Tíminn - 12.06.1993, Page 6

Tíminn - 12.06.1993, Page 6
6 Tíminn Laugardagur 12. júnf 1993 Tímamynd Pjetur Sex ára pólitískum ferli Jóns Sigurðssonar, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lýkur á mánudag: Ekki endalaust hægt að hj akka í sama farinu að sætir ávallt tíðindum í ís- lenskum stjómmálum þeg- ar ráðherra tekur þá ákvörðun að segja af sér ráðherradómi, svo ekki sé talað um þegar sami maður ætlar einnig að láta af þingmennsku, eins og Jón Sig- urðsson, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, hefur ákveðið. Hvaða veldur því að maður í stöðu Jóns ákveður að hverfa frá valdamiklu embætti og sækja um starf sem er mun valdaminna? Pólitískir andstæðingar halda því fram að Jón sé á flótta úr eigin kjör- dæmi, sem býr við mikið at- vinnuleysi og enga nýja stóriðju, og því sé hann í raun pólitískt gjaldþrota. Hvaða áhrif hefur brotthvarf hans á ríkisstjórnar- samstarfið og hvatti formaður Alþýðuflokksins hann eða latti í þessari ákvarðanatöku? Eða ber ákvörðun þessi vott um að Jón Sig. sé saddur pólitískra lífdaga og vilji hverfa á ný til rólegri starfa sem ekki em eins mikið í kastljósi fjölmiðlanna? Þetta og margt fleira í viðtali við Jón Sig- urðsson, sem lætur af ráðherra- dómi n.k. mánudag eftir sex ára setu í ríkisstjóm og þing- mennsku í jafnlangan tíma, án þess þó að hafa nokkum tíma verið óbreyttur þingmaður. Ekki eilífur augnakarl En af hveiju tók Jón þá ákvörð- un að segja af sér embætti sem ráðherra og hætta jafnframt sem þingmaður? „Menn eiga ekki að vera eilífir augnakarlar. Það er nauðsynlegt að endumýjun eigi sér stað á hvaða sviði sem er og menn hverfi til annarra starfa þegar réttur tími er til þess. Mér finnst að það sé réttur tími fyrir mig að hverfa að öðm og er mjög ánægður með og þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að starfa á Alþingi og í ríkisstjórn í þessi sex ár og hygg gott til þess að njóta þeirrar reynslu í öðmm störfum." Ertu þá saddur pólitískra líf- daga? „Ég segi ekkert annað um það mál en að ég hef ákveðið að hverfa til annarra starfa og hef sótt um starf, eins og fram hefur komið. En auðvitað veit ég ekki hvort ég fæ það starf. Ég tel mig Iíka hafa til þess góðan undir- búning og forsendur, m.a. af að hafa verið ráðherra banka- og viðskiptamála í sex ár.“ En ber þessi ákvörðun ekki vott um það að þú sért pólitískt gjaldþrota? „Sannarlega ekki, sannarlega ekki. Þvert á móti tel ég mig hafa safnað gildum reynslusjóðum og góðum árangri í mínu starfi, þótt ég hafi að sjálfsögðu metn- að af því að gera enn betur og hefði viljað gera það, sem er eðli- legt Ég tel líka að það viðhorf í stjómmálum, sem ég hef starfað eftir, hafi skilað góðum árangri á þessum tíma. Að ýmsu leyti við erfiðar aðstæður, en yfir þeim á maður ekki að kvarta, heldur vera þakklátur fyrir að fá tæki- færi til að draga úr neikvæðum áhrifum ytri aðstæðna." Álitamál hvar þjóðmál byija og enda En með því að fara yfir í Seðla- bankann, þ.e.a.s. ef þú hreppir stöðuna, þá þýðir það að þú ert hættur í öllu pólitísku starfi? ,Já, að sjálfsögðu. Þá er ég hættur í flokkspólitísku starfi. Síðan er það auðvitað álitamál hvar þjóðmál enda og byrja. Ég ætla ekki að segja annað um það en að ég hef ákveðið að segja af mér störfum bæði sem þing- maður og ráðherra. Það mun ég gera á mánudaginn og síðan mun það koma fljótlega í ljós hvort ég verð valinn til annarra starfa eður ei.“ En skýtur það ekki skökku við að fara úr valdamiklu embætti og sækja um annað sem er mun valdaminna? „Ég bendi nú á að Seðlabankinn hefur sjálfstæða stöðu í okkar stjórnkerfi og reyndar liggja til- lögur fyrir þinginu um það að gera stöðu bankans enn sjálf- stæðari og um það virðist vera víðtækt pólitískt samkomulag. Þannig að ég tel það mjög ákjós- anlegan vettvang til að starfa á og hirði ekki um það sem kallað eru valdastöður. Maður verður að meta það á hverjum tíma hvar maður getur helst komið að gagni.“ Neikvæðni og persónuníð En ná menn ekki betri árangri í því að hrinda hugsjónum sín- um í framkvæmd sem ráðherrar heidur en sem bankastjórar? „Jú, en þar með er ekki sagt að menn nái sínum markmiðum betur með því að hjakka enda- laust í sama farinu. Það er í sjálfu sér alveg furðuleg lífsskoð- un að ætla að halda því fram, þegar menn hætta á pólitíska sviðinu eftir margra ára starf í stjómmálum, að þeir séu endi- lega að hverfa frá því með rofinn skjöld og brotið sverð. Það er því miður dæmi um nöturlegan hugsunarhátt sem á sér enga stoð í veruleikanum, sem betur fer. Því flestir vilja vel og telja að þeir séu að vinna að þjóðþrifa- málum. Það tel ég mig hafa ver- ið að gera og náð þar góðum ár- angri. En mér líkar ekki þessi neikvæða starfsaðferð og níð um persónur, sem stunda pólitískt starf, sem er alltof algengt í ís- lenskum stjómmálum og setur á þau blett. Það em ekki aðeins stjómmálamennirnir sjálfir heldur líka þeir, sem um þá skrifa og fjalla, og báðum til jafnmikillar minnkunar." Áttu kannski þessir þættir sem þú nefnir, níðskrif og neikvæðar starfsaðferðir, sinn þátt í því að þú tókst þá ákvörðun að hætta í pólitíkinni? ,Ja, auðvitað er þetta einn þátt- ur af mörgum sem mynda heild- ina.“ Latti Jón Baldvin þig eða hvatti í þinni ákvarðanatöku? „Hann latti mig mjög og dró úr því. Það er alveg ljóst. Ég á marga góða vini í flokknum, sem sjá eftir mér eins og ég sé eftir þeim, og Jón Baldvin er einn af þeim. Hinsvegar koma alltaf þeir tímar í lífi manna og starfi að það er rétt að skipta um.“ En þér varð ekki hnikað? „Nei, ég taldi þetta vera rétta ákvörðun. Síðan mun framtíðin leiða það í ljós. Sjálfur er ég viss um það.“ Var það eitthvað í hinu pólit- íska landslagi sem gerði útsiag- ið með það að þú ákvaðst að segja af þér? „Nei, það er ekki neinn ágrein- ingur eða ósamkomulag sem veldur því. Heldur eingöngu það að ég tel að þetta sé tímabært, bæði sjálfs mín vegna og ann- arra. Með þessari ákvörðun vil ég bæði stuðla að endumýjun inn- an flokksins og ríkisstjómarinn- ar, enda tel ég það heppilegt Auk þess hef ég áhuga á að leita eftir endumýjun í mínu eigin starfi.“ Alls ekki á flótta Pólitískir andstæðingar þínir halda því fram að með þessari ákvörðun þinni sért þú á flótta úr eigin kjördæmi, með tilliti til atvinnuástandsins þar og þeirr- ar áherslu sem þú lagðir á stór- iðju sem lausnarorð í atvinnu- málunum í síðustu kosninga- baráttu. „Þetta tel ég með ólíkindum ómerkilegan málflutning. Ég tel þvert á móti að einmitt af því að Alþýðuflokkurinn hefur verið í ríkisstjóm á þessum ámm, sem hafa verið erfið fyrir land og þjóð og þá ekki síst fyrir það atvinnu- svæði sem svarar til Reykjanes- kjördæmis, að einmitt vegna þess hafi tekist að spoma gegn enn erfiðari málum. Af þeim sökum tel ég þetta vera mjög svo ómaklega gagnrýni, enda þarf ekki annað en að líta til land- anna í kringum okkur. Ef það væm til auðteknar lausnir til að bægja atvinnuleysisvandanum frá, þá væm ekki tveggja stafa hlutfallstölur í atvinnuleysi í þeim ríkjum sem standa hvað hæst í hagþróun og hagstjóm. Ég vísa þessu því til föðurhúsa og tel að það sé mjög ómerkileg- ur málflutningur og dæmir sig sjálfan að ætla að slá sig til ridd- ara á erfiðleikum almennings. Það dæmir þá menn hart sem þeim rökum beita.“ Nú ert þú og Kari Steinar að láta af þingmennsku í kjördæm- inu. Þú ert ekkert hræddur um að það veiki stöðu flokksins í Reykjaneskjördæmi? „Eg hef traust á því að Alþýðu- flokkurinn í Reykjanesi, sem er höfuðvígi flokksins, hafi einmitt þann lífsþrótt og endumýjunar- kraft sem er einkenni öflugra hreyfinga. Við vitum að í flokks- félögunum í kjördæminu er mikið og gott starf, sem er öf- undarefni annarra stjómmála- flokka." Veíkir ekki stjóraina Þú óttast ekkert að brotthvarf þitt úr ríkisstjórainni komi til með að veikja hana. Sérstaklega í ljósi þess að þú ert og hefur veríð einn aðalstuðningsmaður þessa stjóraarsamstarfs innan

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.