar Ég ætla engu að spá um það hvemig hin nýja skipan Alþýðuflokksins reynist. Það kæmi þó ekki á óvart þótt erfiðleikar fylgdu þessum hræringum í flokknum og þeirri óánægju sem þessum breytingum fylgja. Svipurinn var ekki fallegur á Jó- hönnu eftir þessi átök. Nýtt fólk á auðvitað að fá tækifæri til þess að sanna sig og þar á meðal nýir menn á ráðherrastólum. Þeir félagar fá hins vegar erfitt hlutverk. Þeir hafa kynnt sig með bakgmnn félags- hyggju, en setjast svo inn í ráðalausa og sundraða frjálshyggjustjóm. Það er því hætt við að þeir verði undir smásjá þeirra sem bundið hafa vonir við að hlustað yrði á þeirra gagnrýni.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.